Alþýðublaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.11.1931, Blaðsíða 2
2 Af, ÞíÐUBLAÐIÐ Prá Grænlandi. Eftir Jon frá Lang. * Brjajðlfur eða Stalin. I því tölublaði „Verklýðsbla'ðs- ins“, er kom út fyrir helgina, má sjá, að enn geisar deilan rnn ákvæðisvinnuna mildi Brynjólfs, formanns Kommúnistaflokks ís- lands, og Stalins, formanns Kom- múnistaflokks RússLands. Eins og marga rekur minni til, lýstu þeir Brynjólfur, Einar 01- geirsson og aðrir foringjar sprengingamianna verklý'össam- takanna því yfir í fyrra (og létu síðan á þrykk út ganga í stefnu- skrá sinni), að þeir mundu ætíð og ávalt berjast móti ákvæðis- vinnu, en Stalin hefir annaðhvort ekki verið búinn að heyra hvað Brynjólfur vildi, eða þá að hann blátt áfram metur að engu skoð- anir Brynjólfs, því í sumar leiddi hann í lög ákvæðisvinnu í 'Rúss- landi. f þessari tilvitnuðu grein „Verk- lýðsbiaðsins11 er sagt, að ákvæðis- vinnan (í auðvaldsþjóðfélagi) „ey’ði vinnukrafti verkamannsins á skemri tíma“ [en tímavinnan] og „Með ákvæðisvinnunni eykst vinnuhraðinn, hinu líkamlega vinnuþreki verkamannsins er slit- ið fljótt og íöks er honum kastað á gaddinn." En dálítið síðar í greininni er sagt frá því, að í Rússlandi fari ákvæðisvinnulaun- in stighækkandi, þannig að fyrir fyrsta þriðjung (frarn yfir meðal- vinnu) sé borguð 20 % hækku'n, fyrir annan þriðjung 50% og fyrir þriðja þriðjunginn 100%. Allir hljóta að sjá, að þetta borgunar- fyrirkomulag hlýtur að vera geysileg hvöt fyrir verkamann- inn til þess að leggja aÖ sér og nota vinnuþrek sitt í fylsta mæli, hvort heldur er í auðvaldsríki eða jafnaðarstefnuriki, hvort heldur er á gamla fslandi eða austur í Gárðaríki, svo hér er ekki nema um tvent a'ð ræöa: annaðhvort er það tóm vitleysa, sem Brynjólfur heldur fram um skaðsemi ákvæðisvinnunnar, eða að Staiin er sá vinnubö'ð- uLl, að slíta vinnuþreki rússneska verkalýðsins á skömmum tíma. Hvort þykir mönnum nú senni- legra? Hvor skyldi nú vera betri Brúnn eða Rauður, Brynjólfur eða Stalin? Allir vita að það er verka- lýðurinn sjálfur, sem ræður í Rússlandi, og getur nokkTum dottið í hug, að Stalin sem áhrifa- mesti trúnaðarmaður verkalýðs- ins þar, gefi út skipanir, sean eru verkalýðnum til bölvunar? Nei, engum dylst, að hér hefir Brynjólfur gasprað út í loftið eins og hann er vanur, og virðist hon- um jafntamt a'ð láta öll rök koma öfugt eins og kettinum að detta á fæturna. Stúkan „Einingin“ heldur af- :nælisfagnað á fimtudagskvöldið ;rá kl. 9 í G.-T.-húsinu við Templarasund. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, kom ég heim nú með ís- Landi síðast. Fór ég í vor til Grænlands með 6 hesta -og hafði það verk framan af sumri, að flytja vistir upp á stöð Wegeners- leiðangursins, sem er uppi á meginisröndinni, upp af Umanak- firði. En síðar var verk mitt að flytja frá stöðinni verðmætustu verkfærin og mælingartækin, en anna’ð var skilið eftir, er stöðin var yfirgefin í baust. Afdrif dr. Wegeners urðu þau, sem menn vita, að hann dó á leið- inni frá ísmiðjustöðinni út að röndinni. Eins og menn muna voru tveir menn inni á ismiðju- stöðinni, þeir dr. George og dr. Sorge, en meiri hluti flutnings þess, sem átti að komast þangað inn, komst ekk inema lítið af leið- inn, komst ekki nema lítið af Leið- arnir, sem átti að nota, reyndust ónýtir. En orskökin til þess að dr Wegener réðist inn á jökulinn þessa siðustu för var sú, að dr. George og dr. Sorge höfðu ó- nógan forða. Nú hrepti We- gener hin verstu veður, en er mihkuðu matarbirgðirnar sendi Wegener frá sér nokkum hluta Grænlendinganna. En tiðin hélt áfram að vera jafn erfið. og sendi Wegener þá frá sér al.Ia Græn- lendingana nema Rasmus og hélt áfram með honum og dr. Löwe á þrem sleðum með 35 hundum. Var þá bersýnilegt, að þeir gætu engan mat komið með inn að stöðinni, en Wegener bjóst við, að að þeir dr. George og dr. Sorge væru Lagðir af stað frá stöðinni, og ætlaði að bjiarga þeim frá því, sem hann áLeit bráðan bana. Hins vegar höfðu þeir George og Sorge séð, að óráð var að yfir- gefa stöðina, og hitti dr. We- gener þá þar, er hann loks komst þangað eftir 40 daga ferð. Átti hann þá ekki eftir nema 17 hunda af 35, og tveir þeirra drápust þann dag, sem hann stóð við á íis- miðju-stöðinni. Hefir dr. Löve sagt mér, að hann hafi sjálfuf verið ósjálfbjarga 5 síðustu dag- ana áður en þeir komu að stöð- inni, sökurn kals, bæði í höndum og fóturn, og það sagði hann mér einnig, að dr. Wegener hefði á hverjum degi farið á fætur ki. 6 til þess að undirbúa ferðalag dagsins. Nú var ekki matur þarna nema í rnesta íagi fyrir þrjá rnenn, og eklsneyti ekki nema þrír stein- olíudunkar, sem var nóg til þess að elda við, en ónógt til þess aö hita upp með lika. En það var búið að sýna sig, að þáð var ekki hægt að hita snjóhúsið upp, því þá bráðnaði það, og urðu þeir að vera í kuldanum, sem þó var minni en úti, því ekki *) f viðtali. var nema 15 gráðu kuldi að með- altali við gólfið. Snéri Wegener aftur daginn eftir að lrann kom og hafði Rasnrus með sér. Var það 1. nóv. 1930, og átti Wege- ner þann dag fimmtugsafmæli. En af dr. Löwe er það að segja, að dr. Gorge tók af honum all- ar tærnar, sem voru kalnar, og hafði George ekki annað verk- færi til þess en sjálfskeiðing sinn, og lá dr. Löwe síðan 6 mánuði samfleytt í húðfati sínu. En hann er orðinn allvel gangandi nú og er hinn kátasti; þetta er kjark- maður, eins og reyndar allir þessir menn. Þeir Georgi og Sorge héldu áfram vísindarann- sóknurn í allan vetur, og er ár- angur af starfi þeirra talinn á- gætur. Meðal rannsókna þeírra, er þeir gerðu, voru rannsóknir á þykt íssins. Þeir voru þarna á ísmiðjustöðinni í 3000 metra hæð (meira en þrefaldri hæð Esjunn- ar), en ísinn reyndist þarna að vera 2700 metra þykkur, en landið sjálft ekki nema 300 metra. Mælingar, sem gerðar voru 150 km. frá jökulröndinni, sýndu sömu útkomu. 'Um afdrif dr. Wegeners fréttist í vor, er komdð var með hunda- sleðaleiðangur frá jökulrandar- stöðinni inn að ísmiðjustöð. Lík Wegeners fanst síðar 183 km. frá randstöðinni, og var það vel um búið, og mun Rasmus GrænJend- ingur hafa flutt það með sér eitt- hvað, en síðan skilið það eftir. En hvernig Rasmus fórst vita menn ekki, því hvorki hefir fund- ist lík hans né útbúnaður, en tjaldstæði hans fanst, sem var 155 km. frá ísröndinni, eða 54 km. nær en lík Wegeners. Það fund- ust dósir og vistarlieifar o. fl., sem sýndi, að þarna hafði hann tjaldað. Watkins'Ieiðangurinn. Með okkur voru til Kaup- mannahafBar með Hans Egede fjórir menn úr Watkins-leiðangr- inum úr Austur-Grænlandi. Má þar fyrst nefna þá Watkins og Courtauld, er höfðu farið frá Angmagsalik á austurströndinni á litlum opnum mótorbát suður fyr- ir Grænlandsodda til Júlíönuvon- ar á vesturströndinni, og þeir ReynilJ og Hampster, er fóru yf- ir þveran Grænlandsjökul frá Angmagsalik til Holsteinsborgar og voru 65 daga á leiðinni. Þeir voru með hundasleða, en voru búnir að missa alla hundana er þeir komu á miðjan jökulinn; urðu þeir eftir það að béra allar vistir og allan útbúnað sinn. Þarna við Holsteinsborg er geysi- breitt íslaust Land, viðlíka breitt og héðan úr Reykjavík austur í Mýrdal, svo ég efast um að þeir félagar hefðu komið lifandi til mannabygða, ef ekki hefði vilj- að svo til, að vélbátur, sem send- ur var inn í Straumfjörð til þess að svipast að þeim (því þeir komu langtum seinna en búist var við) kom einmitt inn fjörðinn þegar þeir voru nýkomnir niður að fjarðarbotninum. Sjálfir sögðu þeir mér, að þeir mundu hafa komist heilu og höldnu, en einn af mönnunum í bátníum, sem ég átti tal við, sagðist efast um það, sagði, að þeir hefðu verið tölu- vert þjakaðir og orðnir illa út- búnir til fótanna. Gourtauld er maður innan við þrítugt, hinn ágætasti drengur. Sögðu þeir félagar hans, að þeir hefðu aldrei talið Courtauld í verulegri hættu, sem mætti sjá á því, að þegar Ahrenberg hefði komið fljúgandi, hefðu þeir allir- verið á balli með Grænlending- unum. Þrekvirki Guðmundar Gisla- sonar. Á rannsóknarstöð Wegeners- leiðangursins á ísröndinni voru í vetur 9 manns. Einn þeirra var Guðmundur Gíslason. Fór Guð- mundur með flokld þeim, er fór þrem vikum á undan okkur heim, og mun nú vera í Þýzkalandi eða á leið hingað. Af því hundamat vantaði á stöðinni á jökulröndinni í fyrra haust, fór Guðmundur og smal- aði saman hundamat i þorpun- um við Umanakfjörðinn. En til þess að koma hundamatnum upp á jökulinn, þurfti að bera hann upp í 600 metra hæð, en þaðan var hægt að aka honum á sleð- um. Bar Guðmundur nú ásamt Grænlendingunum aJlan hunda- matinn, sem var um 5 smálestir, upp þessa 600 metra, og er hér um það þrekvirki að ræða, sem enginn hinna leiðangursmann- annia mundi hafa leikið eftir. Ó- hugsandi var að hægt væri að fara leiðangurinn meö vorinu, til þess að leita að dr. Wegener, nema hundamatnum yrði komið upp, og sagði Guðmundur mér að hugsunin um það hefði knúð sig til þess að leggja þetta á sig. Eins var með GrænJendingana, er að þessu unnu, að þeir hefðu ekki fengist til þess að leggja þetta á sig, hefði það ekki verið af því það gat verið, að líf We- geners væri • undir því komið, að það yrði gert. Sýnir það hve vel hann var liðinn af þeim, og hefi ég áður minst á valmensiku hans. Loks vil ég minnast á, að Kurt Wegener, bróðir Alfreds heitins Wegener, sem tók við stjórn leið- angursins í vór, er einnig hinn mesti ágætismaður. En þess gætti auðvitað, að hann var 14 árum eldri en bróðir hans. Hann er- sem sé 64 ára ganrall. Sálarmnnsóknarfélag íslands- heldur fund annað kvöld í Iðnó. Séra Jón Auðuns flytur erindi um kirkjuna og sálarrannsóknirn- ar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.