Morgunblaðið - 18.12.1984, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. DESEMBER1984
Furðulegur leikur KR og UBK:
Morgunblaölö/Júlíus.
• Jón Þ. Jónsson, hornamaðurinn snaggaralegi hjá Breiðabliki, svífur hér inn úr horninu og skorar hjá
Jens Einarssyni, landsliösmarkverði þeirra KR-inga.
KR-INGAR unnu Breiðablik, 18:15,
í furöulegum leik í 1. deild karla í
handbolta í Laugardalshöll á
sunnudag. Furöulegum leik, já.
Fyrst er til áð taka að hvorki fleiri
né færri en tíu vítaköst fóru for-
görðum í leiknum — sjö hjá Blik-
um og þrjú hjá KR-ingum.
i hálfleik var staðan 10:5 fyrir
KR og virtust Vesturbæingarnir
meö unninn leik í höndunum — en
í síðari hálfleik duttu þeir á köflum
niöur á slíkt plan að menn muna
vart annaö eins samfara því aö
Blikarnir tóku kipp um tíma — og
allt virtist geta gerst. En síöan
sigldu KR-ingar framúr á ný í lokin
og tryggöu sér sigur.
Tólf sinnum voru menn reknir af
velli i leiknum og er þaö óvenju
mikiö. Dómararnir Stefán Arn-
aldsson og Ólafur Haraldsson
höföu því í nógu aö snúast — en
þeim fórst dómgæslan vel úr hendi
er á heildina er litiö.
Blikarnir komust í 1:0 í upphafi
— en skyndilega var staöan oröin
4:1 fyrir KR. Blikar minnkuöu mun-
inn í 5:4 en KR var svo yfir 10:5 í
leikhléi! Miklar sveiflur þetta.
Sóknarleikur Blikanna var ekki
til að hrópa húrra fyrir í fyrri hálf-
leiknum — en staöan heföi þó ekki
þurft aö vera svo slæm. Þeir fengu
fjögur víti í hálfleiknum — nýttu
ekkert þeirra. Jens í marki KR
varöi tvö og tvisvar skutu þeir í
stöng. KR-ingar voru reyndar ekki
miklir eftirbátar þeirra i vítunum —
þeir fengu tvö viti í fyrri hálfleikn-
um og nýttu hvorugt. Annaö fór í
stöng og hitt var variö.
Þaö var ekki fyrr en að 14 mín.
og 32 sek. voru eftir af leiknum aö
KR—UBK
18:15
fyrsta vítakastið nýttist. Jón Þ.
Jónsson, snaggaralegur horna-
maöur hjá UBK, skoraöi hjá Jens
og jafnaði 12:12. KR-ingarnir
misstu á fyrstu mín. síöari hálfleiks
niöur gott forskot og voru gjör-
samlega heillum horfnir — bæöi í
vörn og sókn. Þeir skoruöu t.d. aö-
eins þrjú mörk á fyrstu tuttugu
mín. hálfleiksins.
Jón jafnaöi eins og áöur sagöi
12:12, síöan var aftur jafnt 13:13,
og Jón fékk gott tækifæri til aö
jafna 14:14. Hann tók þá víti og
skoraói — en steig á línuna og
markið ekki dæmt gilt. í næstu
sókn skoraði svo Páll Björgvinsson
þjálfari KR og möguleikar Blika þá
í rauninni úr sögunni. Aö vísu voru
um 7 mín. eftir — og á þeim tíma
tók Jón aftur víti; en þá varöi Jens!
Jens varöi mjög vel í leiknum —
þ.á m. fjögur vítaköst. Hann var
besti maöur KR. Guömundur
Hrafnkelsson markvöröur UBK
stóö sig einnig vel. Varöi t.d. 2 víti.
Mörk KR: Jakob Jónsson 5, Jó-
hannes Stefánsson 3, Ólafur Lár-
usson 3(1 v), Haukur Geirmunds-
son 2, Friörik 2, Páll Björgvinsson
1, Höröur Haröarson 1 og Haukur
Ottesen 1.
Mörk UBK: Björn Jónsson 4,
Jón Þ. Jónsson 4 (2 v), Kristján
Halldórsson 3, Kristján Þór Gunn-
arsson 2, Aöalsteinn Jónsson 1.
Alexander Þórisson 1. — SH
Öruggur sigur Þórs
ÞÓR VANN sér inn tvö dýrmæt stig í 1. deildinni í handknattleik
þegar liðið sigraði ákaflega slakt lið Þróttar í Vestmannaeyjum á
sunnudag með 28 mörkum gegn 21. í hálfleik var staöan 14—9 fyrir
Þór. Þetta er mjög svo sannfærandi sigur hjá liði Þór og þessi
úrslit hressa trúiega vel uppá liösmenn eftir fremur slakan árang-
ur í síðustu leikjum.
Þróttarar voru algjörlega heill-
um horfnir í þessum leik, hreint
ótrúlega slakir á löngum köflum
og flest allir leikmenn liðsins
meö öllu áhugalausir fyrir verk-
efninu. Og þegar áhugan vantar
er svo sem ekki von á góöum
árangri.
Lengi vel framan af leiknum
var jafnræöi meö liöunum, eöa
allt fram í miöjan fyrri hálfleik
þegar staðan var 6—6 að um-
fangsmikii- kaflaskipti komu i
leikinn. Þá hreinlega lokuöu Þór-
arar fyrir sóknarleik Þróttar en
skoruöu sjálfir grimmt. Skoruöu
Þórarar sjö mörk í röö án þess
aö Þróttarar fengju rönd viö reist
og breyttu stööunni í 13—6.
Mjög góöur leikkafli hjá Þór þar
sem allt gekk upp fyrir liðið bæöi
í sókn og vörn. Þrótturum tókst
aöeins aö klóra í bakkann síö-
ustu mínútur hálfleiksins.
I síðari hálfleik komust Þrótt-
arar aldrei í námunda viö aö
ógna öruggum sigri Þórs og voru
næst því aö jafna metin þegar
staöan var 18—14, en það var
ekkert til að hleypa skrekk i
heimamenn. Þórsarar léku síðari
hálfleikinn lengst af meö skyn-
semi og yfirvegun, meöan leikur
Þróttar var algjörlega í molum
og áhugaleysi og þróttleysi
Þróttar meö ólíkindum.
Þegar leiktíminn rann út stóöu
Þórarar sem sigurvegarar,
28—21 og meö tvö stig í poka-
horninu. I alla staöi veröskuldað-
ur og vel til unnin sigur Eyjaliös-
ins.
Sigmar Þröstur fór á kostum í
marki Þórs og varöi 21 skot í
leiknum og þar af þrjú vítaskot.
Ekki ónýtt fyrir Eyjaliðiö aö hafa
slíkan markvörð í sínum rööum.
Flestir aörir leikmenn Þórs léku
vel en þeirra fremstur var Sig-
björn Óskarsson sem hefur leik-
VALSMENN unnu öruggan sigur,
21—14, á mjög slöku liöi Stjörn-
unnar í Laugardalshöllinni á
sunnudaginn. í hálfleík var stað-
an 9—5. Ekki var leikur liöanna
rismikill og segjast verður eins
og er aö þaö er oröið áhyggjuefni
fyrir alla aðila hversu slakir þeir
fáu leikir sem fram hafa fariö í 1.
deildinni eru. Svo virðist sem
leikmenn liðanna hafa mjög
takmarkaöan áhuga á verkefninu.
Enda eru áhorfendur á leikjunum
sárafáir.
Jafnræöi var meö liöum Vals og
Stjörhunnar framan af og í fyrri
hálfleiknum, en síöan fóru Vals-
menn aö síga framúr. Þegar 17
mínútur voru liönar af leiktímanum
var staöan jöfn, 3—3.
Haföi sóknarleikur liöanna þá
veriö mjög fálmkenndur og frekar
ómarkviss. Varnarleikurinn var
Þór V.—Þróttur
28:21
iö sérlega vel í vetur og Herbert
Þorleifsson.
Þróttarar voru, eins og fyrr er
getið, hreint ótrúlega slakir
lengst af þessa leiks og ekki
minnist ég þess aö hafa fyrr séö
leikmenn 1. deildar liös eins
áhugalausa eins og flestir leik-
menn Þróttar gerð sig seka um i
þokkalegur og þaö eina sem stoö
uppúr var markvarslan. Þaö sem
eftir var hálfleiksins skoruöu
leikmenn Stjörnunnar aöeins tvö
mörk en Valsmenn sex.
I síöari hálfleik lifnaöi örlítiö yfir
leiknum og um tíma leit út fyrir aö
leikmenn Stjörnunnar ætluöu aö
sækja i sig veöriö. En svo fór þó
I ekki. Þeim tókst aó visu aö minnka
muninn niöur í eitt mark um miöjan
síöari hálfleik, 11—12, en síöan
ekki söguna meir. Valsmenn skor-
uöu niu mörk gegn þremur á siö-
ustu 15 minútum siöari hálfleiks-
ins.
Þaö segir meira en mörg orö um
slakan soknarleik Stjörnunnar aö
liöið skuli aöeins skora þrjú mörk
síöasta korteriö. Vörn Vals og
markvarsla Einars Þorvaröarsonar
var aö vísu þokkaleg en ekkert
I mikið meira en þaö.
þessum leik. Þaö var aðeins einn
leikmaöur Þróttar sem stóö upp-
úr í leiknum, línumaöurinn Birgir
Sigurösson. Hann lék vel og af
áhuga og var langmarkahæstur í
liöi sínu.
Möfk Þór»: Herbert Þorleifsson 5 (1v), Gylfl
Birglsson 5, Siguröur Friöriksson 5 (1v), Sig-
björn Öskarsson 4, Elias Bjarnhéöinsson 4.
Óskar Brynjarsson 2, Steinar Tómasson 2,
Páll Scheving 1.
Mðrk Próttar: Blrgir Sigurösson 10 (1v), Gisli
Óskarsson 4 (1v), Sverrir Sverrlsson 3, Páll
Ólafsson 2. Slgurjón Gylfason 1, Haukur Haf-
steinsson 1. Oómarar voru Guömundur Kol-
beinsson og Porgeir Pálsson og dæmdu þeir
ágætlega
Valur—Stjarnan
21:14
Sóknarleikur Stjörnunnar átti
allur aö fara fram á miöjunni, línu-
spil var ekki til og lítil sem engin
ógnun var í hornunum. Vægast
sagt mjög einhæfur sóknarleikur
sem gott var aö stööva. Þaö var
ekki einu sinni um einstaklings-
framtak aö ræöa hjá leikmönnum
Stjörnunnar. I þá vantaöi iíka
leikgleöi, baráttuvilja og sigurvilja.
Liö Stjörnunnar er skipaö mörg-
um góöum handknattleiks-
mönnum sem geta sýnt svo mikiö
meira en þeir geröu á sunnudaginn
I gegn iiöi Vals. Sá eini sem sýndi
• Einar Þorvarðarson varði vel
gegn Stjörnunni.
hvaö í honum bjó var Brynjar
Kvaran markvöröur. Hann hélt liði
sínu á floti i fyrri hálfleik meö stór-
góöri markvörslu. Ðrynjar varöi
fjöldan allan af skotum og fjögur
vítaköst en allt kom fyrir ekki. Aör-
ir leikmenn léku illa og sýndu sjálf-
um sér og hinum fáu áhorfendum
virðingarleysi meö áhugaleysi sínu.
Lfö Vals var ekki burðugt i lelknum en þó
snöggtum betra en liö Stjörnunnar Sóknar-
leikurinn var beittari og leikkerfum var beltt og
gengu þau allvei upp. Besti maöur Vals var
Einar markvöröur. Pá lék Valdlmar Grimsson
vel. Valdlmar skoraöl gullfalleg mörk úr horn-
inu og jafnframt er hann mjög fljótur og ut-
sjónarsamur i hraöaupphlaupum. Lelkmaöur
sem getur náö langt i íþróttinni.
MÖRK VALS: Valdimar Grimsson 7. Július
Jónsson 5. Þorbjörn Guömundsson 3, Jakob
Sigurösson 3, Jón Pétur Jónsson 2, Steindór
Gunnarsson 1.
MÖRK STJÖRNUNNAR: Eyjólfur Bragason 3,
Hannes Leifsson 2. Guömundur Óskarsson 2,
Guömundur Þóröarson 2, Ingimundur Har-
aldsson. Hermundur Sigmundsson og Magnús
Teitsson 1 mark hver. þr.
HKJ
Stjörnusóknin í moium!