Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANtJAR 1985 NÓBELSVERÐLAUNIN í BÓKMENNTUM Annarlcg sjónarmið alisráðandi hans á sviði ónæmisefnarann- sókna höfðu reiðst því hve mikils yfirlætis gætti við kynningu á mótefninu, sem hann hafði fundið upp gegn lömunarveiki? En þegar litið er á málin í heild í áranna rás má segja, að sá hópur vísinda- manna á hinum margvíslegustu sviðum, sem á að tilnefna hverju sinni þá, sem helzt þykja koma til greina og metur um leið gildi vís- indastarfa þeirra, hafi þó heiðrað hina verðugustu. Vegir bókmennta- verölaunanna órannsakanlegir Það er ekki til neinn óhlutrænn mælikvarði, ekkert haldreipi til taks þegar meta skal stærðar- gráðu í bókmenntum. Balzac var sannfærður um að Anna Rad- cliffe, sú er setti saman „Harðýgi Gota“, væri mun stórbrotnari rit- höfundur en Stendhal, sem hann þó dáði mjög. Tolstoj, sá fyrri af tveimur rithöfundum sem af frjálsum vilja afþökkuðu Nóbels- verðlaunin (hinn var Jean-Paul Sartre árið 1964), áleit „Lé kon- ung“ eftir Shakespeare vera barnalegt innantómt bull, „gjör- samlega fyrir neðan allar hellur". Einasta virkilega stórbrotna skáldsagan um reynslu Banda- ríkjamanna í síðari heimsstyrjöld, „Guard of Honor" eftir James Gould Cozzens, hefur með öllu fallið í gleymsku. Engan fagurfræðilegan úrskurð, jafnvel hinna mestu andans jöfra, er unnt að sannreyna. Það má al- veg eins um það deila, hvort Moz- art sé í rauninni nokkuð annað en minniháttar tónskáld, eða hvort myndirnar hennar Rósu Bonheur muni ekki einn góðan veðurdag taka að skyggja á málverk Céz- annes. Verðmæti af öllu tagi hafa löngum haft þá tilhneigingu að hækka ýmist eða lækka á vogar- skálum smekks og mikils orðstírs. Almennt álit manna á öllum tím- um er gjarnan tölfræðilegt. Fjöldi virðulegra andans manna, oft aka- demíkar, miðar helzt skoðun sína á bókmenntum við Hómer, Dante og Shakespeare. En svo einkenni- lega vill hins vegar til, að nafn Pauls Celan, sem með ljóðrænum kveðskap sínum hefur þó sýnt hvað mest innsæi og slegið flesta nýja strengi í vestrænum bók- menntum vorra tíma, hefur enn þá ekki og á ef til vill aldrei eftir að birtast á lista Akademíunnar yfir verðug skáld, sem til greina koma. Hví skyldi innsæi hljóta meirihluta atkvæðanna? Því verður vart haldið fram um bókmenntanefnd Sænsku aka- demíunnar, að hún sé beinlínis lýðræðisleg að samsetningu eða starfsháttum. Hin hátignarlega dómnefnd í Stokkhólmi er að verulegu leyti skipuð rótgrónu höfðingjaliði og mönnum með hin traustustu ættartengsl að bak- hjarli. Ótvírætt áhrifavald er klíkugjarnt. Á yfirborðinu eru að- ferðirnar við val kandidata, er til greina þykja koma á sviði bók- mennta, hliðstæðar þeim háttum, sem viðhafðir eru í vísindagrein- um. Fyrri verðlaunahafar, þekktir gagnrýnendur og bókmenntafræð- ingar, já jafnvel nafntogaðir bóka- útgefendur (sagt er að leitað hafi verið álits hjá Álfred Knopf — og það með réttu) eru beðnir um að koma með tillögur um verðuga kandidata. En í bókmenntum fléttast hins vegar hlutlægir, geð- þóttakenndir og hugmyndafræði- legir þættir óhjákvæmilega saman í meginuppistöðu úrskurðarins. Af þvi leiðir svo, að í samanburði við hinar ýmsu greinar raunvísinda, ríkir næsta 'magnað andrúmsloft launungar og sögusagna í kringum sjálfa veitingu hinna eftirsóttu bókmenntaverðlauna Nobels. Eng- inn utanaðkomandi getur í raun og veru vitað, hvers konar prútt og deilur, hvaða öldur vandlætingar eða hrifningar, hvaða hrossakaup eða naumasta meirihlutaákvörð- un, hvaða laumuspil og undan- brögð hafa endanlega verið leidd til farsælla lykta síðla eða að kvöldi þess októberdags, sem ákvörðunin hefur verið tekin ár hvert, allt frá 1901. Það er ákaf- lega fátítt, að almenningi berist til eyrna orðrómur um innbyrðis ósamkomulag og gagnkvæmar efasemdir innan bókmennta- nefndar Akademíunnar varðandi réttmæti ákvörðunarinnar eins og þegar William Golding hlaut verð- launin fyrir árið 1984. Hinn venju- legi blær, sem ríkir á yfirborðinu, á annars að bera vott um hátíðleg- an og eindreginn samhug sem rík- ir innan nefndarinnar. Hinir forfrömuðu standa í skugga hinna forsmáðu Meinið felst að sjálfsögðu í því, að raunverulegt val Sænsku aka- demíunnar á hinum verðugustu viðtakendum bókmenntaverð- launa Nobels hefur gjarnan ein- kennst mjög af duttlungum og hefur raunar í of mörgum tilvik- um verið hreinasta móðgun við allt vitrænt mat í þessum efnum. Sé höfð í huga sú staðreynd, að hvorki er unnt að færa beinar sönnur á né heldur hægt að falsa á óhlutlægan hátt þann raunveru- lega sess, sem skáld og rithöfund- ar skipa í bókmenntalegu tilliti, og sé ennfremur hafður í huga sá óhjákvæmilega Iangi tími, sem róttæk, einstaklingsbundin fram- sækni í snilligáfu þarf til að fá breytt viðteknum smekk manna og til að öðlast frægðarorð al- mennt, þá gefur það augaleið að mistök, yfirsjónir og síðbúin við- urkenning voru allt viss atriði, sem aldrei yrði komizt með öllu hjá við val Ákademíunnar á verð- ugu skáldi, allt frá því fyrst var tekið að sæma menn þessum verð- launum. En jafnvel þótt fullt tillit sé tekið til allra slíkra aðstæðna, þá hefur yfirlitið yfir „rausnar- skap Svíþjóðar" (eins og Yeats orðaði það á sinn einkar opinskáa hátt, þegar hann veitti Nobels- verðlaununum viðtöku árið 1923) í heild þó jafnan verið harla mag- urt og óburðugt. Strax í fyrsta valinu á Nobels- verðlaunahafa í bókmenntum fólst viss vábeiða: Bæði nafn og Ijóðagerð Sully Prudhommes virð- ast boða þess háttar ómarktæka, alvörulausa samkeppni um bók- menntaverðlaunin, hinn opinber- lega viðtekna meðalveg, sem Nobel-dómnefndin hefur svo iðu- lega gert að sínu leiðarljósi. En Prudhomme er svo sem engan veg- inn versta dæmið um lágkúruna. Jafnvel hinir lærðustu meðal sérfræðinga í nútíma bókmennta- sögu myndu eiga fullt í fangi með að muna — þótt ekki væri farið fram á, að þeir hefðu einhverja þekkingu að gagni til að bera á verkum viðkomanda — eftir skáldmæringum á borð við Rudolf Eucken, heimspeking, sem heiðr- aður var árið 1908, eða danska skáldsagnahöfundinn Henrik Pontoppidan (1917) eða þá Graziu Deledda, sardiníska rithöfundinn, sem varð hin fyrsta af mjög fáum konum, sem árið 1926 urðu fyrir valinu. Jafnvel þegar bókmennta- verðlaun Nobels féllu í skaut viðfrægra persónuleika, hefur iðu- lega komið fyrir, að ritverk þeirra hafa ekki beinlínis flokkast undir venjulegar fagurbókmenntir. Eucken, Bergson, Bertrand Russel eru heimspekingar, Theodor Mommsen, heiðraður árið 1902, var merkur sagnfræðingur og sér- fróður um fornrómverska menn- ingarsögu, en vart getur þó talizt að hann hafi með ritverkum sín- um megnað að blása sérstökum ferskum lífsanda í þýzka tungu. Winston Churchill (1953) ... var Churchill. Óljósar forsendur af þessu tagi, svo og duttlungar á vali nobels- verðlaunahafa, eru raunar í sjálfu sér ekkert nema gagnslaus sóun. Slíkt handahófskennt val skaðar á engan hátt meistara hins ritaða orðs, né styttir heldur lífdaga sannra, listrænna bókmennta. Það sem máli skiptir er, að svo mikið af því bezta í leikritum, ljóðlist og skáldsagnagerð tuttugustu aldar- innar skuli í svo ríkum mæli vera beinlínis sniðgengið, skuli af ásettu ráði vera útilokað frá því að hljóta þá miklu viðurkenningu, sem felst í bókmenntaverðlaunum Nobels. Það eru svörtu eyðurnar mitt í sjálfri skynjunarhæfni Sví- anna sem máli skipta. Þótt tekið sé af skilningi og sanngirni fyllsta tillit til mann- legra mistaka.er þá samt nokkur leið að taka alvarlega þá starfs- hætti og þá stofnun, sem lætur sér þannig sjást yfir mikinn meiri- hluta hinna allra merkustu rithöf- unda samtímans og helztu braut- ryðjendur nýsköpunar í nútíma- prósa? James Joyce, Marcel Proust, Franz Kafka (en verk hans gnæfa hátt í bókmenntalegri skynjun okkar og skilningi á merkingu manr.Lgrar tilvistar), Thomas Hardy, Joseph Conrad, Henry James, André Malraux, Hermann Broch, Robert Musil, D.H. Lawrence — bókmennta- nefnd Nobels sást ýmist óvart yfir alla þessa rithöfunda eða þá hafn- aði þeim við útnefningu. Er unnt að verja úrskurð dómnefndar, sem tekur list rithöfundar á borð við Pearl S. Buck (1938) fram yfir skáldverk rithöfundar á borð við t.d. Virginiu Woolf? Paul Claudel, sem samdi leikrit með bók- menntalegu gildi, er nánast stend- ur jafnfætis list Eskýlusar og Shakespeares, hlaut aldrei bók- menntaverðlaun Nobels. Paul Heyse var útnefndur en ekki Bert- olt Brecht. Galsworthy er nobels- verðlaunahöfundur en ekki Carlo Emilio Gadda, einn frumlegasti og hugkvæmasti rithöfundur á sviði skáldsagnagerðar á þessari öld. í ljóðlist verður útkoman í slík- um samanburði hreint og beint skelfileg. Enginn Ezra Pound, enginn Rilke, né Valéry, né Wall- ace Stevens, enginn Kazantzakis, né Cavafy, né Mandelstam, engin Anna Akhmarova, né Lorca, né Auden, enginn Fernando Pessoa (skáld skáldanna). Eins og áður hefur verið minnzt á hafa þeir í Stokkhólmi fært út mörk „bók- mennta“ þannig að þau ná nú orð- ið yfir hreinræktaða heimspeki fornaldarsögu og pólitískar þrætubækur. Ritverk Sigmunds Freud eru þýzkri tungu til sóma. Það var stungið upp á Freud við bókmenntanefnd Sænsku aka- demíunnar, en það bar auðvitað engan árangur. Það eru svo sem líka til stór- kostleg, hljómsterk nöfn á bók- menntalista Nobels, þar sem sam- an hefur farið kjör byggt á heil- brigðri skynsemi og ýtrustu ár- vekni dómnefndar. Ég hef þegar nefnt Yeats. Á þessum lista getur einnig að líta skáldjöfra eins og Anatole France, Rudyard Kipling, George Bernard Shaw, Thomas Mann, André Gide, T.S. Eliot, Bor- is Pasternak, William Faulkner, Ernest Hemingway, Seferis, Mon- tale, Samuel Beckett og Alexander Solzhénitsyn (þann síðastnefnda býst ég við að telja verði til hinna mestu mikilmenna tímans). En séu listarnir tveir lagðir fram hlið við hlið, þá fer samt ekki hjá því, að hinn óræki sannleikur liggi beint í augum uppi: Á þeim 83 árum, sem liðin eru frá því að farið var að veita nobelsverðlaun fyrir bókmenntir, hafa verið gerð- ar fleiri skyssur en skýr mörk skoruð við kjör verðlaunahafa. Með fáeinum frábærum undan- tekningum, eru það yfirleitt hinir ókrýndu, sem standa eftir með pálmann í höndunum. Mikilvæg forsenda Nobelsverðlauna er ensk eða sænsk útgáfa á verkum höfundar Hvernig skyldi standa á þessu misræmi? Fyrsta svarið er svo augljóst, að maður allt að því fyrirverður sig fyrir að nefna það. Herramennirn- ir sem skipa dómnefndina eru vissulega mestu heiðursmenn og einkar fágaðir. En hver þeirra hefur svo sem verið bókmennta- gagnrýnandi eða frumkvöðull að því er varðar næma skynjun á frábær afrek einhvers mikilhæfs andans manns? Nobelsverðlaunin í bókmenntum eru veitt af ósköp prúðmannlegu skriffinnaliði en ekki af hópi atkvæðamikilla aðals- manna andans. Þótt nokkur óvissa ríki i þeim efnum, þá benda samt sterkar líkur til þess, að kunnáttu meðlima Sænsku akademíunnar í erlendum málum séu anzi þröngar skorður settar. Nokkrir í bók- menntanefnd Akademíunnar eru vel að sér í frönsku og/eða þýzku. En það virðast þó mestar líkur á, að dómnefndin lesi bækur, sem skrifaðar eru á ensku eða þýddar úr öðrum málum á ensku — eða þá samdar eða þýddar á eitthvert hinna skandinavísku mála. Þegar svo sjaldan vill til, að einhver rit- höfundur verður fyrir valinu, sem semur bækur sínar á tungumáli, er hefur heldur litla útbreiðslu eins og t.d. serbo-króatísku eða ef hinn verðugi skrifar á japönsku, þá hafa verk hans verið metin eft- ir lestur á þýðingu verkanna á eitthvert hinna útbreiddari tungu- mála eða þá eftir að dómnefndin hefur kynnt sér þýðingu á verkum viðkomanda úr annarri þýðingu. Slíkt val á þá að endurspegla vissa viðleitni til að viðhalda einingu alls heims, fremur en að í þannig vali felist einhver sérstakur úr- skurður um bókmenntalegt gildi. Þannig er hin afar mistæka dóm- nefnd fyrir Nobelsverðlaunin í bókmenntum óhjákvæmilega að endurspegla þröngsýn höfðingja- viðhorf hinna sjálfumglöðu val- manna. Til þessarar eðlislægu þröng-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.