Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.01.1985, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JANÚAR 1985 Evrópufrumtýnmg: Jófamyndm 1984: Ghostbusters Kvikmyndin sam allir hala beöiö nttir Vmsaalasla myndin westan nats a p—«u ari Ghoatbusters netur svo •annariega siegiö i gegn Titrilag myndarmnar hefur venö olarlega a öHurn vmaaMaliStum undanlanö Mynd sem allir veröa aö S|a Gnn- mynd arains Aöalhkjlverk Bill Murray. Oan Ayfcroyd. Sigourney Woevor Herold Ramra og Rick Morrama. Loihation hran Reitman Handnt Dan Ayfcroyd og Harold Ramis Titillag Ray Parker Jr BBstnuö bðrttwni mnan 10 *rs Sýnd I A-mI i Dofby-Staroo ( dag og annan í jólum kl. 3, 5, 7,9 og 11. Sýnd i B-aal i dag og annan í jólum kl 4, G, 8 og 10. Gleðileg jól! & © TÓNABÍÓ Simi 31182 Frumaýmr jóiamyndina: SEX VIKUR 11 iimmn \nm SixWkf.ks Viöfrag og smiidarvei garö og teikm ny amensk stormynd i ktum Myndm er qerö eftv sogu Fred Mustards Stewart Leikstiori Tony Bill. Istonakur toitl. Sýnd kl. 5. 7 og 9 10 aunnudag og nlK Barnasýning kl. 3: Markskot \Ti*l LwLviZ''' Gleóileg jóll ASKOLAIIO SJ*M 22140 *~L!: upp slagsmal eftmgaleiki og atök ytö pöddur og beinagrmdur pyntmga- læki og diofullegt hyski af ymsu tagi Spmlberg hieöur hvern ramma myndraenu sprengiefm. sem örvar h|artslattmn an deyfir hugsunma og skilur ahorfandann eftir |afn latmoöan og söguftetiurnar * Myndm er i nni DOLBY STEREO | Aöalhiutvert Hamaon Ford og Kata S|md I dag og anrtan I )ö4um fcl. 3, S, 7 15 og 9.30 Gleóileg jóll iTURBÆJARRÍf Frumsýning: HIETTUFÖR (Acroaa the Great Ovtde) Serslaklega spennandl og Wtntyra- leg, ný. bandarisfc ktrikmynd I Htum I sama gaaöaftokki og ævtntyramyndir Iray (léku eénmg aöalhlutverkin I .Strand a eyöieyiu' ) *ýnd «.!,». 7. Bofl VONDA HEFOARFRUIN (The Wicfced Lady) 1 i Ntum. byggö a samnetndri Aöamiutverk Faye Dwnaway og Alan Batea. Sönnuö innan 12 Ara. '■•*d hl. S, 7, Oog 11. Lett og f|örug gamanmynd fré Arm Century Fo* Hér faar allt aö n)6ta sln. dans. sðrtgvar. ástarævtntyri og sK>rn TónHat Tarry Brtttan, M Myndtn er synd I II OOLBY GYSTEMl iýndaunnud. 23. kl. 2,S,7,*og11. Artnon I fótwni 2B. kL 3. S og 7. Fimmlud 27.kLSog7 Monsignor Stormynd tré 20th Century Fox. Hann tyndgaöi. drygöl hó». myrti og stal i samvmnu vtö Mafiuna Þaö eru fleiri - Þeioh de Briccache ur s)önvarpa- Sýningar í dag og annan í jólum Jólamyndin 1984: SAGAN ENDALAUSA (The Never Ending Story) t- r’ The i ‘ • ‘ NeverEnding Story Splunkurtý og storkostlog ævintyramynd full af tæknibrellum, tjðri, spennu og töfrum. Sagan •ndalauM ar aannkölluö jólamynd fyrir alla tjólakykjuna. Bokln er komin út I islenskri þyóingu og er jólabók ísafoldar i ár. Hljómplatan meó hinu vmsæla lagi Tha Navar Ending Story er komm og er ein af jólaplötum Fálkans i ar. Aöalhlutverk: Barrat Olivar, Noaft Hathaway, Tami Stronach og Sydney Bromlay. Tónlist Giorgio Morodor og Klaus Doldingor. Byggó á sögu eflir: Michaal Enda. Leikstjori Woifgang Pataraon. Sýnd kl. 3,5,7,9 og 11. Hækkaó voró. ••yndin or I Dolby-Stareo og sýnd I 4ra réM Staracopo þaó nýjasta og fullkomnasta I dag. 0 Splunkuny og bréöfjörug grin- mynd sem siegiö hefur i gegn I Bandarik junum og a Bretlandl n Isiand er þrtö)a landiö 1H aö Irumsyna þessa frabaaru grin- mynd Hann EDGAR reytlr af ser brandarana og er einnlg það sem koma skal? Ég veit að George Orwell fær grænar bólur í hvert skipti sem minnst er á árið 1984. Ég efast um að nokk- urt ár í mannkynssögunni hafí verið jafn upptekið af sjálfu sér, eiginlega ást- fangið af eigin spegilmynd eins og Narcissus. Þetta fínnst George Orwell áreið- anlega frekar óþægilegt; skáldsaga hans 1984 var varnaðarorð en ekki bækl- ingur um andlitsförðun fyrir útlifað fólk. En af því George Orwell hefur ekki endurnýjað áskrift sína að Morgunblaðinu nýlega og sá aöeins eina bíómynd í fyrra, — þessa sem við leik- um öll í —, er talið óhætt að spóla aðeins til baka og skoða upp á nýtt það sem helst gerðist á hvítum tjöld- um hérlendis innan þeirra tímamarka sem kennd eru við 1984. Kvikmyndir Árni Þórarinsson I Við félagi Sæbjörn Valdi- marsson klömbruðum saman fyrir næstsíðasta sunnudags- blað listum yfir þær tíu bíó- myndir sem okkur þótti, hvorum fyrir sig, bestar af þeim sem sýndar voru á íslandi í fyrra. Siíka lista verða menn að taka með hæfilegum fyrirvara; þeir eiga helst að vekja umhugsun og umræðu en eru auðvitað ekki endanlegt gæðamat. Það er hins vegar ekki einvörðungu ólíkur smekkur sem veldur því að að- eins fjórar myndir eru á listum okkar beggja: Fanney og Alex- ander, gömlu Hitchcock-lumm- urnar Vertigo og Rear Window, og Educating Rita. Við Sæbjörn vorum sammála um að sjaldan hefði hlutfall miðlungsmynda verið jafn stórt í heildarfram- boðinu og í fyrra. Mjög fáar myndir, kannski fimm stykki, eignuðust sjálfkrafa og óumdeil- anlega sæti á listum okkar. Hin- ar fimm röðuðust inn með ein- hvers konar útilokunaraðferð. Mér telst til að vel á annað hundrað kvikmyndir hafi verið frumsýndar í reykvískum bíóum í fyrra. Þær hafa trúlega aldrei verið fleiri. Bíóin fjölga sífellt sýningartjöldum sínum með opnun smærri sala; þannig nýt- ast myndirnar betur og meiri hraði kemst á þjónustuna og hvort tveggja styrkir samkeppn- isstöðuna gagnvart myndbanda- leigunum. Trúlega hafa mynd- irnar í fyrra líka verið nýrri en áður, þótt sum bíó standi sig bet- ur í því efni en önnur. Þessi þróun, — fleiri myndir, örari skipti, nýrri myndir —, er öll af hinu góða. Reyndar er hún lífs- nauðsynleg fyrir bíóin ef þau eiga að komast klakklaust frá samkeppninni um athygli, augu og aura fólks sem flest er komið með heimabió í stofunni sinni, — myndsegulbandstækið. II En hafi þessi þróun verið skref fram á við var einnig tekið ann- að aftur á bak. Fleiri myndir vissulega, — en fábreyttari. Sú afturför felst einkum í þrennu. í fyrsta lagi hafa bandarískir kvikmyndaframleiðendur, sem ráða lögum og lofum á markaðn- um hér eins og annars staðar, haldið áfram framhaldssyrpu- dellunni sem greip þá fyrir mörgum árum með myndum eins og The Godfather og French Connection, þ.e. að þynna út endalaust hugmynd sem gafst vel í eitt skipti. Engir menn hafa gengið lengra í þessu en George Lucas og Steven Spielberg og Salkind-feðgar með sinn Super- man. Við því er auðvitað ekkert að segja þótt söguhetjur eða efnishugmyndir eignist fastan áhorfendahóp sem fær sitt dóp einu sinni á ári. Og stundum er í framhöldum nægileg hug- kvæmni og uppáfyndingasemi til að réttlæta eftiröpunina.Yfir- leitt er þó um vonda ljósritun á frumriti að ræða. Þannig voru til dæmis myndir eins og Airplane 11, Sudden Impact (Dirty Harry IV), Star Trek II, og Indiana Jon- es II í fyrra. Nátengd þessari syrpuáráttu er svo sú almenna hugmyndafátækt sem birtist í því að sum viðfangsefni verða tískufyrirbæri í bíómyndum. óaldarflokkar unglinga í stór- borgum, goðsagnakenndir ridd- arar og töframenn (sword and sorcery), break-dansarar og aðr- ar lipurtær, hrollvekjandi hug- arfóstur Stephens King og dauð- vona krabbameinssjúklingar, — allt eru þetta dæmi um „æði“ sem grípur bandaríska kvik- myndaframleiðendur í nokkra mánuði. Hafi svona efnishugm- ynd heppnast vel í einni mynd er í örvæntingu hugmyndadoðans rokið til og gerðar fimmtíu út- gáfur af henni í viðbót. Nýjasta tískuhugmyndin er tölvur og tölvuspil (War Games, Electric Dreams, Cloak and Dagger og svo framvegis, og svo framvegis). Afskaplega margar af þeim myndum sem hér voru sýndar í fyrra tilheyra einmitt hug- myndaþurrkinum i vestrænni kvikmyndagerð. III Annar þátturinn í minni fjöl- breytni kvikmyndaúrvalsins hérlendis tilheyrir líka almennri þróun á vestrænum kvikmynda- markaði: Æ stærra hlutfall mynda sem eru sérhannaðar fyrir unglinga. Það liggur ljóst fyrir að ungt fólk er langstærsti aldurshópurinn meðal viðskipta- vina bíóanna. Það er í sjálfu sér ágætt. Bíósókn er ekki slæm tómstundaiðja miðað við sumt annað. En það fer ekki hjá því að of langt sé gengið þegar einstök kvikmyndahús eru rekin nánast sem félagsmiðstöðvar fyrir unga poppkornsneytendur. Stórt hlutfall unglinga í aðsókninni er ekki aðeins orsök þessa mynda- vals, heldur líka afleiðing; eldra fólk fer síður í bíó vegna þess að myndirnar eru ekki við þess hæfi. IV Þriðji liðurinn i vaxandi fá- breytni i framboði bíóanna er TIU BESTU BIOMYNDIRNAR 1984 Nýliöiö ár var hvorki sérlega fjölbreytt né gróskumikið í kvikmyndahúsunum ( Reykjavík. Kvikmyndagagnrýnendur Morgunblaösins hafa engu aö síöur sett saman, hvor aö sínum smekk, lista yfir þœr tíu bfómyndir sem þeir telja aö hafi borlð af öörum sem sýndar voru hérlendis áriö 1984. 1. FANNY OCH ALEXANDER, Wkst)óri Ingmar Bergman, saansk, 1983. 2. VERTIGO, Alfred Hltchcock, bandarfsk. 1958. 3. ZAPPA, Bille August, dönsk, 1983. 4. REAR WINDOW, Alfred Hltchcock. bandarlsk. 1954. 5. EDUCATING RITA, Lewis Gilbert, bresk, 1983. 6. UNDER FIRE, Roger Spottiswoode. bandarísk, 1983. 7. THE BIG CHILL. Lawrence Kasdan. bandarisk. 1983 8. RUMBLE FISH, Francis Ford Coppola, banda- rísk, 1983. 9. 48 HRS, Walter Hill, bandarísk, 1983. 10. METROPOLIS, Frltz Lang (útgáfa Glorgio Moro- der), þýsk (bandarísk), 192611983). Am: Mr 1. EDUCATING RITA, Lewls Gilbert, bresk, 1983. 2. REAR WINDOW. A. Hitchcock, bandarisk, 1954. 3. VERTIGO, A. Hltchcock, bandarisk, 1958. 4. RAGING BULL. Marlln Scorsese, bandarísk. 1980. 5. TENDER MERCIES, Bruce Beresford. bandarísk. 1983. 6. FANNY OCH ALEXANDER, Ingmar Bergman. sænsk, 1983. 7. HRAFNINN FLÝGUR, Hrafn Gunnlaugsson, is- lensk, 1984. 8. FRANCES, Graeme Cllfford, bandarísk, 1982. 9. LE DERNIER METRO, Francouls Truffaut, frönsk, 1980. 10. TERMS OF ENDEARMENT. Jamgs L. Brooks, bandarisk, 1983. Sjebjörr. Valdinursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.