Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 B 3 að þrengja að Hafskipsmönnum nokkur undanfarin ár í stykkja- vöruflutningunum, sem félagið er mjög háð þar sem það hefur minna sinnt stórflutningunum. Þessar þrengingar hafa vafalaust gert Hafskip m.a. viðkvæmari fyr- ir utanaðkomandi áföllum, sem olli öllum félögunum verulegu tjóni á sl. ári, en kom þó sínu verst niður á Hafskipi, sem var rekið með 40—50 milljóna króna halla á því ári. Forráðamönnum Hafskips hefur lengi verið ljóst að svigrúm þeirra í stykkjavöruflutningunum til og frá landinu hefur verið að minnka, og þessu hafa Hafskips- menn svarað með því að opna eig- in söluskrifstofur erlendis með kaupum á bandarísku flutningsmiðlunarfyrirtæki og með því að hefja beinar siglingar milli Evrópu og Ameríku. Þessi ákvörðun Hafskipsmanna hefur tvímælalaust haft í för með sér mikinn fórnarkostnað fyrir félag- ið meðan verið er að byggja þessa starfsemi upp og það einmitt á erfiðasta tíma sem yfir félagið hefur gengið á seinni árum. Þessi ákvörðun Hafskipsmanna hefur líka verið umdeild meðal annarra sem starfa í þessari grein, því að menn hafa látið að því liggja að útrásin á hinn erlenda markað hafi um of leitt huga forráða- manna Hafskips frá hinum hvim- leiðari og hversdagslegu vanda- málum líðandi stundar, þ.e. að reka útgerðina. Útrásin — Ameríku- siglingar Hafskipsmenn eru hins vegar sannfærðir um réttmæti þessara gerða sinna og þeir hafa greini- lega sannfært hluthafa sína um stefnuna á hluthafafundinum um helgina, því að þar heyrðist engin gagnrýnisrödd. Tilraun sú sem fé- lagið er að gera með hinum beinu siglingum milli Evrópu og Amer- íku er líka mjög spennandi, svo og hjá Eimskipafélaginu sem einnig er með beinar siglingar frá Evr- ópu til Ameríku en kemur hins vegar við á fslandi í bakaleiðinni austur um haf, eins og Hafskip er að byrja að gera nú. Það er hin styrka staða dollarsins sem hefur ýtt mjög undir flutninga frá Evr- ópu til Ameríku og þeir möguleik- ar sem þarna bjóðast í flutningum eru í senn tvísýnir og spennandi. Sumir tala jafnvel um að þarna geti verið að fæðast nýtt Loft- leiðaævintýri í siglingunum með- an hinir varkárari segja þetta bólu sem geti sprungið hvenær sem er. f kaupskipaútgerð veraldar háttar þannig til að allmörg stór skipafélög ráða ferðinni á helstu áætlunarleiðum og þau mynda með sér eins konar samtök eða „konferensur" um flutningsgjöld hvers skipafélags á leiðinni og áskilja sér allan rétt til að fylgjast náið með því að samkomulagið sé haldið. Utan þessara samtaka sigla síðan jafnan nokkur minni skipafélög, „out-siders“ svokallað- ir eða utangarðsfélög og komast upp með það meðan þau höggva ekki nærri hugsmunum viðkom- andi konferensu. Heimurinn skiptist nokkurn veginn milli þriggja stórra konferensa, þar sem eru Kyrrahafskonferensan, konferensan milli Evrópu og aust- urlanda fjær og loks N-Atl- antshafs-konferensan milli Evr- ópu og Ameríku, sem er í raun þrískipt allt eftir því hvort áfangastaðurinn er í Kanada, norðanverðum Bandaríkjunum eða sunnanverðum. Hafskip og einnig Eimskipafé- lagið sigla sem utangarðsfélög á N-Atlantshafinu og hingað til hef- ur ekki verið amast við þeim af risunum. Hafskipsmenn segjast leggja áherslu á að kynna félagið sem utangarðsaðila sem konfer- ensurnar geti treyst, þ.e.a.s. Haf- skipsmenn geta þess að vera ekki nema hæfilega langt undir farm- gjöldum konferensunnar til að styggja ekki risana, en þeir hins vegar ásaka Eimskipafélagið um að keyra flutningsgjöldin á stund- um óhóflega niður, sem þeir óttast að verði til að vekja athygli kon- ferensunnar á þessum íslensku utangarðsfélögum „og þá er úti um okkur báða,“ segja Hafskips- menn. Eimskipafélagsmenn segja þetta hins vegar á misskilningi byggt, og hafa meiri fyrirvara á þeim framtíðarmöguleikum sem þarna eru fólgnir. Þeir enda á að á þessari leið sigli nú skip sem geti tekið 2400—2800 gáma en verið sé að smíða risastór gámaflutn- ingaskip sem geti tekið allt frá 3200 upp í 4000 gáma, sem muni koma inn á þessa leið sem hrein viðbót og vafalaust hafa áhrif á flutningsgjöldin á N-Atlantshaf- inu. Útrás Hafskips með opnun sex eigin skrifstofa á Norðurlöndum, í Evrópu og Bandaríkjunum ásamt beinu siglingunum milli Evrópu og Ameríku er því áhættusamt fyrirtæki, þar sem brugðið getur til beggja vega. „Þetta er samt þeirra eina tromp,“ segir einn þeirra sem gjörþekkir kaupskipa- útgerðina, því að eins og farm- gjöldin séu í dag, þá sé ekki rúm fyrir þrjú félög í áætlunarflutn- ingum á stykkjavöru til og frá landinu og þar sem Hafskip sé með erfiðasta fjárhaginn frá fornu fari, lakasta skipakostinn og þrengstu aðstöðuna, hljóti það fé- lag að heltast úr lestinni nema ævintýrið í útlöndum gangi upp. Að vísu eru til aðrar leiðir, svo sem eins og þær að íslensku félög- in þrjú í áætlunarsiglingunum myndi með sér eins konar vísi að konferensu, þ.e.a.s. ákveði að fylgja í öllu hámarkstaxtanum eins og verðlagsstjóri ákveður hann á hverjum tíma, sem veruleg frávik eru frá með þeirri sam- keppni sem nú ríkir, nú eða komi sér upp pooling eða samnýtingu skipa, til að koma í veg fyrir að skip frá hverju skipafélagi fyrir sig séu að sigla á sömu hafnirnar. Hugmyndir af þessu tagi hafa ver- ið reifaðar en ekki ræddar í neinni alvöru, og sitthvað sem kemur í veg fyrir að þetta geti talist raunhæfur möguleiki eins og nú háttar. Vaxtamöguleikar í stórflutningum Stykkjavöruflutningarnar til og frá landinu eru því að heita má mettaður markaður og vaxta- möguleikarnir í kaupskipaútgerð- inni liggja þess vegna í stórflutn- ingunum, enda þótt félögin hafi ekki riðið feitum hesti frá þeim útboðum sem hafa verið á því sviði að undanförnu, vegna þess að þau flutningsgjöld sem hafa fengist út úr þessum útboðum hafa verið enn lakari en í stykkjavörunni, þar sem getur verið svolítið misjafnt eftir vöruflokkum hversu hagstæð eða óhagstæð einstök farmgjöld eru. í þessum flutningum þurfa áætlunarfélögin þrjú að keppa við a.m.k. þrjú íslensk utangarðsfélög, Nesskip, Víkurskip og Nes hf., og þar sem sérstaklega hið fyrst- nefnda er afar vel búið skipum í þessa tegund flutninga. Það var í flutningum af þessu tagi, nánar tiltekið í útboði Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á flutningum á frystum fiski til Ameríku, þar sem Eimskipafélaginu og Víkurskipi laust saman, því að Víkurskip var með lægra tilboð, en Eimskip hreppti flutningana engu að síður. í þessum flutningum sem öðrum stendur Eimskip best að vígi þeg- ar á reynir, vegna þess að félagið getur boðið upp á mun tíðari ferð- ir en aðrir aðilar, til að mynda með því að fella stórflutningana inn í áætlunarferðir sínar, sem aftur veldur því að félagið getur öðrum skipafélögum fremur reynt að jafna út það misvægi sem er jafnan á milli innflutnings og út- flutnings f stykkjavöruflutningun- um, en þar er mun meira flutt inn heldur en út eins og gefur að skilja. Endurspegli einhugurinn á hluthafafundi Hafskips þann al- menna vilja manna í þjóðfélaginu að Hafskip verði hér áfram sem þriðja aflið í flutningakerfi okkar fyrir stykkjavöruna, er ekkert sem bendir til annars en íslensk kaup- skipaútgerð verði í næstu framtíð í svipuðu fari og verið hefur síð- ustu 5 til 7 árin, og hér hefur skil- að sér til neytenda í harðri sam- keppni félaganna og þar af leið- andi fremur hagstæðum farm- gjöldum, þótt líklega séu menn aldrei ánægðir í þeim efnum. Hins vegar getur maður ekki varist því að hugleiða hvað muni gerast ef hinn útlendi draumur þeirra Hafskipsmanna rætist og verður að veruleika, að félagið nái tryggri og varanlegri fótfestu í Ameríkusiglingunum. Mun Haf- skip þá áfram una hlutskipti sínu sem þriöja aflið í íslenskum áætl- unarsiglingum? — BVS Tvíþætt flutningsþjónusta frá Nú önnumst viö vikulega gámaflutninga frá Helsinki til Reykja víkur og reglubundna stórflutninga beint frá Helsinki á 3ja vikna fresti. Þessi tvíþætta flutningskeöja milli Finnlands og íslands tryggir styttri flutningstíma, hag- kvæmari flutning og öruggt vörustreymi allan ársins hring. Umboðsmaður í Helsinki OY Henry Nielsen AB Box 199 SF00101 - Helsingfors 10 Cables: Tonnage Tel. 90-17291 Telex: 124673 Flutningur er okkar fag EIMSKIP Sími 27100 *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.