Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 8
8 B VIÐSKIFn AIVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 íslenskur rafeinda- og hugbúnadariðnadur 20—30 milljónir á ári þarf til ad efla þessa nýju grein FÉLAG Lsl. iðnrekenda hefur unnið ítarlegar tillögur í tíu liðum um að- gerðir til að efla rafeinda- og hug- búnaðariðnaðinn á íslandi og jafn- framt hefur félagið áætlað að verja þurfi 20—30 milljónum króna á 12 mánuðum um nokkura ára skeið, ef árangur á að nást í uppbyggingu þessara greina hér á landi. Tillögur þessar eru hluti mikill- ar vinnu sem staðið hefur í hálft ár innan FÍI og þessi vinna eink- um beinst að fjórum þáttum. f fyrsta lagi að beita sér fyrir stofn- un öflugs fyrirtækis í rafeinda- iðnaði, efna til kynnisferðar til Skotlands, kanna möguleika á að íslenskt fyrirtæki gerist undir- verktakar fyrir fjölþjóðafyrirtæki og gera tillögur til að efla þessar ört vaxandi greinar hér á landi. Forsaga málsins er sú, að sl. vor komu til fslands á vegum Iðn- þróunarsjóðs, en að frumkvæði Einars Benediktssonar sendiherra í London, skoskir sérfræðingar, ráðgjafar fyrirtækja í rafeinda- iðnaði og gerðu úttekt á rafeinda- iðnaðinum hér á landi. í fram- haldi af þeirri úttekt fóru full- trúar Iðnþróunarsjóðs og FÍI í Skotlandsferð til að kynna sér uppbyggingu rafeinda- og hugbún- aðariðnaðarins þar í landi. DNG eflt Páll Kr. Pálsson, deildarstjóri tæknideildar FÍI, sagði i samtali við Morgunblaðið, að eftir þá ferð hefði FII tekið ákvörðun um að beita sér fyrir raunhæfum aðgerð- um í þágu þessara greina. „Við fórum af stað strax í sumar,“ sagði Páll, „og stilltum upp fjórum atriðum sem við töld- um okkur geta ráðist strax i. Hið fyrsta var stofnun öflugs fyrir- tækis í rafeindaiðnaði, en það er alveg ljóst að það næst enginn teljandi árangur á þessu sviði án þess að öflug hlutafélög standi á bak við reksturinn. Kostnaðurinn við hönnun og vöruþróun er það mikill. Niðurstaðan varð stórefling hlutafjár DNG hf. á Akureyri. Um 20 iöníyrirtæki stofnuðu saman hlutafélagið Snú hf. og gengu inn í DNG og eiga nú 51% í því fyrir- tæki. Skotlandsferð Næsta skrefið var að efna til hópferðar forsvarsmanna fyrir- tækja í rafeinda- og hugbúnaðar- iðnaði hérlendis til Skotlands til að kynnast af eigin raun því sem við höfðum áður séð um sumarið. Skotar eru mjög framarlega á þessu sviði, þeim hefur tekist að byggja upp öflugan iðnað í þessum greinum, sem framleiðir háþróað- ar vörur fyrir heimamarkað og til útflutnings. Þar hafa fyrirtæki, stjórnvöld og aðrir fjármálaaðilar lagst á eitt um að hrinda í fram- kvæmd ýmsum aðgerðum til að tryggja sem bestan árangur. Það er margt sem bendir til þess að aðstæður hér á landi nú séu mjög svipaðar og Skotar bjuggu við fyrir fáeinum árum, og því getum við mikið af þeim lært. Þessi ferð var farin um mánaða- mótin nóvember-desember, og var lögð áhersla á að kynna þátt- takendum eftirtalin svið: — Framleiðslu rafeindatækja, tölva og hluta í tölvur. — Þróun og markaðssetningu hugbúnaðar. — Notkun rafeindatæja og raf- Eldtraustír tölvugagnaskápar © Rosengrens Tölvugagnaskápar eru sérstaklega framleiddir til að vemda allar gerðir tölvugagna, svo sem diskettur, segulbönd og seguldiska. Geymið viðkvæmustu og verðmætustu upplýsingar fyrirtækisins í öruggum skáp. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRDI — SIMI 51888 eindabúnaðar 1 iðnaði. — Undirverktakastarfsemi. — Aðgerðir stjórnvalda, fjár- málaaðila og sveitarfélaga til efl- ingar rafeindaiðnaði. Samvinna við IBM f þriðja lagi fórum við hjá FÍI þegar út í könnun á möguleikum íslenskra fyrirtækja til að gerast undirverktakar fyrir fjölþjóðafyr- irtæki í rafeindaiðnaði. IBM á ís- landi hafði sýnt þessu máli áhuga fyrir tveimur árum og því gerðum við þessa könnun í tengslum við það fyrirtæki. Tíu tillögur í fjórða og síðasta lagi höfum við hjá FÍI unnið að tillögum um aðgerðir til eflingar þessara iðn- greina á fslandi. Tillögurnar eru alls tíu talsins, og um' þessar ATAK --------Tillögur tæknideildar Félags ísl. iónrekenda um að efla íslenskan rafeinda- og hugbúnaðariðnað eru umfangsmiklar og í tíu liðum. mundir er verið að senda þær til þátttakenda Skotlandsferðarinnar í vetur til umsagnar. Þegar þeirri umsögn er lokið, er ætlun okkar að senda tillögurnar ýmsum þeim að- ilum sem málið snertir, þá á ég við skóla og stofnanir og ýmsa fjár- mögnunaraðila. Með tillögunum fylgir verklýs- ing, það er að segja hvernig hrinda megi tillögunum í fram- kvæmd, auk áætlunar um kostnað á 12 mánaða tímabili. Kostnaður- inn er á bilinu 20—30 milljónir króna. Ef við tökum mið af öðrum þjóðum er þetta ekki mikið fé, en kannski finnst sumum þetta veru- legar upphæðir. En kjarni málsins er engu að síður sá, að ef við eig- um að ná árangri í rafeinda- og hugbúnaðariðnaði verðum við að veita til þessara greina umtals- verðu fjármagni á næstu 2—3 ár- um,“ sagði Páll Kr. Pálsson. Erlendis Léleg afkoma launþegasjóðanna í Svíþjóð EFTIR eins árs reynslu þykir nú sýnt að svonefndir launþegasjóðir í Svíþjóð hafa ekki haft þau áhrif, sem búizt var við. Ríkisstjórn jafnaðarmanna undir foustu Olofs Palme forsætisráðherra kom því til leiðar að stofnaðir voru sérstakir sjóðir launþega í þeim til- gangi að sjóðirnir keyptu hlutabréf í sænskum fyrirtækjum. Var þessi ráðstöfun strax mjög umdeild. Sjóðirnir eru fimm að tölu og bundnir hver við sitt hérað. Sam- kvæmt reikningum sjóðanna fyrir árið 1984 er afkoma þeirra yfir- leitt slæm, þótt minna fé hafi ver- ið varið til hlutabréfakaupa en til var ætlazt. Fara þeir sjóðirnir bezt út úr árinu, sem minnst keyptu af hlutabréfum, en létu banka ávaxta fé sitt. Reyndar voru það vextirnir af bankainn- stæðum sem komu I veg fyrir að sumir sjóðanna þyrftu að ganga á eigið rekstrarfé til að greiða til- skilin 3% til eftirlaunasjóða ríkis- ins. Frammámenn viðskipta- og bankamála í Svíþjóð reyndust tregir til að taka sæti í stjórnum sjóðanna til ráðgjafar, og einnig reyndist erfitt að fá sérfræðinga á sviði fjárfestinga til samstarfs. Kosningamál Á árinu 1984 fengu sjóðirnir fimm alls Í'Æ milljarð sænskra króna, og af þeirri upphæð vörðu þeir 1,15 milljarði til hlutabréfa- kaupa. Heildarhagnaður á árinu af hlutabréfakaupum nam aðeins einni milljón króna, en hagnaður- inn, eða vextirnir, af bankainn- stæðum nam hinsvegar 22,5 millj- ónum. Meðal kostanna, sem Olof Palme sá við stofnun sjóðanna, var að þeir gætu stuðlað að meiri skilningi í kjarasamningum. Svo hefur ekki verið í reynd, og hefur lítið miðað í yfirstandandi samn- ingaviðræðum. Þvert gegn vonum forsætisráðherrans hafa verka- lýðsleiðtogar lýst því yfir að sjóð- irnir breyti engu um kjarasamn- inga. Sjóðirnir hafa á ný komizt f há- mæli nú vegna þess að þingkosn- ingar eru fyrirhugaðar í Svíþjóð í september í ár, og hafa þrír flokk- ar stjórnarandstöðunnar lýst því yfir að sjóðirnir verði lagðir niður ef borgaraflokkarnir fá meiri- hluta á þingi og geta myndað næstu ríkisstjórn. Samkvæmt nýj- ustu skoðanakönnunum í Svíþjóð er nú stjórnin í minnihluta, og lé- leg afkoma launþegasjóðanna hef- ur gefið andstöðunni aukið fylgi. Heimild: (Wall Street Journal.) Vöruþróun Athafnamenn með háskólafyrirlestra FÉLAG ísl. iðnrekenda og Háskóli íslands hafa ákveðið að skipuleggja nokkra fyrirlestra nú á vormisseri undir yflrskriftinni „Vöruþróun og markaðsmál" — raddir úr atvinnu- lífinu. Fyrsti fyrirlesturinn verður haldinn í dag, flmmtudag, kl. 17 í Hugvísindahúsi Háskólans stofu H 101. Þar mun Davíð Sch. Thorsteins- son, forstjóri Smjörlíkis/Sólar hf., ræða um vöruþróun og rekja nýlegt dæmi um slíkt verkefni úr fyrirtæki sínu. „Það er skoðun margra að ein meginforsenda þess að íslenskur iðnaður geti staðist harðnandi ^amkeppni, bæði á heimamarkaði jg erlendis, sé aukin áhersla á þessi tvö svið, þ.e. vöruþróun og markaðsmál," sagði Gunnar Ingi- mundarson, viðskiptafræðingur hjá Félagi íslenskra iðnrekenda, í samtali við Mbl. um tilgang þess- ara fyrirlestra. „Okkur fannst því tilvalið að fá til liðs við okkur menn úr atvinnulífinu, sem hafa náð góðum árangri á þessum svið- um og heyra hvernig þeir hafa staðið að þessum málum." Fyrirlestrar þessir verða aug- lýstir sérstaklega innan Háskól- ans, fyrst og fremst þó í viðskipta- deild, en þar eru að sjálfsögðu námskeið þar sem fjallað er um þessa þætti frá fræðilegu sjónar- horni. „Við lítum á þetta sem einn þátt í því að auka tengsl Háskól- ans við atvinnulífið í landinu, sem mjög hafa verið til umræðu á und- anförnum misserum," sagði Gunn- ar. Stefnt er að því að haldnir verði fjórir fyrirlestrar með tveggja til þriggja vikna millibili. Fyrirlesar- arnir eru allir starfandi fram- kvæmdastjórar i íslenskum iðn- fyrirtækjum og auk Davíðs Sch. eru þeir Magnús Gústafsson, framkvæmdastjóri Coldwater, dótturfyrirtækis SH í Bandaríkj- unum, Tom Holton, framkvæmda- stjóri Hildu hf., og Víglundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri BM Vallá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.