Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.02.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, VEDSXlPn XIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 14. FEBRÚAR 1985 Bankastarfsemi Skjáþjónusta Reuter til íslands? TALSVERDAR horfur eru á því aA Seðlabankinn og Landsbankinn munu samcinast um Skjáþjónustu Reuters, sem er orðin afar útbreidd innan hins alþjóðlega bankakerfis, og felst í að Reuter sendir hvers kyns upplýsingar um alþjóðlega fjár- magnsmarkaðinn í heiminum til áskrifenda, sem fá þessar upplýs- ingar upp á skjá (monitor) til glöggv- unar og aflestrar. Reyndar má segja að hér sé um upplýsinganet að ræða, þar sem Reuter leggur til allan búnað og sér um uppsetningu og rekstur. Hér á landi hefur verið miðað við að sameina þyrfti sex stóra aðila um þessa þjónustu til að kostnað- urinn dreifðist eðlilega á aðila, en nú munu hins vegar hugmyndir vera uppi innan Seðlabankans og Landsbankans um að þessir aðilar ríði á vaðið með að gerast áskrif- endur að þessari þjónustu með það fyrir augum að fleiri komi til þátttöku á síðari stigum. Reuter hefur stöðugt verið að fullkomna þessa þjónustu og hið síðasta sem fréttastofan hyggst nú bjóða upp á er „Vasaúrið" eða Rocketwatch. Það er lítill skjár sem rúmast í vasa og sýnir án af- láts gengi gjaldmiðla um allan heim. Upplýsingum frá skjáþjón- ustu fréttastofunnar er sjónvarp- að til móttakara á stærð við vasa- úr, sem síðan sýnir gengið á litlum skjá, sem geymir vökvakristal og hefur í för með sér að unnt er að hafa skjáinn svo lítinn. Vasaúrið kostar 60 sterlingspund á mánuði. SWIFT — greiðslu- miölunarkerfíð Önnur þjónusta innan banka- kerfisins, sem mjög hefur rutt sér yitlíí 'J wfrýk w f miSffm/ '% ,, . I <jk til rúms á síðustu árum og byggir á hátækninni, er alþjóðlega greiðslumiðlunarkerfið SWIFT (Society for Worldwide Interbank Financial Telecommunications). Athuganir með notkun þess hér á landi eru skemmra á veg komnar, en eftir því sem Morgunblaðið hef- ur fengið upplýsingar um þarf ákveðinn fjölda færslna til að það borgi sig fyrir íslenskar banka- stofnanir að gerast aðilar að þess- ari þjónustu og þar af leiðandi er ljóst að mjög víðtæka samstöðu mun þurfa, ef aðild héðan á að koma til álita. 19% hagnadara ukning hjá Scandinavian Bank STANDINAVIAN Bank-samsteypan tilkynnti þann 4. febrúar sl. að hagnað- ur fyrir skatta væri 19% hærri á árinu 1984 en árið á undan og sé GBF 12.131.000. Bankasamsteypa þessi er sameign fimm norrænna banka — þ.e. Landsbanka íslands, Scandinaviska Enskilda Banken, Skánska Banken, Bergen Bank og Union Bank of Finland. í fréttatilkynningu frá Lands- bankanum kemur fram, að hagn- aður sl. árs eftir skatta var GBP 10.986.000 miðað við 5.676.000 GBP árið 1983. Eigið fé bankans jókst um 222.327.000 og niðurstöðutölur efnahagsreiknings voru GBP 3.000.802.000 í árslok saman borið við 2.496.114.000 þann 31. desem- ber 1938. Aukning vaxtatekna, hagnaður af erlendum viðskiptum og við- skipti bankans í Sviss stuðluðu að aukningu heildartekna. Útibú og dótturfyrirtæki bankans víða um heim sýndu mjög góða afkomu, þó einkanlega í Genf, Hong Kong og Los Angeles en að auki rekur bankinn útibú eða dótturfyrirtæki í Bahrain, Bermuda, Madrid, Melbourne, Mílanó, Monaco, New York, Sao Paulo, Singapore, Syd- ney, Tókýó og Zúrich. A liðnu ári jók Scandinavian Bank Group við þjónustu sína á sviði fjármögnun- ar í vöruviðskiptum, veðlánum og í viðskiptum á alþjóða peninga- markaði. Opnuð var ný skrifstofa á ftalíu og stofnaður banki í Ástr- alíu. Hluthafabankarnir fimm hafa nýlega aukið hlutafé sitt um GBP 12.000.000 og í dag starfa 730 manns hjá Scandinavian Bank Group á 16 stöðum um heiminn. Bankinn er í hópi mikilvægustu viðskiptabanka Islands erlendis, segir í tilkynningu Landsbankans, og hefur veitt fjölmörg lán til ís- lenskra aðila á undanförnum ár- um. Aðild Landsbankans að Scandinavian Bank tengir ísland alþjóðlegu viðskiptaneti, sem er mikilvægt íslenskum viðskipta- hagsmunum, segir í fréttatilkynn- ingu Landsbankans. SWIFT var sett á laggirnar árið 1973 af 239 evrópskum og amer- ískum bönkum, sem töldu orðið nauðsynlegt að koma ódýrri en staðlaðri greiðslumiðlunarleið á milli banka. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa, því að SWIFT hefur hraðað mjög öllum greiðslumiðlunum milli banka, sem héðan fara enn eftir telex eða í pósti, og nú er svo komið að yfir 1000 bankar í meira en 50 löndum eiga aðild að SWIFT og í fyrra var hreinn hagnaður af rekstri þjón- ustu þessarar yfir 10 milljónir Bandaríkjadala (400 millj. fkr.) enda þótt ekki hafi verið gert ráð fyrir því í áætlunum um rekstur þjónustunnar að hún skilaði hagn- aði heldur er verðskrá hennar miðuð við að hún standi undir sér. Miklar endurbætur standa nú fyrir dyrum á SWIFT í tækni- legum efnum og um það er skegg- rætt innan alþjóðabankakerfisins hvaða stefnu þessi þjónusta muni og eigi að taka í framtíðinni. Nordic Economic Outlook Yfirlit um efnahag á Norðurlöndum HAGVÖXTUR á Norðurlöndum verður væntanlega nokkru minni á þessu ári en var í fyrra, aA því er segir í ritinu Nordic Economic Outlook, en þaA er gefiA út af hag- deildum iAnrekendasamtakanna á NorAurlöndunum og kemur út miss- erislega. f ritinu er fjallað um efna- hagsmál og efnahagshorfur á Norðurlöndunum og þar er að finna sérstakan kafia fyrir hvert land ásamt kafla um efnahags- horfur í heiminum almennt. Fram kemur um horfurnar á Norðurlöndunum, að sérstaklega eru það Danmörk og Noregur þar sem hagvöxtur mun minnka, en um minni sveiflur er að ræða í Svíþjóð og þó sérstaklega í Finn- landi, þar sem hagvöxtur verður væntanlega 3,5% eða mjög svipað- ur og var í fyrra. Á fslandi er hins vegar spáð 1,2% hagvexti á árinu 1985 en sl. 3 ár hefur hagvöxtur verið neikvæður hér á landi, svo sem flestir þekkja. Meðalhagvöxt- ur á Norðurlöndum verður vænt- anlega mjög nálægt meðalhag- vexti OECD í Evrópu. Kaflinn um ísland er að mestu byggður upp á þeim opinberu töl- um sem tiltækar voru hagdeild Félags fsl. iðnrekenda hér um miðjan desember sl., þegar skila- frestur ritstjórnar var. f þeim kafla er sérstaklega bent á nauð- syn þess að undirbúningur vegna kjarasamninganna í haust 1985 hefjist í tæka tíð og ríkisstjórnin taki frumkvæðið í því, að sporna við óeðlilegri þenslu og erlendri skuldasöfnun, því að annars sé hætt við að atburðir sl. hausts endurtaki sig með ófriði á vinnu- markaði og verðbólguholskeflu í kjölfarið. Er Kodak aö dragast aftur úr? MarkaAsráðgjafi nokkur í Bandaríkjunum, sem meðal annars hefur starf- að hjá stórfyrirtækinu Eastman Kodak, sagði nýlega: „Kodak er í dag stjórnlaust fyrirtæki, sem er á reki frá einu verkefni til annars án þess að mikið samhengi sé sjáanlegt í stefnunni.“ Þetta er harður dómur um félag, sem til skamms tíma var fyrirmynd annarra iðnfyrirtækja. Þessi orð markaðsráðgjafans virðast eiga við rök að styðjast ef marka má arð félagsins af eign. Árið 1973 nam arðurinn 23,7%, ár- ið 1982 17,2%, og 1983 var hann aðeins 7,5%. Hagnaður félagsins hefur einnig dregizt saman, og á því sviði var árið 1983 mjög slæmt. Heildarsala félagsins á árinu minnkaöi aö vísu aðeins um 6% niður í 10,2 milljarða dollara, en hagnaðurinn minnkaði um 5,1% og varð 565 milljónir dollara. Nokkur batamerki var að sjá á árinu 1984. Á fyrri helmingi árs- ins jókst hagnaðurinn um 77%, en salan um 4%, enda var þarna um mikinn efnahagsbata að ræða í Bandaríkjunum. Er reiknað með því að arðgreiðslur til hluthafa fyrir árið 1984 verði 6 dollarar á bréf, en árið áður nam arðgreiðsl- an $3,41. Scinir í vöfum Styrkur Bandaríkjadollars hef- ur haft talsverð áhrif á afkomu Kodak, eins og fleiri fyrirtækja þar í landi sem framleiða fyrir út- flutning. Að jafnaði hefur stór hluti, eða um 40% af framleiðslu Kodak, farið til útflutnings, og eftir því sem dollarinn hækkaði í verði, reyndist félaginu erfiðara að standast samkeppnina erlendis. Þá hefur það komið fyrir hvað eft- ir annað undanfarinn áratug að Kodak hefur sent frá sér nýjar vörur, sem ýmist hafa verið mis- heppnaðar eða komið fram of seint. Sem dæmi má nefna skyndi- myndavélina frá Kodak. Þegar Edwin Land hjá Polaroid kom með fyrstu skyndimyndavél sína eftir síðari heimsstyrjöldina töldu þeir hjá Kodak hér aðeins vera um tískufyrirbrigði að ræða, sem ekki þyrfti að gefa gaum. Það er því ekki fyrr en árið 1976 að Kodak kom með sína skyndimyndavél á markaðinn. Þessi nýja vél reynd- ist svo erfiðari í meðferð en vélar Polaroid, og hefur Polaroid tekizt að halda forystunni. Árið 1977, nokkru eftir að Kodak-vélin kom á markaðinn, var hlutur Polaroid í heildarsölu skyndimyndavéla 60%, en hann var orðinn 73% árið 1983. Annað dæmi er diskfilman og myndavélin sem Kodak kom með árið 1982. Þar var vissulega um tækninýjung að ræða á sviði smá- myndavéla. En filman var svo lítil að ljósmyndirnar urðu kornóttar þegar þær voru stækkaðar upp í venjulega stærð. Kodak hafði reiknað með því að selja 14 millj- ónir diskavéla á ári, og strax á fyrsta árinu fóru 8 milljónir véla í hillum verzlananna eftir jólainn- kaupin 1982. Árið eftir fóru aðeins 5 milljónir myndavéla af þessari gerð á markaðinn, og þótt verðið hafi verið lækkað er talið að svipaður fjöldi hafi selzt árið 1984. Samkeppni frá Fuji Lengi vel var Kodak allsráðandi á markaðnum að því er varðaði ljósmyndafilmur, en ekki lengur. Fuki Film í Japan kom árið 1977 með nýja filmu með 400 ASA ljósnæmi. Hálfu ári síðar kom Kodak með jafn næma filmu, en þeim hefur enn ekki tekizt að koma með jafn ljósnæma filmu og Fuji setti á markaðinn 1982, en ljósnæmi þeirrar filmu er 1600 ASA. Fuji er nú að búa um sig á bandaríska markaðnum. Kodak Retina 35 mm myndavélin 1934 Kodak hætti framleiðslu á 35 mm-myndarélum þrí að þar töídu menn engan fjöldamarkað fyrir hendi undirbjó jarðveginn fyrir Japan- ina með því að falla frá samning- um um að fá að auglýsa vörur sín- ar í sambandi við Olympíuleikana í Los Angeles. Undirbúningsnefnd leikanna hafði boðið Kodak þessa aðstöðu gegn þriggja milljóna dollara greiðslu, en Kodak bauð aðeins eina milljón. Segir tals- maður undirbúningsnefndarinnar að fulltrúar Kodak hafi bersýni- lega haldið að þeir væru einir um hituna, engir aðrir hefðu fjár- magn ti) að taka boðinu. En það hafði Fuji. Samningurinn við Fuji var gerður seint á árinu 1981, og síðan hefur hlutur Japananna á banda- Instamatic 100 1963 Markaðssetningin sem heppnaðist ríska markaðnum vaxið um 20% á ári, og er nú 10% af allri filmusölu þar í landi. Kodak er að sjálfsögðu enn mjög öflugt fyrirtæki. Brenda Landry, markaðssérfræðingur hjá Morgan Stanley, segir: „Félagið hefur gífurlega möguleika á sviði tækniframkvæmda og rannsókna, öflugt dreifikerfi, óhemjumikið fjármagn og lánstraust.“ Hún hef- ur ráðlagt viðskiptavinum að fjár- festa að minnsta kosti til skamms tíma í hlutabréfum Kodak, þar sem reiknað er með ríflegri arð- greiðslu í ár. En hún efast um að Kodak sé fært um að koma nýrri framleiðslu nógu fljótt á markað eftir að hönnun er lokið. Sem dæmi um þennan seina- gang má nefna ljósritunarvél Kodak, þótt þar hafi félaginu upp- EK6-skyndi- myndavélin 1976 Tókst ekki að skika Polaroid

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.