Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 24.03.1985, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 Starfsmenn á Grundartanga daginn sem þeir fengu verðlaunin: „Ég var bókstaf- lega himinlifandi“ HVERNIG verður manni vid að fá um 10% árslauna í verðlaun frá vinnuveitanda sínum? Það þótti Morgunblaðsmönnum forvitnilegt, svo þeir renndu upp á Grundartanga og tóku nokkra starfsmenn Járn- blendifélagsins tali, sem höfðu þá um daginn fengið sem svarar 1,3 fóldum mánaðarlaunum í sérstök verðlaun frá íslenska járnblendifé- laginu, samkvemt ákvörðun stjórn- ar fyrirtækisins eftir aðalfund sl. miðvikudag. Hefðum annars farið í hart Þorgils Sigurþórsson varafor- maður Starfsmannafélagsins á Grundartanga er fyrstur spurður hver viðbrögð hafi verið við þess- ari verðlaunagreiðslu: „Þetta breytti því, að við fórum ekki í hart, sem við annars hefðum gert/ segir Þorgils. Þorgils var spurður hvort þeir hefðu staðið í launadeilum við fyrirtækið: „Nei, ég get ekki sagt það,“ sagði Þor- gils, „þeir hafa verið afskaplega sanngjarnir og okkur finnst sem þeir hafi verulega komið til móts við okkur með þessari bónus- greiðslu. Þetta hefur mikið verið rætt á meðal starfsmannanna hérna, og almennt ríkir hér ánægja með þessa greiðslu." Mér brá ekki Hlynur Sigurbjörnsson starfs- maöur í Ofnadeild var spurður hvernig honum hefði orðið við að fá verðlaunin i launaumslagiö: „Mér brá ekki neitt, ef það er það sem þú átt við. Að sjálfsögðu er ég ánægður með þetta, og vona bara og treysti að við fáum svona glaðning árlega héðan í frá.“ Var búinn að heyra ávæning af þessu Jón Vestmann starfsmaður í Ofnadeild hefur starfað á Grund- artanga í 6 ár. Hann segir að starfið sé erfitt á köflum, en segist samt kunna starfinu ágætlega. Hann er spurður um kjörin: „Þau eru ágæt f dag, alla vega er ég sæmilega ánægður. Þau hljóta að teljast góð miðað við það sem ger- ist víðast hvar.“ Aðspurður um hvort launauppbótin, eða verð- launin hafi ekki komið honum á óvart, segir hann: „Ég var nú bú- inn að heyra ávæning af þessu, þannig að þetta kom ekki svo mjög á óvart. Vissulega var þetta ánægjulegt, og ég treysti þvi að þetta verði árviss viðburður héðan í frá.“ Aðspurður hvort hann myndi sætta sig við það að fá ekki þessi sérstöku verðlaun þegar og ef ár- aði illa hjá verksmiðjunni á nýjan leik, sagði Jón: „Ég held að við myndum ekki sætta okkur við að þetta yrði tekið af okkur aftur,“ og Hlynur tók í sama streng. Var himinlifandi í mötuneytinu á Grundartanga tökum við tvær starfsstúlkur tali, þær Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Galtalæk, sem starfað hefur á Grundartanga í 7 ár, eða allt frá því að verksmiðjan var í byggingu, og Ásthildi Benediktsdóttur frá Stöðvarfirði, sem byrjaði störf hjá fyrirtækinu í janúar sl. Blaðamað- ur spurði þær hvernig þeim hefði orðið við að fá verðlaunaumslagið í hendur. Guðbjörg sagði: „Þetta kom mér afskaplega skemmtilega á óvart. Ég varð bókstaflega him- inlifandi. Ég vona bara að við fáum svona glaðning á hverju ári.“ Ásthildur segir: „Ég varð mjög ánægð, mjög svo. Ég átti hreint ekki von á því að fá svona óvænta ánægju f umslagið mitt.“ Þær stöllur eru sammála um að starfið í mötuneytinu sé erfitt, en miserfitt þó. Segja þær að það skipti miklu varðandi álag hvort 90 manns séu í mat hjá þeim eða 130, en fjöldinn sé mismunandi, eftir því hve margir eru að störf- um hverju sinni. Þær segja þó báðar, að þeim lfki starfið mjög vel. Kemur sér vel til að borga reikninga Loks tökum við tali Skúla Bjarnason, flokksstjóra f flutn- ingadeild. Hann hefur starfað hjá fyrirtækinu síðan 1979 og segir að fyrirtækinu haldist mjög vel á starfsmönnum. Það sé meira um það að menn flytjist milli starfa hjá fyrirtækinu, en að þeir hætti. Hann, eins og flestir starfsmenn Járnblendifélagsins, er búsettur á Akranesi. Aðspurður um hvort hann hafi orðið hissa við að fá verðlaunin f gær segir Skúli: „Þetta kom nú ekki mjög á óvart, en þetta kemur sér allavega vel til að borga reikninga." Þorgils Signrþórsson, varaformaður Hlynur Sigurbjðrnsson, starfsmaður Starfsmannafélagsins i Grundar- í Ofnadeild. tanga. MorgunblaAið/RAX Guðbjörg Guðmundsdóttir og Ásthildur Benediktsdóttir, starfsstúlkur í mötuneytinu á Grundartanga. Jón Vestmann, starfsmaður i Ofna- deOd. Skúli Bjarnason, flokksstjóri f fhitn- ingadeild. DRAUMASTAÐUR ALLRAR FJÖLSKYLDUNNAR: AÐEINS 20.000 KRÓNUR Á MANN FYRIR HJÓN MEÐ ÞRJÚ BÖRN í ÞRJÁR VIKUR + Barnaafsláttur allt að 90% + 15 ára fá 50% afslátt í tilefni 15 ára afmælis Úrvals. + Hlægilega ódýrt að lifa. + Aqualandið er óviðjafnanlegt, 36.000 m2 af alls konar vatnsrennibrautum, sundlaugum og sprautuverki. ATHUGIÐ: Pað er uppselt í fyrstu ferðina. Aðrar brottfarir: 14/6, 3/7, 24/7, 14/8 og 4/9. Cap d'Agde er fyrir alla fjölskylduna. FumsKRifsmfON úrvol Ferðaskrifstofan Úrval viö Austurvöll, sími (91F26900. OOTT PÓLK
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.