Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.03.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. MARZ 1985 7 Stórkaupmenn: í mál við Póst & síma vegna telex-gjalda í BSRB-verkfalIi FÉLAG ísl. stórkaupmanna undirbýr málsókn á hendur Pósti og síma vegna innheimtu telex-gjalda fyrir októbermánuð á meðan verkfall opinberra starfsmanna stóð. Það gerir hins vegar félagi stórkaup- manna erfitt fyrir með að fara lög- formlega leið að, þrátt fyrir ítrekað- an eftirrekstur eftir formlegu svari frá Pósti og síma um að stofnunin neiti að gefa gjöldin eftir fyrir þetta tímabil, þá hefur ekki tekist að fá slíkt svar. Að sögn Árna Reynissonar, fram- kvæmdastjóra Félags ísl. stórkaup- manna, var póstmálayfirvöldum upp- haflega skrifað bréf hinn 16. nóv- ember og þess krafist að telex-gjöld yrðu felld niður á sömu forsendu og útvarpið innheimti ekki afnotagjöld fyrir þetta tímabil, en öll telex- þjónusta lamaðist meira og minna í verkfallinu. Árni kvaðst síðan marg- ítrekað hafa ýtt á póst- og símamála- stjóra um formlegt svar vegna þess- arar kröfu. í einu símtali hafi póst- og símamálastjóri að vísu munnlega talið öll tormerki á því að fella niður gjöldin, en Árni kvaðst hafa viljað fá við því skrifleg svör, sem hann kvað póst- og símamálastjóra hafa lofað, en ekki enn hafa staðið við, þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur. Kvað Árni það valda félaginu tæknilegum erfiðleikum með undirbúning máls- sóknar, þar eð formlega lægi ekki fyrir neitun stofnunarinnar um niðurfellingu telex-gjaldanna og væri engu líkara en þar væri verið að drepa málinu á dreif. Falast eftir Korpúlfsstöð- um undir hótel BORGARRÁÐI hefur borist erindi frá Sigurði Dagbjarts- syni o.H., þar sem óskaö er eftir viðræðum um hugsan- lega nýtingu á Korpúlfsstöð- um til dæmis með því að reka hótel, veitingaaðstöðu, sýningaaðstöðu og gallerí, svo eitthvað sé nefnt. Erindið var sent til umsagnar skipulagsnefnd Reykjavíkur og umhverfismálaráði, sem þegar hafa fjallað um það. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður skipulagsnefndar sagði í samtali við Morgunblaðið, að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um mál þetta. „Ýmislegt þarf að athuga í þessu sambandi," sagði Vilhjálm- ur „til dæmis hvernig Korpúlfs- staðir gætu hugsanlega nýst íbúðahverfi því, sem gert er ráð fyrir að rísi á þessu svæði í fram- tíðinni. En líklega verður ákvörð- un tekin á næstu fundum umsagn- araðilanna um , hvort mælt verði með því við borgarráð að farið verði út í samningaviðræður við umsóknaraðila. Þessi hugmynd er í sjálfu sér mjög áhugaverð og það mætti nýta húsið mun betur en gert hef- ur verið, en nú eru þarna aðallega geymslur fyrir Reykjavíkurborg auk aðstöðu fyrir Myndhöggvara- félagið." Vilhjálmur sagði að lokum að hugsanlega kæmi til greina að leigja húsið til ákveðins tíma. Þá væri hægt að tryggja að það verði laust til afnota fyrir byggðina, sem þarna mun rísa, en húsið myndi henta vel fyrir alls kyns félagsstarfsemi o.fl. Myndin er tekin á fyrsta fundi nefndarinnar, sem kosin var til að gera tillögur fyrir hátfðahöldin árið 2000. Frá vinstri eru: Herra Pétur Sigur- geirsson biskup, séra Jónas Gíslason og séra Heimir Steinsson. Undirbúningur hátíða- haldanna vegna kristni- töku árið 2000 hafínn UNDIRBÚNINGUR fyrir hátíðahöldin árið 2000 er nú hafinn, en þá verður þess minnst að 1000 ár eru liðin frá kristnitöku hér- lendis. Kirkjuþing fjallaðu um þetta mál á síðasta þingi sínu og fól þá Kirkjuráði að hefja fyrsta undirbúning að hátíða- höldunum, segir í frétt frá Biskupsstofu. Kirkjuráð kaus Pétur Sigurgeirsson, biskup, séra Jónas Gíslason, dósent í kirkjusögu, og séra Heimi Steinsson, prest á Þingvöllum, í nefnd til þess að gera fyrstu tillögur í þessu máli og leggja fyrir næsta Kirkjuþing. Ferðatiihögun: Flogið er til Kaupmannahafnar og þaðan heim aftur t.d. að þremur vikum liðnum. Að öðru ieyti er ferðatilhögun nánast algjörlega I þinum höndum. í þessum nýstárlegu og hagstædu ferðum sameinum við dvöl í sumarhúsum í Danmörku og Sæluhúsum i Hollandi. Þú nýtur þægilegrar sumarhúsadvalar i tveimur löndum, sem bæði eru sérlega skemmtileg ferðamannalönd og færð r % tækifæri til að aka á nýjum bíl um Evrópu eins og þig lystir. Þú gætir t.d. þyrjað á vikudvöl í Danmörku með tilheyrandi Tívolíheimsóknum og skemmtilegheitum, ekið síðan áeinum eftirmiðdegi suður til Hollands og dvaliö þar i tvær vikur - skroppið kannski til Þýskalands á þílaleigubilnum, eða haldið kyrru fyrir og notið aðstöðunnar I sæluhúsakjamanum. Eða þá að þú sest upp i bílaleigubilinn á flugvellinum, ekur sem leið liggur til Hollands, ertþar i eina viku, tekurþéraðra viku i að aka um Evrópu áður en þú heldur aftur til Danmerkur, þar sem þú dvelst I sumarhúsunum síðustu viku ferðarinnar. Valið er þitt! Verðhugmynd: 17.800 kr; (miðað við 3 vikur og 5 í húsi) Samvinnuferdir-Landsýn V Z AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 ^-^ SÖLUSKRIFSTOFA AKUREYRI: SKIPAGÖTU 18 - SÍMAR 21400 & 23727
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.