Morgunblaðið - 26.03.1985, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. MARZ 1985
• Hinn ungi og bráöefnilegi Karl Þi
Mesti munur var
níu mörk
Leikmenn Barcelona gerðu allt
hvaö þeir gátu til þess aö minnka
muninn í síðari hálfleiknum, en allt
kom fyrir ekki. Víkingar gáfu aldrei
neitt eftir. Mesti munur á liöunum í
leiknum var níu mörk er staöan var
17—8. Þegar sex mínútur voru til
leiksloka var staöan 18—11. Þá
skoruöu leikmenn Barcelona tvö
mörk og munurinn var fimm mörk,
en siöustu tvö mörk leiksins komu
frá Víking. Sjö marka sigur. Sann-
arlega gott veganesti til Spánar í
síöari leikinn, og ætti aö duga.
Allir léku vel
Allir leikmenn Víkings léku vel.
Athyglisvert var hversu vel Karl
Þráinsson, Einar Jóhannesson og
Hilmar Sigurgíslason stóöu sig.
Kristján Sigmundsson:
„Strákarnir voru
stórkostlegir
í vörninni"
Evrópumeistaramir
teknir í kennslustund
- frábær leikur Víkings færði þeim stóran sigur
Spánverjarnir veröa líka erfiöir í
síöari leiknum. En samt er ég
bjartsýnn á aö viö komumst áfram.
Strákarnir voru stórkostlegir i
vörninni. Ég hef varla leikiö fyrir
aftan betri vörn en þetta. Og þá
kemur markvarslan líka meö. Þaö
væri gaman aö komast í úrslitin,
viö eigum mjög góöa möguleika.
Nú er bara aö halda höföi og missa
ekki tækifærið úr greipum sór,
sagöi Kristján.
Þegar fyrri hálfleikur var hálfn-
aöur var staöan 5—1, fyrir Víking.
Og þaö var ekki fyrr en á 16. mín-
útu leiksins aö Barcelona skoraöi
sitt annað mark úr vítakasti. Þriöja
mark Barcelona kom svo á 23.
mínútu hálfleiksins og þaö fjóröa
rétt áöur en flautaö var til leikhlés.
Leikflétturnar gáfu
falleg mörk
Leikfléttur Víkings voru árang-
ursríkar. Þær gáfu falleg mörk af
línunni, úr hornunum og opnuöu á
stundum fyrir Viggó og Þorberg.
Allan tímann í sókninni var leikiö af
festu og yfirvegun. Sterk liðsheild
vann alveg einstaklega vel saman.
Leikmenn Barcelona hristu oft höf-
uöiö eftir aö búiö var aö tæta vörn
þeirra í sundur meö leikkerfum.
Þau voru svo sannarlega árang-
ursrík.
Morgunblaðið/Friöþjófur Helgason
# Kristján Sigmundsson markvöröur Víkings varöi af hreinni snilld í leiknum gegn Barcelona. Og þaö voru
enginn smátilþrif sem Kristján sýndi eins og sjá má á myndunum hér aö ofan.
— Ég tók mér tak í vetur, og
ákvaö að mfa betur en nokkru
sinni fyrr. Og ég er aö uppskera
eins og ég hef sáö, sagöi Kristján
Sígmundsson markvöröur Vfk-
ings en hann var aö öörum leik-
mönnum ólöstuöum besti maður
liösins. Lék af hreinni snilld og
hefur aldrei leikið betur en ein-
mitt í síóustu Evrópuleikjum Vík-
ings.
— Þetta var erfiöur leikur.
Sjálfir Evrópumeistarar bikarhafa í handknattleik, FC Barceiona,
fengu kennslustund t góöum handknattleik á sunnudagskvöldiö. Vík-
ingar komu sáu og sigruöu 20—13, eftir aó hafa haft yfirburöastöóu í
hálfleik 11—4. Troöfullt hús áhorfenda varö vitni af yfirveguöum og
stórkostlega vel leiknum ieik hjá Víkingum. Allt frá fyrstu til síóustu
mínútu leiksins réöu leikmenn Víkings gangi leiksins, og hvergi var
veikur hlekkur í leik liösins. Bogdan þjálfari getur verið ánægöur meö
verk þaö sem hann hefur unniö. Hann hefur unniö þrekvirki hér á landi
meö handknattleiksþjálfun sinni hjá Víkingi og landsliöinu. Þaó má
eitthvað mikiö útaf bera í síðari leik liöanna í Barcelona ef Víkingur fer
aö tapa meö meira en átta marka mun. Stööugleiki liösins og leik-
reynslan hjá leikmönnum Víkings er þaó mikill. Þaö yröi svo sannar-
lega rós í hnappagat Bogdans og leikmanna hans ef þeim tmkist aö
komast í úrslit í Evrópukeppninni.
Frábær byrjun
Þaö voru ákveönir Víkingar sem
hófu leikinn á sunnudag. Baráttu-
gleöin og leikgleöin skein út úr
hverju andliti og strax i upphafi
tóku Víkingar leikinn í sínar hend-
ur. Þaö var fyrst og fremst varnar-
leikur eins og hann gerist bestur
og frábær markvarsla hjá Kristjáni
Sigmundssyni sem geröi útslagið.
Hinir mjög svo hávöxnu Spánverj-
ar komust ekkert áleiðis, sókn
þeirra varö fálmkennd og skipu-
lagslaus svo vel var tekiö á móti
þeim. Þaö var fyrst á 12. mínútu
leiksins sem þeim tókst aö skora
sitt fyrsta mark. Þá höföu Víkingar
gert þrjú.
Fyrstu sóknirnar voru mjög
langar hjá báöum liöum og greini-
leg taugaspenna, sem jafnan fylgir
Evrópuleikjum, var sýnileg.
En hún hvarf þegar líða tók á
leikinn og þaö var hart barist. Vík-
ingar höföu ávalit betur. Liö þeirra
er greinilega í mjög góöri þjálfun
Víkingur —
FC Barcelona
bæöi hvaö varöar líkamlegt úthald
svo og samvinnu sem ein leikheild
á vellinum.
Mjög mikil og góö hreyfing var á
vörninni. Einar Jóhannesson fékk
þaö hlutverk aö leika frekar fram-
arlega á vellinum og trufla leik
Spánverjanna. Hann skilaði þessu
hlutverki sínu eins vel og nokkur
kostur var. Þá voru „haröjaxlarnir"
Hilmar Sigurgíslason, Þorbergur
Aöalsteinsson og Steinar Birgis-
son mjög fastir fyrir í vörninni.
Hleyptu varla nokkrum manni í
gegn um sig. Línumanna var líka
alveg sérlega vel gætt. Reyndar
var þaö meö ólíkindum aö leik-
mönnum Víkings skildi takast aö
20:13
leika vörnina svona vel allan leik-
inn út í gegn.
Kristján frábær
í markinu
„Ég tók á mér tak í vetur og hef
æft meir og betur en nokkru sinni
fyrr,“ sagöi Kristján Sigmundsson
eftir leikinn. Og þaö hefur svo
sannarlega skilaö sér. Kristján átti
stórleik og varöi átján skot í leikn-
um. Rólegur og yfirvegaöur allan
leikinn. Þá voru staösetningar
hans í markinu einstaklega góöar.
Kristján var líka vel meö á nót-
unum, greip inn í leikinn á mikil-
vægum augnablikum og náöi þá
boltanum fyrir Víking. Þaö er ekki
spurning aö Kristján hefur aldrei
leikið betur en í síðustu Evrópu-
leikjum sínum meö Víkingi. i leikn-
um á sunnudagskvöldiö þá fékk
Kristján aöeins fjögur mörk á sig
allan fyrri hálfleikinn.