Alþýðublaðið - 11.12.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.12.1931, Blaðsíða 4
£fsÞVÐUB£l*Ð!Ð Iðnaðarmál. Sérhverri mentaðri þjéö í þess- um heimi er það metnaðar- og ikapps-mál að eiga sem mest af fullkomnum og vel skipulögðum frámleiðslutækjum og verzlunar- húsmn, er framleiði sem mest af því, er landsmenn nota, og auð- vitað þar fram yfir til útflutn- ings á heimsimarkaðinn. Síðan er vörunni rutt inn á smáríki og ný- lendur, sem að svo verða að borga háu verði hina aðkeyptu vöru. Nú er hverjum skynjandi manni það ljóst, að állur er varn- ingur þessi vel útlítandi og sumt! af honum er góð vara, þó að einstaka mönnum sé það hins vegar ljóst, að ýmsar vörutieg- undir eru þegar í framleiðslunná drýgðar með efnum, sem aÖ eru að mun ódýrari og ófullkomnari en hin raunverulegu liráef ni. Þetta skaðar ekki vöruna í aug- um almennings og skal heldur ekki sagt um hið raunvemlega gildi hennar í samræmi við gildi þeirra períinga, sem að hún er goldin með. Nú emm við íslendingar örlítið smábrot af veraldarlieildinnái, en landiÖ okkar er nú hreint ekki svo lítið, og væri það hreinasta bölsýni að fara með nokkra sleggjudóma um fjarlæga fram- tíð þess, en eins og er erum við smáir og auðvitað gróðursæll reitur fyrir hina erlendu fram- Mðslu. Við göngum út frá þvi sem að er og tökum tímunum eins og að þeir koma fyrir, og hér er ský- laust átt við það af framleiðsl- unni, sem að landsmenn nota í eigin þarfir. Um það af iðnað- inum, sem að framleitt er til út- flutnings, og sem að er ekki síð- ur umtalsvert, vérður að þessu sinni þagað. Það verður ekki annað séð en að iðnaðurinn muni á komandi érum eiga við svipaða örðug- leika að stríða og nú, þar sem að til hans verður að kaupa svd tilfinnanlega mikið frá útlöndum allar umbúðir, þó ekki séu ann- að en auðvirðilegar pappaumbúð- ir, aUar vélar til framleiðslunnar, mikið af hráefnunum, og svo það, sem að menn mega ekki gleyma, vinnukraftinn að nokkru Jeyti. Við erum á því bernskuskeiði, að okkur skortir margt, sem að full- orðinn má prýða. Þó að lands- menn Jæri að vísu milúð, þá virð- ist sem að hin bókfega mentun sé unglingunum hjartfóJgnust. Við eigum vægast sagt sárafáa menn með viðunanlegri þekkingu á iðnaði. Ungir menn sækja árlega um styrk tiJ hins opinbera til þess að geta dvalið erlendis og afláð sér víðtækari fullkomnunar, en hávaðinn af þessum mönnum hef- ir stundað hið bóklega nám, og svo hafa þá þeir eða þær verið efniJegt listafólk, sem að auð- vitað er syndsamlegt að hjálpa ekki, en hversu blessunarríkt væri það nú ekki, ef þó eltki nema tíu af hundraði af þessu fóJki hefði lagt fyrir sig ein- hverja iðngrein, dvalið erlendis og fengið lærdóm og þjálfun við framleiðslu á einhverri vöruteg- und, sem að nú er flutt inn í landið fyrir svo tugum þúsunda krónum skiftir. Það er ekki síður mikilsvert að vera fullkominn sérfræðingur í einlrverri iðngrein. Hér er um nokkurs konar Jand- nám að ræða, þar sem að iðn- [aðurinn, á í hlut. Hér má gera s-vo ótrúlega mikið rneira en gert er; og ég er ekki í neinum vafa um það, að hér eru menn reiðubún- ár með vilja og eins með peninga ■ti'l þess að leggja í iðnfyriirtæki að eins ef fyrir hendi væru menn með sérmentun og reynslu í iðnrekstri. Ef að meður segði, að tolllög- gjöfinni væri ábótavant hvað snertir iðnaðinn, þá held ég að rnaður færi með rétt mál, svo framarlega sem að fullrar sann- girni yrði gætt, en það er nú min einfalda skoðum að hið opinbera eða tolllöggjöfin séu ekki hinir réttu hlutaðeigendur að. snúa sér til viðvíkjandi iðnaðinum, og nú, þegar að við erum famir að framleiða margar vörutegundir, sem að eru sambærilegar við er- leridar, þá verður þjóðarheildin að fdnna innri hvöt hjá sér til þess að nota sína eigin fram- leiðslu, því að ef að menn hafa ekki gert sér grein fyrir því, þ'áj skal mönnum réttilega bent á það hér, að okkar smáa iðnaði er stórhætta búin af hinum risa- vöxnu erlendu iðnfyrirtækjum, sem að keppa hér á okkar þröngva markaði. Kaldbikur. Má ég detta ? nefnir Kristján Sigurður Kristjáns- son 10 æfintýri, sem hann hefir ritað, Komu þau út í haust. Mynd af höfundi er framan við bókina. Undir myndinnni er rithönd Kristjáns, en hann er snildar skrif- ari. Letur bókarinnar er stórt og gott fyiir oörn. Efnið er þetta: Má ég detta? Amma, Geislinn og gesturinn, Systurnar, Eina ráðið, Einhvern tíma seinna, Þráin, Svona var það, Vegurinn og síðast Álfakirkja. Lítið eitt hefír ínálspiflingin sýkt þenna varkára mann. Rugiar hann saman fornöfnum og tvitölu og fleirtölu, lætur söguhetju skjálfaá beinunum. en aðra gefa svar. En allvíðast er málið gott og látlaust. Lifsreynsla alvörugefins manns leynir sér ekkt í ritum þessa höf- undar. Er hann glöggsýnn á margt, sem í mannheimum gerist. Öllum vill hann vel og trúir á guð og annað líf. Æfintýr þessi bera vitni um mannúð. góðvild, ’ trúrækni og lotning höfundar. Hér getur að lita sýnishorn af rithætti Kristjáns: „Valda leið vel. Hann fann þrótt sinn aukast. Og þegar hann Var farinn vel að styrkjast, lét móðir hans hann klæðast og vera á ferli. En margt þótti honum undarlegt um þetta nýja líf. Alt umhverfið var unaðslegt og fag- urt. Náttúrufegurðin var langtum unaðslegri, en hún hafði nokkurn tíma gægst fram í draumum hans. Nú gat hann reikað um skógi- vaxnar hæðir, horft yfir gróðri- vaxin engi og silfurtær vötn. Og hann fann þrótt og unað fylla sál sína. Húsið, sem hann dvaldi í hjá möður sinni, stóð á fagurri hæð. Umhverfið var unaðslegt. Húsið sjáift var skinandi fagurt. Það var með svölum og útskotum og ýmiskonar skrauti. Öllu var smekklega hagað. Aldrei hafði Valdi séð eins fallegt hús. Umhverfis það voru blóm. garðar. Þar voru margskonar tré. Mörg þeirra voru þakin ávöxtum. Og honum fanst lifið unaður og sæla, Nú gat hann verið hjá móð- ur sinni.--------Margt fólk var i húsinu. Mestur hlutirín voru ung- lingar. Þar voru líka nokkrair konur. Unglingarnír voru i um- sjá þeirra“. ímvndunarafl höfundar er all- fjörugt. Valdi var kominn í aðra veröld, á aðra stjörnu. Þetta var ef til vill íslendingabyggð. — Bókin er myndum prýdd, og hefir Tryggvi dregið þær haglega. H. J. Um daginn og veginn STÚKAN SKJALDBREIÐ. Fundur í Góðtemplarahúsinu á föstu- dagskvöld á venjulegum tima. Alþýðublaðið kemur út árdegis tvo næstu sunnudaga. Auglýsingar, sem eiga lað koma í sunnudagsblaðinu, ósik- ast sem tímanlegast á morgun. Miss Jane Adams, sem hlaut friðarverðlaun No- bels fyrir 1931 ásamt Nicholas Murray Butler háskólakennara, liggur þungt haldin í sjúkrahúsi í Baltimore. Lögreglustjóri á Akranesi. Umsöknarfrestur um lögreglu- stjóraembættið á Akranesi er lið- inn og sækja þessir lögfræðingar um það: Jón Hallvarðsson, Reykjaví/r, Jón Þór Sigtryggsson, Seyðisfirði, Sigurður Grímsson, Símon Þórðarson frá Hóli, Steim- Á Freyjugötn 8 fást dívanar með lækkuðu veiði til áramóta. Einnig madressur lang-ódýrastar þar. Sími 1615. RJómi læst allan daginn fAlÞýðabranðgepðinni,Langa- vegi 61. Annast uppsetningu loftneta og viðgerð á útvarpstækjum. Hleð vafgeyma. Sanngjarnt verð. Uppl í síma 1965. Ágúst Jóhannesson Nýtt og vandað borðstofn* borð til sölu með sérstöku tæki- færisverði í Vörusalanum, Klappar- stíg 27. Landsins ódýrasta og feg- ursta veggfóður selur veggfóð- urútsalan á Vesturgötu 17. -----------------------i Höfum sérstaklega fjölbreytt úrval af veggmyndum með sann- gjömu verði. Sporöskjurammar, flestar stærðir; lækkað verð. — Mynda- & ramma-verzlun. Sími 2105, Freyjugötu 11. Spariðpeninga Foiðist óþæg- indi. Munið því eftir að vant-> ykkur ruður i glugga, hringið i síma 1738, og verða pær strax látnar i. Sanngjarnt verð. Klæðskerasaumuð föt, sem pönt- uð hafa verið, en ekki vitjáð, bæði blá og svört með röndóttum bux- um. verða seld næstu daga, Hafn- arstræti 18. Leví. dór Gunnlaugsson frá Kiðabergi, allir í Reykjavík, og Þórhailur Sæmundsson, Hafnarfirði. Freymóður Jóhannsson málari hefir vinnustofu á Sjafn- argötu 3. Slysið á „Brúarfossi“: Eins og sagt var frá í blaðinu í fyrradag voru það þrir skipverjar, sem meiddust. Aðalsteinn Guð- bjartsson handleggsbrotnaði; Ás- björn Pálsson siðubrotnaði og Kristinn Ó. Kristjánsson kyndari marðist á fæti og á síðunni. Heilsufarsfréttir. (Frá skrifstofu landlæknis.) Vikuna 22. — 28. nóv. veiktust hér í Reykjavik 47 af hálsbólgu, 32 af kvefsótt, 3 af iðrakvefi og mjög fáir af öðrum farsóttum. Þá viku dóu 6 manns hér i borginni. Sjómannafélag Reykjavikur. Seðlar til stjórnarkosningar liggja frammi í skrifstofu félagsins, Hafnarstræti 18 Nœhirlœknir er í nótt Halldór Stefánsson, Laugaveg: 49, sími 2234. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssom. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.