Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 1
PRENTSMIDJA MORG UNBLAÐSINS
SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
BLAD
Graham Greene er orðinn áttræður. Hann átti
afmœli í haust og í tilefni af því setti brugghúsið
sem langalangafi hans stofnaði árið 1799 á boð-
stóla sérstaka lögun af St. Edmunds-bjórnum sín-
um með sérstöku hátíðarmerki á flöskunum. Það
átti við hann og sömuleiðis hádegisverðurinn sem
boðið var upp á í enskri sveit þar sem allt flaut í
bjór. Að öðru leyti var afmœlisdagurinn ekkert
sérstakur og það er heldur ekkert sérstakt að vera
áttrœður. „Það er ekkert friðsamlegra og heldur
ekkert öruggara, “ segir hann.
Helzti ávinningurinn,
segir hann, er kannski
sá að áttræður maður
nú á dögum getur eftir
því sem á líður vænzt
þess að sleppa við að enda ævi sína
í kjarnorkustríði. Hin hlið málsins,
heldur hann áfram, er sú að „mig
langar ekki til að lifa sjálfan mig“
— en það er nú óviðkomandi kjarn-
orkuvopnum. Þá er hann að tala um
líkama sem enn er viðstaddur eftir
að hugurinn er farinn á brott.
Á stríðsárunum var nfræður
frændi hans á Ieið í flotamálaráðu-
neytið til að ræða hvort ástæða
væri til að flytja hreindýr á skozku
heiðarnar þegar hann datt undir
járnbrautarlestina þar sem hún
stóð á brautarstöð. Hann lifði það
af. Þegar hann var 91 árs datt hann
ofan úr tré. Hann Iifði það af líka.
„Ég vil ekki verða svona gamall,"
segir Graham Greene og það er full
ástæða til að trúa því að hann
meinar það sem hann segir.
Hann fjölyrðir ekki og velur orð
sín vel. Hann heldur að bækur hans
beri vott um meiri heiðarleika en
ævi hans sem hafi þó verið sóma-
samleg. Eftir að þriðja skáldsaga
hans kom út á fjórða áratugnum
lýsti gagnrýnandi einn honum sem
eftirhermu Josephs Conrad og sagði
að í bókum hans væri alltof mikið
um likingar og yfirborðskenndan
ljóðrænan texta. Þessi gagnrýni
hafði mikil áhrif á Greene og nú
talar hann eins og hann hafi verið
að lesa hana í gær. Áhrifin voru
ekki sízt í því fólgin að hann gerði
sér far um að einfalda orð sín, jafnt
í ræðu sem riti.
Þessi sparsemi, yfirvegun og fjar-
lægðarkennd eru ríkir þættir í
„nýju bókinni" hans — „Tfundi
maðurinn“ — en hún er uppkast að
kvikmynd sem aldrei var gerð. Sag-
an var skrifuð rétt eftir að síðari
heimsstyrjöldinni lauk og er nú gef-
in út sem „stutt skáldsaga“, eins og
Graham Greene kýs að kalla það.
Hann segist vera allánægður með
þessa útgáfu enda þótt hann hafi
fyrir löngu verið búinn að stein-
gleyma þessu verki þar sem það
hafi verið skrifað f Lundúnum fyrir
Metro Goldwyn Mayer og það á
„þrælkunarsamningi að heita má“,
eins og hann tekur til orða.
Greene fluttist frá Englandi til
Ántibes á suðurströnd Frakklands
skömmu eftir 1960. Þar settist hann
að f venjulegri blokk sem stendur
við venjulegt stræti og þar er hann
enn. Flesta morgna situr hann við
skrifborð sitt og hefur útsýni yfir
smábátahöfnina, miðaldakastala og
Miðjarðarhafið.
Birtan og útsýnið eru ákjósanleg
en auðvelda honum ekki endilega
það sem hann er að fást við. Hann
er óánægður með síðustu bók sfna,
„Getting to know the General“ en
hún fjallar um hinn látna forseta
Panama, herforingjann Omar
Torrijos. Greene segir að bókin hafi
verið mjög ófullkomin, laus i bönd-
um og hvorki afdráttarlaus ævi-
saga, ferðabók né minningabók.
GRAHAM GREENE
,Ég er hræddur við að lifa of lengi án þess að skrifa“
Það er of seint að iðrast en
Greene segir að það sé skáldsagna-
höfundum eðlilegt að fást um mis-
tök sín er frá lfður. Honum finnst
John Masefield orða það vel —
„Undanhaldið mikla þar sem ekkert
er vel gert“. Úr munni annars
manns mundi þetta tal rithöfundar,
sem hefur svo stórkostlegan orðstír,
um að hann sé mislukkaður, hljóma
vægast sagt yfirborðslega — en
ekki þegar Greene segir það. Hann
bendir á að eftir öll þessi ár, þegar
einhverri vizku ætti að hafa skolað
á land, þá sé viðkvæðið í nýjustu
skáldsögu hans, „Monsjör Kíkóta“,
ekki annað en efinn.
Hann er ekki að skrifa um þessar
mundir og það vandamál er engin
tilviljun. Hann færir það f tal og
segist vera niðurdreginn. Gestinum
finnst óþægilegt að hlusta á rithöf-
und segja að kannski sé hann út-
brunninn og lætur einhver orð falla
um það að líklega finnist öllum þeir
vera dálitið útbrunnir á hverjum
degi, í hverri viku, hverjum mánuði
eða eitthvað í þá veru.
^Nei,“ segir Greene ákveðið og
rödd hans er styrk. „Mig Iangar til
þess en ég nenni þvf ekki,“ segir
hann um skriftirnar.
— Bagar það þig mjög mikið?
„Já. Ég er hræddur við að lifa of
lengi án þess að skrifa.“ Þagnirnar
eru íþyngjandi. Greene heldur
áfram. „Einu sinni hélt ég að ég
væri búinn að vera. Það var eftir að
ég lauk við „A Burnt-Out Case“.
Það var ekki ánægjuleg tilhugsun:
Nú er ég búinn að vera. En mér lízt
ekki á að ég fari að skrifa enn eina
núna.“
Greene lítur upp um leið og hann
segir þetta. Augu hans eru fölblá og
hann deplar þeim ekki. Munnurinn
er sviplaus og tillitið kyrrlátt þegar
hann gefur til kynna með hægð að
umræðu um þetta efni sé lokið.
Þannig bfður hann átekta og ger-
__________Torfí Jónsson sýnir/2C__________
Steindur glugg[ HöUu í Hveragerdiskirk ju/4C
Sýning FÍM/ 2C