Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.04.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985 C 5 Gætum tungunnar Bókmenntir Sigurjón Björnsson Gætum tungunnar. Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík, 1984, 38. bls. í formálsorðum segir frá því hvernig þetta litla kver er til komið: „Um nokkurt skeið birt- ust daglega í Reykjavíkur- blöðunum smáklausur undir fyrirsögninni: Gætum tungunn- ar. Þar var reynt með stutt- orðum leiðbeiningum að sporna við ýmsum málvillum sem skotið hafa upp kollinum ýmist í fjöl- miðlum eða á öðrum vettvangi ... Að tilraun þessari stóð fé- lagsskapur, sem nefndir sig Áhugasamtök um íslenskt mál.“ Formálann undirritar Helgi Hálfdanarson sem ritari sam- takanna. í kveri þessu eru 200 klausur. Nokkrar eru leiðbeiningar án þess að málvillur séu tilgreindar. En flestar fylgja sama formi. Þær eru í tveimur liðum (nema fleiri en einn möguleiki gefist um seinni liðinn). f fyrri lið er málvillan sýnd (Sagt var .... Sést hefur .... Ritað var ..., f blaði stóð ... o.s.frv.). í seinni liðnum kemur svo leiðréttingin Rétt væri Betra væri ..., slenskulegra væri ..., Mál- venja er ..., Snotrara mál þætti ..., Sumir segja fremur ... o.s.frv.). Sumar málvillurnar eru svo auðsæjar að fáir aðrir en bögu- bósar ættu til að steyta á þeim skerjum. Aðrar — og þær eru fleiri — fela í sér gildrur sem margir, þótt málfærir teljist, falla einatt í. Kverið er þannig hinn nytsamasti lestur. Ættu allir sem láta sér annt um að tala og rita vandað mál að grípa til þess sem oftast og hafa það hendi nærri. Þá væri ekki fjarri lagi að ýta því að skólafólki og nota það í skólastarfi. Nú þykir mér ósennilegt að þessi merku áhugasamtök hafi látið staðar numið, þegar þessi tvö hundruð málblóm höfðu ver- ið lesin. Vafalaust eiga þau meira í fórum sínum. Því væri æskilegt að fá frá þeim annan ritling innan tíðar og síðan þann þriðja. En líklega er skynsam- legt að hafa skammtana ekki stóra í hvert sinn. Annars verður svartsýnum körlum eins og mér stundum á að spyrja hvort tilraunir til að varðveita þokkalega rétt málfar séu ekki unnar fyrir gýg. Svo ört virðist réttri málnotkun hraka. Jafnvel fólk sem setið hefur í ís- lenskum skólum um árabil skrif- ar stundum svo að nálega óskilj- anlegt er. Það er hvorki íslenska né nokkurt annað tungumál. Meira að segja tekur fólk, sem fyrir nokkrum áratugum hefði verið talið nálega óskrifandi, að sér að ritstýra tímaritum. Hinar smáskrítilegu dönskuslettur, sem verið var að rífa úr okkur í menntaskóla hér fyrrum, eru orðnar hégóminn einber hjá því sem stundum sést nú (t.a.m. að segja ekki og skrifa „prufa", heldur „reyna"). Og það sem ver- ra er: Fáir kippa sér upp við hið hörmulega málfar, nema ein- staka sérvitringur. Mér dettur í hug eitt snilliyrðið, sem virðist hafa hlotið vinsældir í Ríkisút- varpinu og ég hef ekki orðið var við að neinn finndi neitt athuga- vert við. Það er orðið „smellur" sem líklega á að vera þýðing á enska orðinu „hit“ (átt við dæg- urlagatónlist, sem verður mjög vinsæl, þ.e. hittir í mark). Að vísu er rétt að stundum kemur smellur þegar hitt er (að vísu fer það eftir því með hverju er skot- ið), en þó ekkert frekar en þegar skotið geigar. Smellurinn getur því ekki verið neinn mælikvarði á vinsældirnar! En hvað um það. Viðleitni áhugasamtakanna er lofsverð, og eins og áður sagði er óskandi að framhald verði á. Þessi bók- arútgerð þeirra er aukin heldur svo hófsamleg að hún verður varla útgefendum að fjörlesti þó að tímarnir séu erfiðir. SEM BREYTTIST Á EINNINÓTTU Þú getur skemmt þér stórkostlega í Glasgow, borg- inni sem breyttist á einni nóttu. Þótt þér dauðleiðist sekkjapípumúsík, finnist skotapils hallærisleg og gamlir kastalar óspennandi, þá er fjölmargt annað í Glasgow sem gæti heillað þig upp úr skónum og gert þig að aldavini skoskrar menningar og lífshátta. Glasgow er nútímaborg á gömlum grunni. Þangað er aðeins um 2 klukkustunda flug með Flugleiðum frá íslandi. Þessi nágrannaborg okkar á sér vaxandi aðdáendahóp hérlendis. Þökk sé viðmóti Skotanna, kránum, veitingahúsunum, næturklúbbunum, diskótekunum, verslununum, ágætum söfnum og skemmtilegri menningu. - Skoski ballettinn, Skoska óperan, Skoska sinfónían og Skoska þjóðleikhúsið hafa aðsetur í Glasgow! - í Glasgow eru 16 fyrsta flokks diskótek, og auðvitað tugir af verri gerðinni! - Glasgow státar af 36 veitingahúsum, þar sem matur og þjónusta eru í hæsta gæðaflokki! - Glasgow er draumastaður sælkera og lífsnautnamanna. í borginni eru hvorki fleiri né færri en 80 vínstúkur, ölkrár og litlir matsölustaðir sem hægt er að mæla sérstaklega með. En þá eru ótaldir staðir sem heiðarleqir Skotar geta ekki mælt með! Þú átt varla kost á ódýrara sumarleyfi en ef þú flýgur með Flugleiðum til Glasgow. Þar býðst gisting á vönduðum hótelum fyrir hlægilegt verð og í verslunum borgarinnar eru vörurnar á mun lægra verði en í London. Gleymdu öllu sem þú hélst að þú vissir um Giasgow! Skemmtileg borg meó lágan aógangseyri GLASGOW LtlTIO FREKARI UPPLÝSINGA A SÖLUSKRIFSTOFUM FLUGLEIÐA, HJÁ umboðsmönnum og ferða- SKRIFSTOFUM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.