Morgunblaðið - 21.04.1985, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRlL 1985
------------------------------------
ir annað á meðan. Einu sinni lýsti
hann skriftum svo að það væri eins
og að kreista bólu, og nú er hann
einmitt að bíða eftir því að ertingin
haldi áfram. Á meðan skrifar hann
sendibréf eða les. Hann er nýbúinn
að lesa bók eftir H.G. Wells sem
fjallar um ástalíf höfundarins og
aðra eftir Chapman Pincher um
svikara í brezku leyniþjónustunni.
Hann blaðar líka í skránni sem
hann heldur yfir drauma sína. í
henni eru yfir 800 blaðsíður og upp-
sláttarmerki eins og í símaskránni
þannig að hann er fljótur að fletta
upp draumi um hafið, gistihús,
Krúsjeff eða Haiti.
„Þannig fæ ég tímann til að líða
þegar ég er ekki að vinna," segir
hann.
Honum þykir líka gott að spjalla.
Þegar hann er hættur að tala um
vandamál í sambandi við skriftir
virðist hann vilja verja nokkrum
tíma til að leiðrétta ýmsar upplýs-
ingar um sjálfan sig. Þá kemur ekki
endilega í ljós geðþekkasta hliðin á
manninum. Hann talar betur um
Kim Philby, Sovét-njósnararnn
sem hann kynntist í æsku og skipt-
ist enn á bréfum við („hann sveik í
þágu málstaðar sem hann trúði á“)
en þá sem hafa afflutt það sem
hann man sjálfur eftir að hafa sagt
eða gert. Greene bendir á að Paul
Theroux hafi í skáldsögu sinni
„Picture Palace" ýkt mjög samband
brezka rithöfundarins við Fidei
Castro. Auberon Waugh skrifaði að
hann hefði byssu við hliðina á rúm-
inu sínu á nóttunni — og Greene
heldur því fram að það hafi verið
algjör uppspuni. Gabriel García
Márquez, Nóbelsverðlaunahöfund-
urinn frá Cólombíu, tjáði Castro að
Greene hefði farið í „rússneska
rúllettu" í Víetnam. „Rangt," segir
Greene.
„García Márquez misskilur mál.
Hann er indælis maður en honum
er gjarnt að misskilja."
Það er fleira. Það hefur verið haft
á orði að hann kynni ekki við sig í
Bandaríkjunum þar sem hann var á
ferð upp úr 1960 og að hann hafi
einhverntíma látið þau orð falla að
hann vildi heldur lenda í Rússlandi
en Kaliforníu. Það sem hann vildi
sagt hafa var að hann væri ekki
ýkja hrifinn af ýmsum stöðum I
Ameríku, s.s. New York, en honum
líkaði vel f San Francisco og San
Antonio. Hann setur Reagan for-
seta á bekk með Jóhannesi Páli
páfa II, og það eru menn sem hann
kann alls ekki að meta. „Þessi páfi
er hryllilegur," segir hann „og
Reagan sem er með sama yfirborðs-
brosið og páfinn, ja, hann á allan
frama sinn sjónvarpinu að þakka."
Varðandi Rússland og Kaliforniu
þá segir hann: „Ég var að reyna að
vera kaldhæðinn. Dagar mfnir
hefðu orðið löngu fyrr taldir í
Rússlandi en í Kaliforníu af þvf að
Rússar taka rithöfunda alvarlega.
Því hefði ég brátt verið settur í
Gúlagið og það er út af fyrir sig
heiður fyrir rithöfund. I Kaliforníu
gæti maður hins vegar búizt við því
að daga einhvers staðar uppi.“
Á meðan Graham Greene var að
tala sat hann í djúpum hæginda-
stól. Hann var dálítið þunglyndis-
legur. Svo gekk hann að skrifborð-
inu. Þar eru skjöl og lítil stytta úr
hrjúfum steini sem einhver hefur
sent honum frá Júgóslaviu. Hann
virtist glæsimenni þar sem hann
sat innan um minnisblöðin sín, tog-
inleitur og klæddur blágráum
tweed-jakka. Hann talaði um
„vinnufrí", kannski á Capri þar sem
honum hefur allaf gengið svo vel.
Þá varð röddin bjartari og ekki eins
tilbreytingarlaus.
— Hvað ef þú getur nú ekki
skrifað framar? Setjum svo að það
sé ekki lengur hægt?
„Mér félli það mjög þungt,“ sagði
Graham Greene. Hann þagði um
stund en sagði svo: „Ég er að at-
huga hvort ég get haldið áfram með
bók sem ég hætti við fyrir tíu árum
til að skrifa „The Human Factor“,
eða kannski var það „The Honorary
Consul“. Já, ég held að það hafi ver-
ið „The Honorary Consul“.“
— Svo þú ert sem sé að athuga
málið?
„Ég er að því en ég veit samt ekki
Rithöfundurinn þagnaði. Hann
var um það bil að ljúka annarri um-
ræðu.
„Ég er bara að gá hvort hún —
hvort hún lifnar við.“
Torfí Jónsson sýmr
IWyndlist
Valtýr Pétursson
Torfi Jónsson er einn af
þeim mönnum, sem
leggja gjörva hönd á
margt: málar myndir,
gerir bækur úr garði, stundar
auglýsingateikningar, er lista-
skrifari og leturgerðarmaður og
stýrir Handíða- og myndlista-
skólanum. Er þá ærið upptalið.
Fyrir nokkrum árum hélt Torfi
sína fyrstu sýningu á vatnslita-
myndum í hinum gömlu og góðu
húsakynnum Loftinu. Sú sýning
var í fáum orðum sagt gullfalleg
og vakti verðskuldaða eftirtekt.
Nú er Torfi aftur kominn fram
með vatnslitamyndir í anddyri
Norræna hússins og sýnir 30
myndir. Ekki finnst mér fara
eins vel um verk Torfa að sinni
og á fyrri sýningu hans, og nokk-
ur breyting hefur orðið í mynd-
gerð hjá honum, síðan hann var
á Loftinu.
Vatnslitir eru ein vandasam-
asta myndgerð, sem menn geta
stundað, og eru ekki nemar ör-
fáir, er nokkurn tíma ná árangri
á því sviði. Ég veit ekki hvað
veldur, en þannig er mál með
vexti, að vatnslitamyndin hefur
átt afar erfitt uppdráttar hér á
landi, og það er eins og fólk forð-
ist að eiga slíka myndgerð. Þetta
á nú reyndar við allt, sem er
undir gleri, og er í einu orði sagt
fáránlegt. En alls staðar þar sem
ég þekki til erlendis eru vatns-
litir góð og gjaldgeng vara, og
sumir nafntoguðustu málarar
heims hafa gert mörg sín bestu
verk með vatnslitum, má þar
nefna Turner.
Torfi Jónsson hefur afar
skemmtileg tök á vatnslitum og
hann notar kínverskan pappír
sem er sérlega gerður fyrir vath,
loft og liti, eins og einhver sagði.
í þessum nýju verkum Torfa
kveður við nokkuð annan tón en
á fyrri sýningu hans. Nýju
myndirnar eru ekki eins
abstrakt og áður, og nú eru
verkin jarðbundnari. Það órar
fyrir húsum og fjöllum, skógi og
öðrum hlutum, en verkin eru til
orðin í Finnlandi, Noregi og á
Vestfjörðum. Þau eru drama-
tískari en áður var og hafa ef til
vill meiri svip af listamanninum
sjálfum. Torfi er tæknilegur
snillingur, sem fer sínar eigin
leiðir, og það fer ekki framhjá
neinum, sem til þekkir, að þarna
er mikill hæfileikamaður á ferð,
en ég verð að geta þess, að ég var
ekki alveg dús við umhverfið á
þessari sýningu. Hún átti betra
skilið sem umgjörð en anddyrið í
Norræna húsinu. Hver veit nema
þriðja sýning Torfa verði á betri
stað og fái að njóta sín til fulls.
Falleg sýning, sem vel er þess
virði að skoða.
5 manna drossía meö framdrífi
ímynd japanskrar tækni
Hæfilega stór
Þægilegur
Sparneytinn
LANCER
LANCER
LANCER
LANCER
LANCER
LANCER
NCER
LA HF
Laugavegi 170-172 Sími 21240
MITSUBISHI
MOTORS