Morgunblaðið - 21.04.1985, Side 4
4 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. APRÍL 1985
Góð, en neist
ann vantar
Hljómplötur
Siguröur Sverrisson
The Firm
The Firm
Atlantic/Steinar
Sem einlægur aðdáandi bæði
Bad Company og Led Zeppelin
beið ég afar spenntur eftir út-
komunni á plötu The Firm, þar
sem þeir eru í broddi fylkingar
Paul Rodgers, fyrrum söngvari
Bad Co., og Jimmy Page, fyrrum
gítarleikari Led Zeppelin. Við
fyrstu heyrn varð ég fyrir nokkr-
um vonbrigðum, en þau hafa að
mestu leyti horfið við frekari
spilun. Þó fer ég ekki ofan af
þeirri skoðun að einhvern neista
vantar á þessari plötu.
Allir vita um hæfileika Jimmy
Page á gítarinn og viðurkenna
snilli hans. Sömu sögu er líkast
til að segja um Paul Rodgers,
einhvern besta blússöngvara
breska poppsins á framanverð-
um síðasta áratug. Með þessa
vitneskju að leiðarljósi átti mað-
ur e.t.v. von á meiri ferskleika
þótt kannski sé ekki raunhæft að
gera kröfur til fertugra rokkara
að þeir sýni skyndilega á sér
nýja hlið.
Tónlistin á þessari fyrstu
plötu Firm er ótrúlega hrá sam-
steypa tónlistar Bad Company
og Led Zeppelin, þ.e. eins og
tónlist Zeppelin var undir það
síðasta. Ég er meira að segja
ekki frá því að áhrif Rodgers séu
sterkari en Page á þessari plötu.
Auk þeirra Rodgers og Page
eru það Chris Slade/trommur og
Tony Franklin/bassi, sem skipa
Firm. Slade er gamalreyndur í
„bransanum" en Franklin þekki
ég lítið. Verð þó að segja að mér
finnst bassa„sándið“ hjá honum
ekki hæfa þessari tónlist. Slíkt
er þó ekkert annað en smekks-
atriði.
Eflaust má líta á þessa fyrstu
plötu Firm sem hálfgerða frum-
raun þótt meðlimirnir séu allir
vel skólaðir. Hún er áheyrileg en
vafalítið á Firm eftir að senda
frá sér heilsteyptari plötu, end-
ist henni aldur til. Samstarf
stórstirna vill oft ganga brösótt,
en aðdáendur Rodgers og Page
vonast eflaust eftir langlífi
Firm. Það geri ég einnig og bíð
framhaldsins.
Hestasögur
Bókmenntlr
Sigurjón Björnsson
Erlingur Davíósson: Með reistan
makka. 4. bindi. Sögur af hestum.
Bókaútgáfan Skjaldborg, Akureyri,
1984. 246 bls.
í þessu bindi, sem er hið fjórða í
röðinni, segja 14 hestamenn frá
samskiptum sínum við hesta og
ýmsu er hestamennsku varðar.
öllum þeim sem hestum unna er
kært að lesa vel gerðar frásagnir
hestavina, og víst má margt af
þeim læra sem reynsluna hafa. Ég
hygg að þeir sem þannig eru sinn-
aðir, fái sig seint fullsadda af slík-
um lestri. Enda er vissulega af
nógu aö taka í hinu hestauðga
landi okkar.
Það leynir sér ekki að allir þeir
sem í þessa bók rita eru miklir
hestavinir og búa yfir góðri
reynslu. Sá djúpi hlýhugur sem
streymir frá nálega hverri síðu
bókarinnar hlýtur að ylja um
hjartarætur. En hvað þarf að auki
til þess að bók geti talist góð bók?
Um það eru að sjálfsögðu skiptar
skoðanir. Persónulega leita ég hér
ekki að frásögnum af ferðalögum,
upptalningu áningarstaða, lýsingu
á veðurfari, móttöku á sveitabæj-
um og annarri fyrirgreiðslu. Ekki
hef ég heldur beinlínis áhuga á
lýsingum manna á hestakaup-
mennsku sinni, né heldur varðar
mig um kappreiðar og verðlauna-
veitingar, ættbókarfærslur
hrossa, félagsmálasýsl hesta-
manna eða „hrossapólitík". Þess
háttar efni er að sjálfsögðu allra
góðra gjalda vert, en ég tel þó að
það eigi fremur heima í sérhæfð-
um tímaritum hestamanna. Hér
óska ég fremur eftir nærfærnum
og vel gerðum lýsingum hrossa.
Hross eru persónur. Hvert hross
hefur sinn persónuleika, sína
skapgerð, sína vitsmuni, sem birt-
ist með ýmsu móti í hegðun
þeirra, ferli öllum og samskiptum
við manninn. Þá vil ég fræðast um
með hvaða hætti maðurinn laðar
fram og ræktar samvinnuhæfni,
vináttu og gleði þessa göfuga dýrs.
Enda þótt víða sé komið til móts
við óskir sem þessar í bókinni,
finnst mér hún engu að síður allt-
of höttótt. Einstaka þættir eru
skínandi góðir og eftirminnilegir
svo sem frásögn Nývarðs Jónsson-
ar af Gránu sinni. Er það með því
betra sem ég hef lengi lesið. Hvort
tveggja er að saga Gránu er
merkileg, og eins hitt að Nývarð
kann vel að segja sögu. Góð þótti
mér einnig frásögnin af Randver í
þætti Jóns Hólmgeirssonar. Og
víða er í bókinni að finna skínandi
frásagnir þó að þættirnir séu e.t.v.
ekki alltaf með neinum ágætum
sem heild.
En enda þótt ég hefði ánægju af
að lesa þessa bók, vil ég ekki draga
fjöður yfir það að mér þykir hún
verulega gölluð. Gallarnir eru að-
allega fólgnir í því að ritstjórinn
hefur ekki unnið nægilega vel úr
|>eim efnivið sem hann hafði undir
höndum eða gat aflað sér. Suma
þættina hefði þurft að semja upp
á nýtt, fella sumt burt, bæta ann-
ars staðar inn í til að dýpka frá-
sögnina, breyta áherslum o.s.frv.
Það er vitaskuld hlutverk ritstjóra
og því ekki við hina ágætu heim-
ildamenn að sakast.
Steindur
gluggi
HöUu
í Hvera-
geröis
kirkju
N
JL ^ ýi steindi kirkjuglugg-
inn í Hveragerðis-
kirkju ris innan frá að sjá upp
af altarinu, 13 m á
hæð og
1,60 á breidd eða
ámóta hár og 4-5 hæða hús.
Höfundur gluggans
Halla
Haraldsdóttir
myndlistarmaður úr Keflavík
lýsti honum svo við
vígslu-
athöfnina: „Myndin
er uppbyggð á táknrænan hátt,
neðsti hluti mynd-
arinnar,
sem að vísu lendir
bak við altarið, á að sýna
jarðhita og gufu,
sem
Hveragerði er þekkt
fyrir, þar inni í eru tilhöggnir
og greyptir rauðir
gler-
steinar sem tákn
elds í iðrum jarðar. Síðan kem-
ur stílfærð Krists-
mynd og
efri hluti myndar-
innar sýnir blóm og gróanda
staðarins og allra
efst er
stjarna sem tákn
birtu og vonar og kross sem
bæði merkir hinn
helga
kross, svo og að
Hveragerði er hér í þjóðbraut.
Myndin er víða
hand-
máluð og skyggð og
brennd við 700 gráðu hita.“
Mynd-
ina, sem birtist hér
með í litum af Hveragerðis-
glugganum tók
Fritz
Oidtman við vígslu-
athöfnina, en hann var hér
staddur við upp-
setningu
myndarinnar sem
listiðnaðarverkstæði hans
hafði unnið í Þýska-
landi.
Einnig er
hér mynd af lista- •
konunni Höllu Haraldsdóttur
við vinnu sína.