Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 17. september 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrlmur Gíslason. Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af- greiðslusíml 12323. Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Askriftargjald kr. 90.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Olfusborgir S.l. sunnudagur var merkisdagur í baráttusögu ís- lr~ rar verkalýðsstéttar. Þá var formlega vígt og tekið í 'iun hið sameiginlega orlofs- og hvíldarheimili ve amanna og kvenna. Á frjóu landi við heitar æðar undir fjalli fyrsta landnámsmannsins er risin húsa- borg, fyrsti áfangi hins mikla orlofsheimilis. Þetta heim- ili eru verkalýðsfélögin sjálf að reisa undir forystu Al- þýðusambands íslands og með nokkrum styrk ríkisins. Hér er um að ræða mikið velferðarmál verkalýðsstétt- anna og menningarmál þjóðarinnar allrar. Grundvöllurinn að þessari framkvæmd var lagður 1956, er samþykkt var á Alþýðusambandsþingi tillaga forseta ASÍ um að hefja undirbúning að byggingu or- lofsheimilis verkalýðsfélaganna. Vinstri stjórnin, sem þá sat að völdum, tók málinu af miklum myndarskap og lagði eina milljón til framkvæmdarinnar á fjár- lögum næsta árs. Síðan hefur framkvæmdin notið ríkis- styrks, sem þó hefur síðustu ár verið hlutfallslega miklu minni en hið myndarlega framlag í upphafi. Her- mann Jónasson, þáverandi forsætisráðherra, lét ASÍ 1 té skák af landi ríkisins skammt frá Hveragerði. Stærsta skerfinn hafa verkalýðsfélögin þó lagt fram sjálf, bæði með framlögum einstakra félaga og úr sam- eiginlegum sjóðum, Orlofsheimilið hefur hlotið fagurt nafn eftir stað- háttum, og aðstaða er þarna að ýmsu leyti hin bezta. Það er einlæg von allrar þjóðarinnar, að verkamenn og konur eigi þarna góða hvíldardaga í framtíðinni og njóti þessa átaks vel í sókn sinni til betra lífs og hærri menningar. i örði og á borði Morgunblaðið ræðir um frámtíð Háskóla íslands í forystugrein í gær og segir m.a.: „Á þetta er bent vegna þess, að rík þörf er á að bæta aðstöðu Háskóla íslands til þess að rækja hlutverk sitt svo sem vera ber. Það þarf að fjölga til /mikilla muna kennslugreinum, fjölga kennurum við háskólann, byggja nýjar byggingar o.m.fl. En þetta verður ein ungis gert með stórauknum fjárframlögum til æðstu . menntastofnunar þjóðarinnar. Hér á landi eru aðeins 10% af hverjum aldursárgangi, sem ljú'ka stúdents- prófi, og hluti þess hóps lýkur aldrei háskólaprófi. Hér er um að ræða töluvert minni hóp en í nágrannalöndum okkar, og annars staðar en^iér mundu slíkar tölur vekja ugg og þykja hinar ískyggilegustu“. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum orðum, sem eru áreiðanlega 1 tíma töluð. Hitt er verra, hve hast- arlega þau minna á, hvernig orð og gerðir stangast á hjá Sjálfstæðisflokkiíum. Á síðasta þlngi kæfði stjórnar- liðið hina merkustu tillogu Framsóknarmanna um að gera áætlun um skipulega eflingu Háskólans í samræmi við ný viðhorf og þörf þjóðarinnar. Það bætir á engan hátt fyrir óhappaverk á Alþingi að tala fagurlega um það, sem fellt var. Slík vinnubrögð efla hvorki Háskól- ann né annað. En þetta er raunar aðeins sýnishorn af vinnubrögðum íhaldsstjórnarinnar 1 menntamálum. Morgunblaðið þirt- ir mjúkleg orð um úrbætur, en stjórnin lætur síðan þing- lið sitt fella eða svæfa hverja nýtilega tillögu um þetta á Alþingi. Þannig fór líka um tillögur Framsóknarmanna um endurskoðun fræðslulaganna, eflingu Akureyrar sem skólabæjar, stofnun nýrra héraðsskóla o.fl. TBMINN --- s Strauss sagður sýna mikla hógværð í kosningabaráttunni ÞEG-AR Franz-Josef Strauss nálgast er gefið um Það merki. Hljómsveitin tekur til að leíka Kwai-marsinn og á helzt enn að vera að leika sem ákafast, þegar hetjan geng ur í salinn. Fólkið stendur upp til þess að sjá betur. Breitt höfuðið vísar ofurlítið fram milli axlanna og snöggt til- litið umhverfis minnir þá, sem þekkja, á dauðadæmt naut ið, sem kemur brokkandí fram á sviðið. Dauðadæmt? Orðið á ekkí við um þetta pólitíska dýr. Strauss er í bláum fötum, hrukkóttum eftir langt ferða lag. Á auglýsingaspjaldinu fyr ir dyrum úti er hann kynntur sem dr. Franz-Josef Strauss formaður Sambands kristilegra jafnaðarmanna“. Venjulega er hann kynntur sem „fyrrver- andi varnarmálaráðherra“ og þeirrí kynningu er oftast fagn að. Frans Josef Srauss — myndin tekin á fimmtugsafmæli hans í surnar en meðal afmælisgjafa til hans var þessi vígalega byssa frá 18. öld. Strauss er ávallt búinn að aðvara forustuliðið heima fyr ir um komu sína, gengur tafar- laust fram á sviðið, heilsar fundarstjóra með handabandi og viðhefur sem allra skemmst an undirbúning áður en hann leggur undir sig hljóðnemann. Svo sem einni stundu síðar er ekið af stað með hann til næsta viðkomustaðar ög,’ eng- inn. þeirra, sem eftir 'yerðai i. ast lengur um, að þessi fyrr-' verandi varnarmálaráðherrai sem nú kemur fram eins og hófsemdin sjálf holdi klædd, ætlar sér eindregið að rétta hlut sinn- Hann varð fimmtug ur 6- Þ. m. og er því hálfgerð ur unglingur meðal þýzkra stj órnmálamanna. SVO virðist sem Strauss bú- ist ekki við að Erhard eða Brandt bjóði honum að taka að nýju sæti í ríkisstjórn í október. En að þessu kemur á sínum tíma. Honum virðist ekki liggja á að staðfesta friðarsamn inga fyrri en „hinír“ eru reiðu búnir að viðurkenna kröfu Þjóðverja um réttlæti. Að því komi fyrr eða síðar, þar sem krafan sé byggð á auknum efnahagslegum, félagslegum og hernaðarlegum stjTk. „Hugsið ykkur aðeins“, segir hann við tilheyrendur sína, „hvílíkar bæt ur við værum enn að inna af höndum ef við hefðum undir rítað friðarsamninga árið 1946.“ Strauss varð að láta af ráð herraembætti árið 1962, vegna þess fyrst og fremst, að hann hafði „skýrt" ríkisþinginu „rangt frá“ (hér hafa stundum verið notuð sterkari orð) af- skiptum sínum af handtöku Konrads Ahlers á Spáni en hann var meðritstjóri óg her málasérfræðingur vikublaðsins Der Spiegel. Málíð leit grun- samlega út. Sólarhring áður en hinn opinberi ákærandi fyrir skipaði málsókn á hendur viku blaðinu og helztu stjórnendum þess, hafði þingnefnd hreinsað Strauss af áburði um að hafa notað aðstöðu sína sem varn armálaráðherra til þess að auðga síg sjálfan og nokkra vini sína með Því að ota tota ákveðins byggingarfélags. Der Siliegel hafði borið þessa á- sökun fram. Ritstjórarnir þótt ust sannfærðir um, að Strauss væri hættulegur pólitískt og höfðu því mánuðum saman — gera raunar enn — lýst hon um sem manni, er hefði öll ein kenni verðandí harðstjóra, væri óhæfilega framgjarn, ó- útreiknanlega ofsafenginn og gersamlega samvizkulaus. VIÐ þessar erfiðu aðstæður, seni sverting miskunnarlausra málaferla hefir gert enn þung bærari, er ekki' nema eðlilegt að Strauss reyni að gera fram komu sína sem geðþekkasta þeg ar líður að fyrstu kosningunum eftir fall hajis. Um miðjan ágúst var hann á ferðinni í norðurhluta landsins sem gest ur flokks Kristil. demókrata. Vegsömun Erhards ómaði vítt og breytt. Mönnum þar nyrðra þótti grýla Der Spiegels sér- lega hæglát, Þolinmóð, opinská og alþjóðlega sinnuð, og drvnia litlu hærra en lamb á spena. i tu viku ágústmánaðar var Strauss heima í Bæheimi og fór aldrei langt frá heim ili sínu í Rott-am-Inn, eða að eins til næstu borga. Búast hefði mátt við að hann hefði í svo kunnugu umhverfi gefið sér lausari tauminn en hann gerði norðanlands. En svo hefir alls ekki verið — eða varla. í Waldkraiburg hafði hann til dæmis afbragðs tækifæri til að belgja sig út af þjóðremb ingi. Borgin var reist frá grunni eftír stríðið — einmitt þar, sem vopn höfðu verið fál in í skóginum, — og einkum byggð yfir Sudeten-Þjóðverja og flóttamenn frá Tékkóslóv- akíu- Flestar götumar í borg inni heita nöfnum, sem vekja sérstakar minningar. Ölstofurn ar sumar eru fastir samkomu staðir ákveðinna hópa flótta- manna frá tilteknum lands- svæðum. í einní ölstofunni er auglýst ferð á héraðsmót í B Passau 2. október, „þar sem S við fáum tækifæri til ' að B segja nýju ríkisstjórninni til S hvers við ætlumst af henni.“ I ■STRAUSS sagði tilhqyrend- um sínum þarna, að það væri Sambandi krístilegra jafnaðar manna að þakka (en það er í meirihluta á þingi Bæheims) og samböndum Þess í Bonn, að Bæheimur hefði notið þeirra nútímaframfara, sem gerðu kleift að koma flóttamönnunum > fyrir að nýju og gefa þeim tækifæri tíl að stunda fyrri iðju sína i nýjum verksmiðj- um. Hann veitti engar vonir um afturhvarf til Sudetenlanda, heldur gaf í skyn, að Sudeten Þjóðverjar héldu áfram að búa í Bæheimi og framleiða gler- vöru, skartgripi og hljóðfæri. En hann hét því, að þegar far ið yrði að ræða friðarsamninga yrðu rangindin, sem Þjóðverj ar hefðu gert heiminum. vegin | móti óréttinum, sem heimur- | inn hefði beitt við þá. Þessu i var laumað fram sem eins kon * Framhald.á tíls. 14 '

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.