Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 7

Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 7
FÖSTODAGUR 17. september 1965 TÍMINN Þessa dagana eí stodd hér í borg hljómsveit Ingimars Eydal frá Akureyri. Þeir félagarnir eru hér í skyndiheimsókn og eru aS leika inn á hljómplötu. Þeir ætla einnig a3 leika í Glaumbæ í kvöld, föstudagskvöld og laugardagskvöld, áSur en þeir snúa norðair á ný. á ný. MINNING Gísli J. Johnsen Einn hinna landskunnu aldamóta manna, Gísli J. Johnsen, útgerð- armaður, konsúll og kaupmaður, léxt hér í bænum hinn 6. septem- ber s.l., 84 ára að aldri. Gísli var fæddur Vestmannaey- ingur, danskur í föðurætt, og er ætt hans þar rakin til Suður-Jót- lands, en í móðurætt var hanh kominn af Jóni Steingrímssyni, en einnig af Dalverja- og Höfða- brekkuættum. Gísli J. Johnsen var landskunn ur athafnamaður fyrjr störf sín við sjávarútveg og v^rzlun. Hann er einn með þeim fyrstu hér á landi, sem tekur vélaafl í þágu fiskveiða, bæði á sjó og landi, og er þá hugsað til upphafs vélbáta- aldarinnar og vélfrystingar á bejtusíld og síðan .sjávarafurðum. En samhliða útgerð og fiskverkun rak hann jafnframt verzlun í Vest mannaeyjum allt þar til verðhrun ið mikla éftir fyrri heimsstyrjöld reið yfir. Upp frá því settist Gísli J. Johnsen að í Reykjavík og hefur rekið þar heildverzlun og þá með- al annars með skip, vélar og annað, er að sjávarútvegi lýtur, en einnig ýmsan annan vélakost. Af sérstökum áhugamálum Gísla J. Johnsen eru kunnust sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum og framlög hans til slysavarna- mála. Fyrri kona Gísla J. Johnsen var Ásdís Gísladóttir, og eignuð- ust þau þrjú börn, Sigríði, Gísla og Soffíu. Síðari kona hans var Anna Ólafsdóttir yfirhjúkrunar- kona, sem víðkunn varð af starfi sínu á Vífilsstöðum á sinni tíð. Gísli J. Johnsen var höfðings- maður í sjón og raun. G. M. Gerum við allar gerðir af ' Diesel úíu erfum endum póstkröfu. DIESILL Vesturgötu 2 (Tryggvagötumegin) sími 20940. I MINNING BJÖRN LÁRUSSON frá Ósi f dag verður gerð frá Akraness- kirkju útför Björns Lárussonar, fyrrum bónda að Ósi í Skilmanna- hreppi, en hann lézt á Akranesi 9. þ.m. tæplega 83 ára að aldri. Björn var fæddur að I mgsbakka í Helgafellssveit 13. okt. 1882. Fór eldrar hans voru hjónin Rósa Jónsdóttir og Lárus Björnsson, sem bjuggu nokkur ár að Kóngs- bakka, en lengst af í Borgar- firði, enda taldj Björn- sig ætíð Borgfirðing. Hann var yngstur 5 systkina. Rósa móðir hans var Eyfirðingur, en faðir hans var úr Kjósinni. I. Björn var gáfaður hugsjóna- maður. Félagslyndur og vel í- þróttum búinn á yngri árum. Hann var nær tvítugu, þegar 20. öldin gekk í garð. Fyrsti áratug- ur aldarjnnar varð hinum unga manni mikilsverður skóli, sem mótaði skoðanir hans og viðhorf til lífsins æ síðan. Hann var sann ur fulltrúi aldamótakynslóðarinn- ar. Hugur hans stóð fyrst til sjó- mennsku og var hann á skútum fáein ár, en kunnj þar ekki við ; hug hans allan. Hann tók þátt í sig, enda sjóveikur. Hann réðist j störfum Umf. Reykjavíkur hin því í smíðanam haustið 1901 til | fyrstu ár og var lengi síðan virk- Magnúsar Ámasonar, trésmíða- j ur ungmennafélagi. Hann taldi meistara, Aðalstr. 18 í Reykjavík. j þag eina hina mestu gæfu í líf Nám hans hófst með byggingu inu að hafa kynnzt og unnið með Uppsala, en það hús stendur enn hinum mörgu félagslyndu hug- Hann minntist þess jafnframt með gleði, að í þeim kosningum var aðflutningsbann á áfengi sam þykkt. Björn var alla ævi mjkill bindindismaður og lengi félagi í reglu góðtemplara. Hann fór aldrei dult með þá skoðun sína, að áfengið væri mesti bölvaldur mannkynsins. Hann var heill og sannur þar sem annars staðar. Ungmennafélagshreyfingin átti á horni Túngötu og Aðalstrætis Það var eign Magnúsar Árnasonar og Kristins sonar hans, sem var skjpstjóri. Aðrir synir Magnúsar voru sr. Ólafur í Arnarbæli og Sigurður, héraðslæknír á Pátreks- firði. Báðir þjóðkunnir menn á sinni tíð. Björn bjó hjá þessari fjölskyldu meðan smíðanámið stóð yfir og minntist hennar jafn- an með þakklæti og virðingu. Taldi hann Magnús góðan og nær gætinn húsbónda og læriföður. Sveinsprófi lauk hann haustið 1904. Það var mikið happ fyrir Björn að Iðnaðarmannafélag Reykjavík- ur stofnaði á þessum árum kvöld skóla fyrir iðnaðarmenn, sem var upphafið að Iðnskólanum í Reykja vík. Þar kynntist hann frábærum kennurum, sem mótuðu skoðanir hans varanlega. ' Má þar nefna Þorstein Erlingsson, skáld, sr. Ólaf Ólafsson, fríkirkjuprest og Guðmund Finnbogason síðar lands bókavörð. Allir þessir kennarar tendruðu elda hugsjóna og frels is í brjósti hins unga og hrifnæma manns. II. Hann var í fyrsta sinn á kjör skrá í Reykjavík í hinum sögulegu kosningum 1908. Hann skipaði sér af eldmóði gegn Uppkastinu og minntist þeirra kosninga jafnan síðan af hrifningu. Allar aðrar kosningar féllu í skuggann fyrir þeim. Honum fannst þá svo fersk ur og frjáls blær yfir kjósendum og viðbrögð þeirra málefnaleg. Upp frá því skipaði hann sér í rað ir hinna frjálslyndari kjósenda. enda í samræmi við lífsskoðun hans. sjónamönnum í Umf. Reykjavikur, og mjnntist þar sérstaklega Tryggva Þórhallssonar, Guðbrands Magnússonar og sr. Jakobs Ó. Lárussonar. Á þeim árum var Björn einn af forgöngumönnum skíðabrautarinnar í Eskihlíðinni og stundaði daglega sund við höfn ina í Rvík með Sigurjóni Péturs- syni o.fl. Þá fylgdist hann vel með stefn um í trúmálum. Hreifst af kenn- ingum Haraldar Níelssonar og sótti allar hans samkomur. Mótaði það trúarskoðanir hans upp frá því. Af framangreindu má það ljóst vera, að Björn bjó sig vel undir lífsstarfið og gaf sig þeim hreyf ingum á vald, sem líklegastar voru ungum mönnum til þroska. Skoðanir hans og svipmót ein- kenndust af áhrifum þeim, er hann varð fyrir í Reýkjavík á fyrsta tug aldarinnar. m. Árið 1909 hverfur Björn aftur í Borgarfjörðinn og fer að búa á Heggstöðum í Andakíl með systr um sínum og jafnframt eru for- eldrar hans þar i heimili. Stund- aði hann smíðar jafnframt bú- skapnum, enda fáir jafn vel mennt aðir og hánn í þeirri grein. Árið 1914 kvæntist hann rjómabústýru l 'II 0FUNAR INGIR ÁMTMANNSSTIG 2 HAI l.l)OH KKISTINSSOIN <Tulismfðu? Sim< 16*17» þar í sveitinni — Aldísi Jónsdótt ur, bónda á Stokkseyri Grímsson- ar. Aldís er frábær ágætiskona og hefur verið Birni styrk stoð í meira en hálfa öld og aldrei meiri en hin síðari árin, er mikið reyndi á umhyggjusemi hennar og nærgætni, er Bjöm var farinn að líkamskröftum. Börn þeirra eru sex. Þrjár dæt- ur og þrír synir. Á Akranesi eru búsett: Rósa, Lárus, Sigurjón og Ingibjörg. Ingveldur Ólafía býr að Skútustöðum í Mývatnssveit. Ragnar er látinn fyrir nokkrum árum. Hann var búsettur á Akra- nesi. Allt eru þetta hinir beztu þjóðfélagsþegnar. Að Ósi í Skilmannahreppi fluttu svo ungu hjónin 1916, og bjuggu þar í 32 ár. Við þá jörð var Björn síðan kenndur. Árið 1948 bregða þau búi og flytja á Akranes og áttu þar heima upp frá því. Svo var mikil tryggð Björns við þessa jörð, að hann neitaði að selja hana, — þegar börn hans óskuðu ekki eftir að hefja þar bú- skap — nema hafa tryggingu fyr- ir því að þar yrði vel búið og jörðin bætt. Varð honum þar fylll lega að ósk sinni. Ungur og fram úrskarandi duglegur bóndi keypti jörðina, og hefur gert þar svo miklar framkvæmdir í ræktun og byggingum, að hún er nú með beztu jörðum í Borgarfjarðarhér- aði. Með þessu fylgdist Björn og gladdist yfir. Þar rættust draum- ar hans um þann stað sem hann hafði lifað beztu ár ævi sinnar og tekið mikilli tryggð við. IV. Um sjötugt tók heilsu Björns að hnínga, og mörg síðustu árin var hann sjúklingur og komst ekkert óstuddur. Þannig lét lík- aminn stöðugt undan Eili kerlingu en andinn var hinn sami. Æsku- hugsjónirnar loguðu skært til hins síðasta. Á þær sló aldrei neinn fölva. Hann var sannfærður í trú sinni á lífið og ódauðleik- ann. Fátt mat Björn meira af and- legum ljóðum en þetta erindi úr sálmi Guðm. Guðm. og lýsir það einmitt skapgerð hans: „Fyrst ér að vilja veginn finna, vaka, biðja í nafni hans, meistaranna meistarans. Þreytast ekki, vinna, vinna, vísdóms æðstu köllun sinna: Leita sífellt sannleikans“. Mikill dugnaðar- og atorku- maður er fallinn. Hann gerðj miklar kröfur til annarra, en þó mestar til sjálfs sín. Hann leit- aði stöðugt sannleikans í hverju máli. Kallið kom honum ekki á óvart. Hann var ferðbúinn. Eg sé þennan eftirminnjlega sam- ferðamann ganga glaðan og reif- an inn til síns herra. Hugljúf minn ing um hann mun lifa áieð konu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og vinum hans öll um. Það er mikill söknuður, þeg ar sterkir stofnar falla. Blessuð sé minning Björns Lárussonar frá Ósi. Daníel Ágústínusson. KM 32 srHur Hrærivélin 400 W MÓTOR - £ SKALAR _ HNOÐARJ - ÞEYTARI VERÐ INNAN VIÐ 4000 KR. ÚRVAI AUKATÆKJA JAFNAN FYRIRLIGGJANDI BRAUN HRÆRIVÉLIN FÆST t RAFTÆKJA VERZLUNUM t REYKJAVtK OG VÍÐA UM LAND BRAUN-UMBOÐIÐ RAFTÆKJAVERZLUN tSLANDS HF. REYKJAVtR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.