Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.09.1965, Blaðsíða 11
F'ÖSTUDAGUR 17. september I9fi5 TIMINN SEND TIL ÍSLANDS I JANE GOODELL 73 fyrir í vasanum innan áj frakkanum. — Þú hlýtur að hafa borgað einhver ósköp fj?rir hana! — Nei, ekki ég. Áður en mér tókst að vara haran við að láta sem minnst bera á þessari eign sinni, komu nokkrir hermenn inn úr dyrunum, og þeir sungu fullum hálsi: — Við óskum þér hvítra jóla . . . gleðileg jól, gleðilegfjól, þið öllsömul! Áður en dagurinn var að kvöldi kominn, barst mér til eyrna saga þess efnis, ,að þrjátíu kassar af áfengi, sem fara hafði átt í liðsforingjaklúbb, hefðu týnzt. Enginn vissi, hvað af þeim hafði orðið. Hvað okkur viðvék, þá voru þetta ekki aðeins sögusagnir heldur staðreynd. Hvað sem öllum reglum viðvék, hvað gátum við þá gert við hundruð manna, sem greinilega voru, allir undir áhrifum frá þessum forboðna drykk, sem horfið hafiði á svo dularfullan hátt, og það sem meira var, gengu með flöskurnar innan á sér? Ekki margt! Við gátum vonað hið hezta, en búizt við hinu versta. Aðeins vonað og beðið, að þeir höguðu sér vel, og síðan ekki orði mjög hissa þótt þeir gieru það ekki. Við önduðum allar léttara, þegar 2. janúar rann upp. Það mátti segja að jóJavikan hefði liðið stórslysalaust. Allt í einu voru húsakynni okkar orðin svo stór, að heim- ilið hafði ekki lengur til að bera sama persónulega and- rúmsloftið og áður, ekki þetta heimilislega nána samband, sem verið hafði í litla skólanum okkar. — Ungfrú Mary, ég fæ ekki lengur .tækifæri til Þess að tala við þig. í hvert skipti, sem ég kem hingað til þess að hitta þig, ertu svo upptekin. Mennimir‘gátu ekki lengur hópazt umhverfis píanó- ið, á meðan Mary lék. — Heyrðu mamma, eigum við ekki að syngja eitthvað!? Þannig hafði það verið. Nú varð hún að standa alein uppi á sviðinu, á meðan þrjú til átta hundruð meim sátu niðri í salnum og sungu. Og vissu- lega sungu þeir, og meira að segja vel, og höfðu gáman af, en þetta var samt ekki ein og áður. — Jane, veiztu það, að heimilið er allttof stórt. Mér finnst eins og ég geti ekki fundið vini mína i allri þessari þvögu héma. Það var satt. Það var ekki lengur auð- velt að fá hlutina^gerða. Ef okkur langaði til þess að fá menn til þess að spila fyrir okkur urðum við að fara með beiðni til okkar eigin félagsskapar — og þegar beiðnin komst að lokum í hendurnar á mönnunum, sem áttu að spila, þá var það orðið um seinan. Við vorum farnar að vera hæg- fara og silalegar í öllum framkvæmdum. Stundum sögðum við í gríni, hvor við aðra, að við værum ef til vill farnar að líkjast hemum. Nú vora átta Rauða kross heimili starfrækt á íslandi. Höfðum við virkilega fært svona út kvíarnar á síðustu fjór- um mánuðum? Starfið fór nú fram eins og það væri unnið af atvinnumönnum. Hver stúlka hafði sitt ákveðna verk að vinna og þeir dagar vora liðnir, þegar hver og ein þurfti að gera sitt lítið af hverju. Var ævintýrið að glata einhverju af töfrum sínum, nú þegar það var ekki lengur ævintýri braytryðjendanna. Gleðilegt nýár. Fréttir frá Washington: við verðum leystar af hólmi! Þær, sem vilja fara heim, geta farið, tvær í einu. Við Cam för- um fyrstar. Látið það ekki fara lengra. Segið engum frá því. Heim. Fara heim? Enginn tími var til þess að trúa eða spyrja. Enginn tími til þess að hugsa um fréttimar . . . það verður að framkvæma hlutina strax! Við getum farið eftir þrjár vikur, en eins vel getur verið, að við verðum að leggja af stað eftir þrjá daga! i Hvað átti að taka með sér, og hvað átti að skilja eftir? Hvernig hafði mér tekizt að safna svona miklu að mér? Það varð að skipta öllu í tvennt . . . annars vegar var það, sem átti að verða eftir. Hvemig í ósköpunum á ég að geta komið þessu öllu saman niður 1 töskuna mína og kist- una? Ó, ég get ekki skilið þennan útskorna karl eftir, eða þennan minjagrip . . . hermenn höfðu gefið mér þessa hluti . . . nei, ég tek þá, en skil þetta eftir í staðinn. Eftir svolitla stund hefur verið skipt algjörlega um þessum tveimur hrúgum. Það, sem uppranalega átti að skilja eftir, veður nú tekið og öfugt. Ég er aftur komin að upphafinu! Flýttu þér! Eftirlitsmennirnir era að koma til þess að inn- sigla farangurinn! Síðasta innsiglið hefur verið sett á töskurnar. — Þú ert tilbúin til þess að leggja af stað. Þeir taka í hendur okkar. — Góða ferð! Flýtið ykkur! Það verður að fara og fá stimpil í vega- bréfin í sendiráðinu. Segið engum frá þessu. Flýtið ykkur! Við þurfum að fara til aðalbækistöðvanna og fá peningunum okkar skipt í dollara. — Það er skemmti- legt að sjá dollarana aftur, finnst ykkur ekki? Hlustið á 1 v . - I ■ MAÐURINN MINN I1 JOHN MACDONALD 11 tvistaði við sjálfia sig og þegar hann kom að isenni, sneri hún sér að honum, greip um hönd hans, dró hann < til sín og sagði eitthvað við hann. Hann svaraði henni einhverju og hún brosti og sagði eitthvað fleira og hann kom aftur að barnum og spurði mig„ hver hún væri. — Hverju svöiruðuð þér? — Ég sagði 'að hún væri þess konar stúlka sean hyggilegast væri að halda sig ííhæfilegri fjarlægð frá. Öll smáþorp ^hafa sjálfsagt ein- hverja unga sbilku sem eiginkon ur í þorpinu hvísla og pískra um, mundi ég ætla og í þessu tilfelli var það Shirley. Hún var ekki beinlínis vond manneskja — það er of mikið sagt. Bara lauslát, hávaðasöm og ófyrirleitin. Johnny sat og horfði á hana og hún horfði á hann, meðan ég sagði honum frá hanni. — Spurðuð þér hann, hvað hún hefði sagt við hann? — Ekki beinum orðum, en ég gaf i skyn að ég hefði áhuga á að vita það, en hann gaf ekkert út á það. Hún snerist á gólfinu svo að hárið flaksaðist um axlir henni og leit hýrlega til Johnny öðru hverju. Jng og falleg var hún og virtist glöð .og kác. Skömmu seinna sagðist ég ætla að koma mér heim. Hann sagðist ætla að vera amástund enn Eg hafði á tilfinningunni að hann vild’ gjarnan tala við hana, þrátt fyrir að ég hafði sagt honum, hvers konar manneskja hún væri og ég hugsaði með mér, hvort ég ætti að gera eitthvað í málinu, ei sagði ekkert, því að auðvitað kom mér þetta ekki beinlínis við. — Virtist yður hann vera drukk inn? — Nei, alls ekki. Hann drakk viski og sódavatn og allir, sem þekkja Stanley vita, að hann er naumur á viskíið. Ég snert me. við þegar ég var á leiðinni út og sá, að Shirley hafði sezt á bar- stólinn við hliðina á Johnny. — Hvað var klukkan, þegar bér fóruð? — Hún var fimmtán mínútur yfir tólf. Og það er vitað, að hann ók þaðan með henni um klukkan eitt — það eru margir. sem sáu bílinn hans bruna út af bílastæð- inu og aka til suðurs. — Getur hugsazt, að Marlow bræðurnir tveir viti, hvað það var, sem hún sagði við hann? — Ef þeir vita það og teldu að vitneskja þeirra kæmi einhverjum að gagni myndu þeir áreiðanlega ekki láta það uppskátt. Þannig eru þeir, frú Foley, bæði Max og Lew. í fyrra lúbörðu þeir ungan pilt — hann var talinn í hættu í marg- ar vikur á eftir — og þeir ættu með réttu lagi að sitja bak við lás oh slá, en enginn þorir að vitna gegn þeim. — Haldið þér að hr. Stack, bar : þjónninn væri fáanlegur til að tala við mig og svara spuming- um ef ég bæði hann um? — Það er ekki sennilegt. En nú skal ég segja yður. eitt, frú Foley. Segið Stanley að ef hann sé almennilegur og svari því sem þér spyrjið hann um, þá skuli ég lofa að senda nokkra menn til hans um helgina og láta gera við þakið sem hann er alltaf að tala um. Ef ekki — ja, þá sé ég því miður ekki til viðræðu um neitt fyrir hann. Hún starði á hann. — Nei, þetta geta ég ekki sagt! — Nei, kannski ekki . . . En bíð ið þér við — þegar ég kem upp á veginn 4 eftir skal ég fara inn í símaklefann og hringja sjálfur til Stanley. Ég held að mér sé óhætt að lofa að hann verði vingjarn- legur og viðræðugóður þegar þér komið. — Það er fallegt af yður að ómaka yður, hr. Arlington. — Nú megið þér ekki vera of harðar við Johnny, frú Foley. Rest best koddar Endnrnýjuin gömlu sængurnar Eigum dún og fiðurheld ver æðardúns. og gæsadúnssængur og kodda af ýmsunj stærðum — PÓSTSENDUM - Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstig 3 — Simi 18740 (Örfá skref frá Laugavegl) Hann hefur víst um nóg að hugsa fyrir . . Ég hef heyrt að Ross Mannix ætli að fá lögfræðing sinn til að krefjast óskaplega mikilla bóta. Hann hefur sjálfur sagt það. Og maðurinn sem kom hingað til að ljúka starfi Johnnys sagði, að Johnny væri ekki lengur starfs- maður hjá fyrirtækinu. — Hr. Arlington, ég hef hreint ekki í hyggju að vera hörð við Johnny — eins og þér orðið það. Johnny gerir ekkert í pukri og hann er ekki heimskur. Ég hef alltaf treyst honum og mun alltaf gera. Hr. Arlington horfði hlessa á hana. Svo brosti hann breitt og sagði: — Það eru áreiðanlega heil- margir eiginmenn í heiminum, sem mundu þiggja þó ekki væri nenja brot af því trausti, sem þér berið til Johnny, frú Foley. Hún fékk sér brauðsneið í „Græna herberginu" og klukkan var rúmlega þrjú, þegar hún gekk inn í „Fjalla Krána.“ Vegna hrá- slagans úti fyrir höfðu margir leit að skjóls þar. Þjóninnn vísaði henni inn á skrifstofu Stanleys við hliðina á eldhúsinu, þar sem hann var í óðaönn að leggja saman töl- ur á fornfálegri reikningsvél. Hann var hár og sver og hafði nautnalegt andlit og snyrtilegt yf- irskegg. Hann staðfesti allt sem Arling- ton hafði sagt og bætti við: — Eg hef veitingarleyfi og vil gjarnan halda því. Þegar þeir koma og spyrja mig, hvort hann hafi drukkið verð ég að svara því játandi. Þrjá sjússa fékk hann. Það hljótið þér að skilja. — Auðvitað. — En hann var edrú, þegar hann fór. Það hef ég líka j sagt lögreglunni, en hvað kæra þeir sig um þáð. Hann drekkur áfengi, ekur burt í bíl sínum og stúlka bíður bana í ökuferðinni .. . — Klukkan hvað kom Shirley Mannix hingað þetta kvöld? Hann yppti öxlum. — Ég tók ekki eftir því. Um tíuleytið mundi ég ætla. Hún kom ein. Hún hafði rétt til að koma hingað ekki síður en aðrir gestir, ekki satt? Og aldrei varð hún full, því að vín bragðaði hún ekki. Að- eins ávaxtasafa. En það var allt í lagi með kæti hennar og hún hafði alltaf örvandi áhrif á gest- ina. Ég gat ekki amazt við að hún kæmi. Það var ekki mitt mál að skipta mér ^f að hún var gift og átti bam heima. — Ég er ekki að áfeú-'' fyrir neitt, hr. Stack

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.