Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 6

Morgunblaðið - 02.06.1985, Page 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNl 1985 Kvikmyndagerðarmenn — eigendur gamalla kvikmynda Færum yfir myndbönd frá 16 og 35 mm kvikmynd- um, bæöi pósitívum og negatívum. Höfum fullkomnasta tækjabúnaö sem völ er á sem gefur bestu mögulegu myndgæði. Munum fljótlega taka aö okkur yfirfærslu frá 8 mm filmum. Síöumúla 23, sími 35722 — 35860. Pinotex VERNDAR VIÐINN OG GÓÐA SKAPIÐ Arkitektar, byggingameistarar, múrarameistarar, verkfræðingar VÖRUR: Á MÁLMÞÖK, STEYPT ÞÖK OG ÞAKPAPPA SEM OG LÓÐRÉTTA FLETI VERNDAR, VATNSÞÉTTIR OG PRÝÐIR HÚSIÐ PERMAROOF VATNSÞÉTT RYÐVARNAREFNI KEMUR í STAÐ MÁLMKLÆÐN- INGAR Leitid upplýsinga MAGNÚSSON HF. Kleppsmýrarvegi 8, sími 81068. Fögnuður andartaksins Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Þorsteinn frá Hamri: NÝ UÓÐ. Iðunn 1985. í Óþoli, lokaljóði Nýrra ljóða, ávarpar Þorsteinn frá Hamri hollvætti: „ljóstið mig sprotum yð- ar/ að ég megni að afbera/ heims- mynd hamskiptanna —Og hann heldur áfram: „una við andartaks- ins vængjaða fögnuð,/ lifa." Sá fögnuður sem mönnum er búinn er líklegast aldrei annar en andartaksins, stutt heimsókn lífs- ins sjálfs. Um fögnuð yrkir Þorsteinn frá Hamri aftur á móti sparlega í Nýjum ljóðum. Þar eru tregi og eftirsjá meira áberandi og ásókn myrkursins. Það er stundum talað um svart- sýni og bjartsýni hjá skáldum. Séu skáldin svartsýn um of er það ekki talið góðs viti, en séu þau bjartsýn er lifsskilningur þeirra ekki talinn rista djúpt. Það er nokkur vandi að þóknast lesendum og sennilega vonlaust að reyna það. Bók Þorsteins frá Hamri Spjótalög á spegil (1982) var myrk og margar bóka hans hafa borið efasemdum vitni. En Þorsteinn hefur alltaf glímt við myrkrið af fullri einurð og það gerir hann ekki síst í Nýjum Ijóðum. En stundum er eins og honum sé um- hugað um að tjá sigur myrkursins og fallvaltleikans. Um það eru nokkur dæmi i Nýjum ljóðum. Eins og í Draumum þar sem hann líkir sjálfum sér við rúst. Eða hvernig skilja menn Ert þú ljósið? Ég spyr feiminn: Ert þú ljósið — og fálma eftir yl í svefnrofunum. Nei er svarið. í gær var ég Ijósið. hið eilífa óumbreytanlega ljós. Eilífðin og varanleikinn eru örskotsstund. Ég er myrkrið... Óneitanlega leiðir þetta ljóð hugann að háspekilegri tóm- hyggju Steins Steinarr. í Við hól hvern og hæð er Steinn orðinn þátttakandi og í félagsskap sí- gildrar ítalskrar söguhetju: „Aðrir reika vopnlausir fyrir hól hvern og hæð/ hafa laungu gleymt hver sendi þá/ og hvað þeir áttu að kaupa/ eins og Gosi spýtustrákur og Steinn —“ Spurt er hvort þeir muni rata heim vopnlausir. Svarið hlýtur að vera að þeir sem hafa skáldskap að vopni geti að minnsta kosti ímyndað sér það, örskotsstund. En ekki skyldi lengi velta vöng- um yfir boðskap ljóða Þorsteins frá Hamri, hvað þau segja okkur um stöðu okkar eða staðfestuleysi í tímanum. Þau fjalla um tímann. Mest er um vert að listrænn þrótt- ur þeirra fer ekki minnkandi, heldur vaxandi. Þorsteinn heldur sig á svipuðum slóðum og venju- lega, í námunda við sögn og sögu, rifjar upp daga bernskunnar. Oftar en einu sinni hvarflaði hug- ur minn til ljóðanna góðu í Tannfé handa nýjum heimi. Ég minntist Heiðni sem hefst á orðunum: „Ég og faðir minn ókum viðum af skógi" þegar ég naut Kvæðis f Nýjum ljóðum: „Minn huga ber að brúarsmíð við gilið:/ faðir minn sveittur leggur stein við stein.“ Bernskumyndin kölluð fram í ljóði gefur tilefni til eftirfarandi álykt- unar: „Strábrýr veikar eru ljóð mín og dagar.“ Listrænt séð hefur Þorsteinn frá Hamri náð langt í skáldskap sínum. Brýr hans eru traustar. Hvað sem tímavörðurinn segir heldur hann áfram að færa okkur kliðmjúk ljóð. f sumum skyggnir hann betur aldarsvipinn en í öðr- um, en það hefur verið stefna hans frá upphafi að brúa bil milli for- tíðar og nútíðar. í Gamalli haust- mynd, glettnu ljóði um sagna- skemmtan liðsins kvölds, er því lýst að „Feður vorir í fjallinu sátu að veizlum/ og fylgdust með.“ Fornöld, stundum heimtufrek, er alltaf nálæg í ljóðum Þorsteins frá Hamri. En í Nýjum ljóðum kveður á nokkrum stöðum við annan tón, eins og til dæmis í hinu snjalla ljóði Ferðahugur: Þorsteinn frá Hamri. Ferðahugur að heiman útúr eigin mynd og sögu hefst þér í brjósti með blóðsins ym, hefst þér í vitum með sterkri ángan þíðvinda, moldar og þara. Ot stefnirðu — burt inn rakleitt í annað hús, aðra sjálfsmynd og sögu — staðnæmist aldrei í ósviknum keimi þíðvinda, moldar og þara; alinn af moldu, ættaður af brimströnd... Áhugi Þorsteins á og umhyggja fyrir eldri skáldskap kemur fram í þýðingavali hans i Viðauka Nýrra ljóða. Hann þýðir þar fjögur ljóð eftir Edgar Allan Poe, tvö eftir William Wordsworth og eitt eftir Robert Frost. Þetta eru að mínu viti góðar þýðingar, málfarið vandað og hljómmikið og lipurlega kveðið. Hér er til dæmis mjög við- unandi þýðing á Hrafni Poes, en best kann ég að meta Regnbogann eftir Wordsworth í þýðingu Þor- steins. í því ljóði er meðal annars hin sígilda lína: „Af Barni Maður borinn er“. 1 Vegaskilum Frosts er ort um „þann sjaldfarna villuveg" sem einnig má greina i skáldskap Þorsteins frá og með Spjótalög á spegil. Þorsteinn frá Hamri hefur und- anfarin ár þýtt margt, einkum fyrir börn, jöfnum höndum verk samtímaskálda og klassískra höf- unda. Er margt minnisstætt úr þeim þýðingum. Sýning Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er alveg víst, að myndlist- armaðurinn Vignir Jóhannsson hefur lítinn áhuga á ládeyðunni. { þeim myndverkum sem við höfum fengið að sjá frá hans hendi á undanförnum árum, hef- ur jafnaðarlega verið mikill og umbúðalaus hraði. Þetta á jafnt við um sýningu hans á teikning- um og steinþrykki í Listmuna- húsinu fyrir þremur árum og hinum stóru málverkum á sýn- ingunni UM á Kjarvalsstöðum í hittifyrra. í þeim myndum var um margt rismikil tæknileg und- irstaða, en í frjálsri og magnaðri útfærslu er minnti mjög á Júgó- slavann Vladimir Velicovic, er býr og starfar í París. Það er einnig hraðinn og tjá- krafturinn, er einkennir málverk þau, sem Vignir sýnir um þessar mundir í Listmunahúsinu, en nú hefur gerandinn varpað tæknig- öldrunum fyrir borð. Hann mok- ar litnum á léreftið í nær stjórn- lausum, tilfinningalegum darr- Vignis aðardansi og hraðinn er það eina, sem þær eiga sameiginlegt með fyrri tilraunum Vignis á myndlistarvettvangi. Listamaðurinn er sem kunn- ugt er búsettur í New York, þar sem taumlaus hraðinn virðist einkenna mannlífið, en sem lýt- ur þó ströngum og afmörkuðum reglum tækniþjóðfélgsins. Sjálf- ur er hann upprunninn af Akra- nesi, þar sem værð og rósemi einkennir daglegt líf. Andstæð- urnar gætu þannig ekki verið meiri, og að vonum hafa þær sett mark sitt á feril listamannsins og afstöðu hans til myndlistar- innar. Hrifnæmnin er og ber- sýnilega einn af eðliskostum listamannsins, því að það eru miklar sveiflur í myndtúlkun hans og jafnvel svo, að mörgum mun finnast hér full langt geng- ið. En það er nú einmitt eðli ým- issa nýbylgjumálara að skipta um myndstíl líkt og undirföt, og þeim tekst aö komast upp með það. Ætti ég að lýsa áhrifunum af fyrstu heimsókn á þessa sýningu Vignis eru þau ekki iangt frá þeim, er ég varð fyrir af ný- bylgjumálurunum þýsku á hinni miklu sýningu Zeitkunst í Köln, Deutsch, árið 1981. í þessu úhverfi Kölnarborgar er mikil vörusýningarhöll, sem hýsti listasýningu í fyrsta skipti, enda var umfang hennar gríðarlegt. Nokkrum sýningarsölum í Köln hafði tekist með harðfylgi og miklum áróðri að koma sínu fólki að í nokkrum hliðarsölum, og voru þar einmitt nokkrir nú heimsfrægir fulltrúar nýbylgju- málverksins. Þar mátti sjá myndir upp um alla veggi líkt og á sýningu Vign- is og lagaðar til eftir lögun sýn- ingarrýmisins ásamt því að mál- unarmátinn var um margt mjög keimlíkur. Sá er munurinn, að slík vinnu- brögð voru mér framandi á sýn- ingum alvörulistamanna árið 1981, en ég hef fengið að kynnast þeim t ótal útgáfum eftir það. Þetta er einmitt sá faraldur, er gengið hefur yfir og lyft hefur málverkinu á heiðursstall á ný. Hann hefur leyst ný og fersk öfl úr læðingi, enda er æskan hér með á nótunum i tugþúsunda- tali, austan hafs og vestan. Vilji menn taka þátt i slagn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.