Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 7

Morgunblaðið - 02.06.1985, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. JÚNÍ 1985 C 7 i I T Salurinn Myndlist Bragi Ásgeirsson ÞAU SÝNA Anna Guörún Llndal Kjartan Ólason Björg Örvar Krlstbergur Pétursson Guöný Richards Magnús Þór Jónsson Guðrún Tryggvadóttir Margrét Birgisdóttir Gunnar Karlsson Sigrún Ögmundsdóttir Harpa Björnsdóttir Steingrlmur Þorvaldsson Haukur Friöþjófsson Valgarður Gunnarsson Jón Axel Unga fólkið lætur ekki að sér hæða, heldur sækir stíft fram í sjálfsbjargarviðleitni sinni. Ekki eru þó öll sund lokuð um sýning- arhald í höfðuborginni, því nóg virðist um sýningarsalina og virðast þeir frekar eiga i erfið- leikum með rismikla sýnendur heldur en hitt. En kostnaður við einkasýningar er orðinn mikill, ískyggilega mikill. Allt tilstand í kringum sýningar hleður á sig, en hins vegar er ástandið á lista- markaðnum frekar bágborið og áhættan því meiri en áður sam- fara sýningahaldi. Þetta skeður á tímum er meira er gert fyrir ungt fólk en nokkru sinni áður, en það virðist bara ekki nóg og víst er, að enginn sýningarsalur í höfuðborginni hefur það öðru fremur á stefnu- skrá sinni að halda fram ungu fólki. Menntunarmöguleikarnir eru orðnir meiri, og lánasjóðir hafa opnað möguleika til margra átta um framhaldsnám erlendis, en þetta hefur svo einnig haft í för með sér, að starfsmöguleikarnir hafa minnkað hjá menntafólki og afkomumöguleikarnir rýrnað. Þetta á við á listavettvangi sem annars staðar. Ekki átti ég von á, að nýr sýn- ingarsalur tæki til starfa í borg- inni, því tæpast vegnar þeim of vel sem fyrir eru og síst bætandi á sýningaflóðið. En þó veit mað- ur aldrei hverju landinn tekur upp á og síst þegar nýjabrumið er annars vegar, sbr. bjórkrárn- ar og myndbandaleigurnar. Og máski opna ennþá fleiri sýn- ingarsalir dyr sínar á næstu misserum, áður en kollsteypan verður og ný viðhorf mótast. En ég fagna því heils hugar, er ungt fólk sýnir af sér framtak og áræði, svo sem það gerir vissu- lega með opnun sérstaks sýning- arhúsnæðis. Það ber vott um bjartsýni og lofsverða sjálfs- bjargarviðleitni. Sýningarsalurinn í kjallara hússins á Vesturgötu 3, er fengið hefur nafnið „Gallerí Salurinn“, á sér margar hliðstæður erlendis og þá einkum í stórborgum. Þetta staðfestir og einnig, að sýningahaldið í borginni hefur fengið á sig stórborgarbrag a.m.k. hvað fjölda sýninga áhrærir, en hins vegar er skipu- laginu nokkuð ábótavant. Þeir sem standa að fram- kvæmdinni hafa flestir nýlokið námi I listaskólum hérlendis og erlendis, en nokkrir eru í þann veg að Ijúka námi. Þetta er blandaður hópur, sumir eru alls óþekktir, en aðrir hafa náð að vekja á sér athygli fyrir ágæta hæfileika. Þannig er einnig sýn- ingin, sem nú er í gangi, nokkuð sundurleit og ber þess vott, að liðið hefur ekki ennþá náð sam- an og ei heldur kynnst möguleik- unum er húsnæðið býður upp á. Lakast er, að gesturinn skuli ekki fá neitt til að byggja á á milli handanna, ekki einu sinni ljósprentaðan blöðung, en slíkt er mjög mikilvægt og einnig að myndir séu vel merktar. En það sem máli skiptir er að unga fólk- iö sýni stórhug og að engin lognmolla verði á sýningahaldi né starfseminni í heild. Ef svo fer, mun þeim væntanlega vel farnast. Nú er í gangi samsýning þeirra, er hér standa að baki, og er hún um margt athyglisverð, þótt hún gefi naumast tilefni til sérstakrar umfjöllunar. Fram- takið sjálft er það, sem máli skiptir, og óska ég hinu unga fólki allra heilla í framtíðinni. -I * i 'I i Vignir Jóhannesson um, þá er að gera það og setja á fullt, en síður að afneita öllum áhrifum og ættartengslum. Myndir Vignis í Listmunahúsinu eru vissulega óhamdar, hráar og litatónarnir hátt stemmdir og hvellir, inntakið fígúratíft í bland og ormurinn hringar sig um myndsviðið. Þetta er hvorki lof né last, heldur staðreynd, og það, sem mest er um vert, er ,að Vignir nær umtalsverðum árangri I sumum mynda sinna svo sem í bunugangsmyndunum nr. 7,8 og 9 (olía á pappa). Málverkunum „Átök í Glym“ (18), „Heiðarleik- ur“ (30), „Á vatni“ (31) og „Myndarlegt IV“ (35). En í heild kynnir sýningin listamann, sem er í umbrotamik- illi þróun. ,. — VÐ SENDUM ÍSLENSKUM SJÓMÖNNUM ÁRNAÐARÓSKIR í TILEFNI DAGSINS Og hvernig stenaur á þessum belgísku glermeisturum í Mosfellssveitinni ? FRAMVEGIS FÆST HIÐ VIÐURKENNDA THERMOPANE GLER unnið hérlendis skv. framleiðsluaðferðum og undir gæðaeftiriiti eigenda einkedeYfisins, Glaverbel í Briissel, Belgíu. 10 ára ábyrgð er tekin á Thermopane gleri hérlendis, eins og í Belgíu. Thermopane er einangrunargler sem treysta má. 30 ára reynsla af því, innfluttu frá Belgíu, er til vitnis um það. Sérstaða þess byggist á því að millilistinn er soðinn við glerið, ekki límdur á það. Við seljum einnig allar gerðir glers til fjölbreyttustu nota. Nánari upplýsingar veittar í verksmiðjunni. Tha/imofi á íslandi, dcrverksmiðjan Esja hf Völuteigi 3. 270 Mosfellssveit. Sími 666160. P.S. Viltu tvöfalt gler sem einangrar betur en þrefalt? Það heitir Thermoplus Comfort.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.