Alþýðublaðið - 28.09.1920, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 28.09.1920, Blaðsíða 1
1920 Þriðjudaginn 28. september. 222. töiubl. Ný tillag’a um meðferð á Austurvelli. Margir hafa fundið að því, að Austurvelli væri of lítill sómi •sýndur. Hann er nú töðuvöllur, fallegur töðuvöllur. Tillögur um aðra meðferð á honum hafa verið margar og sundurieitar. Vafasamt hvort nokkur þeirra heiði verið æskilegri en töðuvöliurinn. En uú skal skýrt frá tillögu, sem að vísu tekur ekki fram töðu- vellinum frá fegurðarsjónarmiði, en sem er gagnólík öðrum tillög- um sem eg hefi orðið var við. Á Austurvelli á að búa til mynd og líkingu af landinu okkar, Is- landi. Hæfilegur mælikvarði mundi vera x : 10000 (mælikvarði her- foringjaráðsins hefir verið 1:50000). Yrði þá landlíkan þetta nálægt 27 föðmum á lengsta veginn. Yrðu samt eftir rúmgóðir gangstígar fyrir yztu annes. Grundvöllurinn tmdir iandinu (hafið) ætti sennilega að vera lítið eitt hærri en um- 3hverfið. Vel yrði að búa um grundvöllinn, svo ekki yrði hætt við sigi eða broti. Upp af þessum grundvelli ætti svo „landið“ að rísa í réttum stærðarhlutfölium, mótað í öllum stórum dráttum, alveg eins og það er i raun og veru, með fjörðum og dölum, fjöllum og hálsum. Efnið í „Iandið" get eg ekki bent á, gizka á að það sé vandfundið, vandinn sá einna erfiðasta atriðið í framkvæmd þessarar hugmyndar. Efnið verður að vera þjált í með- förum, auðvelt að móta meðan á landssmíðinu stendur. En það verður að geta þolað áhrif vatns og veðráttu, standast tímans tönn um marga áratugi. Ekki trúi eg því að rnönnum verði vanmáttugt að finna til slíkt efni. Liti yrði að bera á landið, t. d. harða og haldgóða glerungsliti (emaille). Yrðu þá jöklar máiaðir hvítir, vötn bíá, hafið dökkgrænt, tún og engjalönd Ijósgræn, búfjár- hagar syrjugrænir, skógar dökk- grænir, eldfjöll og uppvörp rauð, hraun brún, eyðilönd grá (grjót, sandar og klettar o. s. frv.). Eg nefndi hér að framan að stærðarhlutföll öll ættu að vera rétt. Með því móti fengju menn sannasta hugmynd um útlit lands- ins. En hætt er við að mörgum findist þá fátt til um svip þess, Þætti það nokkuð ðatvaxnara en þeir höfðu búist við. Öræfajökull næði t. d. 7—8 þumlunga upp frá „haffleti*. Hinn sérkennilegi hálendissvipur landsins raundi njóta sín betur, ef hæðarmálshlutföilin væru önnur en flatarmálshlutföllin t. d. helmingi stærri. Landssmíð þessi mundi standa yfir í raörg ár, og þyrfti sérstak- lega að vanda valið á landssmið- unum. Riði þar mjög á alúð við starfið og vandvirkni. Kostnaður við þetta yrði mikill, líklega yfir 100 þúsund krónur. En sennilegt þykir mér að það fé yrði auðfengið. Bæjarstjórn mundi lítið þurfa að leggja fram. Ein- stakir menn, hvaðanæfa af Iandinu, mundu fúsir leggja nokkurt fé til. Margir mundu vilja leggja fram fé til tryggingar því, að átthagar þeirra yrðu trúlega sýndir á „Iand- inu“. Mundi hyggilegast að stofna félag til að annast framkvæmd þessa fyrirtækis. Fyrsta sporið í áttina yrði það, að fá bæjarstjórn Reykjavíkur til að fallast á þessa meðferð á Austurvelli. Thorvald- sen yrði að sjálfsögðu að víkja um set, enda sé eg enga sanngirni styðja það, að hann framvegis drotni einn yfir hjartastað höfuð- borgar íslendinga. Myndastyttur mætti hafa í hornurn vallarins, þó miðbikið yrði notað svona, Eg geri ekki ráð fyrir að menn gætu gengið um „landið“. En komið gæti til mála að gera brú yfir það, bifröst. Fyrirtæki þetta yrði ekki leikur einn, heldur miklu fremur nyt- semdarfyrirtæki. Ætla eg lesend- um blaðsins að finna í hverju nytsemi þess er fólgin, og fer því ekki frekar út f það mál að sinni. P. G. G. Crlenð simskeyti. Khöfn, 26. sept. Franska stjórnin. Sfmað er frá París, að stjórn Ley- gues hafi fengið trastsyfirlýsingu 507 þingmanna, 80 voru á móti. Yerkfall gegn konungdómi. Símað er frá Berlín, að verka- menn í Bayern séu tilbúnir að hefja verkfall gegn væntanlegum konungdómi þar í landi. Landamæri Danmerknr. Símað er frá Aabenraa, að hin dansk-þýzka landamæranefnd hafi í einu hljóði samþykt samhljóða tiilögur um suðurlandamæri Dan- merkur. Fing Dana kemur saman 5. október. Afmæli konungs. 80 þúsund manns (á að giska) tóku þátt £ skrúðgöngu til Ama- líu borgár í tilefni af afmæli kon- ungsins. Signrðnr á hálnm ísi! Sigurður Þórólfsson fyrv. skóla- stjóri ritar 4 dálka grein í Morg- unblaðið 25. þ. rn., sem hann kall- ar: „Á hálum ís“. Eins og eg gat til í grein minni hér 1 blaðinu 14- Þ- m., verður honum ekki skotaskuld úr því, að „ósanna“ útreikning minnl Eða svo finst honum. Vegna þess, að hann minnist ekki einu orði á að- alatriði þessa máls, sem eg marg-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.