Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 í list Ásmundar Sveinssonar eftir Gunnar B. Kvaran FÆÐING 1949 eik, 34 sm Þegar litið er yfir listasöguna kemur glögglega í Ijós að myndefnið konan hefur verið í öndvegi frá ómunatíð. Elstu þekkjanlegar höggmyndir eins og t.d. Venus frá WilJ- endorf og Venus frá Dolni Vestonice frá því um 2500—1800 f. Kr. eru af kon- um með íturvaxin læri og gíf- urleg brjóst. Þessar styttur hafa verið tengdar frjósem- istrúarbrögðum. Allt frá þess- um tíma hafa ólíkar menning- arþjóðir mótað kvenlíkamann sem trúarlíkneski, hversdags- leg minni eða kynlífsmyndir til að erta og dekra við sjón- upplifun og hugarflug karla. FRUMMÓÐIRIN 1954—1956 eik, járn, 190 sm Ihinni klassísku listmennt hefur konan haft miklu hlutverki aö gegna. Og í gegnum tíöina hefur nakin kona verið eftirlætisfyr- irmynd listamanna, og línur hennar og massi hin eina sanna viðmiðun. Stór hluti af listsköpun Ás- mundar tengist konunni. Þar er þó sjaldn- ast um að ræða nautnalegar unaðssemdir holdsins, heldur fremur innilegar sam- setningar þar sem hin huglæga ást situr í fyrirrúmi. í þeim textum þar sem Ás- mundur tjáir sig um konuna í verkum sín- um kemur greinilega fram að konan teng- ist fyrst og fremst frjósemishugmyndum og verndinni og er hún þá oftast í samspili við barn. Sýningunni, sem nú gefur að líta í Ás- mundarsafni, er ætlað að sýna listunnend- um konuna í list Ásmundar Sveinssonar. Er sýningunni skipt í fjórar einingar, sem sýndar eru í fjórum sölum safnsins: „Kona og barn“ uppi í Kúlunni; „Kona og karl“ niðri í Kúlunni; “Kona við vinnu" í Pýra- mídunum og „Kona sem tákn“ í Skemm- unni. Frá fyrri hluta listferils Ásmundar má finna myndefni þar sem kona er sýnd ásamt karli. Eru þessar myndir oftast inn- Norskur Fjord 23 fet 3,3 tonn til sölu Vél Volvo Penta 25 ha. Ganghraði 8 mílur. Dýptarmælir, VHF og CB. Sérhannaóur vagn fylgir. Verð kr. 690.000. Upplýsingar i síma 91-23027 eftir kl. 19. fHstgmiftfaftift Áskríftarsímirm er 83033 ------------------------N Kork-o-Plast Gólf-Gljái Fyrir PVC-filmur, linoleum, gúmmí, parket og steinflísar. CC-Floor Polish 2000 gefur endingargóða gljáhúð. Notkun: Þvoið gólfið. Berið CC-Floor Polish 2000 óþynnt á gólfið með svampi eða rakri tusku. Notið efnið sparlega en jafnt. Látið þorna í 30 mín. Á illa farið gólf þarf að bera 2—3svar á gólfið. Til að viðhalda gljáanum er nóg að setja í tappafylli af CC-Floor Polish 2000 í venju- lega vatnsfötu af volgu vatni. Til að fjarlægja gljáann er best að nota R-1000 þvotta- efni frá sama framleiðanda. Notið aldrei salmíak eða önn- ur sterk sápuefni á Kork-o- Plast. Einkaumbod á ísland: 1». Þorgrímsson & Co., Ármúla 16, Reykjavík, s. 38640. Vk_______________________/ Hússtjórnarskólinn Hallormsstaö býöur upp á gistingu og morgunverð frá 16. jðní—14. ágúst. Komið og njótiö kyrrðar og friðar á gróðursælasta stað Austurlands. Pöntunum veitt móttaka í síma skólans 97-1761. Einnig veröur tekið á móti pöntunum í síma 97- 1849 fram til 19. júní.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.