Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 C 5 hverfar og einlægar uppstillingar, þar sem blíðleikinn rímar við harmoníska heild verksins. í þessum verkum er það umfram allt snertingin, sem miðlar ástinni og tjáir hana, ellegar þá samruni viðkomandi ein- staklinga líkt og þeir verði hluti hvor af öðrum í ástinni. I nokkrum verkanna má sjá karl og konu í klæðum en oftast eru þau nakin og þá ávallt mótuð af siðfærn- islegri varfærni. Þannig eru kynfæri karl- mannsins ávallt falin og kynfæri konunn- ar sjaldan sýnileg. Andspænis þessum verkum stendur áhorfandinn utan við myndefnið. Honum er aldrei boðið — hug- lægt séð — að taka þátt í „ástaratlotun- um“ og samsama sig þeim einstaklingum, sem gefur að líta í verkinu, líkt og algengt er í evrópskri myndlist, sem hefur konuna og nekt hennar að myndefni. DÝRKUN 1940 brons, 38 sm í annan stað var myndefnið kona og barn — móðurást — einkar hugleikið listamanninum. En það myndefni verður að teljast ámóta upphaflegt og listin sjálf. Þau verk, sem lýsa sambandi barns og móður, eru frá ólíkum tímum og því unnin með margvíslegri formskrift. Inntakið er þó ávallt sami grunntónninn: „frumeðli móðurástarinnar", verndin og sá sannleik- ur að barnið vex af móðurinni. í þessum verkum kemur fram óvenju djúpstæð og einlæg tjáning hjá Ásmundi. Ennfremur kemur greinilega fram í þessum verkum virðing listamannsins fyrir konunni og MAÐUR OG KONA 1943 brenndur leir, 27 sm ÍMHMMWfc VATNSBERINN 1937 steypa, 56„5 sm eiginleikum hennar að ala barn. Þessi sér- staða konunnar — að tendra líf — gerir það að verkum að myndefnið tekur oft á sig næsta trúarlega mynd, líkt og í verkinu Dýrkun þar sem lögð er áhersla á tiginleik fyrirmyndarinnar. 1 öðru verki minnir listamaðurinn á vald og ábyrgð móður, í túlkun sinni á þjóðsögunni Móðir mín í kví ÞVOTTAKONUR 1937 brenndur leir, 37,5 sm kví, en um þá mynd kemst Halidór Lax- ness svo að orði í bók sinni um Ásmund: „Ýmsir telja þessa mynd ekki aðeins eina snillilegasta smíð í þessari skemmu, en ég held hún sé líka sú af myndum meistarans sem fyrir dýpt og átakanleik yrkisefnisins er því næst að kalla í himininn." Á fjórða áratugnum skóp Ásmundur fjölda verka þar sem myndefnið er vinn- andi fólk. f flestum þessara verka er um að ræða konur við vinnu, digurvaxnar og sterklegar, afmáðar öllum „kvenlegum" gildum og táknum og mótaðar af erfiði sínu og þjáningu. í þeirri formrænu einföldun, sem átti sér stað í list Ásmundar á þessum árum, öðlaðist kvenímyndin nokkuð tvíbenta sýn. Konan er sýnd við vinnu, en jafnframt er hún einfölduð í frumdrætti sína, líkt og listamaðurinn hafi viljað draga fram hennar innra eðli. Ásmundur mótar ekki nákvæma raunsæislýsingu heldur yrkir hann í þriðju persónu og undirstrikar dygðir og hetjuskap þessara kvenna, sem Ásmundur segir að hafi „barist við tiiver- una án nokkurrar tækni, verndað menn- ingu okkar og sögu og fært okkur landið betra en þær tóku við því“. í þeim myndum þar sem myndefnið er kona við vinnu koma vel í ljós fagurfræði- legar hugleiðingar listamannsins, sem áleit að fegurð væri ekki aðeins að finna í konunni sjálfri heldur og í hreyfingum hennar og atferli. Þannig er vinnandi kona fallegri en sú aðgerðarlausa. Þetta tengist einnig þeirri lífsskoðun Ásmundar að vinnan væri frelsandi afl og að henni fylgdi hamingja, en iðjuleysi væri löstur. Konan í list Ásmundar birtist einnig í óeiginlegri merkingu, sem allegóría, lýsing á yfirnáttúrulegum fyrirbærum eða bók- menntaleg vísun. I þeim tilvikum greinum við hana hér á sýningunni sem tákn í víð- tækri merkingu. Þetta myndefni spannar nánast allan listferil Ásmundar og er því túlkað á fjöl- breytilegan hátt. Það virðist sem þetta myndefni hafi oft orðið listamanninum örvun til formrænna umbreytinga og endurnýjunar. Það er líkt og hið táknræna eðli myndarinnar hafi orðið Ásmundi örv- un og hvatning til nýsköpunar líkt og fram kemur í verkunum Vatnsaflið, Stríð og flótti og Tröllkona. Eitt af því athyglisverðasta í þessu myndefni er túikun listamannsins á nátt- úrunni, en í list Ásmundar er hún í flest- um tilfellum samsömuð konunni. Móðir jörð er sköpuð í líki konu og Gróður jarðar einnig. Er þetta í raun gömul og þekkt líking og virðist hún einfaldlega grund- vallast á því að bæði konan og náttúran kveikja líf. Þá eru einnig önnur náttúru- fyrirbæri táknuð með ímynd konu, þvó svo að heiti þeirra séu ekki kvenkyns í ís- lenskri tungu; t.d. Svört ský, Vetur og Tón- ar hafsins. Hér tekur Ásmundur sér skáldaleyfi og riftir hinum hefðbundnu tengslum milli heitanna og fyrirbæranna sjálfra. Þó svo að myndefninu konan í list Ás- mundar Sveinssonar sé skipt í framan- greinda þætti þá er sú greining engan veg- inn endanleg og afgerandi. Ljóst er að þessir aðgreindu flokkar geta skarast heil- mikið eftir því með hvaða hugarfari og út frá hvaða sjónarhorni áhorfandinn skoðar listaverkið. Þessi uppstilling er aðeins ein tillaga. í list er enginn einn sannleikur. Höíundurinn er listfrædingur og safnvöröur Ásmundarsafns. Hvernig væri að veljaréttu stöngina? Komdu við í Hafnarstræti 5 og skoðaðu frábært úrval okkar af veiðistöngum. Allar ABU-stangirnar eru með vönduðum lykkjum, þannig að línan rennur mjúklega í gegn. Verð og gæði við allra hæfi. ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.