Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 16.06.1985, Blaðsíða 6
6€ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. JÚNÍ 1985 I Booberar mannsandans Fáar bækur hafa á undanförnum árum notið jafn mikillar hylli og Nafn rósarinnar eftir Umberto Eco. En lesendur þeirrar bókar víða um heim gleyma því gjarnan að orðin sem þeir eru að lesa eru ekki höfundarins sjálfs; þau eru sköpuð af hinum ósýnilega en nauðsynlega millilið bók- menntanna: þýðandanum. Sá sem sneri Nafni rósarinnar úr ítölsku á ensku heitir William Weaver og er hann einn fremsti þýðandinn í enska bókmenntaheiminum um þessar mundir. En Weaver er síð- ur en svo einn um hituna. A þessu sviði starfa fjölmargir en fáir eru kallaðir eins og gengur. Vanmetið starf Eitt er að semja skáldverk, ann- að er að snúa því yfir á aðra tungu. Mörg listaverkin hafa hreinlega brjálast á leiðinni yfir í annað tungumál og nægir í því sambandi að minna á þýðingar Ivars Eskeland á Leigjandanum eftir Svövu Jakobsdóttur, en Helga Kress hefur gert rækilega úttekt á þeirri þýðingu. (Sjá tíma- rit Máls og menningar 1. ’85 og 2. ’85). Við höfum mörg dæmi um þýð- ingar er standa sem sjálfstæð listaverk. Gott dæmi er enska þýð- ing Gregorys Rabassa á Hundrað ára einsemd eftir Marquez (hlaut Nóbelsverðlaun 1982). Enska þýð- ingin kom út árið 1970 og veitti Vesturlandabúum sýn inn í heim áður óþekktan. Marquez var hæst- ánægður með þýðinguna, sagði raunar að hún tæki verki sínu fram. Slík lofsyrði eru afar sjald- gæf, en Rabassa er heldur enginn venjulegur þýðandi. Hann hefur einnig þýtt verk eftir Mario Varg- as Llosa, Græna húsið. Starf bókmenntaþýðandans hef- ur verið vanmetið frá upphafi vega. Það sést ekki síst á því að þýðandinn birti aldrei nafn sitt. Það var ekki fyrr en upp úr 1950 að slíkt komst á. Enn eimir eftir af þeirri hefð að halda þýðandan- um í skugganum, gagnrýnendur sleppa þeim ekki ósjaldan, nema þá auðvitað risunum. En frægðin út á við er aðeins ein hliðin. Þýðendur hafa alla tíð ver- ið lægstlaunaða stéttin. Meirihluti þeirra fær um það bil 50 dali (2.000 kr.) fyrir eitt þúsund orð og engar aukagreiðslur þótt verkið seljist vel. A síðasta áratug tókst nokkrum mikils metnum þýðend- um að kreista prósentur út úr út- gefandanum (3% í það mesta). En þess ber að gæta að þúsundir bóka koma út árlega (eitt þúsund þýð- ingar í Bandaríkjunum einum) og ekki geta allar orðið metsölubæk- ur. Slíkur fjöldi býður þeirri hættu heim að skussar og viðvaningar taki ágætis verk og eyðileggi þau. Gagnrýnandinn George Steiner skrifaði bókina „After Babel“ fyrir nokkrum árum og í henni fjallaði hann um bókmenntaþýð- ingar. Hann segir að níu af hverj- um tíu þýðingum séu ófullnægj- andi. Þessir þýðendur kunni ekki nógu vel tungumálið sem þeir þýði úr. Steiner hefur skiljanlega lítið álit á slíkum þýðendum, segir að þeir séu afkomendur fólksins af Babel, sem var útskúfað fyrir að misbjóða tungu sinni. En sérhver kynslóð eignast þýð- endur sem í virðingarskyni eru oft nefndir snillingar. Hér á eftir verður minnst á nokkra þeirra, erlenda og innlenda, menn og kon- ur, sem Púskin nefndi „boðbera mannsandans". Gregory Rabassa Gregory Rabassa er af mörgum talinn fremsti boðberinn um þess- ar mundir. Hann er rétt rúmlega sextugur, en hann hefur þýtt mörg verk frá Suður-Ameríku síðustu tvo áratugina. Meðal höfunda sem Rabassa hefur mikið þýtt eru Garcia Marquez (frá Kólombíu), Julio Cortazar (frá Argentínu), Miguel Asturias (frá Guatemala), Mario Vargas Llosa (frá Perú) og José Lima (frá Kúbu). Rabassa kýs að búa í Bandaríkj- unum, þótt hann sé borinn og barnfæddur á Kúbu. Faðir hans var Bandaríkjamaður en móðirin kúbönsk. Hann heur lifað mestan part ævinnar á austurströnd Bandaríkjanna, en skreppur ann- að slagið suður á bóginn. Hann segist verða að lifa innan um enskumælandi fólk ef hann á að geta þýtt spænskuna yfir á ensku á sómasamlegan hátt. Rabassa er yfirleitt fljótur með fyrsta uppkastið að þýðingum sín- um, hann vélritar það eins hratt og honum er unnt, en síðan liggur hann yfir handritinu, punktar hjá sér atriði sem hann spyr höfund- ana sjálfa að, og þá fyrst getur lokalotan hafist. Frægðin og velgengnin hafa greinilega ekki stigið Rabassa til höfuðs. Lofsyrðum Marquez svar- ar Rabassa á þann veg að Marquez hljóti frekar að vera að hrósa hinni ensku tungu sem slíkri held- ur en þýðingu sinni. William Weaver William Weaver hefur mörg undanfarin ár verið helsti þýðand- inn sem snarar ítölskum bók- menntaverkum á ensku. Hann er bandarískur að ætt og uppruna en hefur lengi búið á Ttalíu. Hann ferðast á heimaslóðir að minnsta kosti einu sinni á ári svo að ensk- an hans samlagist ekki ítölskunni um of. Hann dýfir sér á kaf í alls kyns sakamálasögur milli þess sem hann þýðir verk eftir skáld á borð við Alberto Moravia, Elsu Mor- ante og Italo Calvino og nú síðast Umberto Eco, því sakamálasög- urnar hjálpa honum að fylgjast með lífinu á heimaslóðum, segir hann. Weaver notar ekki sömu aðferð og Rabassa. Hann segir það komi ekki til mála að sýna höfundi skáldverks þýðingu sína eða part af henni nema viðkomandi höf- undur kunni ensku eins og móð- urmál sitt. Hann leitar heldur ekki ráða hjá þeim, spyr ekki um einstök orð eða sérkennileg orða- l.B. Singer: „Starf þýðandans er andi siðmenn- ingarinnar. tiltæki. Weaver segir að þessi ákvörðun hafi ekki komið til af góðu. Þegar hann var að þýða Sögu mannkyns eftir EIsu Morante hringdi hún í Weaver mörgum sinnum á dag og þráspurði hann út í ákveðin orð. Weaver svaraði henni af þolinmæði skáldsins, en í Tveir félagar úrsovésku ungliðahreyf- ingunni „Brautryðj- endur“ — stúlkan stikar við gröf óþekkta her- mannsins í Kiev en piltur- inn stendur vopnaður við hetjugrafreit- inn í Volgograd (fyrrum Stal- íngrad). Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Arfleifö Stalíns Edited by Tariq Ali: The Stalinist Legacy. Its Impact on Twentieth- Century World Politics. Penguin Books — A Pelican Original 1984. Tariq Ali er Pakistani að ætt- erni. Hann stundaði nám á Eng- landi og hefur skrifað greinar og rit um marxisma. Hann hefur séð um útgáfu þessarar bókar, sem er marxísk gagnrýni á stalínismann, útlistun á honum og afleiðingum hans bæði í löndum vestan og austan járntjalds. Höfundurinn leitast við í inn- gangi, aö draga upp helstu þætt- ina í stuttu máli sem margar ít- arlegar greinar ritsins fjalla um. Barátta Stalíns og Trotsky Barátta Stalíns við Trotsky um völd og áhrif innan flokksins hófst 1923 og beindist öll að því að ein- angra Trotskys og fylgismenn hans. Stalín kom upp samstarfs- liði, sem gegndi lykilhlutverkum innan ríkisstofnana, hersins og ungliðasveitanna. Skrifræðisveldi Stalíns gerði ríki og flokk að einni heild. Andstaðan gegn valdabrölti Stalíns var í fyrstu nokkur innan flokksins, meðal gamalla bolsev- íka og margra þeirra, sem stóðu Lenín næst í byltingunni. Fyrstu fórnarlömb stalínismans voru þessir menn og talið er að Stalín hafi látið drepa fleiri kommúnista og sósíalista en keisarinn, meðan hann var og hét. Fyrsta verkfallið, sem háð var gegn stalínismanum, átti sér stað í Vorkuta-fangabúð- unum og lauk með því að blóminn úr andspyrnusveit trotskyistanna,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.