Alþýðublaðið - 23.12.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.12.1931, Blaðsíða 2
2 ALPÝÐUBLAÐIÐ Frá Hafnarfiiði. i. Atvinnubótavinna er nú hafin bar fyrir nokkru. Vinna 40—50 manns að lagningu holræsapípna í Strandgötu, Lækjargötu og Suð- urgötu og álíka margir viö grjót- nám og uppfyllingu við höfnina, Unnið mun verða fyrir 20 þús- und krönur til að byrja með. Er það að nokkru styrkur frá rík- issjóði, nokkuð lán, en nokkurn hluta upphæðar þessárar mun bærinn leggja fram sjálfur. — II. 1 Reikningar bæjar- og hafnar- sjóðs fyrir 1930 eru nýkomnir út prentaðir. Eru eignir bæjar- sjóÖs umfram skuldir 588 222,65 kr. og eignir hafnarsjóðs 922 220,- 48 kr., en hann skuldar engum neitt. Samanlögð skuldlaus eign bæjar- og hafnar-sjóðs er- því rúmlega U/2 milljón kr., og er það alimiklu meira en búast mætti við eftir kviksögum þeim, sem breiddar hafa verið út um fjárhag bæjarins, bæði hér og í Reykjavík. Þess ber og að gæta, að á eignareiikningi' er ekkert talið af óarðbærum eignum, hema skóli, bókasafn og slökkvitækl, en ekki vegir, brýr o. þ. h.,. sem aðrir bæir telja, sumfr hverjir. um vörupantanir í stórum stíl. sem í fiestum tiifellum gefst vel og verður til þess að gefa þátt- takendum kost á ódýrari nauð- synjum en elJa, fjársöfnun til hús- bygginga fyrir félögin, biaðaút- gáfu innan félaganna, stofnun söngflokka og ýmislegt fleira. Lýsir þetta alt hvílíkum áhuga, dugnaði og þrautsegju íslenzkur verkalýður býr yfir, og vekur á- nægjulegar vonir um framtíðar- ríki verklýðsins, sem hann msð samtökum sínum og samstarfi er nú að leggja grundvöllinn að, þrátt fyrir allar þær ofsöknir, á- lygar, róg og svívirðingar, er þeir verða fyrir, sem einkum leggja þar hönd að verki. Eftir óskum félaganna úti um landið hafa ýmsir góðir Alþýðu- flokksmenn verið á ferð til þeirra. Séra Sigurður Einarsson fór til Eyrarbakka snemma í þessum mánuði og hélt fyrirlestur á af- mælishátíð félagsins þar. Árni Ágústsson hefir verið í Vest- mannaeyjum í erindum S. U. J. og Alþýðusambandsins. Dr. Guð- brandur Jónsson fór eininig snemma í þessum mánuði til Keflavíkur og flutti fyrirlestur í félaginu þar. Slíkir gestir eru félögunum hin- ir kærkomnustu, og væri æski- legt, að hægt væri að gera enn meira að slíkum sendiferðum. Ails staðar er ihaldið Málfa sér likt. AIls staðar er íhaldið sjálfu sér líkt, datt mér í hug i gær, þegar ég hlustaði á umræður á bæjarstjórnarfundi hér í bænum. Á þessum fundi lagði fjárhags- nefnd fram frumvarp að fjárhags- áætlun bæjarins næsta ár. Var það til 1. umræðu. Eiinn bæjaj'- fulltrúinn, Þorleifur Jónsson rit- stjóri (ég veit ekki hvort ég á að segja fyrverandi), vildi alls eigi telja þetta fyrstu umræðu, en ræddi þó frumvarpið í ein- stökum liðum. Var þá úr skor- ið með atkvæðagreiðslu, hvort þetta væri fyrri unrræða fjárhags- áætlunar, og guldu jákvæði 5 (jafnaðarmenn), en 2 (íhalds- menn) á móti. Einn íhaldsmaður- inn sat hjá við atkvæðagreiðis]- una. Sjá allir hve hlægilega í- haldsmenn gera sig á stundum: Að neita fyrst að fjárhagsáætl- unin sé til fyrstu umræðu, en fara svo að ræða einstaka Mi hennar, eins og þessi Þorleifur gerði. Eins og í fyrra tók fjár- hagsnefnd 7 þús. kr. á áætlun- ina til verkamannabústabasjóðs. Þetta taldi Þorlieifur fjarstæðu og vildi taka út af áætlun. Já, alt af er íhaldið eins! Sami Þorleifur vildi segja upp öllum starfsmönn- um báejarins og ráða aðra (vænt- anlega rétttrúáða) fyrir lægri laun. Er þetta einn þáttur í her- ferð þeirri, er nú er hafin á hendur íslenzkum verkalýö, að lækka laun þeirra opnberu starfsmanna bæja og lands, sem lægst hafa launin, til þess að hægra sé að koma fram kaup- lækkun hjá sjómönnum og eyr- arvinnufólki. Verkalýður! Af ávöxtunum skaltu þekkja þá! Hvort sem þeir heita ritstjórar, útgerðarmenn eða kaupmenn 0. s. frv., að eins iei;ns ef íhaldslundin fyllir hjörtu þeirra, þá er andinn æ hinn sami, hvort sem er á Austfjörðum, Vesturlandi, Suðurlandi, Norður- landi eða erlendis. Þeár eru alt af og alls staðar sjálfum sér lík- ir, blessaðir. Varist þá! Hafnarfirði, 16/12 1931. ó. Sknldagreiðsiuhléið. Washington, 22. dez. U. P. FB. Frumvarpið um samþykt á skuldagreiðslusamningunum frá í sumar hefir orðið fyrir heiftar- legum árásum í öldungadeild þjóðþingsins, en eigi að síður er búist við, að deildin afgreiði frumvarpið fyrir jól. — Smoot öldungadeilidarþingmaður lagði fast að deildinni að samþykkja frmnvarpið og kvað fjármál Þýzkalands mundu komast í kalda kol, ef skuldagreiðslu- samningarnir næði ekki fram að ganga, en af gjaldþroti Þýzka- lands gæti leitt allsherjar gjald- þrot og óútmálanlega fjánnála- erfiðleika og hrun í Evrópu. — Howell öldungadeildarþingmabur ásakaði rílciisstjórnina fyrir að láta sér annara unr velferð er- lendra ríkja og þegna þeirra en Bandaríkin og ameríska þegna. —- Hiram Johnson, sem er nafn_ kunnur öldungadeildarþingmaður, en ótryggur stjóínarstuðnings- maður, kvað skuldagreiðslufœsts- samningana ólöglega og brot á stjórniarskránni. Um daginn og yeginm Árétting. Grísirnir aö Svínafelli héttf, Diggi, Lilli og Ló. Svona læsi- legar bækur þyrftu að vera ó- dýrar o. s. frv. Letur þessa æfin-' týrs er við hæfi barna. H. J. F. U. J. i Vestmannaeyjum hélt aðalfund nýlega. Á þeim fundi gengu 10 nýir menn i fé- lagið. Formabur þess er Árni Guðmundsson á Háeyri. Árni Ágústson er nýkominn. úr Vestmanna- eyjum. Var hann þar á þnem- ur stjómmálafundum, einnig við árshátíðir jafnaðarmannafélagsins „Þórshamars“ og Félags ungra jafnaðarmanna í Eyjum. Leikhúsið. Annan og þriðja í jólum verður sýndur söng-gamanleikur, „Lag- leg stúlka gefins". „Litli Kláus og stóri Kláus“ verða leiknir sömu daga kl. 3Va- Ritsimastöðin verður opin í kvöld til mið- nættis. Hljómleikar. Á 3. í jólum kl. 3 heldur Ein- ar Sigfússon hljómleika í Nýja Bíó. Jólastjarnan heitir hefti, sem 7. bekkur D í Austurbæjar-barnaskólanum hefír gefið út. Em þar greiinar eftir fjölda barna og heftið mjög skemtilegt. Jó’atré „Dagsbrúnar", fyrir börn félagsmanna verður næsta mánudag (28. dez.). Nán- ar auglýst á morgun. íkviknun. Síðdegis í gær kviknaði í hús- inu á Bergþómgötu 29. Kom eld- urinn upp í herbergi á þakhæð hússins og hafði kviknað þar í rúmfötum 0. fL, en á hvern hátt það varð er ekki upplýst. Komst eldurinn upp í þekju hússins og upp á hanabjálkaloft, en þá tókst. að slökkva hann. Verzlunarbúðir eru opnar í kvöld til kl. 12 á miðnættii, en á morgun til ki. 4. III. Fyrri umriæða um fjárhagsáætl- un næsta árs fór fram á bæjar- stjómarfundi fyrra þribjudag. — Heildarapphæð áætlunarinnar var 359 200,00' kr. Stærstu liðirnir eru þessir: Til fátækraframfæris 80 000 kr. Til mentamála 49 700 — Vextir og afborganiir lána 80 000 — Til atvinnubótá 40 000 — Stjórn kaupstaðarins 23 600 — Mismunur tekna og gjalda er áætlaður 219 000 kr. Er það svip- að og útsvarsupphæðin hefir ver- ið undanfarin ár. fir berbúðam veihalíðsins. Verklýðsfélögin viðs vegar um landið starfa nú af hinu mesta kappi, eftir því sem hingað frétt- ist, enda er tíminn frá vetuir- nóttum og fram að vertíð bezti starfstím imargra féiaga. Fundarsökn og félagsistarfsemi er með bezta móti hjá mörguím félögum, enda em ærin verkefni fyrir hendi hjá þeim flestum, svo sem að reyna að hrinda af stað atvinnubótum og vígbúa verka- lýðinn til að standast kauplækk- unarárásir atvinnurekenda og stjórnarinnar, sem búast má við að víða verði hafnar upp úr nýj- árinu. Verklýðsfélögin hafa nú mörg með höndum, auk hinnar sjálf- sögðu faglegu og pólitísku bar- áttu, ýms önnur hagsmuna og menningarmál, svo sem: samtök fir KeNavík. Verklýðsfélag Keflavíkur hefir fyrir nokkru skrifað útgerðar- mannafélagimu þar og óskað eftir að það semdi við verklýðsfólagið um kaup og hvíldartíma sjó- manna nú á næstu v-ertíð. Ut- gerðarmannafélagið færðist undan aó semja .og bar fyrir sig þá fá- ránlegu ástæðu, að vegna þess að félagið heitir „verklýðsfélag“. en ekki „sjómannafélag“, sé það ekki réttur samningsaðili. Þó er það viðurkent af útgerðarmanna- félaginu, að meiri hluti mieðlimá verklýðsfélagsins séu sjómenn. Liggur það í augum uppi, hví- lík fjarstæða það er, að atvinnu- rekendur geti haft nokkurn íhlut- unarrétt um það, á hvern hátt verkalýðurinn skipuleggur samtök sín, enda er það reynsla verka- .lýðsins í ýmsum smáþorpum, að það verður til niðurdreps fyrir félagsskapinn, ef á að fara að skifta þeim starfskröftum, sem hann hefir á að skipa. Samkvæmt þeirri reynslu var svo hljóðandi tillaga samþykt á 10. sambandsþingi Alþýðusam- bandsins haustið 1930, og er húrr prentuð þanxiig í þingtíðindum þess, bls. 88: „Til þess að verkalýðurinn sé baráttuhæfari gegn auðvaldinu, þá sé meðal annars unnið að því í öllum kauptúnum og bæjum, sem hafa innan við 2500 íbúa, að verkamenn, sjómenn, verka- konur og iðnaðarmenn séu í eimu vérklýðsfélagi.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.