Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ.VIÐSKIPrMnVDIHUlÍFPIMMTODAGTJR 4. JÚLÍ 1985
ADVANCE *““88-tölvan er að fullu samræmd IBM—PC og
(jetur unnið með öll forrit hennar. Frá vinstri eru Eggert Claessen
framkvæmdastjóri Míkró, Logi Kristjánsson forstöðumaður
Tölvuþjónustu Sveitarfélaganna og Birgir Blöndal skrifstofustjóri
Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samband íslehskra sveitar-
félaga valdi Advance-tölvu
SAMBANI) íslenskra sveitarfélaga hefur ákveóið að mæla með þvi við sveitarfe-
lögin að þau kaupi Advance MMd-tölvur og Microline-tölvuprentara samkvæmt
tilboði Míkró hf. í framhaldi af verðkönnun á einkatölvum sem Tölvuþjónusta
Sveitarfélaga gerði í maí í vor.
Logi Kristjánsson forstöðumaður
Tölvuþjónustu sveitarfélaganna
sagði í samtali við Morgunblaðið að
hér væri um að ræða tölvu með tvö-
földu diskettudrifi og væri hægt að
geyma 720.000 tákn inni á hverju
þeirra. Þessi tölva kostar 54.000
krónur. Hægt er að fá hana með 10
Mb-diski og kostar hún þá 89.000
krónur. Þá er getur hún geymt
720.000 tákn, en auk þess hefur hún
disk sem getur geymt 10 milljón
tákn.
„Tilboðið frá Míkró hf. var það
hagstæðasta sem barst. Önnur til-
boð hljóðuðu upp á 25.000 — 30.000
króna hærra verð að meðaltali,"
sagði Logi. „En það er rétt að taka
það fram að mikið framboð er á
einkatölvum og mikill mismunur á
tækjunum, bæði hvað varðar verð
og gæði.“
„Eftir þessa verðkönnun höfum
við raunhæfan samanburð á verði
og gæðum og teljum okkur geta
leiðbeint sveitarfélögunum um val á
tölvu eftir því til hvers á að nota
hana og miðað við verð og gæði
mælum við með Advance-tölvunni,"
sagði Logi að lokum.
Tryggingar
Garðabær og Hafnar-
fjörður hafa ákveðið að
segja skyidutryggingum upp
Brunabótafélag íslands hefur annast allar tryggingar sveitarfélaga hingað til
GARÐABÆK OG Hafnarfjörður hafa i
íslands um skyldutryggingar fasteigna
ar út. Brunabótafélagið hefur annast
laga utan Keykjavíkur. Á síðasta ári I
iðngjalda eða um 77 milljónir króna.
Bæjarstjórn Garðabæjar ákvað
á fundi sínum 27. júní síðastliðinn
að segja samningi við Brunabóta-
félagið upp og bjóða tryggingarn-
ar út. Tillaga þessa efnis var sam-
þykkt með sex atkvæðum, en einn
sat hjá á þeirri forsendu að hann
vildi sjá útboðsgögnin áður. Að
sögn Jóns Gauta Jónssonar, bæj-
arstjóra Garðabæjar, er verið að
vinna að gerð þeirra og mun út-
boðið fara fram innan skamms.
í greinargerð með tillögunni
segir að með þessu sé verið að gefa
bæjarbúum kost á því að njóta
aukinnar samkeppni, sem er á
milli tryggingarfélaga. Orðrétt
segir: „Bæjaryfirvöld í Garðabæ
hafa árum saman átt mjög
ánægjuleg viðskipti við Bruna-
bótafélag íslands, sem samkvæmt
samningi hafa séð um skyldu-
tryggingu húseigna í bænum síðan
16. maí 1955. Samkvæmt lögum
númer 59 frá 1954 hefur það verið
sagt upp samningi við Brunabótafélag
og hafa ákveðið að bjóða tryggingarn-
nær allar skyldutryggingar sveitarfé-
fékk félagið í sinn hlut rúmlega 94%
á valdi sveitarstjórna að ákveða
að allar eignir í sveitarfélaginu
skuli tryggðar hjá einum aðila og
með samningi tryggt þannig einu
tryggingarfélagi ákveðna stöðu
innan sveitarfélagsins. Bæjar-
stjórnin vill ekki gera lítið úr
nauðsyn þessarar aðferðar á þeim
tíma, sem hún var tekin upp, en nú
á tímum vaxandi samkeppni
tryggingarfélaga, sem hafa ör-
mgga stöðu og getu til að annast
þennan þátt trygginga telur bæj-
arstjórnin ástæðu til þess að
löggjafinn endurskoði þetta
ákvæði. Bæjarstjórnin vill að
þessi þáttur trygginga verði frjáls,
eins og aðrar tryggingar þannig
að húseigendum sé heimilt að
tryggja hjá hvaða tryggingarfé-
lagi sem er. Sem lið í þessari
þróun og til þess að gefa bæjar-
búum kost á að njóta aukinnar
samkeppni tryggingarfélaga
ákveður bæjarstjórnin því að
skyldutryggingar fasteigna skuli
boðnar út.“
Á síðasta ári voru iðngjöld
skyldutrygginga í Garðabæ rúm-
lega 1,9 milljónir króna og eru
1552 eignir tryggðar.
Ágreiningur er á milli Garða-
bæjar og Brunabótafélagsins
vegna þessa máls. Brunabótafé-
lagið heldur því fram að samningi
um tryggingarnar hafi ekki verið
sagt upp með tilsettum fyrirvara.
Jón Gauti Jónsson sagði að for-
stjóra félagsins hefði verið þetta
fyllilega kunnugt og að ábyrgð-
arbréf hefði verið sent áður en
fresturinn rann út, þar sem til-
kynnt var formlega um uppsögn.
Hafnafjarðarbær hefur einnig
ákveðið að bjóða út tryggingarnar
og hefur þegar sagt upp samningi
við Brunabótafélagið. I desember
á síðasta ári voru boðnar út allar
tryggingar bæjarfélagsins og
stofnana hans og lækkuðu iðn-
gjöld verulega samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins. Sjóvá sér
nú um þessar tryggingar, en áður
hafði Brunabótafélagið annast
þær.
Landbúnaöur
Talsverð fjár-
festing, en ein
sú arðsamasta
— segir Eiríkur Mikaelsson, eigandi Boða,
sem flytur inn flesta heymetisturnana íár
í ÁRSBYRJUN 1982 stofnaói ungur maöur ættaöur vestan úr Önundarfiröi
fyrirtækió Boöa í Hafnarfiröi. Eiríkur Mikkaelsson hafói um tíma staöiö í
innflutningi á búvélum í aukavinnu, en helgaöi sig því starfi meö stofnun
fyrirtækisins. Náöi hann strax góöum árangri og er fyrirtæki hans nú oróið
meö þeim stærstu í búvélainnflutningi, þrátt fyrir að þaö (lytji ekki inn
dráttarvélar, og eitt þaö framsæknasta.
Byrjaði á að leysa
mykjuvandamálið
„Ég byrjaði í þessu fyrir tilvilj-
un,“ sagði Eiríkur um ástæður þess
að hann fór út í innflutning búvéla.
„Ég vann í nokkur ár sjálfstætt við
vélaviðgerðir og ferðaðist því mikiö
um landið. Þar fékk ég minn skóla í
þessari grein, sá vandamálin og átt-
aði mig á því hvað mörg þeirra
tækja sem notuð hafa verið voru
ómöguleg. Eitt stærsta vandamál
bændanna var í sambandi við hús-
dýraáburðinn. Sömu tækin voru
aíltaf á markaðnum hér þrátt fyrir
að þau væru löngu orðin úrelt. Mér
þótti skrýtið að sjá ekkert fjallað
um slík vandamál í erlendum fag-
blöðum og fór því til Danmerkur til
að kanna þessi mál. Þá kom það
auðvitað í ljós að þeir voru búnir að
leysa vandamálið með húsdýra-
áburðinn fyrir 20 árum.“
Eiríkur komst síðan í samband
við fyrirtækið Kimadan sem sér-
hæfir sig í þessum málum og fór að
flytja inn í aukavinnu mykjudælur
og mykjudreifara af Gundersted-
gerð, sem þetta fyrirtæki framleið-
ir. Hann sagði að tækjunum hefði
strax verið vel tekið og þau orðið
það vinsæl að aukavinnan hefði
fljótlega orðið aðalatvinnan. Hann
hefði því slegið til og hellt sér út í
búvélainnflutninginn af fullum
krafti. Sagði Eiríkur að þessi nýja
tækni létti stórkostlega störfin hjá
bændum, auk þess sem hún gerði
þeim kleift að nýta húsdýraáburð-
inn betur.
„Samkeppnin í dráttarvélun-
um komin út í öfgar“
Eiríkur hefur síðan fariö mikið á
sýningar erlendis og verið duglegur
við að ná sér í umboð. Taldi hann að
vel hefði tekist til með val á tækj-
um og þar hefði það nýst sér að
vera uppalinn í sveit á tímum vél-
væðingar sveitanna. Hann segir
enda að reynslan sé úti hjá bænd-
unum, en ekki á skrifstofum bú-
vélainnflytjendanna í Reykjavík.
Hann heldur því fram að mörgu
hafi verið reynt að koma inn á
markaðinn, sem hafi gjörsamlega
misheppnast. Tekur hann þannig til
orða að ekki sé lengur hægt að selja
bændum hvað sem er út á litinn á
vélunum og segir að Boði láti frekar
einhverjar vélar vanta inn í hjá sér
en að selja eitthvert drasl sem þeir
séu ekki sáttir við.
Talið berst að samkeppninni í
dráttarvélunum og af hverju Boði
sé ekki þar með: „Ég er ekki í bú-
vélainnflutningi til að reka fyrir-
tæki, heldur til að græða,“ svarar
Eiríkur. „Ég reyni fyrst að átta mig
á þörfinni áður en ég hef innflutn-
* » Æ
HEYTURNABYLTINGIN ““Eiríkur Mikkaelsson hjá Boða (annar frá vinstri)
sést hér meðal starfsmanna sinna framan við bækistöðvar fyrirtækisins í Hafnarfirði. Á myndinni til
vinstri sést Boythorpe-turninn í byggingu, en hann er byggður neðan frá, þ.e. þakið fyrst, eins og sjá
má. Á hinni myndinni sést fyrsti turninn af þessari gerð sem risinn er — í Einarsnesi í Borgarfirði.
—........
ing á vélum. Eg hef gert markaðs-
könnun fyrir dráttarvélar og sá þá
að þetta eru vonlaus viðskipti, að
minnsta kosti fyrir nýtt merki. Til
að eitthvert vit væri í slíku þyrfti
að selja 60 vélar og það gengur ekki
upp, enda eru bestu merkin þegar á
markaðnum. Samkeppnin er komin
út í öfgar í dráttarvélunum og
fyrirtækin hafa ekkert út úr þessu.
Eg stend ekki í slíku," sagði hann.
Að undanförnu hefur danskur
sérfræðingur ferðast um landið á
vegum Boða til að kynna bændum
fjárheldar rafmagnsgirðingar. Ei-
ríkur telur að rafmagnsgirðingar
leysi þær hefðbundnu af hólmi hér
á landi á næstu árum. „Hvernig á
annað að vera,“ segir hann. „Þær
eru helmingi ódýrari, viðhaldsfríar,
fljótlegar í uppsetningu og halda fé
betur.“ Hann sagði að rafmagns-
girðingar væru allsráðandi erlendis
og þær hljóti að taka við hér á landi
jnnan tíðar.
Fjórir Boða-turnar
reistir í ár
Eitt stærsta málið hjá vélainn-
flytjendum á næstu árum verður án
efa innflutningur heymetisturna.
Globus hf. hefur flutt inn nokkra
slíka á undanförnum árum og verið
brautryðjandi á þessi sviði. Boði
hefur nú hafið innflutning á Boy-
thorpe-stálturnum með þýskum
losunarbúnaði. Strax á fyrsta ári
hafa verið settir upp 4 slíkir turnar,
sem er meirihluti þeirra heymetis-
turna sem settir eru upp í ár. Fyrsti
turninn var settur upp í Einarsnesi
í Borgarfirði hjá Óðni bónda þar og
hreppstjóra Sigþórssyni. Boy-
thorpe-turnarnir eru m.a. að því
leyti frábrugðnir Harvestore-
turnunum frá Globus að þeir eru
losaðir að ofan. Ýmis önnur fyrir-
tæki hafa þreifað fyrir sér á þessu
sviði en enn ekki náð fótfestu að
heitið geti.
Turnarnir taka 55—100 kýrfóður,
eftir stærð og kosta tæplega hálfa
þriðju milljón með undirstöðum.
„Jú, þetta er talsverð fjárfesting, en
jafnframt ein sú arðsamasta sem
bændur með stærri bú geta farið út
í,“ sagði Eiríkur. „Með þessari hey-
verkunaraðferð geta menn tryggt
sér besta hugsanlega fóðrið af tún-
um sínum. Samt verða menn að
átta sig á því að svona turn leysir
ekki öll vandamál því það fóður sem
út úr honum kemur getur aldrei
orðið betra en það sem í hann er
sett.“
Boði hóf innflutning á Manus-
mjaltavélum frá Danmörku í fyrra,
en hingað til hefur Sambandið verið
svo til einrátt á þeim markaði.
Taldi Eiríkur að svo vel hefði tekist
til, m.a. f verði, að Boði væri nú að
taka þennan markað eins og hann
legði sig. Sagði hann að í fyrra
hefðu þeir verið með um þriðjung
sölunnar og í ár með um 80—90%
sölunnar.