Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 5

Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ.VEDSKIPn IŒVJKHULÍFfIMMTUDAGUU 4. JÚL! 1985 B 5 Flutningsgeta stærstu skipafélaganna í gámaflutningum (í þúsundum tuttugu feta gáma-eininga, TEU) Skip af öllum gerðum Mitt ár árslok breytt röð 1984 1986 árslok (áætlað) 1986 1 Evergreen (Taiwan) 73.3 95.1 ( 1) 2 Maersk (Denmark) 53.3 56.2 ( 3) 3 Sea-Land (USA) 47.5 51.7 ( 5) 4 US Lines (USA) 46.5 89.1 ( 2) 5 CY Tung Group (Hongkong) 46.1 54.1 ( 4) 6 Hapag Lloyd (West Germany) 42.9 44.8 ( 7) 7 Overseas Containers (Britain) 39.7 39.7 ( 8) 8 Mitsui OSK Lines (Japan) 34.5 35.5 ( 9) 9 Nedlloyd (Netherlands) 34.2 34.2 (10) 10 USSR 29.5 47.3 ( 6) 11 American President Lines (USA) 28.3 28.3 (13) 12 Nippon Yusen KK (Japan) 25.7 25.7 (14) 13 UÁSC (United Arab Shipping Corp) 23.8 23.8 (15) 14 Yang Ming (Taiwan) 20.5 32.5 (11) 15 Polish Ocean Lines (Poland) 13.7 30.8 (12) Bflaiðnaðurinn Mazda eykur arð inn verið þýðingarmeiri en flutn- ingskostnaðurinn, sérstaklega fyrir verðmikla vöru. Á árinu 1984 flutti Sea-Land að meðaltali rúm- lega 3.000 gáma vikulega þvert yfir Bandaríkin landleiðina samanbor- ið við aðeins 100 gáma á viku fyrir 10 árum. Gámaflutningafélög eru þegar farin að finna fyrir samkeppni hnattsiglinganna. Evergreen hóf vikulegar hnattsiglingar í apríl sl. heilum níu mánuðum á undan upp- haflegri áætlun. Vikulegar sigling- ar US Lines verða að fullu komnar á í september þegar síðustu nýju skipin hafa verið afhent. Með lækkandi farmgjöldum hafa önnur skipafélög tekið upp nánari sam- vinnu — i samræmi við bandaríska lagasetningu frá í fyrra sem heim- ilaði skipafélögum að skipta með sér verkum. Þessi hagræðing kemur sér vel að því leyti að nú geta tvö eða þrjú félög sameinað þjónustu sína til að fjölga ferðum og draga úr kostn- aði. í maí sl. sömdu þrjú félög, Orient Overseas Containerline í Hongkong, Neptune Orient í Singapore og Yamashita-Shinni- hon Line í Japan, um sameiginlega flutninga á siglingaleiðum á Kyrrahafi. Áður höfðu þessi þrjú félög tekið upp samvinnu um flutninga milli Evrópu og Austur- landa fjær. Jafnvel Evergreen er að íhuga samvinnu við Japan Lines í flutningum á Kyrrahafsleiðum. Farmgjöld á sumum vörum á siglingaleiðinni austur yfir Kyrra- hafið frá Japan og Suður-Kóreu hafa lækkað um að meðaltali 20% það sem af er þessu ári, og sýnir það bæði minnkandi eftirspurn í Bandaríkjunum og harða sam- keppni. Bæði Sea-Land og Presi- dent Lines hafa skýrt frá minnk- andi hagnaöi fyrsta ársfjórðung- inn miðaö við sama tímabil í fyrra, og hjá McLean Industries, sem á US Lines, varð tap á rekstrinum fyrsta ársfjórðunginn. Þrátt fyrir tapið standast áætl- anir US Lines. Enn sem komið er hefur félagið ekki farið út í neitt fargjaldastríð við svæðasamtökin. En félagið vill lækka gjöldin. Upp- haflega óskaði félagiö eftir að fá að flytja vörur á farmgjöldum sem voru 15% lægri en hjá þeim sem flytja varninginn bæði á sjó og landi. Þau fimm svæðasamtök, sem málið varðaði, neituðu að fall- ast á svo mikinn mun. Síðan hefur US Lines nokkuð dregið úr kröfum sínum, og talað er um stofnun „að- alsvæðasamtaka" sem nái til allra siglingaleiða á Kyrrahafi til að draga úr frekari farmgjalda- lækkunum. En US Lines heldur enn fast við þá kröfu að félagið megi flytja varning á lægri gjöldum en sjó og land-flutningafélögin. Það er ekki aðeins á Kyrrahafsleiðum sem þörf er fyrir breytingar á svæða- samtökunum. Sama máli gegnir á siglingaleiðum yfir Norður-Atl- antshaf, þar sem verið er að sam- eina níu núverandi svæðasamtök í tvö, annað fyrir vesturleiðina, hitt fyrir austurleiðina. Elztu svæðasamtökin, FEFC, eiga 100 ára sögu að baki, og eiga nú við erfiða stöðu að glíma. Allt að því þriðjungur allra flutn- inganna á yfirráðasvæði samtak- anna er nú í höndum aðila, sem ekki eru félagar. Auk US Lines og Evergreen má þar nefna danska skipafélagið Mærsk, sem vill auka aðild sína að Kyrrahafsflutningum á kostnað FEFC. Skipafélagið er enn aðili að svæðasamtökunum, en samningur þess kemur til endur- nýjunar í lok þessa árs. Þá gæti svo farið að félagið teldi hag- kvæmara að halda uppi siglingum óbundið — og umhverfis hnöttinn. (Heimild: The Economist) — Ford tapar MAZDA hefur tilkynnt að hagnaður fyrir skatta fyrirtækisins mánuðina nóvember 1984 til aprfl á þessu ári hafl aukist um 39% þrátt fyrir að söluaukningin hafl aðeins verið 6%. Ástæður þessa eru fyrst og fremst þær að Japanir hafa keypt dýrari bíla og að framleiðni hefur aukist. Sala Mazda sömu mánuði nam 3,05 milljörðum dollara, en fyrir- tækið er þriðji stærsti bílafram- leiðandi Japans. Fordverksmiðjurnar tapa Fordverksmiðjurnar í Vestur- Þýskalandi voru reknar með 298 milljóna marka tapi á síðasta ári, en forsvarsmenn þeirra búast við að dæmið snúist við á yfirstand- andi ári. Miðað við árin 1981 til 1983 eru umskiptin mikil, t.d. varð hagnað- ur 1982 um 324 milljónir marka. Salan dróst saman um 4% 1984 frá fyrra ári, var 12,78 milljarðar marka á móti 13,35 milljörðum marka 1983. Sömu sögu er að segja um framleiðsluna, sem minnkaði um 5,8%, þrátt fyrir að aukning væri í framleiðslu Transit-bíl- anna. Financial Time hefur það hins vegar eftir fjármálastjóra verksmiðjanna að tekjur fyrstu fimm mánuði þessa árs hafi aukist um 5% miðað við sama tíma á síð- asta ári. Á síöasta ári var hlutur Ford á vestur-þýska markaðinum 12,5%, en var 1983 12%. Fyrstu fjóra mánuði yfirstandandi árs hefur hlutur verksmiðjanna verið 9,8%, en forsvarsmenn fyrirtækisins gera ráð fyrir að markaðshlut- deild hækki í 11—12% vegna nýrr- ar tegundar sem komin er á mark- aðinn, Scorpio. Opel á rétta braut Opel-verksmiðjurnar í V-Þýska- landi skiluðu hagnaði fyrstu fimm mánuði þessa árs, en á síðasta ári töpuðu þær 695,1 milljón marka. Ferdinand Beickler, fram- kvæmdastjóri Opel, hefur hins vegar bent á að fyrri hluti árs sé yfirleitt hagstæðari en seinni hluti fyrir bílaiðnaðinn. Á síðasta ári lamaðist starfsemi Opel í sjö vikur vegna vinnudeilna um styttingu vinnuvikunnar og að mati forsvarsmanna verksmiðj- anna er það ein meginskýringin á lélegri afkomu. Hlutur deilnanna í tapinu er áætlur um 300 milljónir marka. Þá hafði hár sölukostn- aður vegna harðnandi samkeppni og lítill söluhagnaður mikil áhrif á rekstur verksmiðjanna. VELGÆSLUKERFIÐ SHM 132 Öflugt hjálpartæki á sjó og landi. SHM 132 er fjölhæfur hitamælir fyrir dísilvélar, dísilrafstöðvar, verksmiðjur, mjólkurbú o.fl. Með SHM 132 má fylgjast með hita á mörgum stöðum samtimis, t.d.: Afgashita, hita í höfuðlegum, kælivatni, olíu, frystigeymslu o.s.frv. Aðvörun er stillanleg fyrir hvern nema sérstaklega. íslensk hönnun og íslensk smíði. ÁRA Höldum upp á 25 ára afmœlið með því að flytja í ný húsakynni Erum flutt: BÆJARHRAUNI NVR SÍMI: Q5-J000 10 E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10. HAFNARFIRÐI. SIMI 651000.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.