Morgunblaðið - 04.07.1985, Side 8
1
taf^iisttMðÍkfö
VIÐSKIPn AIVINNUUF
MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 4. JÚLÍ 1985
8 B
Lúxemborg — III
Litla landið sem vill vera
fjármálahöfuðborg EB
AlþjóAlegi fjármagnsmarkaöurinn
í Lúxemborg varð landinu til mikils
láns á miðjum áttunda áratugnum
þegar mikil kreppa varð í stáliönaði
og endurskoða varð undirstöðuat-
vinnugrein þjóðarinnar. Stáliðnaður-
inn kostaði þjóðina allt í einu mikið
fé og verulegur halli hefði orðið á
fjárlögum ef gróskan á fjármálasvið-
inu hefði ekki verið veruleg og tekj-
ur ríkisins af henni jafnað út tapið á
stáliðnaðinum.
Fjármagnsmarkaðurinn hefur
verið að þróast smátt og smátt.
Lúxemborg hefur ávallt verið opið
land í sambandi við fjármagns-
viðskipti og verðbréfamarkaður-
inn, sem nýtur mikils álits, var
stofnaður 1929. Uppvöxturinn
hófst fyrir alvöru á sjöunda ára-
tugnum þegar Lúxemborg sér-
hæfði sig í Euro-bonds og erlendir
bankar, vestur-þýskir og bankar
frá Norðurlöndunum í fyrstu,
stofnuðu útibú í Lúxemborg. Nú
eru alls 117 bankar í Lúxemborg,
þar af eru 105 erlendir bankar og
12 tilheyra Belgíu eða Lúxemborg.
Auk þeirra eru 150 fjárfestinga-
sjóðir í landinu og 6500
eignahlutafyrirtæki (holding
companies) Bankarnir hafa
hingað til aðallega haft viðskipti
við stærri aöila, aðra banka, stofn-
anir og fyrirtæki, en eru nú að
færa sig meira inn á svið
einstaklingsbankaviðskipta.
„Það er draumur bankamanna í
Lúxemborg að þjóna sama til-
gangi innan Evrópubandalagsins
og svissneskir bankar þjóna á al-
þjóðamarkaði," sagði opinber
starfsmaður í Lúxemborg við blm.
Mbl. „Við erum að færa okkur
meira og meira inn á sama svið og
svissnesku bankarnir," sagði ann-
ar. „En við vinnum samhliða þeim
frekar en að keppa við þá. Þeir fá
efnaðri viðskiptavini en við. Við
sættum okkur við viðskiptavini
með minni inneignir en þeir.“
Um 40% inneigna í bönkunum í
Lúxemborg eru í erlendum gjald-
miðli. Algjört frelsi ríkir í sam-
bandi við gjaldeyriskaup og sölu
en þó kvartaði maður í einka-
rekstri undan því að það þyrfti að
gera grein fyrir viðskiptum í er-
lendum gjaldmiðli fyrir ofan vissa
upphæð. Seðlabankinn í Belgíu
fylgist með þessum viðskiptum og
það tekur tíma að fylla út gögn og
bíða eftir svari frá honum. Jacqu-
es Grosjean, blaðafulltrúi banka-
samtakanna í Lúxemborg, sagði
að þetta væri eingöngu gert til að
fylgjast með stöðu „viðskipta-
frankans" (frankar sem eru notað-
ir til viðskipta eru skráðir
sérstaklega) og einstaklingum eða
fyrirtækjum væri aldrei neitað
um nauðsynlegan gjaldeyri.
Lúxemborg er lítið, landlukt
land sem kæmist ekki af án
■» frjálsra viðskipta við nágranna-
lönd sín. Þjóðin ákvaö í atkvæða-
greiðslu árið 1920 að leitast eftir
peninga- og viðskiptasambandi
við Frakka en þeir neituðu og
samstarf var hafið við Belgíu árið
1922. „Það var mesta mildi," sagði
Grosjean. „Frakkland er of stórt
og hefði alveg gleypt Lúxemborg,
auk þess sem efnahagsástandið
þar er ekki svo gott.“
Það er enginn seðlabanki í Lúx-
emborg. Peningastofnun Lúxem-
borgar annast þau störf sem væru
í hans verkahring. Hún prentar
t.d. peninga og slær mynt en
Lúxemborgar-frankinn er jafn
verðmikill og belgíski frankinn.
Stöðugleiki og dreifing gjaldmið-
ilsins eru meiri á þennan hátt og
bankamenn eru ánægðir með
fyrirkomulagið þótt stundum
heyrist raddir um að Lúxem-
borgar-frankinn ætti að vera
sjálfstæð mynt. Mörgum gramdist
t.d. fyrir nokkrum árum þegar
seðlabankinn í Belgiu felldi gengi
frankans án þess að láta nokkurn í
Lúxemborg vita að það stæði til.
En ekkert samkomulag er um við
hvað ætti að miða frankann ef
hann yrði tekinn úr sambandi við
hinn belgíska.
Peningastofnunin hefur yfir-
umsjón með bankastarfseminni í
Lúxemborg. Pierre Jaans, yfir-
maður hennar, nefndi fjögur at-
riði sem hafa stuðlað að því að
gera Lúxemborg að meiri háttar
fjármagnsmiðstöð: markviss laga-
ákvæði og frekar frjálslynt eftir-
litskerfi; frjáls erlend viðskipti;
MorgunbUðið/ab.
PENINGAVALDIÐ —
Pierre Jaans, yfirmaður
Peningastofnunar Lúx-
emborgar.
stöðugt efnahagslíf, staðsetningu
landsins og málakunnáttu íbúa
þess; og aðild Lúxemborgar að
Evrópubandalaginu og öllum
helstu fjármálastofnunum heims.
„Margar þjóðir langar til að feta
í fótspor Lúxemborgar og þróa
fjármagnssvið sitt,“ sagði Jaans.
„Grikkland er eitt þeirra landa og
Vanua Tu í Kyrrahafinu annað.
En það er ekki svo hlaupið að því.
Nú eru verðbréfamarkaðir opnir
allan sólarhringinn einhvers stað-
ar í heiminum, hinir helstu eru í
New York, Hong Kong, Tókýó,
Bahrain og London, og ekki svo
auðvelt að komast inn á þann
markað. Það varð Lúxemborg til
gæfu að sérhæfa sig snemma í
Euro-bréfum og gjaldmiðli og
vera tiltölulega ódýr staður til að
reka viðskipti frá þegar stærstu
bankarnir í Vestur-Evrópu fóru að
hugsa til þess að opna útibú er-
lendis. Nú eru 90 bankar af 250
stærstu bönkum í heimi með útibú
í Lúxemborg."
Meðal kostanna við bankalögin
eru þeir að bankar þurfa ekki að
eiga sjóði hjá seðlabanka, eins og
tíðkast í flestum löndum, og þeir
þurfa ekki að haida eins miklu fé
inni í hlutfalli við útlán og gerist
og gengur í öðrum löndum. Auk
þessa eru skattalögin í Lúxemborg
frekar hliðholl bankarekstri og
bankaleynd ríkir í landinu.
„Engin meiri háttar hneyksl-
ismál hafa átt sér stað í sambandi
við bankaviðskiptin hér,“ sagði
Grosjean. „Einn v-þýskur banki
hætti starfsemi vegna erfiðleika
hjá móðurbankanum og Ambrosi-
ano, banki Robertos Calvi, rak hér
eignafyrirtæki en erfiðleikar
bankans komu rekstrinum hér
ekkert við. Og við höfum ekki átt í
útistöðum við bandarísk yfirvöld
vegna eins eða neins."
Samkeppnin á fjármagnssvið-
inu hefur aukist mjög á undan-
förnum árum. „London er meðal
harðra samkeppnissvæða okkar,“
sagði Grosjean „En við fögnum
samkeppni. Hún er okkur til góðs,
við leggjum okkur meira fram um
að veita góða og fjölbreytta þjón-
ustu þegar hætta er á að við gæt-
um annars misst viðskipti. Einok-
un leiðir ávallt til stöðnunar. Við
vinnum að því að auka umsvif
bankanna hér og stefnum að því
að vera vel samkeppnisfærir í
framtíðinni. Fjármála- og laga-
stofnanir Evrópubandalagsins eru
staðsettar hér og Lúxemborg er að
verða fjármálahöfuðborg þess.“