Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 1
fktotpmMiifrfö
LISTIR
PRENTSMIDJA MORG UNBLAÐSINS
MIDVIKUDAGUR 14. ÁGÚST1985
NÚTÍMA
TEXTIL
Badanna Zack:
Bjölluhúð I, 1981.
Gipsað og límborið tau.
Magdalena Abakanowicz: Umskiptingurinn 1985, strígi límborinn, viður og segldúkur.
Vakningu nútíma textíllistar
var frá upphafi vel tekið á
íslandi, bæði af listnjótend-
um, gagnrýnendum og lista-
mönnum. Sýndu listamenn
þá víðsýni aÓ játa textílfólk
þegar í sinn hóp enda voru
fjórir frumherjar vefjarlistar, þær Júlíana
Sveinsdóttir, Vigdís Kristjánsdóttir, Ás-
gerður Búadóttir og Barbara Árnason allar
myndlistarkonur og höfðu þrjár þeirra
hlotið drjúgan hluta menntunar sinnar við
Listaakademíuna í Kaupmannahöfn en
Barbara við Konunglega listaskólann í
Lundúnaborg. Vefnaður og ullarhnýting
voru Júlíönu og Barböru aukageta og leit í
annað efni líkt og mósaíkið eða glerið Nínu
Tryggvadóttur, en þær Ásgerður og Vigdís
beindu aftur á móti kröftum sínum að
myndvefnaðinum. íslenskir listamenn
sýndu með þessu meiri framsýni en margir
stéttarbræður þeirra á Norðurlöndum og
skýringanna er ef til vill að leita í þeirri
þversögn að listiðnaður stóð hér ekki með
sama blóma og í þeim löndum öðrum.
Myndvefnaðarkonum varð því ekki í annan
hóp vísað.
SAMNORRÆN VEFJARLIST í 10 ÁR, - NORDISK TEXTILTRIENNALE
Þessa dagana stendur yfir á Kjarvalsstöðum farandsýning
norrænna textíllistamanna. Hér er á feröinni Nordisk Text-
iltriennale í fjóröa sinniö. Fyrsta sýningin var opnuö í Ála-
borg í Danmörku áriö 1976, aöaldriffjööur og formaður frá
upphafi hefur veriö danska listakonan Nanna Hertoft.
Þeirri sýningu lauk síöan áriö 1977 í Listaskálanum í Fær-
eyjum. Á þriggja ára fresti hefur sýningin feröalag sitt um
Noröurlönd og kemur í þetta sinn til Reykjavíkur frá Moss
í Noregi, en þar var sýningin opnuö 8. júní síöastliöinn.
Nordisk Textiltriennal er nú stærsta farandsýning nor-
rænna listamanna og hefur tilgangurinn veriö aö styrkja
sambönd listamanna innbyröis og gefa þeim tækifæri til
aö sýna þaö besta og nýjasta sem er á döfinni í hverju
landi fyrir sig.
Triennalinn hefur ævinlega veriö styrktur af opinberum
aöilum og lagöi Norræni menningarmálasjóöurinn fram
þriöjung áætlaörar fjárþarfar fyrir 4. triennalinn en
mennta- og menningarmálaráöuneyti þátttökulandanna
lögöu til þaö sem á vantaöi.
Þátttakendur aö þessu sinni eru 80 listamenn frá
Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóö. Á meöal
sýnenda eru margir þekktir listamenn svo og ungir og
upprennandi. Margar nýjungar má sjá í meðferð efnis og
forms.
Fulltrúar íslands á sýningunni eru listakonurnar Guörún
Gunnarsdóttir, Guörún Marinósdóttir, Hólmfríöur Árna-
dóttir og Sigurlaug Jóhannesdóttir. Jafnframt sýnir í boöi
4. Nordisk Textiltriennal ung listakona, Þórdís Siguröar-
dóttir, en hún sýnir nýstárlegt umhverfisverk á Miklatúni
fyrir sunnan Kjarvalsstaöi.
Sýningin er opin til 25. ágúst, en frá íslandi fer hún til
Færeyja, Danmerkur og Finnlands og endar í Svíþjóð.
í íslensku
Tricnnalnefndinni eru:
Anna Þóra Karlsdóttir,
Ása Ólafsdóttir,
Áslaug Sverrisdóttir,
Hildur Hákonardóttir
og Steinunn Pálsdóttir,
en þær Ása Ólafsdóttir
og Hildur Hákonardóttir
hafa skipt með sér for-
mennsku
í nefndinni.