Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 3

Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 3
MORGUNBLADIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 B 3 vöfðu verk sín í mjúk efni á líkan hátt og indíánar Suður-Ameríku og frumbyggjar Ástralíu gerðu við hluti sem höfðu trúarlegt tákn- gildi- Innpökkun Christos og tissue-pappír Dadaistarnir og súrrealistarnir höfðu báðir notað mjúk efni, sem nokkurs konar skírskotun án þess að það hefði bein áhrif á sjálft formið. Verkin „Til heiðurs Rauschenberg" eftir Spoerri og „Rúmið" eftir Rausshenberg lutu sömu lögmálum og það sama má segja um verk Cesars og Armans. Hlutir sem af þessum sökum geta ekki lengur þjónað tilgangi sínum birtast hjá Oldenburg í Mjúku skúlptúrunum og hjá Cristo í „pökkum" hans. Forgenglar Crist- os kunna þó að hafa verið Man Ray með saumavél sina vafða í umbúðir og bundna með snæri á hjólbörur eða Ljóðrænir hlutir Miros frá árinu 1936. Miro notaði uppstoppuð dýr eins og Rausch- enberg gerði á sjöunda áratugn- um. Picasso notaði einnig óvenju- leg efni. Á fjórða áratugnum not- aði hann rætur, gras og spotta, sem hann fann. Hann gerði brúður úr tré og „tissue-pappír" og röð af dýra- og mannahöfðum gerði hann úr klipptum pappír 1943. Súrreal- istarnir höfðu fundið efni, sem átti eftir að breyta grundvallar- hugmyndum okkar um hvað teld- ist hæfa listaverki. Arftakar þeirra á sjöunda áratugnum urðu nýraunsæiskynslóðin og popplistamennirnir. Báðir þessir hópar umbreyttu hlutum sam- kvæmt hugmyndum sínum og urðu hugfangnir af þeim raunveruleik er þá birtist. Ritvél Oldenburgs Fyrir rúmum tveimur áratugum birtist svo verk þar sem segja má I 1 að efni skapi nýjan formstíl, þegar Joseph Beuys: Feitur stóll 1964, tréstóll með fitu. Claes Oldenburg sýnir „Mjúka rit- vél“ árið 1963 og umbreytir hlut, sem gerður var úr hörðu efni, í mjúkt og sveigjanlegt form. Fimm ár liðu áður en listagagnrýnendur eða listsöguritarar viðurkenndu slík verk sem skúlptúra. Með því að svipta hlut sínum upprunalega tilgangi hafði Oldenburg lokið því sem súrrealistarnir höfðu byrjað á, jafnframt því sem hann hafði fundið upp nýja tegund skúlptúra. Það er fyrir hans tilverknað að hugmyndir okkar um að þrívíð verk skuli vera úr steini, marm- ara, tré eða bronsi hafa breyst. Við teljum nú einnig til þeirra verk gerð úr mjúkum og sveigjan- legum efnum, burtséð frá hvaða tækni er beitt við gerð þeirra og þau eiga nú sinn sess í listasög- unni. Efniö er tjáningarmiöill Lífræn efni sem ekki halda ákveðinni lögun hafa auk þess táknræna merkingu í ætt við gald- ur og höfðu til elstu trúariðkana mannsins. Risastór verk Magda- lenu Abakanowicz úr hampi höfða með formlegri afstöðu sinni hvort til annars, bæði til töfra og upp- runa mannskepnunnar. Samskon- ar tilhneiging er augljós í verkum Jóseps Beuys. En hann hefur hvað eftir annað gengið í berhögg við hefðbundinn listskilning, með gerðum sínum og með notkun efna eins og ullarþófa og feitmetis. Hann vill varpa ljósi á frumþarfir lífsins í því augnamiði að við meg- um aftur nálgast uppruna okkar, sem mannlegar verur. Efnið sjálft er orðið tjáningarmiðill þar sem áður var aðeins samspil forma. Áhorfandinn er þátttakandi Það er ljóst að þessi nýi tján- ingarmiðill þarfnast virkari þátt- töku áhorfandans og krefst þess að hann beiti meira innsæi. Hið margræða, sem tjáð er með notk- un hinna nýju efna, nálægðin, innihald og djúp merking, allt eru þetta nýir þættir nútímalistar. Hér má líka tilnefna tækni eins og uppstoppuð efni sem notuð er af Panamerenko og Evu Aeppli og strigaskrokka Magdalenu Abak- anowicz. Tengsl manns og náttúru Þótt veggteppið sé forveri text- ílskúlptúra verða þeir vart að- greindir frá öðrum nútímaskúlp- túrum. Þróunin var hliðstæð, grundvölluð á þeirri hugmynd að boðskapurinn fælist í því efni sem notað var. Frumeindin er þrívíður þráður. í hans stað koma svo önn- ur efni úr jurtaríkinu, pappírs- kvoða, reipi, viður og tágar. Líf- ræn og forgengileg eru þessi efni og gagngjör andstæða steina og málma. Dadaistarnir vildu brúa bilið milli lífs og listar og Olden- burg ljáði hugsjónum þeirra bún- ing. í verkum textillistafólks felst ennfremur sú ósk að endurvekja forn tengsl manns og náttúru. Verkin höfða til goðsagna, töfra og arfleifðar hinnar sameiginlegu dulvitundar mannsins. Sé nánar að gáð sést einnig greinilegt mót- vægi „hins ytra“ og „hins innra“, hvort sem um er að ræða rými, spennu eða átök gagnstæðra frumafla. Mótvægi þeirra er ef til vill aðaleinkenni textílskúlptúra auk þeirrar tjáningar sem felst i efninu sjálfu. Vefurinn aftur á vegginn Þótt Eriku Billeter verði tíðrætt um textílskúlptúr var sýningin í Lausanne fyrir tveimur árum helguð þeirri tegund þráðarlistar, sem krefst sérhannaðs rýmis til að hún njóti sín og veggteppið lifir einnig sínu góða lífi, enda verður yfirskrift næstu sýningar í Sviss „Vefurinn aftur á vegginn". Hildur Hákonardóttir vefari — GLUGGATJÖLD SEM GLEDJA AUGAÐ — i é 1 é . " - i ■V Futura-gluggatjöldin eru fíngerð og glæsileg. Vefnaðurinn er af bestu gerð og litirnir einkar aðlaðandi. Við hjá Álafossi erum stolt og ánægð; Futura-gluggatjöldin og gólfteppin eru nútímaleg gæðavara, sem fellur smekkvísu og kröfuhörðu fólki í geð. Futura-línan er hönnuð af Guðrúnu Gunnarsdóttur. Á /Mossbúðin VESTURGÖTU 2, SÍMI 22090 - 13404

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.