Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 B 5 HÓLMFRÍÐUR ÁRNADÓTTIR Hver er hún? Hver er hún? Svo spyrjum við gjarnan og þá er gott að vita hverra manna og hvað sá hinn sami hefur starfað, eða gert fyrir nafn sitt. Já, hver er hún? Jú, ég man svo langt, að hún varð einna fyrst til Hólmfríður Arnadóttir: Landslagsþema, 1985. Pappír-textíl. að brjótast undan þeirri kvöð, að vel klæddri konu væri skyldugt að klæðast kjól. Hún spígsporaði um bæinn á buxum, við hneykslan fólks. Blaðamenn birtu myndir og spurðu „er þetta framtíðin?" Jú, mikið rétt, það var framtíð- in. En einmitt þarna þekkti ég Hólmfríði. Hún er eins og íslenskt veður, síkvik og óútreiknanleg, óhamin af forskriftum en samt bundin eðli sínu og trú því. í kennslunni vill hún ekki pre- dika eða miðla staðlaðri þekkingu, heldur vekja og laða fram þörfina til að birta sinn innri mann og þora að sjá sjálfan sig. Já, hún er stundum þungbúin eins og haustregnið, stundum kyrrlát eins og haustkvöld, stund- um iðin, eins og valin til vorverka, kát eins og vorvindur. Hún á systur í blómgróðri ís- lenskra heiða, þolreyndum af mis- kunnarlausum stormum, en síðan brosblíðastur alls á fögrum sumardegi. Meira veit ég ekki, en Hólmfríð- ur er íslensk kona, óbuganleg og hefur gert samning við ósætti sitt gegn mannlegum forskriftum, frjáls og stolt kona. Má ég kynna Hólmfríði Árna- dóttur. Reykjavík, 25. júlí, Jón Ásgeirsson, tónskáld. Þú svalar lestrartKMf dagsins á sírlum MoPírmW ✓ Hugvit Og smekkvísi Hilda hf. hefur um árabil verið í fararbroddi í hönnun á fallegum og glæsilegum ullarflíkum. Það eru hönnuðir eins og Steinunn Bergsteinsdóttir sem með hugviti og smekkvísi hafa laðað fram eðliskosti íslensku ullarinnar og skapað einstæðan tískufatnað. Borgartuni 22, Reykjavík Hönnun: Margrét Gunnlaugsdóttir - Ljósmyndun: ímynd, Guðmundur Ingólfsson - Etni: Hespulopi frá Gefjuni TISKUBLAÐIPRJONI Tímaritið LOPI OG BAND, sérhannaðar íslenskar prjóna- uppskriftir ásamt ymsu öðru efni. Áskriftarsími 29393. Kemur út 4 sinnum á ári. Upplag 7.500 eint. tískublað í prjóni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.