Morgunblaðið - 14.08.1985, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985
Þjóðminjasafn íslands nr. 4380 b./Gísli Gestsson.
Altarisklæði frá dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal. Frá fyrri hluta, líklega öðrum fjórðungi, 16. aldar. Refilsaumur, varpleggur og lagðar útlínur. Ullarband
og lín- og málmgarn í hörléreft. Stærð 99x183 cm.
Nytjavefnaður
og listræn textíliðja
á íslandi á miðöldum
Frá landnámi íslands á
ofanverðri 9. öld og um
allar miðaldir, sem á Is-
landi eru taldar ná fram
til siðaskipta 1550, var allur vefn-
aður að undanskildum band-
vefnaði unninn í vefstað, kljá-
steinavefstað. Vefstaðurinn var
seinvirkur og erfiður i meðförum,
en þrátt fyrir það unnu íslenskar
konur á þjóðveldisöld í honum
tvær aðalútflutningsafurðir
landsmanna, vaðmál og varar-
feldi, en þeir voru yfirhafnir með
röggvaráferð. Framleiðslu varar-
felda virðist hafa verið hætt fyrir
lok 12. aldar, en vaðmál voru flutt
út langt fram eftir öldum, þótt
þau væru ekki aðalútflutnings-
vara eftir 1300. Auk útflutnings-
vörunnar voru ofnir flestir ullar-
dúkar, sem þörf var fyrir innan-
lands, einkum ýmsar gerðir vað-
mála, svo og einskefta, þar á með-
al tvistur, gisinn jafavefnaður úr
togi, sem hafður var sem grunnur
fyrir útsaum. Fátt eitt er varð-
veitt af íslenskum nytjadúkum frá
miðöldum. Helst eru það lítilfjör-
legar vefnaðarleifar og stöku
pjötlur úr flíkum, mestmegnis úr
vaðmáli, fundnar við fornleifa-
grefti.
Af rituðum heimildum má ráða
að vefnaður á Islandi á miðöidum
hefur verið kvennaverk. Fyrst
þegar lárétti vefstóllinn kemur til
sögunnar á 18. öld fara karlmenn
að vefa. Þó að ekki finnist dæmi
þess frá miðöldum, verður að telja
víst, eftir seinni tíma heimildum
að dæma, að það hafi verið lægri
stéttar konur sem inntu af hendi
hina erfiðu og grófu vinnu við að
framleiða söluvaðmálin og brúk-
unarklæðin. Af Búalögum, sem
hafa að geyma verðlagsskrár og
ákvæði um afköst og til eru í
mörgum gerðum allt frá 15. öld,
sést að konur hafa stundum starf-
að sem atvinnuvefarar. Þar eru
sérstök ákvæði um vefkonur, af-
köst þeirra, vinnukjör og kaup.
Engar heimildir eru kunnar um
nafngreindar vefkonur.
Þess skal getið að auk vefnaðar
tíðkuðust á miðöldum tvær aðrar
aðferðir við gerð textíla, að
minnsta kosti þegar um minni
flikur var að ræða. Þær eru nál-
bragð (vattarsaumur), sem varð-
veitt er dæmi um, ef til vill frá 10.
öld, og prjón. Um það síðarnefnda
fannst árið 1981 dæmi sem tíma-
sett er að svo stöddu til fyrri hluta
16. aldar, en áður var talið að
prjónatæknin hefði ekki borist til
Islands fyrr en á seinni hluta ald-
arinnar.
Á meðan vinnukonur og vefkon-
ur hafa staðið við grófan vað-
málsvefinn og unnið vöru til út-
flutnings, fengust heldri konur við
listræna textíliðju til að prýða
heimilin og eftir að kristni komst
á, einnig kirkjurnar. Ritaðar
heimildir frá því fyrir siðaskipti
eru að vísu fáskrúðugar að ná-
kvæmum lýsingum hvað þetta
snertir. Þó kemur glöggt fram af
frásögnum Islendingasagna, sem
ritaðar eru á 13. og 14. öld, að talið
var bæði við hæfi og lofsvert að
konur væru vel að sér í slíkrí
mennt, og að hannyrðir voru þátt-
ur í þeirri uppfræðslu sem efnað-
ar, ungar konur nutu á Islandi á
miðöldum líkt og í grannlöndun-
um. Varðveittar heimildir og verk
sýna að þeim var kenndur bæði
spjaldvefnaður og útsaumur og
varla fer heldur á milli mála að
þær hafi lært útvefnað í kljá-
steinavefstað, því að enda þótt
enginn slíkur sé varðveittur frá
þessu tímabili, virðist mega draga
þá ályktun af rituðum heimildum
bornum saman við skrautvefnað
frá seinni tímum.
Frá miðöldum eru varðveitt um
tuttugu útsaumuð klæði. Ekkert
[æirra er eldra en frá lokum 14.
aldar, ef þau eru þá svo gömul, en
meira en helming þeirra verður að
tímasetja til loka þessa tímabils,
þ.e. fyrri hluta 16. aldar. Útsaum-
uðu klæðin, sem svo vill til að eru
öll kirkjuleg, sýna að í hannyrðum
höfðu þróast mjög sterk þjóðleg
einkenni í mynstrum og saumgerð,
þó að fyrir komi ótvíræð áhrif er-
lendis frá í hvoru tveggja. Megnið
af útsaumnum er altarisklæði,
flest með refilsaumi, sem er lagð-
ur saumur eins og á Bayeuxreflin-
um. Mótífin sýna meðal annars
dýrlinga og helgisögur, og flest
eru klæðin saumuð með ullar-
bandi í innflutt hörléreft, þó ein-
stöku sinnum í tvist. Einu dæmin
um íslenskan mynsturvefnað frá
þessu tímabili eru fjögur spjaldof-
in bönd úr ull; smábútur af mjóum
borða frá 10. öld og þrjú tiltölu-
lega breið bönd, margbrotin að
gerð, sem varðveist hafa á altar-
isklæði frá lokum miðalda.
I heiðni og fyrst eftir kristni-
töku hafa höfðingjasetur verið
miðstöðvar hannyrða sem annarr-
ar menningar, en eftir stofnun
biskupsstólanna í Skálholti og á
Hólum (1056 og 1106) og seinna
nunnuklaustranna tveggja í
Kirkjubæ og á Reynistað (1186 og
1295), var eðlilegt að þessir staðir,
einkum klaustrin, yrðu smám
saman aðalhannyrðasetrin. Hinar
fáu heimildir sem til eru virðast
líka staðfesta þýðingu þeirra, en
gefa ekki tilefni til að gera meira
Gefjun er alltaf
í taktvið tímann
Sögu GEFJUNAR má rekja til ársins 1897. Það ár voru
fyrstu vélar Tóvinnufélags Eyfirðinga settar í gang.
Tilgangur með stofnun félagsins var að létta undir
ullariðnaði heimilanna, sem í þá tíð var veigamikill þáttur í
íslensku þjóðlífi.
Arið 1930 keypti Sambandið verksmiðjuna. Nú er hún
rekin sem, hluti ullarsviðs Iðnaðardeildar Sambandsins.
Aklæði, gluggatjöld og værðarvoðir úr íslenskri ull eru
uppistaðan í framleiðslu Gefjunar. ISLAND áklæðið er þekktast og
nú hafa ISLAND POINT og VIGDÍS ásamt MIKLA og NJÁLI fengið
góðar undirtektir. SAGA, eitt elsta áklæðið frá Gefjun eykur
stöðugt vinsældir sínar.
GEFJUN framleiðir værðarvoðir úr 100%
íslenskri ull; í samræmdum litum við áklæði og gluggatjöld.
Hjá Gefjun er ekkert lát á þróuninni.
GCPJun /cpol IS