Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 14.08.1985, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 B 7 Þjóðminjasafn Islands nr. 10886. Halldóra Ásgeirsdóttir. Hluti af spjaldofnum borða úr ull- arbandi. Breidd um 6,5 cm. Frá 15. öld eða ef til vill eldri. úr hlut klaustranna en biskups- setranna. Varðandi Skálholtsstað eru heimildirnar að vísu mjög óljósar, en á Hólastað virðist mega merkja verulega starfsemi á sviði textíllistar, ekki aðeins við upphaf tímabilsins, heldur einnig undir lok þess. í biskupstíð Jóns Ögmundsson- ar á Hólum (1106—1121) er sagt frá hinni hreinferðugu og lærðu jungfrú Ingunni Arnórsdóttur, sem saumaði klæði með helgra manna sögum. Úr biskupstíð Jóns Arasonar (1524—1550) er vitað að fylgikona hans, Helga, sem orð- lögð var bæði fyrir fegurð og hag- leik til hannyrða, og dótturdóttir hennar, Þóra Tumasdóttir (Tóm- asdóttir), saumuðu báðar fyrir Hóladómkirkju, Helga tíu aura virði ár hvert. Enn ein nafngreind kona, sem menn vita þó ekki frek- ari deili á, Ingibjörg Þorvarðs- dóttir, vann að útsaumi í þágu dómkirkjunnar, ef til vill á seinni hluta 15. aldar. Hvað klaustrin snertir er heimild um að nunnurn- ar í Kirkjubæ gerðu um 1400, að fyrirlagi Vilchin Skálholtsbiskups, stórfenglega refla, refilsaumuð? veggtjöld um Stórustofu á bisk- upssetrinu, og önnur heimild frá 1413 greinir frá því að tveimur ungum stúlkum var komið til lær- ingar í Reynistaðarklaustri. Auk þess er varðveittur útsaumur með áletrun þar sem fyrir kemur titill, nafn og heimili síðustu abbadísar á Reynistað (1508—1551), lög- mannsdótturinnar, Sólveigar Rafnsdóttur. Eitt dæmi enn er nafngreind kona úr leikmanns- stétt, að öðru leyti óþekkt, Arn- þrúður Árnadóttir, sem sam- kvæmt samningi frá 1489—90, átti að sauma eina rúmábreiðu á ári fyrir ábótann í Munkaþverár- klaustri. Dæmin þrjú um nunnurnar í Kirkjubæ, Arnþrúði Árnadóttur og Helgu Sigurðardóttur, benda til að hannyrðir hafi, að minnsta kosti er líða tók á miðaldir, verið viðurkennd starfsgrein með heldri konum og að þær bæði innan og utan klausturveggja kunni að hafa unnið nánast sem atvinnumenn á þessu sviði. Af Búalögum virðist mega draga þá ályktun að þetta hafi ekki verið óalgengt því að þau til- greina sérstaka taxta fyrir hverja alin af saumuðu líni og eins fyrir íslenskar ábreiður. Einhverjar ástæður hafa legið til þess að fast verðlag hefur verið á þessari framleiðslu og er freistandi að hugsa sér að til dæmis útsaumaðir reflar hafi á þessum tíma verið meir eða minna stöðluð vara á ís- landi, unnin gegn þóknun eða til sölu eftir pöntun. Elsa E. Guðjónsson DÓMNEFNDIN sem valdi verkin á Norrænu vefjar- listarsýninguna 1985—86. Frá vinstri: Britta Erixon frá Svíþjóö, Kirsti Bantanen frá Finnlandi, Ragnhild Monsen frá Noregi, Inger-Johanne Brautaset varaformaður fram- kvæmdanefndar Norrænu vefjarlistarsýningarinnar, Ma- iken Monnerup frá Danmörku og Ása Ólafsdóttir frá íslandi. jL . / The Glimákra Looms. hjá okkur Rakgrihdur Skeiöar, og adrir fylgihlutir í vefstóla Vefjargarn ISLENSKUR HEIMILISIÐNAÐUR Hafnarstræti 3, sími 11785 imr 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.