Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 8

Morgunblaðið - 14.08.1985, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. ÁGÚST 1985 mmi\\ BIL AD BRÚA LIST, LISTIÐNAÐUR, IDNHÖNNUN Vörugæði eru eftirsóknarvert markmið allra er framleiða iðn- aðarvörur í dag. Gildir þá einu á hvaða sviði framleiðslan er. Þessu veldur aukin samkeppni á stöðugt stækkandi og opnari markaðssvæð- um, aukin menntun og upplýsingamiðlun er stuðlar að almennari vöruþekkingu og með- vitaðra vörumati en áður. Gæðahugtakið eitt og sér hefur einnig öðlast meira umfang en áður var. Nú er ekki lengur aðeins spurt um slitþol og endingu hluta. Hagkvæmni þeirra í notkun og viðhaldi hefur ekki síður mikla þýðingu og enn einn þátturinn, hinn fagurfræðilegi, hefur afgerandi áhrif á markaðshæfni framleiðslunnar, lengd fram- leiðsluskeiðs og söluferils. Líftími vörunnar sem ákvarðast af samkeppnishæfni hennar á markaðnum þarf að verða sem lengstur. Það eru ekki síst þessi síðastnefndu atriði, sem gera kunnáttusamlega og vandaða hönnun eftirsóknarverða fyrir framleiðend- ur og söluaðila á öllum sviðum iðnaðarfram- leiðslunnar í dag. Hér eru engin ný sannindi á ferð en að sama skapi aldrei of oft sögð. Frá upphafi iðnbyltingarinnar, þegar vél- ar leysa handiðnaðarmenn af hólmi, hafa menn glímt við þá þraut að hemja vélarnar undir vilja mannsins, gefa framleiðsluhlut- um það form og þá gerð, sem hinn skapandi mannshugur ákveður útfrá margþættum forsendum efnis, tilgangs og tækni. Stöðug tækniþróun gerir það að verkum að þessi glíma er enn í dag jafn raunhæf og hún var um miðbik 19. aldarinnar. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem á annað borð leiðir hugann að þróun lista á íslandi, að mikil gróska hefur undan- farið átt sér stað á sviði textíllistar og þá einkum er lýtur að hinu frjálsa tjáningar- formi þessa miðils. Ekki síst með tilkomu Norræna textíltri- ennalsins hafa íslenskir 'istamenn vakið á sér athygli á þessu sviði og engum blöðum er um það að fletta að þá sem hæst ber má hiklaust setja í úrvalsflokk textíllistamanna í heiminum. Varla verður þessi merkjanlegi árangur rakinn til eldri hefðar eða langrar þróunar. Miklu fremur að íslenskir form- listamenn hafa leitað víða fanga í menntun sinni og verið óbundnir af eldri hefðum í sjónmenntum, átt auðvelt með að nálgast viðfangsefni og ný viðhorf með opnum huga. Hinn sterki þjóðlegi tónn í verkum þeirra verður fremur rakinn til náttúru landsins, en eldri fyrirmynda. Á sama tíma hefur verið gert stórt átak í ullariðnaði landsins og markaðsfærslu á ull- arvörum. Vörur unnar úr ull eru þannig í dag með mikilvægari útflutningsgreinum. Hér er um vandasama og viðkvæma fram- leiðslugrein að ræða, sem öðru fremur grundvallast á góðri hönnun. Með þetta í huga verður sú spurning áleitnari en ella hvort hér megi gera betur. Hvort hinu skapandi afli hönnunarinnar hafi verið búin þau skilyrði að þau mættu nýtast þessari mikilvægu útflutningsgrein sem best og þó miklu fremur má spyrja, hvort hugsað sé til framtíðar í þessum efn- um. Vitað er að islenskir framleiðendur hafa í einstöku tilfellum leitað til erlendra hönn- uða um lausnir viðfangsefna. Um það er lít- ið að segja. En leiði það til þess að íslenskir hönnuðir komist þarmeð ekki í snertingu við þau verkefni sem hér er um að ræða, er það miður og horfir ekki til framfara á þessu sviði. Það er mikilvægt að íslensk fyrirtæki þurfi ekki í framtíðinni að leita til útlend- inga um hönnun framleiðslu sinnar. Ef eitthvað vantar á að ísienskir hönnuðir geti leyst þau verkefni sem um er að ræða, verð- ur að skilgreina í hverju sá brestur er fólg- inn og bæta úr, hvort sem um er að kenna menntun eða starfsþjálfun hönnuðanna eða viðhorfum framleiðenda. í þessu sambandi má til gamans vitna í orð H.O. Gummerus, sem var framkvæmdastjóri Finnska listiðn- aðarfélagsins á árunum kringum 1950, þeg- ar finnskur listiðnaður og iðnhönnun brut- ust út úr skelinni og festu sig í sessi með margháttuðum viðurkenningum á alþjóðleg- um sýningum. Svar hans við þeirri spurn- ingu, hvort finnskur iðnaður gæti vænst sömu velgengni í framtíðinni og hingað til, en hún var lögð fyrir hann í sambandi við 100 ára afmæli Finnska listiðnaðarfélagsins 1985, var, að svo framarlega sem Finnar hönnuðu sjálfir sínar iðnaðarvörur og leit- uðu ekki skapandi hugsunar fyrir finnskan iðnað til annarra, væri framtíð finnsks iðn- aðar, finnskrar hönnunar, tryggð. í þessu felst líka að vissu leyti sá kjarni að öll framleiðsla á upphaf sitt í hugsun, HUGMYND, skilgreiningu þarfar. Hér vakna vissulega margar spurningar, t.d. um stöðu Myndlista- og handíðaskólans, sem um langan tíma hefur verið megin menntastofnun landsins á sviði sjónmennta. Þar hefur verið unnið mikið starf, árangur þess er blómlegt og athafnasamt myndlist- arlíf, eða vildi einhver missa það úr þjóðfé- lagsmyndinni. En skólanum hafa samt aldrei verið sköp- uð þau skilyrði að geta fullmótað sína „framleiðslu" og hvað hlut hönnunarmennt- unar varðar, þarf að taka mið af þörfum íslensks iðnaðar, sem þar hefur orðið útund- an. Farið hefur fyrir að í bígerð séu breyt- ingar á skipulagi og stöðu skólans. Það er vissulega tímabært. Þó er ekki ljóst nema að mjög takmörkuðu leyti í hverju þær kunni að felast og verður það því ekki gert að umfjöllunarefni hér. Áðeins skal undirstrik- að og þeim tilmælum beint til þeirra, er um þessi mál fjalla, að mikil nauðsyn er á að opna þá umræðu og leita álits starfandi hönnuða á hinum ýmsu sviðum ekki síður en þess hluta framleiðsluiðnaðarins, sem er háður þjónustu hönnuða. Þessa umræðu má ekki loka af að baki „Klausturveggja kerfis- ins“. Ef einhver þáttur menntunar er háður því að vera í snertingu við æðaslög lífsins, er það menntun hönnuðarins, hvaða forskeyti sem menn síðan velja honum. En hér eins og á er bent í upphafi þessara orða eru það gæðin sem öllu máli skipta, sé til lengri tíma litið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.