Morgunblaðið - 01.10.1985, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 01.10.1985, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGAR1. OKTÓBER1985 B 5 Morgunblaöið/Þórarinn Ragnarsson • Árni Tómas Ragnarason læknir og sonur hans Ragnar sigruðu í tvíliðaleiknum í opna „Þrekmótinu" f tennis. Þeir feðgar eru með snjöllustu tennisleikurum landsins og hafa leikið mjög vel á mótum í sumar. Þrekmótið í tennis: Feðgar sigruðu í tvíliðaleik UM HELGINA lauk þrekmótinu í tennis, en mótið var haldiö á veg- um Þrekmiöstöðvarinnar ■ Hafn- arfirði á ágætum völlum hennar. Keppendur voru alls 22 og var keppt í einliðaleik í A- og B-flokk- um ásamt tvíliðaleik. í A-flokki sigraöi Kjartan Óskarsson, en hann sigraöi Árna Tómas Ragnarsson í úrslitaleik 7—5, 6—1. Árni leiddi leikinn framan af, en síöan náöi Kjartan yfirhendinni og lék glæsilega í ööru setti, sem hann vann mjög örugg- lega. Af öörum úrslitum í A-flokki má nefna, aö Ragnar Tómas Árna- son 15 ára sigraöi nýbakaöan is- landsmeistara í tvenndarleik, Guö- mund Eiríksson, óvænt, en mjög örugglega 6—1, 6—1. Náöi Ragn- ar með því 3.-4. sæti á mótinu. I B-flokki fóru fram margir jafnir og spennandi leikir. I undanúrslit- um sigraöi Margrét Svavarsdóttir, islandsmeistari kvenna 1984, Kolbein Kristinsson i jöfnum og spennandi leik 6—1, 1—6, 6—4 og Einar Asgeirsson sigraöi Victor Urbancic 6—2, 6—2. Til úrslita léku því Einar og Margrét og var fyrsta sett jafnt og sþennandi, en Einar vann þaö þó aö lokum 6—4 og svo annaö sett og þar meö leik- inn auöveldlega 6—0. Einar, sem er 17 ára, hefur aöeins leikiö tenn- is í 1 ár og kom því sigur hans töluvert á óvart, en hann lék mjög vel og hefur hann sýnt skjótar framfarir. I tvíliðaleik sigruöu feögarnir Árni Tómas og Ragnar Tómas þá Christian Staub og Kristján Bald- vinsson í jöfnum og spennandi úr- slitaleik 4—6, 6—2, 6—4. Þrekmótiö var síöasta tennis- mót sumarsins, en þó er fyrirhug- aö aö koma á skyndimóti í Þrek- miöstööinni eftir 2 vikur í sam- bandi viö tokahóf tennisleikara, sem veröur haldiö í Þrekmiöstöö- inni á næstunni. • Pétur Björnsson gerir sig hér kláran fyrir aó skjóta að marki Þróttar í leiknum a laugardaginn. Til varnar eru fjórir Þróttarar en þeir koma engum vörnum við. Pétur skoraði alls fimm mörk í leiknum gegn Þrótti. Morgunblaöiö/Bjarni V| Vestfrost FRYSTIK1STUR . DÖNSK gœóavara VESTFROST frystikisturnar eru búnar hinum viöurkenndu Danfoss frysti- kerfum. Hverri VESTFROST frystikistu fylgja 1-2 geymslukörfur. Aukakörfur fáan- legar á hagstæöu veröi. VESTFROST frystikisturnar eru allar búnar sérstöku hraöfrystihólfi og einnig má læsa kistunum. Innrabyrði er úr rafgalvanhúöuöu stáli með inn- brenndu lakki. VESTFROST verksmiöjurnar i Esbjerg er ein af stærstu verksmiöjum sinnar tegundar á Noröurlöndum. 201 Itr. 19.295.00 271 Itr. 21.149.00 396 Itr. 23.978.00 506 Itr. 27.641.00 LÍTRAR 201 271 396 506 BREIDD cm 72 92 126 156 DYPT|Cm án HANDFANGS: 65 65 65 65 HÆÐ cm 85 85 85 85 FRYSTIAFKÖST pr SÓLARHRING |kg 15 23 30 30 ORKUNOTKUN pr SÓLARHRING kWh 1,2 1,4 1,6 1,9 ^ Afsláttarverð vegna smávægilegra útlitsgalla

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.