Alþýðublaðið - 08.01.1932, Page 2

Alþýðublaðið - 08.01.1932, Page 2
ALÞÝÐUBLAÐÍÐ * Fjáihagsáætlun RejrbjavikBr. Á bæjarstjórnarfundinum; í gær fór fram fijrri hluti síðari um- ræðu um fjárhagsáætlun Reykja- vikur. Stefán Jóh. Stefánsson talaði af hálfu Alpýðuflokksins, Benti hann fyrst á, að dráttur sá, sem orðinn er á afgneiðslu fjárhagsáætlunar- innar er óhæfiiegur. Frá nýjári og þangað til hún er fullgerð' er höfuðborg íslands fjárlagalaus. Á meðan er borgarstjóra-einræði um fjármál hehnar. Þannig hafi borg- arstjórinn lækkað án heimildar dýrtíðaruppbótargreiðsiu til starfs- manna bæjarins úr 40%; í 25%. Knútur póttist svo sem vel hafa gert að lækka hana ekki í 17V3%! St. J. St. vítti einnig þann ó- hæfilega drátt, að neikningur bæj- arins fyrir árið 1930 hefir enn ekki verið borinn undir bæjar- stjórnina. Lþriðja lagi benti hann á, að samkvæmt fjárhagsáætlun- arfrumvarpi borgarstjóra er viiÖ- b ó ta r n i ð u rj ö f n u n i n n i um 220 þúsi kr. — ætlað að vera utan við alla áætlun um tekjur bæj- ariris. Slík aðferð sé óhæfileg og nái engri átt. Tvent sé þó fyrst og fremsí og allramest óhæfilegt við frum- varp þetta, þótt um ýmislegt fleirn sé því mjög ábótavant. Annað er það, hve sárlitið er ætil- að til verklegra framkvæmda, ■ - allsherjarniburskurður þiegar at- vinnubótaframlagið er frá skilið, —■ í stað þess að bæta nú svo að um munaði úr atviinrauskorti al- mennings. í því sambandi henti St. J. St. á þá óvissu, sem á því er, hvenær byrjað verður á salt- fiskveiöum hér í vetur. Þeim mun meiri nauðsyn beri til, að bæirinn auki framkvæmdir sínar, en dragi ekki úr þeim. Hitt öfugstreymið í áætluninni er lækkun dýrtíðar- uppbótarinnar tirl starfsmanna bæjarfélagsins, úr 40 i 25%. Stefcán benti á, að al.lir iáglaun- uðu bæjarstarfsmennirnir hafa minna en þurítarlaun. í ofia'tiálag hefir nú komið fall krónunnar og þar af leiðandi vöruhækkun, sem þegar er byrjuð að skella á af þeim sökum, og muni þar þó að eins sén byrjun þeirrar afleiðing- ar krónubrapsins. Lækkun dýrtíð- aruppbótar myndi einnig misrétti i launagreiðslum bæjarins, því að sumir starfsmennirnir hafa fastan kaupsamning, sem mismunandi dýrtíðaruppbót annara breytir ekki. Þótt þing og stjórn fremji rangiæti gegn láglaunuðum ríkis- starfsmönnum, þó beri bæjar- stjórninni ekki að herma það eft- ir. Áætlunin geriir að vísu ráð fyrir atvinnubótum — á pappírnium, en þar sem allar aðrar verklegar framkvæmdir bæjarins eru strik- aðar út, þá er niðurstaðan sú, aö upphæðin tiil verkliegra fram- kvæmda veröur lœgri heldur en hún hefir verið sum undanfarin ár, þegar ekki hefir verið áætluð nein atvinnubótafjárveiting. — Rífleg bæjarvinna myndi forða mörgum frá því að þurfa á fá- tækrastyrk að halda, en það aftur draga úr auknum bæjarútgjöldum til fátækraframfærslu, sem hljóti ella stórum að hækka í ár. Ef fjöldi fólks neyðist til að siegja sig tiil sveitar, þá getur bærinn þó ekki hummað fram af sér aö leggja fé af mörkum til þess að halda lífinu í því, og ekki sé sú aðferð betri né heppilegri heldur en að verja fénu til aukiinnar at- vinnu viiö gagnlegar framkvæmd- ir. Síður en svo. En þótt svo kynni, að fara, að sú upphæð yrði eitthvað lægri, sem fátækrafram- færið hækkaði1 um, með því að hrapa fólkinu þannig á sveitina, heldur en sem næmi ríf'egri fjár- veitingu tiil verkliegra fram- kvæmda og þar með aukinmar at- vinnu, þá sé skylda þeirra, sem efnin hafa, að leggja fram fé til bjargar meðbræðrum sínum á neyðartímum, og skylda bæjar- félagsins að breyta samkvæmt því og taka fyrst og fremst tillit til þess mikla fjölda fólks, sem þarf aukna atvinnu til þess að geta komist af. Knútur bar fram þá fáránlegu athugasemd, að þeir efnamenn, sem eigi eignir sínar í öðru held- ur en peningum, geti ekki gripið til þeirra til að greiða með út- svör sín, og það verði líka að taka mieð í reikninginn þegar út- svör þessara manna séu ákveðin. — Samkvæmt þeirri kenningu ættu eignamenn ekki að þurfa annað en að kojna eignunum í verðbréf eða fasteigniir, til þess að losna við að greiða hæfileg út- svör af þeim(I). I öðru lagi sagði Knútur: Þið bendið ekki á neinar nýjar fjár- öflunarilieiöir, í stað þess eiinis að hækka útsvörin. ,— St. J. St. benti á, að þetta væri alrangt hjá Knúti. Alþýðuflokkurinn hefir bent á verðhækkunarskatt, hækk- un fasteignaskatts. og bæjarnekst- ur kvikmyndahúsa til þess aö afla bænum tekna. Það er meiri hluti bæjarstjórnari'nnar, hinn ráð- andi íhaldshlutii, sem ekki hefir viiljað aðrar aðferðir til tiekju- öflunar bænum en útsvörin ein. Það er hann, sem á sökina. í Portúgal. EiMræÖisstjórn ríkir í Portúgal. U p preis na rt ilra li nir voru gerðar víða siðastíliÖið ár. Voru þær bældar niður, en erfitt reyndist einvaldanum þó að glíma við ýmsa eyjabúa, og sendi hann sjó- herdeild á hendur þieim með mikl- um kostnaði. Nú hefir verið lagð- ur sérstakur skattur á laun allra starfsmanna ríkisins. Ástand er mjög ilt í landinu og horfurnar slæmar. Atvinnuleys: er mikið. Laun sveifaverkamanna hafa lækkað svo, að nú eru þau ag eims sem svarar rúmlega 1 ísl. krónu á dag (6 escudos, en 110 esc. jafngi'lda sterlingspundi). Svona er ástandið undir stjórn Portúgalsiernvaldanis, (Sainkv. FB.- fregn.) Ráðstefna nrlopja Norðnr- iandarikja. K.höfn 7. jan. U.P. FB Ráðstefna utanríkismálaráðherra, Norðmanna Dana og Svía, til þess að ræða fjárhags^ og viðskifta-mál, hófst i gær og heldur áfram í dag, Að henni lokinni verður gefin út op- inber tilkynning um viðiæðurnar, Talið er, að á ráðstefnunni sé mjög rætt um aukin viðskifti milli Bretlands og Norðurlanda. Fulivist er, að Grænlandsmálið verður ekki nefnt á ráðstefnunni, Khöfn, 8. jan. Opinber tiikynning hefir verið gefin út um viðræðurnar. Segir þar: Ráðherrarnir ræcldu um við- skiftamál, stjórnmál og fjármál og ieltuðust við að kynnast siem bezt skoðunum hver annars með það fyrir auguml að samvinna geti orðið þegar þörf krefur, en ann- ars var ákveðið að fulltrúar utan- ríkisráðuneytanna konii saman til viðræðna við og við, eftir því sem henta þykir vegna viðskifta- ástandsins í álfunni. Skaldagreiðslufrestanir í Danmorkn. K.höfn 7. jan. U.P. F B. Ríkis- stjórnin hefir lagt frumvarp fyrir fó'ksþingið um umboð héraðsfógeta til þess að veita frest á greiðsium á afborgunum ogvöxtum veðskulda þegar þannig er ástatt, að skuldu- nautarnir geta ekki staðið í skilum vegna yfirstandi erfiðleika, en eiga fyrir skuidum. Heimilt er að veita bæði bændum og eigendum fiski- skipa slíkan greiðslufrest. Korenmenn seilast eftir lífi Japanskeisara. Tokiio, 7. jan. Mótt. 8. jan. U. P. FB. Þegar Japanskeásari var að aka hieiim af hersýningu, v-ar sprengikúlu varpað á vagn hanis. Hvor-kÍ! keisarinn eða þeir, siem með honum voru í vagnimim, meiddust, en hermaður úr ridd- araliðinu, sem reið á eftir vagn- inunj, meidd.ist og hestur hans. Lögreglan hefir hafið allsherj- ar samansöfnun manna, sem hafa róttækar skoðanir, og býst við, að eitthvað hafist upp um tilræðið, er yfirheyrshir hafa farið frarn. Siðar: Þrír Kóreumenn tókú þátt í samsærinu að ráða Japans- keisara af dögum. Japanar hafa kúgað alia sjálfstæðisviðleitni Kó- reumanna síðustu áratugi. Iaukai, hinn nýi forsætisráðherra Japana,. Lítll-dómur. Það furðaði marga að lesa „Stóradóm", ritgerð eftir G. Hann- esson prófiesisor í Leisbók Morgun- blaðsins 6. f. m., þótt það Sé komið upp úr á oss, lesendum blaðsins, að sjá þar sitt hvað skringilegt eftir prófesisorinn eða undir fangamarki hans: G. H. Auðséð er á „mottóinu" og öllunt anda greinaiinr.ar, að höfundurinn þykist ekki lítið af henni. Hann býst auðsjáanlega við meiri á- hrifum af henni heldur en hinum óteljandi smágreinum og frétta- pistlum, sem hafa birzt í Mpr'gun- blaðinu undir merki hans um 1—2 ára skeiö, og hefir hann þó víða þózt hitta naglann á höfuðið i þeim pistlum. Ekki getur komiö til mála að ifara í venjulegt blaða-aurkast við hinn aldraða og heiðri krýnda lækni'sfræðiprófessior, og margt er sem hindrar það, að hægt sé að rökræða málið, sem alt snýst um — bannlögin — við hann. Þetta er ástæðan til þess, hve litilfjörlega hefir verið tekið til máls gegn honum. Menn vilja ekki ráðast móti manni í hans stöðu og segja honum til syndanna, nema óhjá- kvæmilegt sé, og menn langar mjög lítið til að leggja út í nök- ræður urn hannið við mann, sem í stað röksemda um bannlögin flytur óstaðfestar fregnir, tíndar. upp úr léttmetisdálkum erlendra blaða, í stað sönnunargagna, og titlar andmælendur sína „eitthvert bl-essað flón“, þegar önnur rök þrýtur. Nei, hitt hefir verið venj- an, að rétta G. H. hægri vang- ann eftir höggið á þann vinsitri, og sama sið mun verða haldið alla þá stund, sem „þýtur í þieim skjá“. — Það er ekki um brot að ræða á þessari neglu, þó birzt hafi mjög hógværar athugasemdir við sumt „þusið“ í prófeisisornum, eins og t. d. fyrir nokkru í ,,Vísj“ eftir Ágúst Jónsson, Gnettisg. 8,. og nýlega í ,(Sókn“ og „Alþýðu-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.