Alþýðublaðið - 12.01.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.01.1932, Blaðsíða 3
 lifcPSÐQBte*Ð!Ð Rakavarnarlog í steinhúsum Þess er krafisit í byggiingarisam- þykt Reykjavíkur, að raka- varnarlög séu notuð í isteiinhús, tiO pess að vatn úr jörðinni gangi ekki upp í veggi og gólf hús- anna. Að rakavarnarlögin séu lögð er eitt af því, sem bygging- arfulltrúi bæjarins lítur eftúr. Rakavarnarlögiin eru eitt af því. sem sérkenníir ísfenzka steinhúsa- smíði. Það er orðin venja hér á landi' að nota tjörupappa í raka- varnarlögin, og láta pappann liggja pvert i gegnum ytri vegg- ina þverhönd fyriir ofan ytri jarð- arflöt. Þetta pappalag gengur pví upp og niður í veggjunum eftir pví sem jörðin hallast í kringum ihúsið. í kjallaragólf eða pað gólf, sem hvílir á jörðiinni, ef eigi er kjaLlari', er eimnig lögboðið að sietja rakavamariag, og er pað sett lárétt í miðja steypuna eftir öliu flatarmáli gólfsins. Þar sem pað er fremur dýrt að leggja rakavarnarlög í hús, viil ég mælast til pess að menn geri sér skýra greiin fyrix, hvers konar rakavarnariög eru ódýrust og bezt, og hvort rakavarnarlögin séu nauðsynleg. Fyrir nokkrum árum, pegar menn kunnu ekki að blanda steinsteypu og steinhús vana'Lega hripiláku, pá hefir einhver byrj- að á því að nota tjörupappa í veggi og gólif, til pess að verjast; að vatn úr jörðinni gengi upp í steypuna. Nú hefir notkun raka- varnarlaganna komlst upp í vaina víðast á landinu, og síðan 1924 hafa rakavarnariliögin verið lög- boðin við húsabyggingar hér í Reykjavik. Með pví að krefjast að raka- varnarlög séu lögð í steinhús, er um leið óbeinlínis viðurkent að steinstieypan sé svo léleg, aö hún haldi ekki vatni'. Það er samt nauðsynlegt að ytri veggir stein- húsa séu vatnspéttir, ef húsin eiga að vera göð tiil íbúðar og stand- ast áhrif frosta og óveðra. Rakavarnariögin eru lögð í ytri veggina, eins og áður er tekið fram, pverhönd fyrir ofan ytri' jarðarflöt, og brjóta pau pví ueggina alveg í tvent og veikja pannig stórkostlega mótstöouafl húsanna gegn jardskjúlftum. 1 kjaUaragólfum skifta rakavarnar- iögiin gólfimu í tvejrít í miðju eft- ir láréttu, sem minkar mjög mik- ið burðarmagn þess, og þarf pví gólfið að vera miklu- pykkara en ef pað væri steypt sem ein held. Ef rakavarnarlög eru lögð í hús, pá eiga pau alls ekki að vera úr tjörupappa, sem er dýr og brýtur húsiö alveg í tvent, held- ur eiiga rakavarnariögin að vera nokkurra cm. pykt lag af' vatns- péttri steimsteypu. Steiusteypuna þarf að nota í veggáma, hvort sem hún er notuð par sem rakavarnr •arlag eða ekki. Og það myndi' vera sáralítill aukakostnaður að vanda steypuna á nokkurra cm. pykku lagi. í veggjunium, svo að pað héldi vatni eins vel og beztj tjörupappi. Vatnspétt stetnsteijpu- lag sem rakavarnarkig mgndi gera veggina aó einni óbrotinni heild frá grunni til topps. Af pessu ætti almenningi að vera pað héldi vatni eins vel og bezti eru notuð í steinhús, pá eiga paa að vera úr steinstegpu, en ekki úr tjörupappa. Rakavarmarlögin pýða líti'ð í ó- vatnspéttum steinveggjum, ef ytra borð veggjanna er ekki verndað gegn pví, að rigmimgarvatn kom- ist inn í pað. Því þaö er mikið- léttara fyrir slagveður að koma vatni í gegnum óvatnspétta stein- steypuveggi heldur en pað er fyr- ir vatn úr jörðimmi að koinast upp eftir peim. Rakavarnarlög pýða því sára lítið, nema húsin séu einnig verndub gegn rigningu. Máining hef;rr oft verið notúó hér á liandi til pess að fá húsin vatnsþétt, en á henni er sá galli', að hún er rnjög dýr og parf stöðugt viðhald. Réttasta og bezta lieiðin tiil þess að fá húsin vatnspétt er að byggja veggi'na sjálfa úr vatns- péttri steiinisteypu. Vatnspéttir steinstieypuveggir eru jafnvel ó- dýraii en óvatnsþéttiir veggir, pví í pá síöarnefndu er sóað miklu af lélegu efni. En til pess að fá steinsteypu vatnspétta parf bæði pekkingu og vandvirkni, og petta tvent vantar tilönnanlega við gerð flestra steinhúsa hér á landi. Séu sjálfir veggirniir gerðir úr vatnspéttri steinsteypu, pá parf engin rakavarnarlög, því veggirn- ir eru pá jafn vatnsþéttir gegn Taka frá jörðinni sem rigningu. Lögum samkvæmt eru húsa- byggjendur hér í bænum skyld- ugir að leggja rakavarnariög í húsin. Og Reykjavíkurbær kostar mann til pess að sjá um meðal annars að ytri. veggir á hverju einasta steinhúsi séu brotnir i tvent rétt fyrir ofan ytri jarðar- flöt. Þetta á að vera gert til pess að vatn úr jörðinni gangi ekki jupp í veggina. En pað eru engin lög og ekkert eftirlit með pví, áð húsin séu ekki hriplek fyrir hin- um tíðu rigningum hér á landi. Ætli pað sé ekki kominn tími til að byggingarnefnd endurskoð- aði ákvæðin um rakavarnarlög- in og önnur atriði í byggingar- samþykt Reykjavíkur ? Jón Gunnarsson. Kona Gandhis handtekfn. Lundúnum 11. jan. UP.—FB. Fregn frá Bombay hermir, að kona Gandhis og Miss Patel hafi verið handteknar. Blaðasolumaðurinn .Hann situr eins og alla aðra daga á útistólinum sínum á bak við blöðin sín og horfir fram hjá fólkinu, sem gengur eftíir götunni. Augun stara sljótt á eitthvað, sem er langt, langt í burtu. Konunni hans hafði ekki tekist að hug- hreysta hann aÖ pessu sinni, pví að nú var hún einnig búin að gefa upp al'la von. Hann sperrir tréfótinn út í iLoft- ið eins og hann vi'ldi með pví ákæra heiminn. Við atvinnuieys- iingja, sem sezt hjá honum, segir hann ákveðinn án þess að líta á hann: „I kvöld geri, ég enda á öllu sarnan!“ Atvinnul'eysinginn horfir á hann eins og hann viti ekki við hvað hann á. Én þegar hann áttar sig á pví, stendur hann á fætur og gengur burt frá kryp- lingnum án þess að kveðja. Þokan grúfiir yfitr götunni, og pað er einhver ósiegjanleg preyta í loftinu; pað er svo ei'nmanaliegt í pessum löngu, háværu göturm Trén, sem eru hinum megin við götuna, hafa feit sieinustu blöðin og standa nú óhreyfanleg án pess að nokkurt lífsmark sé sjáanlegt með peim. Það er eins og heim- urinn ætli að kafna í þokunui. Alt í einu safnast hei.ll hópur af mönnum mieð hrópum og skammaryrðum utan um bíl úti á miðri götunni. Maöurinn á bak við blöðin hrekkur við og sér konur í hræÖslufáti flýta sér burtu, án þess að líta við. HanrV sér að eitthvað er að, og stendur á fætur. Tveir karlmenn draga telpukrakka undan hjólum vagns- ins og bera hann pegjandi burtu. Kryplingurinn rekur upp angistar- óp og háltrar á eftir þeim\ í d.anð- ans ofboði. Honum fanst sem hann sæi andl.it litlu dóttur sinn- ar nábleiikt og lagandi í blóði. Og honum sýndist hún teygja handleggiina í áttina til hans. Þeg- ar hann nær mönnunum sér hann ópekt aandlit. Hann stanzar án pess að segja eiitt eiinasta orð; pað er eins og pakklætíisstuna komi frá brjóstí hans. Þokan um- lykur hann aftur. Hann horfisr á blóðið á götunni. Bíllinn er horf- inn; það var kvenmaður, sem stýrði honum, ‘máluð í landiiiti og róleg eiins og ekkert hefði í sfcor- ist. Mannpyrpiingin hefir tvístrast, allir eru horfnir út í þokuna. Hann haltrar til baka og sezt aftur á bak við blöðin. Hann getur ekki gleymt þesisari sjón. Þiegar örlítíð rofar til í lofti. og sólin sendiir gefela sína niður á götuna fyrir framan hann birtiir einnig í huga hans. Þegar klukkan í kirkjutunún- um slær, sér hann litlu dóttur sína koma labbandi yfiir götuna Hún kernur með matinn handa honum. Hann teygir fram hand- leggina ti.I pess að taka vingjam- lega á móti henni. Hún segir hon- um frá brúðunni, sem nábúakona rn i § Skóhlífar: Karla, kvenna og barna. Margar teg. Lágt verð. Hvannbergsbræður. þeirra gaf henni; og hún bætir pví við, að brúðan sofi sem stend- ur. En á morgun ætli, hún meö hana út á ieikvöllinn og sýna hana stallsystrum sínum, sexn leika sér par í laufinu á jörðimni. Á morgun, hugsaði pabbi hennar, á morgun eru alilar raunir á enda. Litla dóttír han.s lýtur nióur fyrir framan hann og leikur sér að laufblaði, sem liggur á jörðiinni, eins og krakki lieikur sér, sem er með hugann langt, langt í burtu. Hún dvelur ekki lengur hjá pabba sínum en rétt á meðan hann er að borða. Henni þykir ekkí gam- an að pví að vera hjá honum. Hann talar svo lítíö við hana og er alt af svo alvarlegur. Þegar hún fer, horfir hann á eftir henni pangað til hún er komiln í hvarf, og þá fyrst man hann eftir öllum vingjarnlegu orðunum, sem hann hafði ætlað sér að segja við hana. Svo dregur hann tímarit út úr blaðabunkanum og fer að blaða í pví. Hann sér par myndir af sólríkum ströndum og fjörugu fólki, pelsklæddum kvenmönnum. sem bera hunda eins og börn á höndum sér. Og pá grípur hatrið hann og hann stappar með tré- fætinum á götusteinana. Alt í einu heyrir hann hljóð- færaslátt í fjarska. Hann stekkur á fætur og horfiir í áttina, sem hann kemur úr. Það er ein,s og hann hafi verið að bíða eftir peirn, sem parna koma. Enda þótt þeir séu preytulegir 'Og fölir, er pó einhver glampi í augum peirra. Ef til ,vill stafar hann frá sólinni, senr lieikur um andlit þeirra. Hann hendir frá sér blöðunum og fylg- ist með hópnum. Stór rauður fáni blaktir, yfir honum eins og segl. Allir eru hér félagar; sami brenn- andi áhuginn s.ameinar pá alla, áhugi, sem gerir pá alla að bræðr- um. Ot úr myrkri eymdarinnar leita peir allir til ljóssins Allar áhyggjur eru gleymdar og allar pjáningar. Það er eins og allra hjörtu hafi beðið eftiir pessu augnabliki, til pess að velta af sér farginu. Það eru verkamenn og verkakonur, sem ganga hér eftir götunni, létt eiins og ljóð; ungir og gamlir. Það er vegur gleðinnar, sem pau ganga, eins og skipbrotsmenn, sem komiö hafa auga á eyjuna, sem þeir vita að verða muni peim til björgunar. Það er sameiginlegur sigur erfiðisins og andlegrar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.