Alþýðublaðið - 13.01.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.01.1932, Blaðsíða 3
'AftBSÐDlliii'SIÐ 3 Heilagt stríð. Vaknið ti-J starfa, víkingssynir! Vaknið, því nú er hentug tíð! Bindindissveit og bannsins vinit Búist í voldugt, heiíagt stríð! Smán hafiö nóga þegar þolað, þjóðfrægri. landvörn hleypt í strand. Víns hefiir blóðug bylgjan sikolað Bakkusar fórnum hátt á land. Hér er um fjör og fé að tefla, og fátækur lýður skyldi sízt þjóðheiilar-rán og eyðslu efla, því orðiö er þetta meir en víst, að áfengiö tekur alt hið bezta, ■en eftir siíg skilur samt hið versta. Það kostar fé, — þaö kostar líf, kvelur og raenir börn og víf. Vér eigum land og líf að verja, lán vorra barna, — móðurrétt. Skyldunni trúnað skulum sverja, skipum oss nú í hverri stétt heilhuga gegn þeim griimdar- öndum, glæpalýðs blóði stokknu höndum, glötun sem búa glöptum lýð, gullkálfinn dýrka ár og síð. Enginn er dómur þeim of þunguf. Þeiir hafa simánað guð og menn. Glatt sig við mæðra hrygð 'og hungur, — og hér á að leilka þetta enn. Hvar er hin mikla mentun þjóða, menniing, sem hefir s-líkt að bjóða ? Hvar er hagfræði heimsins öll? Hver getur varið þvílík spjöll? Mannlega krafta alla etjum, æskulýð, konur, nrenn og böm. Himin og jörð í hreyfing setjum. . Heilagt er stríð, og réttmæt vörn. Berjumst gegn smán og böli manna, beisku réttlieysi smælingjanna. Berjumst og fyrir börnin smá, bægjum þeilm stærstum voða frá. Vitsmuna afl og andans gáfur, áhuga, vilja, fjör og dáð, sameimum alt í þessa þágur, þrautseigju, kænsfcu, sni'Idar-ráð. Þegar svo öll með einum huga áffam sæ.kjum, — vér skulum buga myrkra og gulis og vínsins völd, og veita þeim makleg syndagjöld. Pétur, Sigurdsson. Hvað verðnr Ar písk- ansínr- íska AMku-ílnginu? Þeiir ætluðu tveir í fltugferð til Afríku, Austurríkáismiaðurinn dr. Sámner og Þjóðverjinn dr. Schul- te. En 28. dez. fór dr. Simner í ílugvéi til Vínarborgar með vélamann með sér, en án dr. Schulte. En nýjársdag kom hann aftur ti Berlínar með áætlunar- flugvél Luft-Hansa. Það hiafði sem sé verið liagt hald á flugvélina af loftlögreglunni austturrísku, sem símleiðis hafði fengið tilkynningu frá dr. Schulte. Flugvél þessi er af Motte-gerð og hedtir „Austriá1. Er óvíst enn hvað verður úr þessu ósamkomulagi flugmann- anna, og hvort Afríkuförin verður farin. I T Skippnndið. Samikvæmt tugamálsilögunum frá 16. nóv. 1907, sem komu tiil framkvæmda 1. jan. 1910, var til þess ætlast, að allar gamlar mæli- og vogar-einingar hyrfu úr notk- un. Skippundin gönrlu hafa þó oröið all-lífseig, því að þau hafa verið notuð fram að þessurn tíina í verzlun með fisk ininanlands og jafnvel einniig í opinberri skýrslu- gerð um afla og fiskhirgðár. Nú hefir það orðið að sam- komulagi með öllum helztu út.- flutningsfirmum á fiski hér í Reyfcjavík að hætta við þettí úr- elta þyngdarmól og miða fisk- verðið héðan í frá viö kíló og tonn, eins og gerist urn aðrar vörur. Gengisnefnd mun framvegiis að eins nota kiló og tonin í skýnslum sínum, og væntanlega verður afla- skýrshumin einnig breytt í sama form. Frá Snður-Afiíkn. Útdráttur úr bréfi, sem ritað er 12. dez. s. 1. í grend við Jo- hanniesburg í Transvaal: „Það er nú fyrri hluti sumars hjá okkur og ávextirnir eru að byrja að verða þroskiaðír, en hit- imn er ógurlega mikill nú. Það hlýtur að vera yndislegt hjá ykk- ur þarna norður á Islandi, þar sem nóg er af snjónum. Snjó sjá- um við hér sjaldan, en þó koina hér stundum snjóveður í nokkriar klukkustundir, og getur snjólagið þá orðið 2 til 3 þumlungar á þykt, en snjóriinn er venjulega þiöniaður á svipistundu. Fólkið hér í nágrenninu, þ. e. hvitu mennirniír, er aðallega bændur, en hafa lítið bú og stunda aðra vinnu með, ýmist eitthvert handverk eða daglauna- vinnu jinni í borginni. Afi minn var Skoti; settist hanii hér að og átti konu af Búa-kynL Móðir mín er líka Búi að þjóð- erni, en við mælum á enska tungu á heimilinu og skoðum okkur Breta. En fólk mælir hér í grend alment á hollenzku (Búarnir), og er mjög beizkt gagnvart Bretum. Christian de Wet, sem þú siegir að íslendingar hafi dáðst mikið að í Búa-stríðinu, er nú dauður fyrir all-mörgum áruro. Hann var hinn mesti hatursmaður Breta og sat alt af á svikráðum við þá. Blámenn þeir, er hér búa, eru sambland af ýmsum þjóðum, svo sem Zúlúum, Basútóum og Rho- desiumönnum, en ýmsir blámamna þjóðflokkar, sem hér er slæðing- ur af, svo sem Blantýrar, Swa- hilar, Swaziar og Cope, eru raun- verulega kynblendingar, að meáiru eða minna leyti blandaðir Búa- blóðii, og hefir hip upprunalega blöndun öll íarið fram 'í móður- ætt kynblendimgamna.“ L. Scott. Kold ráð. Árni treður auman stig, íhalds vikadrengur. Lætur aðra ijúga’ slg. Líf hans þannig gengur. Erlent lyga- tyggur -tað, talsvert líkur Merði, ' síðan vill hann selja það sönnu okurverði Fyrirlestur Ðuttii því frómur blaðadrengur. — Hefir langað aura í, •eáns og tíðum gengur. Ræddii hann um Rússíá, röikim spara vildi. Víst af þessu meta má mannsins innra giildi. Vörður rak hann alloft í. Afar-klént var sinnið. Tvíllaust hefiir timbur-þý truflað Árna skiwnið. Ef þú vilt nú, Árni mi'nn, æru verjasí falli, þá troddu upp í túla þinn tappa’ úr „portvíns-hna!li“. Kuldi. Dm daginn ©g veginn STIGSTÚKUFUNDUR verður haldinn annað kvöld, fiimtud. 14. jan., kl. 8V2 í Templlarahús- inu við Vonarstræti. Umræðu- efni: Templarar og áfengislög- gjöfin. Stúkan EININGIN. Fundur í kvöld á venjulegum stað og tíma. Stúkan Daníelsher heim- sækir. Félagar geri svo vel að fjölmenna. Lestrarstofa F. U. J. verður opnað til útlána innan skamms. Var í gærkveldi á fé- lágsfundinum unnið að undirbún- ingi þess. Og komu félagarnir þá með bækur, sem þeir gáfu safn- inu. Voru það um 150 bindi.. Fé- lagar og flokksmenn, sem eiga gódar bœkur, sem þieir vildU gjarnan gefa safninu, eru beðniir að koma þeim í Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. F. U. J. heldur fundi framvegis á mánu- dögum í Iðnó. Clarté- fundurinn verður á Hótel Borg, herbergi nr. 103, kl. 8V2 í kvöld. Öldungadeild Bandaríkjaþingsins hefir samþykt að verja tveim- ur milljónum dollara „til efling^* viðskiftum og iðnaði“. Búist er viðj, að frumvarpið verði einnig snar- lega samþykt í fulltrúadeild þingsins. Stórpingið norska var siett í gær. 1 \f' Á ísafirði var mjög vont veður í nótt. Bátar þaðan voru á sjó’ 1 gær, en voru flestir búnir að draga inn lóðirnar þegar veðrið skall á. Fá- ir af smærri bátum réru þó í gær. Tveir bátar Samvinnufélags- ins, „Valbjörn“ og „Vébjörn",. lágu úti fyrir í nótt, en kornut heim í morgun heilu og höldnu. Símittn til Patreksfjarðar er bilaður. Aðrar stórvægilegar líuubilanii: hafa ekki orðið, þrótt fyrir veður- lagið, en nokkrar smábilanir, sem búist var við í ímorgun, að flestar myndu komiast í lag í clag. Ófæit via'r í morgun út úr bænum fyr- iir bifreiöar. — 1 fyrra kvöld kl. 9 fór biifneiÖ héðan upp að „Lög- bergi’". Hún stóð þar við I tvær stundiir og fór síðan hingað aftur, en svo var þung færðin, að hiinlg- að kom hún ekki fyrri en kl. 8 í gærmorgun. Sbíðanámskeiðs ætlar Skíðafélagið að efna til fyrir byrjendur og æfða skiða- menn. Hefst námskeiðið þann 15. og endar 20. þ. m. Kennari verð- ur H. Torvö, sá hiinn sami, sem kendi: á Siglufirði í fyrrn og fór yfiir þvert landlð á skíðum með Guðmundi Skarphéðinssyni skóla- stjóra. Þeir, sem vilja taka þátt { námskeiðiinu, eru beðnir að snúa sér til L. H. Mullers kaupmanns: fyrir kl. 6 annað kvöld. Mjólknrflutningar. Snjóbifreiðin hefir flutt mjólk austan yfir Hellisheiði að Lög- bergi, en í dag kom hún alla leið hingað með ölfusmjólk. I dag var mjólkin flutt hingað á isleðum úr Mosfellssveiit og á bát- um af Kjalarnesh „Lagleg stúlka gefins“ verður Iieikin annað kvöld kl. 8V2 við lækkuðum aðgangseyri. Þakplötur losnuðu í gærkveldii á húsinu Lauga- vegi- 60 vegna hvassviðrisins, en þó tókst að festa þeirn áður en þær fyki alveg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.