Morgunblaðið - 13.12.1985, Síða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985
KVIKMYNDAGERÐ
Edda Heidrun Backman
Spjallad vid medlimi leikhópsins um kvikmyndina
sem verdur frumsýndá annan dag jóla
Ekki veröur annaö sagt
en aö þaö geti haft
margvíslegar afleiö-
ingar aö bjóöa erlend-
um kennara og kvik-
myndageröarmanni
gistingu þá daga sem
hann dvelur á islandi í millilend-
ingu. Kynna hann fyrir vinum og
samstarfsmönnum í leikhóp sem
er á leiöinni til Isafjaröar. Fá einum
fiugmiöa ofaukið frá isafjaröarbæ
og ákveöa aö bjóöa útlendingnum
meö. Og fyrr en varir er hann farinn
aö ræöa um ítalska sól og þaö í
ísfirsku roki. Eitt leiöir af ööru og
á annan dag jóla verður frumsýnd
í Regnboganum kvikmynd leik-
hópsins Svart og sykurlaust, sem
útlendingurinn umræddi, Lutz
Konermann, samdi handrit aö úr
hugmyndum sem væntanlega
vöknuöu í rokinu á ísafiröi, leik-
stýröi, klippti og lék reyndar dálítiö
í líka. Þaö var í aprílmánuöi, nánar
tiltekiö þann sextánda sem kvik-
myndatökur fóru af staö og þeim
lauk þann 7. julí. í millitíöinni haföi
íslenski hópurinn gert víöreist, en
hann samamstóö af leikurunum
Eddu Heiörúnu Backman, Kol-
brúnu Halldórsdóttur, Hönnu Mar-
íu Karlsdóttur, Guöjóni Pedersen,
Guöjóni Ketilssyni og Þresti Guö-
bjartssyni, auk þeirra Matthíasar
Jóhannessonar, matráösmanns,
Hilmars Oddsonar, aöstoöarhljóö-
manns og Þorgeirs Gunnarssonar,
aöstoöarleikstjóra (og þeim sem
upphaflega átti sökina á þessu öllu
með því aö bjóða Konermann, sem
tengdist sama kvikmyndageröar-
skóla og þeir tveir síöastnefndu
hafa numiö viö, gistingu í miililend-
ingunni). Þar aö auki komu fleiri
íslendingar viö sögu varöandi gerö
myndarinnar, Pótur Einarsson leik-
stýröi leikriti sem er hluti af mynd-
inni og Egill Ólafsson samdi viö
þaö tónlist. Viö leikritiö geröi svo
Guöjón Ketilsson leikmynd og
búninga og lék þaö hlutverk einnig
í myndinni, en hún fjallar um leik-
hóp sem gerir í grófum dráttum
þaö sem samnefndur leikhópur,
þ.e. Svart og sykurlaust haföist aö
viö gerö myndarinnar, en myndin
er svokölluð „road-movie“ þar sem
hún er kvikmynduö í sömu at-
burðaröö og gerist i handriti.
Þannig hófst leikurinn og kvik-
myndatakan á Snæfellsnesi, barst
þaöan til Reykjavíkur þar sem sól-
fatnaöi og fleiru var dempt í töskur
og þrítugri langferöabifreiöinni
Skúla T„ sem hópurinn hefur haft
til umráöa á feröalögum um landiö,
komiö af staö áleiöis til útlanda.
Þvínæst hittist allur hópurinn og
þá meötaldir þýsku kvikmynda-
geröarmennirnir, bæöi þelr sem
hófu feröina á Snæfellsnesinu og
hinir sem bættust í hópinn á italíu.
Undir ítalskri sól var svo ferðast í
tvo mánuöi og þá farin sú ieiö niöur
til Sikileyjar sem leikstjórinn haföi
áöur valiö. Komiö viö í ýmsum
þorpum, leikiö á þorpstorgum og
kvikmyndaö á leiöinni. Reyndar
tvískiptist leiö hópsins í myndinni
þar sem ein persónan, sem Edda
Heiörún Backman leikur, hittir fyrir
ungan Þjóöverja og tekur meö
honum nokkur hliöarspor viö þá
ieiö sem leikhópurinn annars fer.
Þjóöverjann leikur Konermann, en
þess ber aö geta aö þaö er ekki
einasta leikhópurinn í myndinni
sem heitir sama nafni og sá sem
hann leikur, leikararnir halda sín-
um gælunöfnum, „þó aö þetta sé
nú engin heimildamynd um Svart
og sykurlaust, langt í frá,“ eins og
Kolbrún Halldórsdóttir kemst aö
orði. „Heimildargiidi myndarinnar
er hins vegar þaö, aö viö hófum
þetta feröalag og komum úr þvi
fullviss um aö islendingar heföu
allir verið italir í fyrra lífi!" Gildi
þessarar staöhæfingar ætti líkleg-
ast aö koma í Ijós viö sýningu
myndarinnar, en eftirvinnslu henn-
ar lauk í Róm í sl. viku. Endanlega
filman kemur svo með leikstjóran-
um hingaö þegar líða tekur á mán-
uöinn, en myndin er í breiötjalds-
formi og kvikmynduð í svart/hvítu.
Framleiðendur eru Svart og sykur-
laust annars vegar og Optische
Werke hins vegar, en kostnaöur
viö gerö myndarinnar er um tíu
milljónir króna, aö sögn aöstand-
enda og eru þá meötaldir hlutir
eins og vinna viö æfingar og upp-
setningu á leikritinu áöur en kvik-
myndatökur hófust.
HANNA MARÍA
KARLSDÓTTIR
leikkona „og sú elsta í hópnum og
myndinni" er sú eina þeirra í Svörtu
og sykurlausu sem hefur áöur
fengist viö kvikmyndaleik. „Þaö var
í Gullsandi þegar ég keyröi á
Kirkjubæjarklaustur til aö keyra
þar eins og vitlaus manneskja fyrir
framan kvikmyndatökuvélarnar í
fjóra daga og keyra svo í bæinn
aftur. í þessari mynd fékk ég hins
vegar aldrei aö setjast undir stýri,"
segir hún, Lýsir hlutverki sínu svo:
„Þetta er mjög alvarlega leikkona
og ábyrgöarfull, týpan sem fær
heimþrá og svona. Einhvernveginn
ímyndaöi ég mér aö þessi kona
ætti barn heima á íslandi og haföi
þaö til hliösjónar í leiknum, þó að
þaö kæmi ekki fram í myndinni eöa
í handritinu," segir hún og bætir
viö aö þaö hafi veriö nokkuö
skemmtilegt þar sem hún eigi ekki
barn sjálf. „Og svo svona fyrir utan
hlutverkiö þá var ég auövitaö af-
skaplega óstressuö og skemmti-
leg!" Um hvort aö reynsla sl.
sumars hafi komiö henni á óvart
segir Hanna María aö í upphafi
hafi sig ekki dreymt um aö geta
tekiö þátt í ævintýrinu. „Ég er fast-
ráöin hjá Leikfélagi Reykjavíkur og
leikárinu lýkur ekki fyrr en í júní,
þannig aö ég átti ekki von á aö
geta verið meö. Hins vegar reynd-
ust þeir hjá LR svo yndislegir aö
hiiöra tíl, þannig aö þessi draumur
varö aö stórskemmtilegum veru-
leika. Og ef ég yrði beöin um aö
gera þetta á nýjan leik þá er alveg
öruggt aö svariö yröi „Já“. Feröin
var stórkostieg reynsla, ekki síst
vegna þess aö þarna fékk maður
tækifæri á aö spreyta sig samtímis
á tveimur ólíkum hliöum leiklistar-
innar, þ.e. kvikmyndaleiknum ann-
ars vegar og götuleikhúsinu hins
vegar, sem verður alltaf breytilegt
frá einum staö til annars."
EDDA HEIÐRÚN
BACKMAN
leikkona er í hlutverki þeirrar sem
fer örlítiö frábrugöna leiö um italíu,
en aörir í hópnum. Gerist þaö í
Koibrún Halldórsdóttir
Guðjón Pedersen
Þröstur Guöbjartsson
framhaldi af kynnum hennar af
Þjóöverjanum, sem Konermann
leikur. Um hlutverkið segir Edda
aö nafna sín sé mjög ábyrgöarfull,
drífandi og raunsæ. „Hún er skap-
stór líka og ekki laust viö aö mér
finnist hún nokkuö tilfinningarík og
ítölsk í sér. A.m.k. ítalskari en aörar
konur sem þessi Þjóöverji hittir."
Reyndar segist Edda Heiðrún
ekki vera frá því aö þaö aö vera
ítalskur í sér en islendingur samt
eigi ekki einvöröungu viö um per-
sónurnar í myndinni. „Ég held aö
leikstjórinn hafi oröiö mjög hissa
á hve skapmikill þessi hópur var
oft, þ.e. stutt á milli hláturs og
gráturs og tilfinningar manna látn-
ar í Ijós, sem er talsvert frábrugðið
Þjóöverjum sem eru lítiö aö flíka
sínum tilfinningum. Ætli viö höfum
ekki bætt hvert annaö þannig upp,
íslendingarnir og Þjóðverjarnir,"
segir Edda Heiörún. Ekki verður
annaö sagt en aö hún hafi nýtt sl.
sumar til hins ítrasta hvaö kvik-
myndaleikinn varöar. Eftir ítalíu fór
hún, eins og reyndar fleiri út hópn-
um, til Loömundarfjarðar og lék
þar annaö aöalhlutverkiö í kvik-
mynd Hilmars Oddsonar „Eins og
skepnan deyr,..". „Þær kröfur
sem geröar eru til mín í þessum
tveimur myndum eru gerólíkar, en
„Svart og sykurlaust" var veröugt
byrjunarverkefni og þar læröi ég
margt, sérstaklega hvaö tæknina
varðar og þaö aö geta leyst úr
aöstæöum sem koma upp í kvik-
myndaleik og eru frábrugönar því,
sem þekkist úr leikhúsi." Svo hlær
hún og bætir viö: „Og ég sem var
svo viss um aö þaö væri leiöinlegt
aö leika í kvikmynd. Þaö reyndist
ööru nær. Svo stendur maöur bara
svo mikilli reynslu ríkari eftir þetta
Guðjón Ketilsson
'i
MMðu