Morgunblaðið - 13.12.1985, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1985
B 7
aevintýri, aö hafa kynnst þessu
fallega og fjölbreytilega landi,
gestrisninni ítölsku og ekki síst aö
vinna meö fólki frá ööru landi aö
samaverkefninu.“
GUÐJON
PEDERSEN
leikara, Gíó eins og hann er kallaö-
ur, spyrjum viö um helstu mál
varöandi kvikmyndina. Svona eftir
á aö hyggja segir hann þaö vera
peningamálin í þessu eins og ööru,
„Þau eru nú kapituli útaf fyrir sig.
Ekki síst af því aö eins og aliir
aörir i íslenskri kvikmyndagerð þá
þurftum viö aö vinna fyrir lifibrauö-
inu fram á síöasta dag, samtímis
því aö undirbúa feröina, æfa leik-
ritiö og undirbúa okkur fyrir kvik-
myndatökurnar. Og án aöstoöar
frá fjölmörgum aöilum og fyrirtækj-
um heföum viö líklegast aldrei
getaö framkvæmt þetta. Og eigin-
lega var maöur ekki búinn aö átta
sig á aö kvikmyndin yrði aö raun-
veruleika fyrr en við vorum komin
til ítaliu og þaö meö Skúla, segir
Gíó og á þar viö þrítugu langferöa-
bifreiöina sem hópurinn hefur not-
aö hér heima og tók meö sér í
ferðina. „í rauninni stóö allt og féll
meö Skúla," segir hann og viöur-
kennir aö hafa brosaö innra meö
sér þegar annar bíll í hópnum og
þaö ekki nema tíu ára gamall
bræddi úr sér.
„En svona fyrir utan reynsluna
af aö kynnast itaiíu ööruvísi en
flestir gera og svo þaö aö vinna
viö kvikmyndina, held ég aö þaö
sé ekki síöur mikilsverö reynsia
sem eftir stendur hvaö hópinn
varðar. Þaö aö búa, sofa og vinna
meö 15 manna hópi og samræma
hlutina svo allir séu ánægöir. Jafn-
vel einfalda hluti eins og aö sumir
vilja vinna frameftir, aörir veröa aö
fara aö sofa snemma, sumir geta
ekki byrjaö daginn án þess aö fá
sér morgunmat, öörum finnst þaö
tímasóun og svona ýmislegt, sem
fólk veröur aö samræma, því aö í
ferö eins og þessari er ekki hægt
aö segja „ég er hættur og farinn
heim“. Þessa reynslu tel ég ekki
síst stórkostlega. Eins og reyndar
landiö sem viö vorum í. Og þaö
hljómar kannski undarlega, en
þegar komið var til Amsterdam og
kvikmyndatökum lokiö, þá var far-
iö í sumarfrí- til Ítalíu!"
KOLBRÚNU
HALLDÓRSDÓTTUR
leikkonu heyröi undirrituö ein-
hverntíma nefnda „jarðtenginguna
í Svörtu og sykurlausu“ — var hún
í því hlutverki í myndinni? „Nei,
þarna fékk ég sko leyfi til aö vera
kærulaus og fannst þaö alveg
\
\
\
\
\
\
i *
ofsalega skemmtilegt. Þurfti ekki
aö láta eins og allar heimsins
áhyggjur hvíldu á herðum mér,“
segir hún og hlær. „Hún Kolla í
kvikmyndinni er þessi persóna
sem, þegar fyrst er minnst á italíu
í myndinni lætur sór ekki einasta
nægja aö reka upp „vá, þaö væri
gaman“ eins og aörir, heldur er
horfin meö þaö sama inn í búö aö
kaupa bikini og þó hún sé í búöinni
þá er hugurinn fyrir löngu kominn
til ítalíu — svei mér þá ef hún
Kolbrún Halldórsdóttir mætti bara
ekki líkjast henni meira, bara vera
á bikini í gegnum lífið," segir Kol-
brún og bætir viö aö eitt atriöiö í
myndinni lýsi þessu kannski best.
Þegar hópurinn kemur á strönd
og Kolla er meö þaö sama búin
aö steypa sér í sjóinn og buslar
fagnandi á móti sól sem er ekki
komin upp.
En svona eftir á aö hyggja,
reyndist kvikmyndavinnan og ferö-
in vera eins og hún bjóst viö?
„Ég vissi nú satt best aö segja
ekki viö hverju átti aö búast þegar
þessi hugmynd kom fyrst upp á
yfirboröiö. Og þaö var eiginlega
ekki fyrr en viö vorum komin hing-
aö heim og fengum myndina senda
grófklippta aö maöur áttaöi sig á
aö þetta var ekki draumur. Viö
fórum þessa ferö og geröum þessa
mynd. Fyrir mér þá sannar þetta
enn og aftur gildi þess aö „kýla á
hlutina". Ef viö heföum fariö aö
velta þessari hugmynd verulega
fyrir okkur og spá í hlutina frá öllum
hliöum þá heföum viö sjáifsagt
aldrei fariö af staö. En viö fórum
og þaö var svo sannarlega þess
virði, þó svo aö viö veröum kannski
næstu þrjú árin aö borga skuldirn-
ar af gerö myndarinnar.“
TVEIR
ÍSLENSKIR
KVIKMYNDA-
GERÐARMENN
unnu á bak viö kvikmyndatökuvél-
arnar meö Þjóöverjunum, enda
ekki ókunnugir þýskum því báöir
hafa veriö viö nám i kvikmynda-
gerö í Þýskalandi. Þaö eru þeir
Þorgeir Gunnarsson, aöstoöarleik-
stjóri og Hilmar Oddsson, aöstoö-
arhljóömaöur. Báöir eru þeir sam-
mála um aö samstarfiö viö Þjóö-
verjana hafi nýst þeim vel. „Þaö
hlýtur aö yera mikils viröi fyrir ís-
lenska kvikmyndageröarmenn aö
starfa meö útlendingum og kynn-
ast þeirra vinnubrögöum," segir
Þorgeir og Hilmar bætir viö: „ekki
síst þegar um er aö ræöa svona
unga og uppfinningasama menn,
svolitla baslara sem, eins og viö
segjum - hafa greinilega límt
saman módel í æsku og lært af
því. Þeirra reynsla kom okkur mjög
til góöa, bæöi varöandi þessa
mynd og ekki síst fórum viö meö
ýmis góö ráö til Loðmundarfjaröar
aö henni lokinni," segir Hilmar en
Þorgeir var aöstoöarleikstjóri hans
í „Eins og skepnan deyr,.. “.
“Ég held aö vinnan viö „Svart
og sykurlaust" hafi sýnt okkur aö
þaö er hægt aö gera góöa hluti
meö íslenska kvikmyndagerð í er-
lendri samvinnu," segir Þorgeir.
„Held aö viö eigum frekar aö leita
eftir svona samstarfi, en aö hleypa
erlendum aöilum inn í landiö án
þess aö um samvinnu viö islend-
ingaséaö ræöa.“
Varöandi vinnuna viö „Svart og
sykurlaust" segja þeir félagar hana
ekki hafa veriö mjög frábrugöna
því sem þeir þekkja héöan. „Þarna
vorum viö aö vinna meö leikstjóra
sem haföi ekki neinn stóran pen-
ingamann á bak viö sig, varö aö
vinna myndina meö talsverðum
sparnaöi og haga málum í sam-
ræmi viö þaö. Ekki ósvipaö því sem
gerist hér heima," segir Hilmar og
Þorgeir bætir viö aö þó aö kostn-
aður viö myndina sé í meöaltali
hvaö íslenska kvikmyndagerö
varðar, þ.e. um tíu milljónir króna,
þá teljist hún verulega ódýr á evr-
ópskan mælikvaröa. Og þeir eru
bjartsýnir á útkomuna.
GUÐJON
KETILSSON
myndlistarmaöur er höfundur leik-
myndar og búninga leikritsins í
kvikmyndinni og leikur reyndar
nákvæmlega þann meölim hópsins
líka. „Ég lít nú reyndar ekki á mig
sem leikara beint, heldur svona
frekar sem einn af hópnum enda
mjög duglegur í því aö vera í hópn-
um í myndinni," segir Guöjón og
bætir því viö aö reynslan af ieikn-
um og ekki síst því aö feröast meö
leikmyndina hafi veriö vel um-
stangsins viröi. „Fyrir utan leik-
myndina í leikritinu þurfti auövitaö
ekkert annaö því aö leikmyndin t
kvikmyndinni annars er bara
umhverfiö á hverjum staö. Ég gat
kláraö leikmyndina áöur en viö
fórum utan og þaö er eiginlega
ekki hægt aö segja aö nokkur
vandamál hafi skapast varöandi
hana á leiðinni. Ekki nema kannski
þaö aö btllinn, Skúli, var stor hlgti
af leikmyndinni og viö lentum einu
sinni i því aö koma bílnum ekki
fyrir þar sem viö áttum aö leika.
Þá var bara aö finna aörar lausnir
á málinu og gaman aö takast á viö
þaö.“
Guöjón hefur áöur veriö viöloö-
andi leikhúsiö Svart og sykurlaust
hvaö gerö leikmynda og búninga
varöar, en eins og þeir vita sem
hafa séö eru sýningar þess litríkar
mjög. Hvaö myndina varöar þá
koma litir lítt viö sögu því aö hún
er tekin á svart/hvíta filmu. „Þá
notaöist ég aöallega viö grátóna-
skalann og miklar andstæöur,
bæði vegna filmunnar og svo til
aö undirstrika muninn frá einni
persónu til annarrar í leikritinu.
Þaö var ágætt aö spreyta sig á
þessu öllu saman og leiknum
meö,“ segir Guöjón og svarar svo
því hvort hann myndi endurtaka
ævintýriö staaöi það til: „Tja,
maöur er búinn aö gera þetta og
ætli maöur myndi þá ekki vilja
gera eitthvað annaö og svolítiö
öðruvísi næst.“
ÞRÖSTUR
GUÐBJARTSSON
leikari heitir reyndar ekki Þröstur
í myndinni Svart og sykurlaust
heldur Dösti. „Þaö er ég kallaöur
af vinum og vandamönnum og
gælunafniö fór inn í handrit."
— Eru þeir ólíkir Þröstur og
Dösti?
„Já, dálítiö. Hinn leynir svolítið
á sér, ítalíu-Dösti á ég viö. Hann
er svona einn af þeim sem segja
hlutina stundum dálítiö óhugsaö
og kannski átta sig ekki á því fyrr
en eftir á. Er týpan sem alltaf er
aö kaupa eitthvert glingur, ýmist
fyrir sjálfan sig eöa til aö færa
hinum i hópnum. Týnir til öll tæki-
færi, 17. júni og hvaöeina. Talandi
um 17. júní þá er þaö líka þessi
Dösti sem haföi meö sér fjallkonu-
búning, svonatil hátíöabrigöa!“
Þröstur hefur til þessa látið leik-
sviöiö duga hvaö leiklistina varöar
og segir að sér hafi þótt þessi
fyrsta reynsla af kvikmyndaleik
mikil og góö, en erfiö á köfium.
„Sérstaklega biöin eftir því aö
tæknin gengi upp, hún var stund-
um nógu löng til aö byggja upp
einhvern skrekk i manni," segir
Þröstur og bætir viö að eitt af því
sem honum var hvaö minnisstæö-
ast hafi veriö hvaö dagarnir voru
óhemjulangir og þreytan í kjölfar
þeirra, „og svo hvaö þaö var
óhemjugott aö koma „heim“ á
kvöldin, fá sér rauöan drykk og
hvílast fyrir annir næsta dags. ital-
irnir eru líka yndislegt fólk sem býr
til yndislegan mat,“ segir hann og
klappar á þessi fimm kíló sem hann
segir aö hafi bæst viö í feröinni,
„reyndar ætla ég nú ekki aö ásaka
itali um þau öll, Matti kokkur á
þarna aö minnsta kosti 2,75 og litlu
feitu ítölsku konurnar hitt.. “
Samantekt/Viiborg Einarsdóttir
Myndir/Friöþjófur Helgason
Skíða-
kynning
Einar Úlfsson og Halldór Matthíasson
leiðbeina viðskiptavinum okkar um
val á skíðabúnaði í versluninni
á morgun frá
kl. 14—18.
AA FI5CHER
TYROLIA
PACHSTEIN
adidas -1-
TOPPmerkin
í ikíðavörum
Ofiið d
ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA
FALKINN 105 REYKJAVÍK
SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI 91-84670