Morgunblaðið - 23.01.1986, Qupperneq 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKlPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
Tölvur
Apple kynnir Stóra-Mac
með pomp og pragt
Frá Magnúsi Þrándi Þórðarsyni, San Francisco.
APPLE-tölvur hf. hafa opinber-
lega sagt frá nýjustu fram-
leiðsluvörum sínum. Það var gert
á svonefndri alheimsráðstefnu
fyrirtækisins, sem frægar eru
fyrir pomp og prakt. Helsta
trompið er ný útgáfa af Macint-
osh-tölvunni, sem nefnd hefur
verið Macintosh plús eða stóri
Mac. Fyrirtækið kynnti einnig
nýja gerð af prentara, sem er
endurbætt útgáfa af hinum svo-
nefnda „Laserwriter" og hefur
fleiri leturgerðir og stafastærðir
en sá garnli.
Alheimsráðstefnur þessar urðu
frægar í tíð fyrrum forstjóra fyrir-
tækisins og stofnanda, Steve Jobs.
í hans tíð var mikið um dýrðir.
Heldur var dregið í land í ár, „að-
eins“ eytt 2,5 milljónum dollara.
Fundir eru í þijá daga, en til þeirra
hefur verið boðið tvö þúsund völdum
viðskiptavinum, forriturum, sér-
fræðingum og fréttamönnum. For-
stjórinn, John Sculley, setti ráð-
stefnuna og var mynd af honum
varpað upp á risaskjá fyrir aftan
pontuna, svo að ekkert færi for-
görðum. Hann upplýsti þingheim
um helztu áform Apple á næstunni,
sem mörg hver eru athyglisverð.
Helzt er að nefna, að félagið hefur
sett til hliðar fjármagn, sem nota
skal sem áhættufé. Mun helzt
áformað, að fjárfesta í hugbúnaðar-
fyrirtækjum, sem hafa í hyggju að
einbeita sér að hugbúnaði fyrir
Apple-tölvur. í sama tilgangi mun
ætlunin að kaupa Cray XMP 48
ofurtölvu, eina af aðeins tíu, sem
framleiddar hafa verið, og veita
utanaðkomandi forritasérfræðing-
um aðgang að henni til að hraða
sem mest þróun forrita fyrir Apple.
Þá hefur fyrirtækið hafíð samstarf
við Northem Telecom, eitt stærsta
fjarskiptafyrirtæki Bandaríkjanna,
um að koma á framfæri kerfí, sem
gerir Machintosh-tölvum kleift að
tala saman um venjulegar símalínur
í stað sérgerðra þráða, sem kosta
offjár.
Mac (Macintosh) plús hefur millj-
ón stafa minni (eitt megabyte), sem
er helmingi stærri heili en í gamla
Macintosh. Auk þess hefur diska-
drifið verið stækkað í 800 K. Mac-
plús verður seldur á 2.595 dollara,
en sá gamli mun jafnframt verða
lækkaður niður í 1.995 dollara,
jafnvel búizt við enn frekari lækkun
þegar á reynir. Reynt verður að
stefna Mac-plús inn á fyrirtækja-
markað, sem talið er líklegt til
árangurs, einkum þar sem mjög
auðveit er að stækka minni tölvunn-
ar með tengingu við harða diska.
Apple mun samt eftir sem áður
treysta mjög á skólamarkaðinn og
til að efla hann enn frekar, hefur
bandarískum skólum verið boðið að
láta gömlu tölvumar sínar ganga
upp í kaupverð nýrra, jafnvel þó
gömlu garmamir séu af Commod-
ore- eða Tandy-gerð.
Apple var einnig í fréttunum
vegna annars máls, nefnilega sam-
komulags við gamla fyrirliðann,
Steve Jobs. Honum var ýtt til hliðar
á síðasta ári, sem varð til þess að
Ferðamál
SAMLYNDI
Apple.
— Scully og Jobs meðan allt lék í lyndi innan
hann hætti hjá Apple og stofnaði
nýtt fyrirtæki, sem hann gáf nafnið
Næst hf. Jobs tók með sér nokkra
gamla vinnufélaga. Nýi forstjórinn
varð æfur þess vegna og stefndi
Jobs fyrir rétt, svo hann gæti ekki
notað framleiðsluleyndarmál Apple.
Samkomulagið er fólgið í því, að
Apple dregur málatilbúning sinn til
baka, en Jobs samþykkti að ráða
enga af núverandi starfsmönnum
Apple næstu sex mánuði. Apple fær
jafnframt rétt til þess að skoða
frummynd af nýrri tölvu Næst hf.
og má vekja máíið upp, ef einhveiju
af tækni þeirra hefur verið stolið í
tækið.
Hönnun stóra Macs, sem Apple
hefur nú sett á markað, var siðasta
verk Jobs fyrir fyrirtækið. Nýja
tölvan, sem hann hefur í smíðum,
mun verða kraftmikil og treysta á
nýja tækni. Hún mun kosta um tíu
þúsund dali, sem er tveimur verð-
flokkum fyrir ofan framleiðsluvörur
Apple.
Erlent
Uppstokkun 1
landkynningar-
málum íEvrópu
Óánægja méð seinagang ráðamanna
íslensks ferðamannaiðnaðar
Zttrich, frá blaðamanni Morgunblaðsins, Önnu Bjamadóttur.
Skipulagsbreyting á land-
kynningarmálum Islands i Evr-
ópu stendur fyrir dyrum. Ætlun-
in er að flytja landkynningar-
skrifstofuna, sem aðilar i islensk-
um ferðamálaiðnaði opnuðu í
sameiningu i Hamborg í
V-Þýskalandi fyrir ári, til Frank-
furt og ráða þangað nýjan mann
til að veita skrifstofunni for-
stöðu, þar sem Ómar Benedikts-
son, sem starfaði á skrifstofunni
í Hamborg, ætlar að hætta. Skrif-
stofan í Frankfurt á að verða
miðstöð landkynningar á megin-
landinu en flugfélagsskrifstofur
Arnarflugs og Flugleiða í
Frakklandi, Hollandi, Lúxem-
borg og Sviss verða útibú hennar
í þessum löndum. Verksvið
þeirra verður að svara fyrir-
spurnum um ísland og senda út
bæklinga um ferðir til landsins,
en skrifstofan í Frankfurt mun
sjá um ÖII meiriháttar verkefni.
Það hefur vakið nokkra furðu í
ferðaiðnaðinum í Sviss hversu lang-
an tíma það hefur tekið ferðamála-
frömuði á íslandi að taka ákvörðun
um nýja landkynningarskrifstofu í
Sviss. Danska landkynningarskrif-
stofan hér hét „Landkynningar-
skrifstofa Danmerkur og íslands"
fram að áramótum en heitir það
ekki lengur og neitar nú að veita
upplýsingar um ísland. Fólki er
bent á að hafa samband við skrif-
stofuna í Hamborg eða söluskrif-
stofu Flugleiða í Ziirich. Þar er
reynt að svara fyrirspumum af
þessu tagi en Richard Gugerli,
ffamkvæmdastjóri skrifstofunnar,
segist vera í dálitlum vanda.
„Ég veit ekki til hvers er ætlast
af skrifstofunni," sagði hann. „Mér
var sagt löngu fyrir jól að þetta
yrði afgreitt á næsta fundi þeirra
aðila sem standa að landkynningu
íslands en ég hef ekkert heyrt.
Þetta er nokkuð bagalegt þar sem
Svisslendingar skipuleggja ferðir
sínar með löngum fyrirvara og
mikið af fyrirspumum berst einmitt
á þessum árstíma. En ég hef engin
almenn gögn um Island og get til
dæmis ekki svarað fyrirspurnum
um feijuferðir til landsins."
ísland gekk til liðs við hin Norð-
urlöndin árið 1961 og tók þátt í
sameiginlegri landkynningarskrif-
stofu þeirra í Ziirich. Þijú landanna
hættu starfseminni á síðasta áratug
en Danir og íslendingar héldu því
áfram. Skrifstofan var lítil og kost-
aði íslendinga ekki mikla fjármuni.
Nú um áramótin var hins vegar
gerð skipulagsbreyting og gamal-
reyndur Dani sendur til Ziirich til
að gera skurk í landkynningarmál-
um Danmerkur í Sviss og Austur-
ríki. íslendingar voru beðnir að
borga sinn skerf í skrifstofuhaldinu
en þeir kusu þá að hætta samstarf-
inu.
Frú Martha Dobsony, sem var
framkvæmdastjóri skrifstofunnar
fram að áramótum, sá um íslands-
kynninguna frá 1973. Hún kveðst
mjög leið yfír að hafa þurft að sjá
af starfínu og segist óttast að
almenningur muni ekki treysta til
fulls upplýsingum einkafyrirtækis í
ferðaiðnaði um landið. Hún hefur
svarað fjölda fyrirspuma um Island
á liðnum árum og þykir vænt um
land og þjóð. Skrifstofan svaraði
t.d. 1.250 fyrirspumum um ísland
árið 1983, þar af 400 frá ferðaskrif-
stofum og ferðaheildsölum, en
6.120 um Danmörku. Til saman-
burðar má nefna að skrifstofan í
Hamborg svaraði 2.000 fyrirspum-
um um Island á tæpu ári og þar
af 300 frá ferðasölum .
Halldór Bjamason, sem var
framkvæmdastjóri Amarflugsskrif-
stofunnar í Ziirich meðan hún var
og hét, og Beat Iseli, ferðaheildsali
sem flytur mestan hluta svissneskra
ferðamanna til íslands, eru ekki
hrifnir af þeirri hugmynd að Flug-
leiðaskrifstofan taki við landkynn-
ingunni. Báðir segja þeir að frú
Dobsony hafi unnið mjög gott starf
og óttast að ítrasta hlutleysis verði
ekki gætt á skrifstofunni. Iseli sagði
r.Mí.l£R<0
OIIVIKR DF. PERROT
ARCH1TEKJ eth SIA
«6öa
LANDKYNNING — Martha Dobsony, fyrrverandi yfírmaður
dönsku og íslensku ferðakynningarskrifstofunnar f Sviss.
hugmyndina „út í hött“ en Halldór
velti því fyrir sér hvort skrifstofan
væri í stakk búin að geta veitt áreið-
anlegar upplýsingar um ísland,
„starf hennar beinist aðallega að
Bandaríkjunum," sagði hann.
Um 300 Svisslendingar fóm til
íslands á síðasta ári og var það
álíka margt og árið áður. Amarflug
flýgur til Zurich á sumrin og Saga
Reisen, fyrirtæki Iselis, er með
leiguflug til íslands. Heimildarmenn
Morgunblaðsins sögðu að góð land-
kynning væri nauðsynleg og fólk
þyrfti að vita hvert það gæti snúið
sér til að fá upplýsingar. Unðan-
farið hefur verið greint frá því á
ferðasíðum dagblaða hér og í tíma-
riti fcrðaiðnaðarins að ísland hafi
hætt samstarfi við Danmörku og
sagt að landkynningarskrifstofa sé
starfrækt í Þýskalandi og spuming-
armerki sett við nafn Flugleiða-
skrifstofunnar hér.
Starfs-
mönnum
Voest
Alpine
fækkað
UM 50.000 starfsmenn Vest-
Alpine fóru í kröfugöngu í Linz
og Leoben í Austurríki í síðustu
viku og kröfðust atvinnuöryggis.
Verkalýðssamtökin í landinu
hafa haft hljótt um sig síðan gíf-
urlegur taprekstur stálfram-
leiðslufyrirtækisins á síðasta ári
kom í ljós. Kröfuaðgerðirnar tala
sínu máli og sýna samstöðu
þeirra sem óttast um atvinnu sina
hjá hinu ríkisrekna fyrirtæki.
Jafn margir verkamenn hafa
ekki tekið þátt í kröfuaðgerðum
í Austurríki i áratugi.
Ríkisstjóm FYeds Sinovatz hefur
lýst því yfír að héðan í frá verði
rekstrarsjónarmið að ráða ferð fyr-
irtækisins en ekki pólitískir hags-
munir stjómmálaflokka. Ráða á
menn í stöður hjá fyrirtækinu
samkvæmt hæfni en ekki skoðun-
um. Ríkisstjómin sfr ekki aðra leið
en að fyrirtækið fækki starfsmönn-
um í nokkmm verksmiðjum, en hún
hefur hingað til verið því mótfallin.
ab
Evrópulmiidalag’ii)
Aðeins þriðjungur hefur
heyrt á ECU minnst
EVRÓPSKA mynteiningin —
ECU, hefur haslað sér völl á
alþjóðlegum gjaldeyrismörkuð-
um með skjótum hætti þegar
þess er gætt að þessi mynteining,
sem margir ætla að verði sameig-
inlegan gjaldmiðil sameinaðrar
Evrópu, eru aðeins sjö ára að
aldri.
í nýlegri skoðanakönnun kemur
hins vegar í lós að aðeins þriðjungur
6.552 Evrópubúa sem spurðir voru,
höfðu heyrt minnst á hana. Könnun
þessi var kostuð af ýmsum íjár-
málastofnunum innan Evrópu-
bandalagsins með það fyrir augum
að þrýsta á aukna notkun ECU
meðal almennings.
Þeir sem spurðir voru, fengu eins
konar krossapróf þar sem þeir áttu
að merkja við það, sem þeir teldu
líklegast að ECU væri og máttu
þá velja á milli þess að fyrirbærið
væri leikur, tölvutegund, minnis-
peningur, evrópsk myntslátta eða
kvikmyndaverðlaun. Aðeins 47%
svöruðu rétt og þá er talið að all-
margir hafí giskað á rétt svar.
Bretar stóð sig sýnu verst á krossa-
prófinu því að aðeins 35% þeirra
völdu myntsláttuna sem rétt svar
meðan 77% Luxembogaranna vissu
hvað ECU var. Þegar hins vegar
spurt var hversu margir hinna
spurðu hefðu áður heyrt talað um
ECU, var niðurstaðan að aðeins
33% könnuðust við fyrirbærið og
enn voru Bretar þar á botninum,
aðeins 10% þeirra höfðu heyrt um
ECU talað áður.
Hafí bankamönnunum er kost-
uðu könnunina, þótt þetta dapurleg
niðurstaða, hefíir varla glaðnað yfír
þeim þegar þeir fengu svörin við
því hversu margir teldu rétt að
leggja niður gjaldmiðil viðkomandi
þjóðar og taka ECU upp í staðinn.
Þótt 32% væru því samþykkir,
reyndust 38% alfarið andvígir því
og þar voru Englendingar og Þjóð-
veijar fremstir í þjóðemisrembunni.
Þeir sem önnuðust könnunina
hugga sig hins vegar við að það
hafi verið þeir menntuðustu og
áhrifamestu meðal hinna spurðu,
sem hlynntastir voru ECU.