Morgunblaðið - 23.01.1986, Page 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, VmgKnTI/MVINNULÍF FIMMTUDAGUR 23. JANÚAR1986
Markaðsrannsóknir
Afhverju segirfólk þetta?
Því getur markhópurinn kannski svarað
HVERJIR erum við og hvað segir
fólk um okkur? Hver er ímynd
fyrirtækisins og hvemig vðrur
framleiðum við?
Fjölmargir forráðamenn ís-
lenskra fyrirtækja hafa spurt sig
þessara spuminga á liðnum árum
og nú nýverið hóf ráðgjafafyrirtæk-
ið Hagvangur að bjóða upp á svo-
kallaða „markhópa" eða umræðu-
hópa til að fá svör við þessum
spumingum ogöðrum.
„Markhópur" er umræðuhópur
sem kemur saman einu sinni, í 4—5
klst., og ræðir á opinskáan hátt um
málefni þess fyrirtækis sem þess
æskir. Reynt er að fá svör við
spumingunum hér að ofan.
Þátttakendur í umræðuhópnum
eru 5—7. Þar eru aðilar sem skipta
við viðkomandi fyrirtæki, menn sem
skipta við samkeppnisfyrirtæki,
menn úr viðkomandi viðskiptagrein
og loks aðilar sem ekki tengjast
viðskiptagreininni á nokkum hátt
en hafa náð árangri á sfnu sviði.
„Markhópur“ getur verið undan-
fari þátttöku í t.d. spumingavagni
Hagvangs eða komið saman eftir
slíka markaðskönnun til ræða nið-
urstöðumar. Þá getur „markhópur"
staðið einn sér.
Dýrmætar upplýsingar
Að sögn Gunnars Maack hjá
Hagvangi, hafa þeir „markhópar"
sem fyrirtækið hefur komið á, skil-
að mjög góðum árangri: „Þær
upplýsingar sem framkvæmdastjór-
ar fyrirtækjanna hafa eftir svona
markhóp eru mjög dýrmætar því
þama fá þeir upplýsingar sem þeir
hafa ekki tækifæri til að fá annars
staðar."
Ef fyrirtæki hefur til dæmis orð
á sér fyrir að veita slæma þjónustu
er það hlutverk „markhópsins" að
Nll ER SPURNINGIN
EKKI LENGUR
HVERNIG BÍL SÉ BESI
■EI'TOJT
HELDUR HVAÐA TOYÖIA
SÉ ÁNÆGJULEGAST
APfJGNAST.
III i 'I—Im ii W V
I þeim löndum
sem eftirlit neytenda og
samtaka þeirra fylgist vel meö gœöum vöru
og þjónustu, t.d. í Þýskalandi, Svíþjóö, Banda-
ríkjunum og Kanada, hefur sýnt sig aö Toyota
bifreiöar standa öörum framar í endingu;
þeir bila minna en aörir bílar og eru þar meö
ódýrari í rekstri og betri í endursölu en aðrir
sambœrilegir bílar.
Þýska blaöiö „ADAC MOTOTWELT" sem er
mólgagn „FÍB" þarlendra, hefur í sambandi
viö „bifreiöaeftirlitiö þýska" (Transport Uber-
wachung — TUV), gert athuganir á bilana-
tíöni fólksbifreiða.
BILAR SEM BILA MINNA
EN AÐRIR OG ENDAST LENGUR
Annaö áriö í röö hafa Toyota Tercel og
Toyota Corolla komiö út sem sigurvegarar.
í Bandaríkjunum hefur „Consumer Re-
port" sem er tímarit um neytendamál gert
sambœrilega könnun á bilanatíðni. 440.000
bílar voru athugaöir. Toyota var einnig þar
meö lœgstu bilanatíönina.
Sœnska blaöiö „Vi Bilágare" hefur allt síö-
asta ár gert svokallað endingarpróf (Long-
tidstest). Einnig þar var
komist aö þeirri
niöurstööu aö
Toyota Tercel
vœri sá bíll
sem hag-
kvœmastur
vœri í rekstri
og jafnframt sá bíll
sem fólk geröi best kaup í.
KANNANIR — Gunnar
Maack, en að sögn hans geta
upplýsingar sem forráðamenn
fyrirtækja fá frá svokölluðum
markhópum eða umræðuhóp-
um verið mjög dýrmætar.
komast að þvf hver ástæðan er.
Reynist niðurstaðan sú að fyrir-
tækið veiti í raun góða þjónustu er
hlutverki „markhópsins" ekki lokið.
Það þarf að komast að því hvers
vegna fólk segir að fyrirtækið veiti
slæma þjónustu.
„! langflestum tilfellum er ein-
hver ástæða fyrir þvf að fólk segir
þetta og f langflestum tilfellum
fínnum við hana,“ segir Gunnar.
Ástæðan getur verið nafn fyrirtæk-
isins, staðsetning, húsnæði eða
einstakir starfsmenn — allt frá sím-
verði að forstjóranum.
Opnar o g hrein-
skilnar umræður
Til að vinna „markhópsins" skili
árangri þurfa forráðamenn viðkom-
andi fyrirtækis að vera mjög opnir
og tilbúnir til að hlýða á gagnrýni.
Umræður hópsins skoðast sem
trúnaðarmál enda til þess ætlast
að þær séu hispurslausar og að
þátttakendur segi skoðanir sfnar
umbúðalaust.
í lok fundarins eru helstu niður-
stöður hans settar á blað og farið
yfír þær með forráðamönnum fyrir-
tækisins. „Okkar reynsla er sú að
menn séu mjög opnir fyrir þessu.
Þarna koma oft fram hlutir sem
ekki hafa verið sagðir áður — eða
ef þeir hafa verið sagðir þá hefur
það ekki verið á réttum stöðum."
Fyrirtæki vanda vafin?
Þessi þjónusta er ekki hugsuð
sem neyðarúrræði fyrirtækja í
vanda. „Alls ekki og langt því frá,“
sagði Gunnar. „Mörg þessara fyrir-
tækja sem hafa leitað til okkar eru
mjög stöðug, fyrirtæki sem menn
myndu líta upp til varðandi rekstur
og skipulagningu. Og það segir sína
sögu að það eru einmitt þessi fyrir-
tæki sem eru að láta skoða sína
starfsemi og eru kannski skrefínu
framar en aðrir og það er engin
tilviljun."
Þá sagði Gunnar að íslensk fyrir-
tæki stæðu að baki erlendum hvað
varðar markaðsrannsóknir, vöru-
þróun og almannatengsl — en væru
þó að taka við sér.
„Þau 'fyrirtæki sem ætla að lifa
af verða að temja sér önnur vinnu-
brögð — hér hafa aðstæður og ytri
skilyrði breyst."
TOYOTA^,
TJöfóar til
JQ fólks í öllum
starfsgreinum!