Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. APRÍL1986 B 11 Ævar Jóhannesson: „ ... ég er þess fullviss að það verður bannað með öllu að nota amalgam í tann- fyllingar." Halla Slgurjóns.: „ . . . það besta sem við getum boðið sjúkl- ingum okkar upp á í dag.“ Börkur Thoroddson: . . . algengara að fókl fái ofnæmi fyrir jarðarberjum. . .“ BlrglrJóh. Jóhannsson: „Ég hef séð margra áratuga gamlaramalg- am-fyllingar upp í fólki sem ekkert hafa breyst." Rafstraumur og kvikasilfurseitrun afvöldum amalgam-tannfyllinga Imyndunarveiki eða sjúkdómur? Hugsanleg amalgam- tannfyllinga ekki verið ýkja fjftlmiðlumi hér ý landi mánudi. I fersku minni sú umræða er fór af stað skrifum þeirra Heilsuhringsins, Hollefni og heitins Skaftfells og þó sérstaklega Ævars Jóhannessonar í tímarit ssi umræða fyrir rúmu ári síðan hefur málið fallið í “eilsurækt. Hámarki náði að skilja að eitt eða annað sannast endanlega I sætt sig við — þvert á móti, rökin og „sannanirnar" eru jaf n óyggjandi eftir sem áður hjá hvorum deiluaðila um sig. Mikið af þeim upp- lýsingum sem hérlendir gagn- rýnendur amalg- ams hafa byggt skoðun sína á er frá Svíum komið. Þar hafa deilurnar um amalgam risið hve hæst og þróunin þar hefur gefið einhverja vísbendingu um hvers við megum vænta. í nýútkomnu hefti sænska tíma- ritsins Má Bra er fréttatilkynning þess efnis að sænsk heilbrigðis- yfirvöld munu á komandi sumri breyta afstöðu sinni í þá veru aö eftirleiðis verði amalgam-eitrun viðurkennd sem sjúkdómur. Munu yfirvöld því greiða þann kostnað sem hlýst af því að skipta út amalgam-fyllingum og setja aðrar í staðinn. Blaðið lætur þess ógetið hvernig sjúklingar verða úrskurð- aðir með amalgam-eitrun, m.ö.o. hvað sænsk heilbrigðisyfirvöld skilgreini sem amalgam-eitrun. Verður ákveðið hvert hámark kvikasilfurs í blóði má vera með tilliti til fjölda fyllinga í munni, eða verða sjúkdómseinkennin, sem geta birst að því er virðist á flesta vegu, látin ráða? Eða einfaldlega vilji sjúklingsins? Spurningin er hvort læknar og heilbrigðisyfirvöld séu ekki komin í vissar ógöngur sem aðeins ein leið er úr: að hætta notkun amalgams. Þessi niðurstaða í Svíþjóð og öll umræðan þar hefur hvorki orðið til að breyta afstöðu íslenskra heilbrigðisyfirvalda né, í heild, ís- lenskra tannlækna. Börkur Thoroddsen, formaður ársþings og endurmenntunar- nefndar tannlækna, og Birgir Jóh. Jóhannsson formaður Tannlækna- félags Islands, svöruðu þessu til um þróunina í Svíþjóð: „Okkur segir svo hugur að sænskir tapnlæknar hafi ýtt nokk- uð undir þessa þróun. Það er nokkuð mikið atvinnuleysi hjá þeim og þar sem ríkið borgar þar að mestu allar tannlækningar er ekki fráleitt að ætla að þeir taki fegins hendi þessari umræðu og fái nú nóg að gera við að skipta út amalgam-fyllingum og setja guli í staðinn. Það er mjög auðvelt að afgreiða málið og segja: Allt í lagi. Við skulum skipta út öllum amalg- am-fyllingunum og setja gull í staðinn; kostar 7—8 þúsund í hverja tönn. Af því að hér þarf fólk sjálft að bera kostnaðinn þá nær áhuginn nú ekki lengra. En í Sví- þjóð, þar borgar ríkið. Hvers vegna ekki að segjast hafa þessi sjúk- dómseinkenni og fá besta fylling- arefnið í staðinn. Því það kemst ekkert fyllingarefni nálægt gulli að gæðum. Tannlæknar fást örugg- lega ekki enn til að setja plastefni í jaxla, nema kannski í einstaka tilvikum þar sem þaö er mikið út- litsatriði en alls ekki þar sem bit— álag er mikið. Þar þyrfti að end- urnýja fyllingarnar á 2—3 ára fresti og það er ekki sanngjarnt." Ævar Jóhannesson er tækja- fræðingur hjá Háskóla íslands. Hann er mikill áhuga- og baráttu- maður fyrir heilsurækt og sem slík- ur er hann í ritnefnd tímaritsins, Hollefni og heilsurækt. Ævar var beðinn að láta skoðun sína í Ijós á þessu máli: „Afstaða heilbrigðisyfirvalda og tannlækna hér, sem og víðast hvar annars staðar, er skiljanleg en ekki að sama skapi skynsamleg. Ég vil ekki ætla tannlæknum ein- hverjar illar kenndir að ástæðu- lausu. En viðvarandi íhaldssemi virðist vera alveg sérstaklega áberandi íheilbrigðismálum. Þegar nýjar upplýsingar koma fram sem á einhvern hátt stangast á við áður viðteknar hugmyndir þá þarf yfir- leitt að berjast fyrir þeim árum og jafnvel áratugum saman áður en vísindalegar staðreyndir fást viður- kenndar. Því miður finnst mér heilbrigðisyfirvöld bregðast skyldu sinni við þjóðina að athuga ekki þetta mál gaumgæfilega. Ég hef vonað í lengstu lög að tannlæknar tækju vel þessum ábendingum sem ég vakti athygli á, enda fór ég ekkert harkalega að þeim. Enda ástæðulaust því þeir hafa vafa- laust notað efnið í góðri trú og ekki vitað annað en að það væri í lagi. En nú þegar þessar upplýs- ingar eru komnar fram um skað- semi amalgams þá finnst mér mjög vafasamt að þeir geti lengur staðið á því að nota það. Það er nánast glæpsamlegt að fólk borgi fyrir að láta setja upp í sig eitur." Hvaðeramalgam? Halla Slgurjóns, tannlæknlr og laktor vlð Háskóla íslands / tannfylllngarfrmðum: „Amalgam er um 45% kvikasilf- ur og hitt er málmblanda, aðallega silfur, kopar og tin. Kvikasilfur er vissulega eitraður málmur en í þessu sambandi er það ákaflega vel bundið og af því leysist nánast ekkert upp í munnholinu. Við verð- um að vega hiutfall ábata og áhættu. Ábatinn er svo langtum meiri heldur en áhættan sem við leggjum sjúklinga okkar í að þetta erengin spurning. Amalgam kom fyrst fram á Vesturlöndum 1830 og það var í Frakklandi. Nokkru síðar var farið að nota það í Bandaríkjunum. Um 1840 kom upp mikið hitamál þar í landi og kallað er „amalgam- styrjöldin" sem gekk svo langt að amalgam var bannað. En tíu árum síðar var því banni aflétt og þóttust menn þá vissir að sú gagnrýni sem komið hafði fram og leitt til banns- ins var ekki á rökum reist. Síðan hefur efnið verið bætt á marga vegu, nú síðast fyrir 15 árum. Þá var hlutföllum silfurs, kopars og tins hnikað til. Bætt var við aðeins meira af kopar en koparinn bindur tinið sem er veikasti hlekkurinn og gerir það að verkum að fyllingin ryðgar enn síður en áður.“ Hversuhættulegter kvikasilfur? Bragl Árnason, prófassor I efnafræðk „Kvikasilfur er baneitrað og sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að fá uppleyst kvikasilfur inn í líkams- starfsemina hafi maður það upp í sér sem hluta af tannfyllingu. Hins vegar hefur mér vitanlega aldrei verið sýnt fram á að kvikasilfur í tannfyllingum valdi eituráhrifum. Kvikasilfur safnast fyrir í líkaman- um en ef ekkert bætist við þá skilar það sér út smá saman. Minnkar um helming á u.þ.b. tveim árurn." Halla Slgurjóns: „Við erum í náinni snertingu við kvikasilfur alla daga. Kvikasilfur er alls staðar; í andrúmsloftinu, í sjónum, fisknum sem við borðum. Mikið magn kvikasilfurs kemur upp við eldgos og einnig með hvera- vatni. Þegar verið er að mæla í blóði og þvagi kvikasilfursssnefil þá getur þaö alveg komið frá því sem við borðum og öndum að okkur. Það er engin leið að vita hvað kemur hvaðan. En það erum við tannlæknar sem erum í miklu mun meiri hættu en sjúklingarnir sem ganga með amalgam-fyllingarnar. Við erum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.