Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.04.1986, Blaðsíða 13
B 13 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 4. APRÍL1986 -----------------r—r--------------- „Þetta er fyrst og fremst kunn- áttuleysi, ekkert annað. Núna er mér sagt að það hafi verið hálfgert happdrætti að setja í mig „perm- anent", vegna þess að ég hafi verið með „strípur" í hárinu, en þær fékk ég á annarri hárgreiðslu- stofu. Mér finnst það ansi hart að hafa ekki fengið að vita um áhætt- una í upphafi," segir konan sem varð fyrir því óláni að hár hennar skemmdist talsvert, þegar reynt var að setja „permanent" í það. Konan, sem ekki vill láta nafn síns getið, segir hár sitt brennt og illa farið aðofan. Þannig vildi til að hún lét setja í hár sitt „strípur". Það var gert á hárgreiðslustofu. Þar var henni sagt að bíða í einn mánuð þangað til hún léti setja í sig „permanent". Mánuði síðar fór konan á aðra hárgreiðslustofu, þar sem sett var „permanent" í hárið. Eftir að skað- inn er skeður fær hún þær upplýs- ingar, að vegna „strípanna" hefði verið nauðsynlegt að hafa „perm- anentið" sterkara, en venja er, til að það myndi tolla í hárinu. Mér er sagt að þetta hafi verið hálfgert happdrætti, vegna þess að ekki var vitað af hvaða tegund „strípurnar" væru. Nú, eftir að ég er búin í „permanentinu" fer ég heim og þá kemst ég að því að hárið er skemmt. Það hefur brennst og er nú þurrt eins og hálmur að hluta. Niðri við rót er brot í hárinu. Ég fór á aðra hárgreiðslustofu til að fá hlutlaust álit og þar var mér sagt að hárið væri mjög illa farið, en með tímanum myndi það lagast." Kona þessi vildi láta þess getið að eigandi hárgreiðslustofunnar, þar sem óhappið vildi til, hafi reynst henni mjög vel eftir að hún kvartaði. Hann hefur veitt henni ókeypis djúpnæringarkúra, sem eiga að bæta fyrir skaðann að einhverju leyti. Samkvæmt upplýsingum hjá kvörtunarþjónustu Neytendasam- takanna eru kvartanir vegna mis- taka á hárgreiðslu- og rakarastof- um í lagningu „permanents" al- gengar. I hverjum mánuði berast að meðaltali tvær kvartanir og í flestum tilfellum hefur hár fólks skemmst mikið. eins konar samstarf milli steinefna í tönninni og málmanna í amalg- aminu. Og saman mynda þessi efni ryð sem fyllir upp í þessa rifu — rifan lokast og þetta er eitt af því jákvæðasta við amalgamiö. Fyrir utan jú hvað það er sterkt. Það verður ekki þessi leki. Þegar rifan hefur verið fyllt kemst jafn- vægi á; ryðið hættir og fyllingin verður stöðug. Það er eins og fyll- ingin sé að gróa föst." Ævsr Jóhannesson: „Það er erfitt fyrir mig að full- yrða um gæði og endingu þeirra plastfyllingarefna sem eru á boð- stólum. Flestir íslenskir tannlækn- ar segja að nýju fyllingarefnin endist ver en amalgamið en það stangast að vísu á við aðrar upp- lýsingar. Þar deila tannlæknar innbyrðis og erfitt að segja hver hefur rétt fyrir sér. Ég veit um einn íslenskan tannlækni sem hefur sagt mér að hann sé að mestu hættur aö nota amalgam því bestu gerviefnin gefi því ekkert eftir, séu jafnvel endingarþetri og það só minni hætta á skemmdum á brún- um slíkra fyllinga. En ég hef ekki þekkingu til að dæma um það." Bðrkur Thoroddsen: „Ef ég réðl •infariA og þyrfti alls ekkl að valta fyrlr mér kostnaði, þá myndl ég trúlega aldrei setja sulfurfylllngu í nokkurn jaxl; ég myndl ekki nota annað en gull. Qull er langbesta fylllngarefnlA sem tll •r. H itt er svo annaA mál, að ég hef trú á þvf að um aldamót verAum vlA alveg haatt aA nota amalgam. Plastefnln hafl þá náð settum gæAum.“ BlrglrJóh. Jóhannsson: „Amalgam-fylling endist að meðaltali 7—8 ár og endalok þeirra stafar ekki af uppleystum málmi heldur byrja þær að leka. Silfur er ekki sterkari málmur en það aö þegar tuggið er á hann gliðnar hann og byrjar að leka; fyllingarnar verða óþéttar og það byrjar að skemmast meðfram þeim. Þess vegna viljum við nú fá fólk reglu- lega til okkar. Gull hefur hins vegar þann eiginleika að það breytist ekki. Það er límt í og gefur ekki eftir hvað sem á gengur." Andófið gegn amaigam- fyllingum Magnús R. Qíslason: „Viö höfum eitthvaö orðið vör við afleiðingar af starfi þess hóps sem komið hefur fram með gagn- rýni á amalgam hér á landi. Mér finnst það illa gert að vera með slfka hræöslustarfsemi gegn sam- borgurum sínum. Þetta er fámennur hópur; aðal- lega náttúruverndarmenn og fólk með sérstakar skoðanir í matar- gerð. Fólk með dálítið ákveðnar og sérlundaðar skoðanir." Börkur Thoroddsen: „Ég var fyrir 4—5 árum á ráð- stefnu úti í Svíþjóð og þar var hópur fólks fyrir utan í hjólastólum að mótmæla: „Vi vill inte har kvicksilver i tanderne!" Þeir hópar sem hafa staðið fyrir þessari gagnrýni á amalgam og hafa kynnt undir hræðslu fólks eru að mínu mati verðugt verkefni fyrir sálfræðinga að rannsaka. Þetta er sami hópurinn og hefur verið á móti blöndun flúors í drykkjar- vatn." Börkur Thoroddsen & Blrglr Jóh. Jóhannsson: „Það er mjög lítið kvabbað á okkur í sambandi við þessi mál hér. Það er alltaf einstaka manneskja sem spyr okkur eftir að hafa lesið einhverja grein um skaðsemi amalgams, hvort það sé ekki rétt- ast að skipta út silfur-fyllingunum, því það hafi sömu sjúkdómsein- kennin og það hafði lesið um. En aðeins með því að setjast niður með fólkinu og útskýra málið þá verður ekki úr þessu neitt vanda- mál.“ Halla Slgurjóns: „Batinn" sem fólk fær þegar þaö hefur skipt út öllum amalgam-fyll- ingunum og settar hafa verið plast- fyllingar í staðinn er ansi tvíræöur. Við að spóla út amalgam-fyllingun- um þá er sá möguleiki fyrir hendi að hitamyndunin losi eitthvað af fríu kvikasilfri sem hugsanlega geri einhvern skaða. Síðan þegar sjúklingurinn er búinn að sæta slíkri meðferð og fá fyllingu sem er ekki nærri eins sterk og góð þá snarbatnar honum. Þetta er það sama og sýnt hefur verið fram á þegar fólki hafa verið gefnar hveitipillur við einhverjum kvilla; í raun bara svolítil athygli; það er verið að gera eitthvað — það hjálp- arþessufólki." ÆvarJóhannesson: „Það hafa birst á undanförnum árum margar vísindalegar rann- sóknir um amalgam og sýna ótví- rætt fram á hættuna samfara notkun þess. Ég get ekki séð neinu ástæðu til að vefengja þær rann- sóknir sem framkvæmdar hafa verið af mönnum sem hafa þekk- ingu, kunnáttu og aðstöðu til að gera marktækar rannsóknir. Mér finnst þetta það alvarlegt mál að það er meir en lítið ábyrgðarleysi að segja þetta skoðun fáeinna öfgamanna, því að sá hópur er úti um allan heim og hefur innan sinna vébanda færa vísinda- og rann- sóknarmenn." Lokaorð Halla Slgurjóns: „Ég hef nýfengið í hendur skýrslu frá þingi bandarískra tann- læknaskóla þar sem eingöngu var fjallað um tannfyllingarfræði. i þessari skýrslu er vísað til yfir 200 rannsókna sem gerðar hafa verið og er niðurstaða þeirra — og þar með þessa þings — að meðan við höfum ekkert betra efni þá er amalgam það besta sem við get- um boðið sjúklingum okkar upp á ídag." Ævar Jóhannesson: „Kvikasilfur er einn eitraðasti málmur sem til er og það vekur furðu mína að það skuli yfirleitt hafa verið leyft að nota svona efni í fyllingar. Það er dæmigert fyrir þá fáfræði sem hefur ríkt að það var meira aö segja leyft á tímabili að nota í amalgam kadmíum. En ótal rannsóknir hafa sýnt að kadm- íum er baneitraður málmur þannig að á tímabili var leyft að nota í tannfyllingar einhverja tvo af ei- truðustu málmum sem til eru. 1920 var bannað að nota kadmíum í tannfyllingar og ég er þess fullviss að það verður bannað með öllu að nota kvikasilfur í tannfyllingar. Það er aðeins spurning um tíma." Niðurstaða Eins og fram kemur þá er and- stæðum fullyröingum haldið fram og því alls óvíst hvar sannleikurinn liggur. Meðan hann er ekki hverj- um manni Ijós er rétt að halda áfram að leita og rannsaka. Hlut- laust mat á þeim upplýsingum sem hverju sinni liggja fyrir hlýtur að færa okkur nær. Ef til vill leysist þetta mál af sjálfu sér áður en endanleg niðurstaða er fengin um skaðsemi amalgams; plastfyllingar munu sjá til þess og leysa amalg- amið af hólmi hvort eð er áður en langt um líður. Þó að það gerist sjálfkrafa er engu að síður rétt að kanna til hlítar og leiða sannleik- ann um amalgam í Ijós, megi það verða til að forða okkur frá sams konar mistökum, hafi þau verið gerð. Texti: Guðni Rúnar Agnarsson Myndir: Vala Haraldsdóttir RjémalagaAur grænmetlsróttur. HEIMILISHORN Bergljót Ingólfsdóttir Heitir grænmetisréttir Eftir hátíð, þegar mikill matur hefur verið framreiddur og þar að auki ef til vill sætindi og kökur, er ekki úr vegi að huga að ein hverju léttu í matinn. Það mætti þá hafa grænmeti sem uppistöðu í máltíð og þá smávegis af f iski eða kjöti með ef vill. Rjómalagaður grænmetisréttur 800 gr kál, hvítkál eða annað, 2 stórir laukar, 200grskinka, 100 gr rifinn ostur, 2 ’/z dl kaffirjómi, 2 tsk. paprikuduft, saltog pipar. Kálið sneitt niður, soðið í vatni (vatnið látið síga vel af á eftir.) Laukurinn brytjaður, sömuleiðis skinkan. Kál, skinka og laukur látin í lög í ofnfast mót, rifnum osti og kryddi stráð yfir hvert lag og rjóm- anum hellt yfir allt saman. Bakaö í ofni viö 200°C, i ca. 45 mín. Borið fram með brauði og smjöri, ætlað fyrir4. Blandað grænmeti á pönnu 750—900 gr grænmeti, kartöfl- ur, gulrætur, sellerí, rófur, rauð- rófur eöa annað, 2—3 msk. olía, salt, pipar, 2—3 msk. sýrður rjómi, karsi, dill eða steinselja, örlítill hvítlaukuref vill. Rótargrænmetið skorið í litla bita, laukur skorinn í sneiðar og hvítlaukur pressaöur yfir. Olían hituð á pönnu og allt grænmetið sett út í og látið sjóða í ca. 15 mín. í lokaðri pönnu (eða potti). Kryddað með salti og pipar, kryddjurtir klipptar yfir. Sýrður rjómi settur yfir um leið og borið er fram með góðu brauði og smjörj. BlandaA grænmetl é pönnu. Sellerí-buff 1 stór sellerírót, 4 þykkar sneiðar af góðum osti, 100 gr hveiti, 2 msk. kalt vatn, olía eða smjörlíki til að steikja úr. Rótin skorin í sneiðar í ca. 1'/z sm þykkt og soðnar í léttsöltuðu vatni þar til þær eru næstum meyrar. Sneiðarnar teknar upp og þerraðar vel, lagðar saman tvær og tvær með ostsneið á milli. Hveiti og vatni hrært saman, sneiðunum velt upp úr blöndunni og svo brúnaðar á pönnu, báðum megin. Borið fram með soönum kartöflum og góðu grænmetissal- ati.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.