Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 5
SONG- WRITER ★ ★ V2 Leikstjóri Alan Rudolph. Fram- leiðandi Sidney Pollack. Kvik- myndataka Matthew Leonetti. Frumsamin lög e. W. Nelson og K. Kristofferson. Aðalhlutvek Willie Nelson, Kris Kristofferson, Me- linda Dillon. Lesley Ann Warren, Rip Torn, Richard C. Sarafian. Bandarísk, Columbia 1985. 100 mín. í upphafi skal þess getið að umrædd mynd er einkum fyrir meðlimi aðdáendasafnaðar stór- stjörnunnar Nelson og aðra áhangendur countrytónlistar. Þeim mun ekki þykja lakara að með annað aðalhlutverkið fer sá vinsæli Kris Kristofferson. Efnisþráður Songwriter er til jafns um baktjaldamakkið í háborg þessarar tónlistar, Nashville, þar sem Nelson er hlunnfarinn (sem og var í raunveruleikanum), og á köflum stórkarlalegar hljómleika- reisur countrystjarnanna. Nelson er einstaklega afslappaður fyrir framan myndavélina og gerir hlut- verki sínu væn skil, glæðir það húmor og hlýju. Kris er Kris og Rip Thorn er sannfærandi sem útsm- soginn umboösmaður og hljóm- leikahaldari. Songwriter er eflaust ágæt og trúverðug lýsing á lífi tónlistar- manna sem kenndir eru við co- untry og nýtur gífurlegra vinsælda og gjarnan í harðsoðnu umhverfi, einkum í Mið-, Suöur- og suðvest- urríkjum Bandaríkjanna. Þeir Krist- offerson, og sér í lagi Nelson, eru sprottnir uppúr grýttum jarðvegi endalausra hljómleikaferða um þjóðvegi suðursins, sama má segja um fjölmarga sem fram koma í myndinni. Yfir henni er hress, raunverulegur stíll, country- rokkið bylur í eyrum. Alan Rudolph er talsvert merki- legur leikstjóri sem haldur sig jafn- an utan alfaraleiðar. Á aö baki þrjár aðrar myndir, sem eiga sammerkt trega aðsókn en undan- tekningarlítið góða dóma fyrir ákveðin og stílhrein vinnubrögð. Þau leyna sér ekki í Songwriter, sem virðist þó, líkt og fyrri myndir leikstjórans, Choose Me, Wei- come to L.A. og Endangered Species, höfða til fremur afmark- aðs hóps áhorfenda. The Godfather eða The Live Aid Concert seljast á u.þ.b. 9.000 kr. Þrátt fyrir þétta eru erlend tæki tekin langt fram fyrir það inn- lenda, þar sem Electronika VM 12, eina myndbandstækið sem framleitt er í Sovétríkjunum, er ekki hannað fyrir erlend mynd- bönd. Til að leysa vandamálið hafa „myndbandabílskúrar", sprottið upp um gjörvöll Sovétrík- in. Sá sem hefur gott vald á er- lendum tungumálum getur þénað 2.500 kr. fyrir að hljóðsetja mynd á móðurmálinu. Svo er ekki að sjá að mynd- bandabyltingin sé að ganga niöur þar eystra, frekar en annars stað- ar. Nedelya, sem er helgarauki málgagns ríkisstjórnarinnar, Iz- vestia, hóf að birta reglulega myndbandsþátt á síðasta ári. En þróun mála er í höndum Kreml- verja. í síðasta mánuði varaði Victor Chebrikov, höfuð KGB, við því að myndbandstæknin „er notuð af sumum til að útbreiða hugmyndir andstæðar okkur". Hann getur haft nokkuð til síns máls. Húsmóðir í Moskvu hrópaði upp yfir sig eftir að hún sá First Blood á leynilegu myndbandi sem var upptaka á sjónvarpsútsend- ingu í Bandaríkjunum: „Ég gat ekki trúað bandarískum eldhúsum einsog ég sá í auglýsingunni. Eiga virkilega allar bandarískar hús- mæður jafn falleg eldhús og þetta?" Einmitt sú umsögn sem Kremlbændur vilja síst heyra. (Stuðst við grein í Time 31. mars ’86) __ _____ _ ______________ #■ MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 18. APRÍL 1986 B 5 WAGNER- sjálfstýringar Wagner-sjálfstýringar, komplett með dælusettum 12 og 24 volt, kompás og fjarstýringum fram á dekk, ef óskað er, fyrir allar stæröir fiskiskipa og allt niöur í smá trillur. Sjálf- stýringarnar eru traustar og öruggar og auðveldar í uppsetningu. Höfum einn- ig á lager flestar stærðir vökvastýrisvéla. Hagstætt verö og greíösluskilmálar. Atlas hf dorgartún 24 — Sími 26755. Póathólf 493, Reykjavík MIÐSTÖÐVARHITARAR og NEYSLUVATNSHITARAR Mest seldu FORHITARAR landsins ÁVALLT TIL Á LAGER. T^SÖLVHÓISGÖTU 13-10) REVKJAVlK SlMI (91) 20680 VERSLUN: ARMÚLA 23. PttrjpMj í Kaupmannahöfn FÆST I BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI Rýmingarsala á regnfatnaði V NÆST SIÐASTI DAGUR 1 MIKIÐ ÚRVAL FYRIR BÖRN OG FULL- ORÐNA. LANDVINNUFATNAÐUR „BRIGG". i i Föstudag 18. aprfl 8—18. Laugardag 19. aprfl 9—16. /sfy Ananaustum sími 28855 Finnsklr stálpottar. Þessir pottar eru fáanlegir 11/2, 2ja, 3ja, 4ra og 5 lítra. Einnig flatir pottar fyrir suöu og steikingu. KRisunn SIGGEIRSSOn HE LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.