Morgunblaðið - 18.04.1986, Blaðsíða 12
. ______ atoaj.iiiHfl'é.fB {‘mmmm-Rm. ,'Hffivamifl uuhowí
12 B------------------ HORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR I8:APRÍL 1986
Sótthiti og
lystarleysi
sámm
Nú orðiö vita vísindamenn aö
allar bólgur, hversu vægar sem
þær kunna að vera, raska nær-
ingarkerfi líkamans. Alvarleg bólga
er „algengasta orsök skammtima-
röskunar á næringarlegu ástandi
fólks sem er aö ööru leyti heil-
brigt,“ segir Wiiliam Beisel, sem
starfar hjá rannsóknastofnun á
vegum Bandaríkjahers.
Enda þótt læknar séu ekki sam-
mála um hvernig bregöast skuli viö
þessu vandamáli viröist ijóst aö
næringarástand líkamans almennt
séö skipti meginmáli þegar veik-
indi og batahorfur eru annars veg-
ar. Sem dæmi má nefna að nýleg
könnun leiddi í Ijós aö vannæröir
sjúklingar þurfa aö dveljast 60%
lengur á sjúkrahúsi en sjúklingar
sem eru vel næröir þegar þeir eru
lagöir inn.
Um leið og líkamshitinn hækkar
tekur varnarkerfi líkamans viö-
bragö. Viö þaö eykst orkubrennsl-
an mjög — um nærfellt 7% miöaö
viö hverja gráöu á Fahrenheit. Þar
meö eykst þörfin fyrir eldsneyti —
þ.e. eggjahvítuefni, hitaeiningar og
nánast öll næringarefni sem nöfn-
um tjáir aö nefna.
Þótt veikindi auki mjög nær-
ingarþörf líkamans hafa þau nei-
kvæð áhrif á matarlystina. Lasin
börn líta ekki viö eftirlætismatnum
sínum og fullorðnir hafa ekki
minnsta áhuga á kræsingum sem
reynt er aö freista þeirra meö.
Samt heimtar líkaminn sitt.
Hvert snýr líkaminn sér þá til
þess aö fá þörf sinni fullnægt? Inn
á viö, er svariö. Hann byrjar á því
aö ráöast á eggjahvítuefnin i þeim
vöðvum sem næstir eru beinunum
og breytir þeim í glúkósa, eöa syk-
ur, til aö afla sér efnis til aö breyta
í orku. Sé bólgan mikil og heiftar-
leg, eins og þegar menn fá t.d.
kóleru, eyöir Itkaminn allt aö 3,5 kg
af eggjahvítuefni úr vöövunum,
segir Nevin Scrimshaw hjá Tækni-
stofnuninni í Massachusettes.
Þar meö er hildarleiknum ekki
lokið. Vágesturinn lætur sér ekki
nægja vöövana heldur gerir hann
einnig atlögu aö þeim varaforöa af
kalíum, magnesíum, fosfór,
brennisteini, A-fjörefni, járni,
C-fjörefni og Sinki, sem líkaminn
hefur komiö sér upp. Sé um kveisu
aö ræöa bætast á þennan lista
natríum, vatn, klóríð og bíkarbón-
at, auk þess sem líkaminn er yfir-,
leitt alltaf sneggri aö losa sig viö
B-fjörefni en hann nær aö inn-
byröa þau þegar bólga er á ferö-
inni.
Og þarna liggur maður svo,
veikur í rúminu og horfir upp á
vööva sem búiö er aö stæla meö
ærinni fyrirhöfn og dýrmæt nær-
ingarefni verða að engu. Hvað er
hægt að gera? Pína í sig mat?
Skoða matreiðslubækur í þeirri
von að bragðlaukarnirtaki við sér?
Hvorugt er ráölegt, aö mati
flestra sérfræöinga. Þaö á bara aö
hvtla sig og drekka sem mestan
vökva. Líkaminn spjarar sig sjálfur,
aö þessu tilskyldu:
• Aö veikindin standi skemur en
fimm daga.
• Að sjúklingurinn sé á aldrinum
18—45 ára.
• Aö hann hafi veriö þokkalega
vel nperöur er hann veiktist og
þjáist ekki af neins konar nær-
ingarskorti sem visindin kunna
skil á.
• Aö sjúklingurinn hafi ekki verið
undir miklu líkamlegu eöa and-
legu álagi um þaö leyti sem
hann veiktist.
LÁTA ÞAÐ
ELGASiG
Sú kenning er aö þessu leyti
nýjung innan læknavísindanna.
Fyrir tíu árum eöa svo heföu flestir
læknar ráölagt fólki með sótthita
aö birgja líkamann sérstaklega
upp af kolvetnum og eggjahvítu-
efnum. Nú er öldin önnur. Jafnvel
þeir sem mesta áherzlu leggja á
mikilvægi næringar hafa fengið
meira álit á matarlystinni sem
mælikvaröa á þarfir líkamans en
áöur var. „Viö erum ekki alveg
vissir um aö líkaminn kæri sig yfir-
leitt um utanaökomandi næringu á
þeim tíma er bólga herjar á hann,“
segir Beisel.
Hann og aörir vísindamenn á
þessu sviöi leitast viö aö afla sann-
ana fyrir því aö þau tengsl sem séu
milli sótthita og matarlystar séu í
rauninni aöferö líkamans til þess
aö tempra líkamshitann og hafa
þannig stjórn á honum, enda sé
þaö ein af frumþörfum líkamans
aö hitastigiö sé jafnt við hinar ólík-
ustu aöstæður. Aö þessu leyti hag-
ar sótthiti af völdum bólgu sér á
sama hátt og sú tegund líkamshita
sem hækkar að lokinni mikilli mál-
tíö. Hann gefur matarlystinni vís-
bendingu um að nú sé kominn tími
til aö hafa hemil á sér, — líkaminn
sé búinn aö fá nóg af eldsneyti.
„Sá sem er ekki svangur á ekki
aö vera aö borða,“ segir Joseph
Vitale, sem hefur umsjón meö
kennslu í næringarfræöi viö
læknadeild Boston-háskóla. „Sú
staöreynd aö dregiö hefur úr mat-
arlystinni er mjög trúlega skyn-
samleg ráöstöfun líkamans til aö
haida bólgunni í skefjum og vinna
á henni.“
Niöurstööur benda til þess aö
ónæmiskerfið sé virkara ef menn
taka skyndilega aö fasta tíma-
bundiö, segir Vitale, og meö því aö
halda í viö sig í mat er líkaminn
kannski aö reyna aö svelta örver-
ur, sem valda bólgu meö því aö
hreinsa blóðið af fjörefnum og
steinefnum sem þessi kvikindi
þurfa nauösynlega á aö halda til
þess aö geta fjölgað sér.
Járn skiptir mjög miklu máli í
þessu sambandi. Þótt þetta stein-
efni sé bráðnauðsynlegt svo
ónæmiskerfið starfi eins og vera
ber (jafnvel lítilsháttar járnskortur
hefur neikvæöi áhrif á starfsemi
hvítu blóökornanna) getur járn-
Morgunblaöiö/Bjarni