Morgunblaðið - 23.05.1986, Side 6

Morgunblaðið - 23.05.1986, Side 6
6 B -----— - segja David Höner og Alexandra Prusa sem kenna um þessar mundir í Kramhúsinu Argentínskur tangó er ekki líkur tangó eins og hann er dansaður ann- ars staðar í heiminum. Hann er í rauninni hluti af ákveðnum lífsstíl," segja þau David Höner og mótdansari hans, Alexandra Prusa, og taka sporið á Mokka máli sínu til sönnunar. Viðstaddir kaffihúsgestir draga sig hljóðlega í hlé meðan þau sveifla sér um staðinn með tvenns konar ólíkum tilburðum. Argentínski mát- inn virðist ótvírætt vera einlaegari en sá franski sem þau taka til viðmiðunar og segja að hafi orðið til síðar í stórum danshúsum og eigi lítið skylt við þann uppruna- lega, argentínska. Við gefum þeim orðið á ný: „í argentínskum tangó er það aðalatriðið aö vera maður sjálfur, það er hægt að kenna grunnsporin en svo er þetta allt spurning um að gefa sjálfan sig allan í dansinn. Þeir sem læra hjá okkur komast fljótt aö því að það er ekki nóg að kunna bara sporin," segja þau og eru ákveöin á svip. Þau eru hingað komin til að kenna argentínskan tangó á námskeiðum sem haldin eru í Kramhúsinu, en þau munu einnig koma fram í klúbbi Listahátíðar. David og Alexandra eru bæði svissneskir ríkisborgarar. Hún segist vera „barn Evrópu", eigi reyndar rússneskan föður, en hafi búiö víða á meginlandinu frá því hún man eftir sér. „Segðu bara að ég sé evrópsk. Það er réttast, þó vegabréfið mitt sé svissneskt," segir hún. David er hins vegar alinn upp í Zurich. „Til að byrja með er rétt að geta þess aö við erum ekki dansarar að mennt. Það er meira tilviljun að við lentum í þessu. Við höfum verið við þetta undanfarin fjögur ár, en núna í seinni tíð höf- um við einnig unnið að öðrum hlutum í leikhúsum," segja þau Alexandra og David. Alexandra er leikari að mennt, en David er rithöfundur. í samein- ingu hafa þau verið með svokallað tangóleikhús í Zurich sem þau Ragnhelður Tryggvadóttlr og J6n HJartarson. kom, við höfðum bar þar sem starfsfólkið sveiflaðist um í tangó, það var hægt að fá mat og svo framvegis. Fólk fékk þannig fyrst í stað skemmtun sem það tók þátt í sjálft að einhverju leyti, en svo tókum við smám saman við með leikþátt. Órjúfanlegur hluti tangó- leikhússins er svo tónlistin og þá einnig söngur, sem Alexandra hefur séð um. Fyrst í stað sýndum við í tjaldi, en það reyndist þrátt fyrir allt of dýrt í rekstri þannig að nú förum við á milli með sýningar okkar. Við sýndum til dæmis „Tango Palace" í Sviss, Austurríki, Hollandi og Vestur-Þýskalandi og við höfum farið með fleiri verk landa á milli auk þess sem við höfum verið með svona tangónám- skeið í nokkrum löndum," segja þau. David var hér á landi síðastliðið haust og var þá með tangónám- skeið hjá Kramhúsinu. Því vaknar sú spurning hvernig hann hafi komist í kynni við ísland? „Síðast- liöið haust sat ég heima hjá mér í Zúrich og reyndi að einbeita mér að skriftum. Það gekk engan veg- inn. Síminn hringdi án afláts og einhvern veginn finnst mér að Dögg KAradóttlr og Þorstolnn Qelrharðsson. diktsdóttur og ég fókk afnot af sumarbústað hennar á Eyrar- bakka. Ég sat við skriftir í nokkrar vikur, en vegna þess hve allt er dýrt á íslandi neyddist ég til að leita mér að vinnu. Það var þá sem Árni Ibsen vísaði mér á Kramhúsiö. Það þarf svo ekki að tíunda það frekar, ég tók að mér að kenna nokkrum íslendingum argentínsk- an tangó. Það var skemmtilegur tími," segir David. Hann bætir við að það hafi gengið vel að kenna íslendingum. „Enda er tangó þannig dans að það fá einhvern veginn allir, hvar sem er í heimin- um, sömu tilfinninguna fyrir hon- um ef þeir á annað borð gefa sig honumávald." Þau Alexandra dvöldu í nokkrar vikur í Buenos Aires til að kynna sér tangómenningu þár um slóðir. „Það má segja að í Argentínu sé tangó hluti af daglega lífinu, alla vega hjá ákveðnum hópum. Upp- runalegu tangóstaðirnir eru hreint ótrúlegir. En það þarf að leita til að finna þá. Þangað mæta menn og konur eftir amstur dagsins. Hinn argentínski „tangero" kemur með hvíta skyrtu í töskunni, hugs- anlega líka trefil og svartan hatt, nu jh ! ‘Bí ■ Í9 V3 hafa kallað „Tango Palace" eftir fyrsta verkinu sem þau settu upp og skrifað var af David. „Verk fyrir tangóleikhús byggja á ákveðnum persónugerðum úr tangóheimin- um, sem bæði eru vondar og góð- ar. Verkið „Tango Palace", sem byggt var á sögu eftir Jorge Luis Borges, var þannig upp byggt, að við reyndum að hafa andrúmsloftið eins og á argentínskum bar, við buðum fólki upp í dans þegar það dyrabjallan hafi líka hringt stans- laust. Ég sá að þetta myndi ekki ganga, ákvað að fara á einhvern stað þar sem ég þekkti engan, leitaði á landakorti og rak augun í ísland. Þar myndi ég örugglega ekki þekkja neinn! Það var svo fyrir tilstilli Jóns Laxdal, kunningja míns sem býr í Zúrich, sem ég kom hingaö til lands. Hann benti mér á að hafa sambánd við Brynju Bene- _______MORGUNBLAÐIS, FÖSTUDAGUR g3. hJAJ L9§6 , ,_ 1 --------------------------------------------------—- „Argentfnskur tangó er i hluti af ákveðnum lífsstíl" i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.