Morgunblaðið - 23.05.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986
B 11
Imeira en öld hefur það talizt
vera meiriháttar stöðutákn
að bera grip — til skrauts eða
nytsemdar — með merki
Cartiers sem auðvitað hefur
bækistöð sína í Parísarborg. Þar
er verkstæði þar sem fimm manns
hafa setið við það í heilt ár að
smíða eina klukku. Vísarnir eru úr
demöntum og svífa í tærri miðju
bergkristals sem er gulleitur. Súlur
úr bergkristal styðja skífu klukk-
unnar sem virðist undanþegin því
lögmáli að vera í tengslum við
gangverk. Þessi klukka mun seljast
fyrir milljónir bandaríkjadala og
enginn mun komast að því hver
kaupandinn er. Klukkan verður
heldur ekki sýnd óviðkomandi fólki
fyrr en að eigandanum látnum.
Einungis vinir hans og vandamenn
fá að skoða klukkuna og dást að
henni og velta vöngum yfir því
hvernig hún fari eiginlega að því
að ganga því að það gerir hún eins
og hver önnur klukka. Ef erfingjar
eiganda þessarar klukku vilja koma
arfinum í lausa aura má telja víst
að frábært eintak af „Art Deco
Pendules Mysterieuses" af árgerð
1985 birtist á uppboðsskrá hjá
Christie's eða Sotheby’s í Lundún-
um og þá verður velt vöngum yfir
þeirri furöu að árið 1985 skuli svo
miklum tíma, hugviti, nákvæmni
og alúö hafa verið varið til þess
að smíða svo skrautlegan, fínan
og dýran grip.
Á meðan smíði þessarar dæma-
lausu klukku ferfram í París eru
tvær verksmiðjur í Sviss undirlagð-
ar af því að smíða armbandsúr
sem seld eru undir vörumerkinu
„Les Must de Cartier". I fyrra
seldust 280 þúsund slík úr. Og
þrátt fyrir sívaxandi þunga áróðurs
gegn tóbaksreykingum framleiddu
þessar sömu verksmiðjur í Sviss
ekki færri en 120 þúsund kveikjara.
Fólki hættir til að týna kveikjurum
og því hafa kveikjarar sem kosta
minna en eitt búnt af eldspýtum
náð undirtökum á eldfæramarkaði
í heiminum. Þó er enn ákveðinn
hópurfagurkera sem vill eignast
forláta kveikjara frá viðurkenndum
framleiðendum á borð við Cartier
og Dunhill, en þeir fagurkerar eru
þó miklu fleiri sem eru fúsir að
leggja fram mikla peninga til kaupa
á grip sem síður týnist, þ.e. úri sem
þeir festa á sig. Cartier-úr — og
þá fyrst og fremst gullúrin — teljast
óbrigðul stöðutákn. Gullúrfrá
Cartier kosta bílverð, eða sem
svarar um 400 þúsund íslenzkum
krónum, en „Les Must" úrin sem
eru bara húðuð með eðalmálmi
er hægt að fá fyrir 28 þús. krónur.
Svona gengur það nú i heimi
kaupmennskunnar. Munaðurer
afstætt hugtak. Hámunaður er
klukka með demöntum sem sýnir
hvað tímanum líður án þess að
virðast vera í tengslum við gang-
verk og lágmunaöur er úr sem
enginn nema þú — sjálfur neytand-
inn — og 279.999 aörir neytendur
geta náðarsamlegast fengið aö
kaupa á þessu herrans ári. Aðal-
markmið Cartiers og annarra fram-
leiðenda munaöargóss er að koma
ÁHA1847 varfyrsta
Cartiar-veralunln f
París opnuA. SfAan
hefur mlklA vatn
runnlA til sjávar, fyr-
IrtsekiA átt velgengnl
aAfagnaognú erf
heimlnum 121 versl-
un sem heitlr Cartl-
er. Par búAlr sem
bera þetta nafn eru
f rábrugAnar þelm
verslunum sam fólk
á almennt aA venj-
ast. Ekkl er hagt aA
ganga belnt Inn f þar
og verzla, heldur er
hringt á útldyra-
bjöllu, til dyranna
kemur sölumaAurinn
sem síAan fylglr vlA-
skiptavinlnum og
aAstoAar eftlr
fremsta megni.
Sagan á bak við merkið
SórstAk delld HstlAnaAarmanna helgar alg hönnun og smföl gripa sem einungls eru framlelddlr
f elnu elntakl eAa Arfáum. Fyrir kemur aö smföl slfkra gripa taki töluverAan tfma og daeml oru
tll þess aA flmm manns vlnnl f hellt ár aA gerð elnhvers elns hlutar.
þeirri hugmynd inn hjá neytandan-
um að það sé eftirsóknarvert að
ganga með úr sem margir, þó ekki
allir, gætu haft ráð á að kaupa,
fremur en það að smíða klukku þar
sem gangverkið er falið. Hlutverk
klukkunnar dæmalausu er fyrst og
fremst að gefa í skyn hvað mögu-
legt sé að gera — og hvað mögu-
legt sé að eignast ef fjármunir eru
fyrir hendi.
— Saga Cartier —
En hvaðan kemur Cartier? Hvert
var upphafið? Cartier á rót sína
að rekja til tíma frönsku byltingar-
innar. Árið eftir byltinguna 1790
var sex ára piltbarn klætt í stelpu-
föt áður en það flúði frá París í
skjóli frænku sinnar eftir að for-
eldrar þess höfðu verið teknir
höndum. Barnið var Pierre Cartier
og hann komst aldrei að því hvað
orðið hafði um foreldrana. Þegar
tímar liðu varð hann hermaður í
liði Napóleons og árið 1808 var
hann handtekinn í Saragossa á
Spáni. Einnig í þetta skipti slapp
hann í dularklæðum. En allt er
þegar þrennt er og það sannaðist
þegar Pierre Cartier var handtek-
inn af Englendingum og mátti dúsa
í fangelsi á Englandi í sex ár.
Og einmitt i þessari prísund var
grundvöllurinn lagður að Cartier-
veldinu sem enn stendur með
blóma: Pierre Cartier lærði að
smiða úr málmi og leöri og hann
lærði að gera skjaldarmerki. Sú
kunnátta sem hann tileinkaði sér
þannig í fangelsinu varð til þess
að þegar Napóleónsstyrjöldunum
var lokið og hann var kominn aftur
heim til Parísar árið 1814 sá hann