Morgunblaðið - 23.05.1986, Síða 12
12 B
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1986
sér fært að koma á fót lítilli verzlun.
Nokkrum árum síðar gekk hann í
hjónaband og skömmu síðar
fæddist þeim hjónum einkasonur
sem heitinn var í höfuðið á föðurn-
um sem Pierre mundi vart eftir.
Og þetta var einmitt sá Louis-
Francois sem opnaði fyrstu Carti-
er-verzlunina í París árið 1847.
Þessi ungi maðurgerði sérfljót-
lega Ijóst að hann hafði hæfileika
til að vinna úr leðri, málmum og
fílabeini. Hann var í senn fljóthuga
og námfús og var þess vegna
komið í læri hjá hinum virta úr- og
gullsmið Picard. Senn var lærifað-
irinn búinn að kenna lærisveininum
allt sem hann vissi og kunni og
þegar Picard lét af starfi vegna
aldurs keypti hinn ungi Cartier
fyrirtækið. Ekki leið á löngu þar til
Cartier-fyrirtækið var komið í
reglulegt viðskiptasamband við
konungsfjölskylduna í Palais Roy-
al.
Um miðja síðustu öld voru
umbrotatímar í allri Evrópu, en
þegar Napóleon III settist í hásæti
keisara árið 1851 datt á dúnalogn
og íbúar álfunnar gátu enn á ný
gefið sig að vellystingum. Um líkt
leyti fannst mikið af gulli i Evrópu
og Ástraliu og um sömu mundir
kom iðnvæðingin til sögunnar.
Borgarastéttin varp öndinni léttar
og vaggaði sér makráð í takt við
valsa Johanns Strauss.
í árslok 1851 gerði hertoginn
frá Morny, sem var óskilgetinn
hálfbróðir Napóleons III., stjórnar-
byltingu en fljótlega varðallt með
friði og spekt á ný og glaðnaði þá
heldur betur yfir Parísarbúum. Svo
vildi til að hinn nýi keisari átti
frænku sem Matthildur hét og
höfðu þau áður veriö heitbundin.
Matthildur barst mikið á og hélt
dýrlegar veizlur sem framagjarnir
borgarar og aðalsfólk sóttist mjög
eftir að korriast í. Veizlur þessar
voru sannkallaðar skrautsýningar
og meðal þeirra sem þar voru tíðir
gestir var hinn ungi Louis-Francois
Cartier. En það var ekki einungis
hin töfrandi persóna gullsmiðsins
sem fann náð fyrir augum þessarar
glæsikonu heldur einnig og ekki
síður hinir nýstárlegu dýrgripir
sem hann smíðaði. Ekki leið á
löngu áður en Matthildur bar enga
skartgripi aðra en þá sem komu
frá Cartier og þar með vissu aörar
samkvæmishetjúr í borginni hvað
klukkan sló.
Vegur Cartier-fyrirtækisins fór
ört vaxandi og hinn nýi stíll átti
mikinn þátt í því. Fram að þessu
höfðu skartgripir verið yfirhlaðnir
margslungin saga um harða lífs-
baráttu, þar sem margir eru til-
kvaddir; spilltir læknar, lögreglu-
yfirvöld, landeigendur og herfor- *
ingjar sem í lengstu lög verja sinn
æðsta helgidóm: US Navy. Á móti
þessum trantaralýð berst lögreglu-
foringinn óbugandi, Kris Kristoffer-
son, ásamt örfáum öðrum, réttlát-
um, sem flestir eru innfæddir.
Cartier
Louis Francois Cartier, sá som
opnaði fyrstu Cartior-vorslun-
inaárið 1947.
v
Fletch
Fletch ★ ★ ★
Leikstjóri: Michael Richie.
Aðalhlutverk: Chevy Chase,
Joe Don Baker, Tim Matheson,
Dana Wheeler-Nicholson, Ric-
hard Libertini, M. Emmet Walsh.
Bandarísk. Universal 1985. 96
mín.
Við upphaf leikferilsins var
þess að vænta af Chevy Chase,
að þar færi efni i stjórstjörnu (
gamanleik. Leiklistarferill hans
hófst fyrir alvöru í þeim sögu-
frægu gamanþáttum Saturday
Night Live, 1975, með valin-
kunnum hóp, sem m.a. taldi John
Belushi, Dan Aykroyd, Gildu
Radner, Bill Marray og Garrett
Morris. Seinna meir komu svo
Joe Piscope og Eddie Murphy
til sögunnar. Þvílíkt gengi!
Árið 1976 hlaut svo Chase
Emmy-verðlaunin fyrir lykilhlut-
verk sitt í þáttunum (sem jafnan
voru teknir upp i beinni útsend-
ingu), og Hollywood bauð gull
og græna skóga. Foul Play,
('78), hlaut góða aðsókn og
bærilega dóma, og síðan ekki
söguna meir. Frá þvi hefur ferill
Chase legið í eina átt — niöur.
Það má því segja að rannsóknar-
blaðamaðurinn Fletch hafi birst
honum sem frelsandi engill!
Fletch fæst við sérverkefni á
blaði sínu og er að rannsaka
hugsanlega hlutdeild lögregl-
unnar í dópsölu, þegar hann
flækist inní furðulegt mál. Auö-
jarl nokkur sem fylgst hefur með
Fletch um hríð og telur einn af
eiturætunum, vill fá hann til aö
drepa sig gegn vænni fjárfúlgu.
En hann valdi rangan mann því
rannsóknarblaðamaðurinn kafar
til botns í málinu og kemur þá
ýmislegt miður gott fram í dags-
Ijósið.
Fletch er auðmelt og
skemmtileg blanda af lögreglu-
þriller og gamanmynd. Chase fer
á kostum sem blaðamaðurinn
og uppljóstrarinn og að auki
bregður hann sér í hin margvís-
legustu gerfi með spaugilegum
árangri. Myndin er keyrð áfram
af hraða og öryggi undir gal-
vaskri stjóm þess valinkunna
leikstjóra, Michael Ritchie.
Besta kvikmynd Chevy Chase til
þessa.
MYNDBOND
Sæbjörn Valdimarsson
BLOOD AND ORCHIDS
Blood and Orchids ~k +'/2
Leikstjóri Jerry Thorpe. Handrit
Norman Kathov, byggt á
samnefndri metsölubók hans.
Tónlist Mark Snow. Kvikmynda-
taka Chuck Arnold. Aðalhlutverk
Kris Kristofferson, Jane Alexander,
Sean Young, Jose Ferrer, Susan
Blakely, Richard Dysart, James
Saito. Bandarísk. Lorimar 1985.
Það er undantekningarlítið lög-
mál flestra „minisería", að þær
byrja með miklum látum og fögrum
fyrirheitum, koðna síðan smásam-
an niður í marflatar lognmollur
sem gera menn langeyga eftir
endinum. Svo er ekki farið með
Blood and Orchids. Leikstjóranum
tekst strax í upphafi að vekja
spennu og eftirtekt hjá áhorfand-
anum sem helst nokkurnveginn
þann tíma sem tekur að sýna spól-
urnar tvær.
Sögusviðið er Hawaii árið 1937.
Ameríski sjóherinn lítur á eyjarnar
sem sína eign og í raun eru þær
ekkert annað en nýlenda Banda-
ríkjanna. Innfæddir eru aðeins
ódýrt vinnuafl í augum herraþjóð-
arinnar og kynþáttahatrið allsráð-
andi.
Dóttir eins stærsta landeigand-
ans er barin til óbóta af friðli sín-
um, en síðan bjargað af fjórum
innfæddum piltum, sem finna hana
af tilviljun, miðvitundarlausa útá
víðavangi. Móðirin kemst að því
að stúlkan er einnig vanfær eftir
þann sem veitti henni áverkann
og til að forðast hneyksli þvingar
hún dótturina til að koma árásinni
á bjargvætti sína.
Þannig hefst spennandi og
nokkur hrottaleg mynd um kyn-
þáttamisréttið á þessum paradís-
areyjum fyrir hálfri öld. Þetta er
Leikstjórinn skilar sínu hlutverki
manna best, heldur athygli manns
vakandi á þessari prýðilegu sápu-
óperu. Hún hefur náttúrulega til
að bera hið ómissandi ástarvellu-
ívaf, sem er megingalli hennar,
ásamt yfirborðslegri lýsingu á inn-
fæddum, en er hraðgengari, vand-
virknislegri og efnismeiri en flest-
ar. Leikhópurinn er ágætur. Kri-
stofferson er að vísu takmarkaður
leikari en bætir það upp með
vörpulegu yfirbragði sem hæfir
hlutverkinu vel. Tæknilega er Blo-
od and Orchids í vænu meðallagi
og dæmist mjög svo frambærilegt
afþreyingarefni.
MYNDBAND VIKUNNAR:
Eftir
þriðja
Testament ★ ★ ★
Leikstjóri Linne Littman.
Framleiðandi Littman og
Jonathan Bernstein. Handrit
John Sacret young, byggt á
sögunni The Last Testament e.
Carol Amen. Tónlist James Horn-
er. Aðalhlutverk Jane Alexander,
William Devane, Ross Harris,
Roxanna Zal, Lukas Haas, Leon
Ames, Mako. Bandarísk sjón-
varpsmynd. Paramount 1983. 86
mín.
Þessi litla, átakanlega mynd
um afleiðingar kjarnorkustríðs,
kemur á markaðinn á réttum
tíma. Er kuldahroll hefur sett að
heimsbyggðinni eftir örlítinn
forsmekk tortímingarafls kjarn-
orkunnar austur í Chernobyl.
Beðið frótta sem aldrei koma. Wetherly-fjölskyldan framan
viA skjáinn í Testament.
Frásagan er einföld. í Testa-
ment er fylgst með högum fjöl-
skyldu eftir kjarnorkustyrjöld
sem tók af á nokkrum klukku-
stundum. Samt sem áður virðist
sem mestur hluti hins siðmennt-
aða heims hafi verið lagður í rúst
og mannkyninu svo gott sem
útrýmt.
I smábænum Hamlin, Kalif.,
hefst dagurinn hjá Hjá Wetherly
fjölskyldunni einsog venjulega.
Pabbinn bregður sér á hjólhest-
inn, börnin safna kröftum til aö
komast framúr og mamma,
brjóstvörnin, heldur öllum end-
um saman. En þegar líða tekur
á daginn gerast ósköpin. Útsend-
ing útvarps og sjónvarps rofnar
í þann mund sem forsetinn lýsir
yfir neyöarástandi vegna III
heimsstyrjaldarinnar. Skelfing