Alþýðublaðið - 04.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLÁÐIÐ ÆfgreiÖæla blaðsins er í ASþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og Hverfisgötu. Sími 088. Auglýsingum sé skilað þangað eða í Gutenberg í síðasta lagi kl. io árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma í blaðið. Áskriftargjald eiu i£i". á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 em. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Síldarsalan. Þær fregnir berast nú að hvað- anæfa, að Svfár neiti að taka við sfld, enda þótt þeir hafi keypt hana, og beri því við að hún sé ekki góð verzlunarvara vegna þess, að tunnurnar séu gamlar og eigi nægiiega þéttar. Síldareigendurnir íslenzku kenna aftur á móti sfldar- hringnum sænska um, að hann noti sér það, að mikið af síldinni sé komið til Svíþjóðar og samið sé um endurmat þar, til þess að hafna síidimsi vegna óverulegra galla, f þeim tilgangi að lækka verðið. Hér skal enginn dómur á lagður um það, hvor skoðunin hafi við meiri rök að styðjast, en sennilegt er, að hvortveggju sé til að dreifa, óvönduðum frágangi sumra útgerðarmanna anaarsvegar en harðleikni síldarhringsins hins- vegar. Einnig er líklegt að síldar- hringurinn sænski, sem sjálfur hefir útgerð hér, vilji jafnvel gjarna koma óorði á síld íslendinga, til þess að bola þeim út úr mark- aðnum. Telja má víst, að lands- stjórnin, í samráði við bankana og helztu síldareigendur, sendi mann til þess að rannsaka nánar þetta mál, og hann fái umboð til þess að gera allar nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að bjarga því, sem bjargað verður, svo sera með því, að umsalta í nýjar tunnur það sem óskemt er og jafnvel að flytja síldina til staða utan Svf- þjóðar, ef honum þætti það heppi- legra. Ekki er hægt í ár eins og í fyrra, að saka kaupmenn alment um, að hafa braskað óhæfilega Jengi með síidina vegna gróðafíkn- ar. Þeir munu flestir hafa selt nú þegar þeim bauðst sæmilegt verð. En þeir hafa þó að minsta kosti sýnt mjög mikla ógætni með því að selja síldina gegn endurmati í Svíþjóð, í stað þess að heimta, að hérlent mat gilti, eða ef ann- ars hefði ekki orðið kostur, þá að láta sér heldur lynda sænska matsmenn hér á síldarstöðvunum. Síldareigendurnir munu nú í ár fyrir hvern mun hafa viljað selja og ekki treyst sér, vegna inn- byrðis samkepni, til þess að setja skifyrði um hérlent mat. Það er ekki orðum aukið að segja að það sé mikil ógæfa fyrir þjóðina ef síldarverziunin bregst vonum, enn þá einu sinni. En af tjóni verða menn hygnir þó að þeir verði ekki ríkir. Almenningi fer nu að verða það ljóst, að slíkt má ekki eiga sér stað ár eftir ár, að stór atvinnuvegur tapi stöðugt og bæði fjármagn þjóðarinnar og vinnukraftur sé þannig bundinn í óarðberandi störfum. Þetta er því alvarlegra, sem hér er um mjög mikil náttúruauðæfi að ræða, sem hlytu að verða þjóðinni til bless- unar, ef þau væru hagnýtt á skyn- samiegan hátt, en sem nú fara forgörðum fyrir handvömm og og skipuiagsleysi, og jafnvel eru að ríða niður aðra atvinnuvegi landsins svo sem landbúnaðinn. Það sem hingað til hefir valdið tjóninu á útgerð og verzlun síldar, er eftirlitsleysi almfennings með þessum atvinnuvegi og stjórnleysi á honum. í stað sundraðrar sam- kepni einstaklinganna þarf að koma fast skipuiag og samvinna allra þeirra, sem hafa hagsmuni af viðgangi atvinnuvegarins. Það hefir fyr verið bent á það í Al- þýðublaðinu, að eina lausnin sé að sameina útveg og verzlun undir eina stjórn og eitt samiag, sem hefði einkarétt til síldveiða og síldarverzlunar hér á landi. Þá fyrst yrði síldarútgerðin og verzl- unin íslenzka nægilega sterk til þess, að geta boðið sænska hrign- um byrginn, og komið væri í veg fyrir að einstakir kaupmenn keptu hver við annan án tillits til ann- ars en eiginhagsmuna, og þó sjáif- um sér og allri þjóðinni til ómet- aniegs tjóns. Kostnaðurinn við síldarsöiuna yrði miklu minni en nú, þar sem öil síldin væri á einni hendi og þar sem samlag væri um söluna, væri mikil hvöt fyrir félagsstjórnina að sjá um, að öll síidin yrði jafngóð verzlunarvava. Útgerðin fengi arðinn óskiftan án óþarfa milligöngu fjöimargra kaup- manna, nema að því leyti sem á- kveðið kynni að vera, að rikis- sjóður fengi eitthvert aukagjald af hreinum arði samlagsins fyrir vernd- unina. Þá væri einnig hægt að hafa eftirlit með þvi, að ekki hlypi ofvöxtur í síldarútgerðina, svo að vinauafl og fjármagn þjóðarinnar væri bundið þar til ónýtis. Það' væri gert með því, að hafa að- eins svo mikla útgerð að mark* aður væri nægur fyrir hendi. Stjórn þessa síldarsamlags ættu þeir að skipa setn mesta hags- muni hefðu af að sfldarútgerðin færi vel úr hendi. Þar eru þrír að- iijar. Verkalýðurinn við útgerðin® — sjómenn og aðrir, — útgerð- armetrairnir og loks þjóðin í heild sinni. Eftir þessu ættu stjórn sam- lagsins að skipa 3 menn, einn til- nefndur af Alþýðusambandinu, annar af sf!darútgerðarmönnum„ þriðji af iandsstjórninni. Þessi stjóra réði síðan framkvæpdar- stjóra samlagsins. Slfkt fyrirkomuiag, sem hér hefir verið bent á, kemst ekki á nema með lögum frá alþingi og þetta er eitt hið helzta þeirra mála sem næsta alþingi verðurrað ráða til iykta. Það er á almennings vitorði að engir óska þess frekar að síldar^ verzlunin komist uedir eina stjórn, en síldarútgerðarmennirair sjálfir og hafa þeir hvað eftir ( annað verið komnir á fremsta hlunn, að skora á landsstjórnina að takast á hendur verzlunina með síld. Ea tveir eða þrír síldarbraskarar hafa getað komið í veginn fyrir það hingað til. Nú er svo komið að önnur leið er ekki fær, ef atvinnu- vegurinn á ekki að fara í kalda kol. En þá er eínnig réttast jafn- framt að tryggja sér að allir að- iljar geti haft fult eftirlit með at- vinmiveginum, eins og hér hefir verið iagt tii, svo að engin hætta yrði á, hvernig svo sem lands- stjórnin væri skipuð, að embættis- mannavald hvíldi á stjórn atvinnu- vegar, sem frekar flestum öðrunt þarf að halda á skjótráðum og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.